Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmælí v 80 ára___________________________ Inga Halldóra Jónsdóttlr, Merkurgötu 7, Hafnarfirði. 75 ára_________________________ Jón Jónas Báröarson, Hverfisgötu lOOa, Reykjavík. 7Q_ára...... .................. Baldur Friöfinnsson, Bæ II, Búöardal. 50 árg_________________________ Gréta Fanney Guölaugsdóttir, Seilugranda 5, Reykjavík. Guðbrandur Þ. Guöjohnsen, Ljárskógum 8, Reykjavík. Guöjón Skúlason, Gaukshólum 2, Reykjavík. Hermann Kristjánsson, Brimnesi I, Fáskrúösfirði. Júlíus Jón Jónsson, Drangavöllum 4, Keflavík. Sigurður Ársælsson, Skildinganesi 16, Reykjavík. Þórarinn Hjartarson, Tjörn, Dalvík. Þórunn Sigurðardóttir, Háholti 9, Hafnarfirði. 40 ára_________________________ Anna Maria Ingólfsdóttir, Borgarhlíð 3f, Akureyri. Ása Árnadóttir, Hvanneyrarbraut 33, Siglufirði. Ásta Hrönn Jónasdóttir, Kotárgerði 11, Akureyri. - Oögg Kjartansdóttir, Hæðargerði 17, Reyðarfirði. Einar Kristján Hermannsson, Öldutúni 2, Hafnarfiröi. Gunnar Gísli Guðnason, I lamrahlíð 7, Reykjavik. , lendrik Steinn Hreggviösson, i’órufelli 2, Reykjavík. ’ngibjörg Blomsterberg, i Iríngbraut 50, Keflavík. María Ólafsdóttir, Hænuvik innri I, Patreksfiröi. Ólafur Helgi Ólafsson, Valdastöðum, Mosfellsbæ. Ómar Strange, * Sléttahrauni 22, Hafnarfiröi. Steinar Árnason, Sigtúni 7, Selfossi. Steindór Pálsson, Lágengi 7, Selfossi. Vesselin Vladimirov Bontchev, Háteigsvegi 8, Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrv. bóndi á Víðivöllum, lést fimmtud. 30.11. Guölaug Ólafía Guölaugsdóttir frá Hok- ^ insdal í Arnarfirði, til heimilis í Háageröi 43, lést á Borgarspítalanum fimmtud. 30.11. Gunnar Gíslason, Grundargerði 12, Reykjavík, lést af slysförum fimmtud. 30.11. Benedikt Oddsson, Greniteigi 36, Kefla- vík, lést af slysförum fimmtud. 30.11. Jóhann Stefánsson, Rangárseli 20, Reykjavík, lést þriöjud. 21.11. á Land- - spítalanum við Hringbraut. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. I>V Fólk í fréttum ___________ Sextugur Jón Ólafur Jónsson bankafulltrúi í Keflavík Jón Ólafur Jónsson fulltrúi, Hringbraut 88, Keflavik, er sextugur í dag. Starfsferill Jón Ólafur fæddist á ísafirði og ólst þar upp en hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði 1957. Jón stundaði verslunarstörf á ísa- flrði 1957-63, vann í versluninni Kyndli hf. í Keflavík 1963-64, var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suður- nesja 1964-70, starfaði við Fríhöfn- ina á Keflavíkurflugvelli 1970-81 og hefur síðan verið fulltrúi í Gjaldeyr- isdeild, fyrst Útvegsbanka íslands í Keflavík, síðan íslandsbanka. Jón Ólafur spilaði knattspyrnu með ÍBK í knattspyrnu á gullaldar- tímabili liðsins 1963-77, var um skeið landsliðsmaður í knattspymu, er áhugamaður um snóker, bridge, skák og skíðaiðkun og hefur tvisvar keppti fyrir hönd íslands á Evrópu- meistaramóti öldunga, í Finnlandi 1997 og í Sviss 1998. Jón Ólafur sat í bæjarstjóm Keflavíkur 1986-90, var þar varafull- trúi 1978-82, var gjaldkeri hjá Billi- ardsambandi Islands, sat í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja um árabil, sat í íþróttaráði Keflavíkur, situr í stjórn Landssambands eldri kylfinga og er gjaldkeri þess. Fjölskylda Jón Ólafur kvæntist 8.10.1966 Sig- urbjörgu Gunnarsdóttur, f. 8.5.1946, bankastarfsmanni í Sparisjóði Keflavíkur. Hún er dóttir Gunnars Sigurfinnssonar, húsgagnabólstrara í Keflavík, og k.h., Sigrúnar Ólafs- dóttir húsmóðir. Börn Jóns Ólafs og Sigurbjargar eru Guðbjörg, f. 8.2. 1967, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en maður hennar er Ómar Ellertsson flugþjónn; Gunnar Magnús, f. 27.8. 1968, íþróttakennari í Borgarnesi, en kona hans er Björg Ólafsdóttir kennari og er dóttir þeirra Tinna Björg, f. 26.5. 1998; Thelma, f. 18.9. 1973, nemi í fjölmiðlafræði og starfs- maður hjá CÖM, en unnusti hennar er Steinbjörn Logason, grafiskur hönnuður. Hálfsystir Jóns Ólafs, samfeðra, er Auður Þorgerður, f. 7.11.1938, bú- sett í Hnífsdal. Háifsystkini hans, sammæðra: Sigurður Magnússon, f. 12.1.1947, d. 21.5. 1974; Finnur Magnússon, f. 13.1. 1948, verslunarmaður á ísa- firði; Guðrún Bjarnveig Magnús- dóttir, f. 12.6.1955, fyrrv. skólastjóri Tónlistarskólans i Bolungarvík. Foreldrar Jóns Ólafs voru Jón Ólafur Júlíusson, f. 25.11. 1910, d. 19.2. 1941, frá Atlastöðum í Fljóta- vík, og Guðbjörg Veturliðadóttir, f. 27.8. 1918, d. 20.9. 1982. Jón Ólafur og Guðbjörg voru heit- bundin þegar Jón lést í sjóslysi. Skömmu síðar giftist Guðbjörg Magnúsi Guðnasyni, f. 26.8. 1914, d. Merkir íslendingar Einar Már Guðmundsson rithöfundur ættföður Hörgsholtsættarinnar. Bróðir Önnu er Haukur aðstoðar- rafmagnsstjóri. Anna er dóttir Pálma, landnámsstjóra í Reykjavík, bróður Ólafs læknis, afa Hilmars Arnars Hilmarssonar tónskálds. Annar bróðir Pálma var Kristján, faðir Eddu, konu Hrafns Gunn- laugssonar. Pálmi er sonur Einars, b. á Svalbarða í Dölum Guðmunds- sonar, b. á Giljalandi, Bjamasonar. Móðir Önnu var Sofíla, systir Sig- fúsar ritstjóra, fóður Öddu Báru veðurfræðings. Hálfsystur Sofíiu eru Sigrún, móðir Kristjáns Eld- járns forseta, foður Þórarins skálds og rithöfundar, og Amfríður, móðir Gísla Jónssonar menntaskólakenn- ara. Soffía var dóttir Sigurhjartar, b. á Urðum, Jóhannssonar. 1999, frá Seljalandi í Álftafirði, fyrr- um sjómanni. Magnús reyndist Jóni Ólafí ætíð sem faðir. Guðbjörg og Magnús bjuggu lengst af á ísafirði eða til ársins 1970. Þá fluttu þau til Keflavíkur. Skömmu eftir andlát Guðbjargar flutti Magnús til Bolungarvíkur þar sem hann bjó fyrst hjá dóttur sinni, Guðrúnu, en var siðan á sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Jón verður að heiman. Útför Sigmars Hjálmtýs Jónssonar, sem lést í Bergen í Noregi þriðjud. 21.11., fer fram frá Akraneskirkju þriðjud. 5.12. kl. 14.00. Árni Kristjánsson (Arne), Vindási, Reykjavegi 52A, Mosfellsbæ, verður jarösunginn frá Lágafellskirkju þriðjud. 5.12. kl. 13.30. Óskar Arnar Lárusson, Bragagötu 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjud. 5.12. kl. 13.30. Ágústa Þorsteinsdóttir, Hrismóum 4, Garðabæ, veröur jarösungin frá Garða- kirkju þriðjud. 5.12. kl. 10.30. Dóra Jóhannesdóttir, Safamýri 81, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjud. 5.12. kl. 15.00. Ragnheiöur Bjarnadóttir frá Hesteyri, Reynimel 43, verður jarðsungin frá Fri- kirkjunni í Reykjavík 5.12. kl. 10.30. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur, Miðhúsum 9, Reykjavík, spjallaði m.a. um nýju skáldsöguna sína, Draumar á jörð, í helgarpjalli við DV um síðustu helgi, en hann er vinsælasti íslenski rithöfundurinn um þessar mundir samkvæmt ný- legri skoðannakönnun DV. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík 18.9. 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1975, BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði við HÍ 1979 og stundaði framhaldsnám i bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur stundað ritstörf frá 1980. Ljóðabækur Einars: Er nokkur í kórónafötum hér inni?, 1980; Sendi- sveinninn er einmana, 1980; Róbin- son Krúsó snýr aftur, 1981; Klettur í hafi, með málverkum eftir Tolla, 1991; í auga óreiðunnar, 1995; Ljóð 1980-1981 (endurútg. 1996). Skáldsög- ur Einars: Riddarar hringstigans, 1982; Vængjasláttur í þakrennum, 1983; Eftirmáli regndropanna, 1986; Rauðir dagar, 1990; Englar alheims- ins, 1993; Fótspor á himnum, 1997; Draumar á jörðu, 2000. Hann hefur samið smásagnasafnið Leitin að dýragarðinum, 1988, og barnasög- umar Fólkið í steinunum, 1992, og Hundakexið, 1993. Ritgerðasafn Ein- ars, Launsynir orðanna, kom út 1998. Þá samdi hann, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni, handritin að kvik- myndunum Börn náttúrunnar og Bíódagar og er höfundur að kvik- myndahandriti Engla alheimsins. Einar hlaut fyrstu verðlaun í bók- menntasamkeppni Almenna bókafé- lagsins fyrir skáldsöguna Riddarar hringstigans, 1982, bjartsýnisverð- laun Brostes 1988, Menningarverð- laun DV 1994, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995, Gioceppi Accerbi-verðlaunin á Ítalíu fyrir Engla alheimsins 1999, Karen Blix- en-orðuna frá dönsku akademíunni 1999, handritsverðlaun fyrir handrit Engla alheimsins á Kvikmyndahá- tíðinni í Gautborg 2000. Fjölskylda Kona Einars er Þórunn Jónsdótt- ir, f. 6.11. 1955, fóstra, dóttir Jóns Bjarnasonar og Maríu Guðmunds- dóttur. Börn Einars og Þórunnar eru Anna Björk, f. 13.1.1983, nemi; Hild- ur Úa, f. 13.5. 1984, nemi; Hrafnkell Már, f. 17.3.1987, nemi; Guðmundur, f. 11.4. 1990, nemi. Stjúpdóttir Ein- ars er Rakel María Axelsdóttir, f. 17.2. 1977, tónlistarnemi i Dan- mörku, en maður hennar er Brynj- ar Már Karlsson en dóttir þeirra er Hera Björk Brynjarsdóttir, f. 21.11. 1997. Systkini Einars: Skúli Ragnar, f. 18.8.1942, verslunarmaður í Reykja- vík; Pálmi Örn, f. 22.4. 1949, d. 27.5. 1992, listamaður í Reykjavik; Guð- mundur Hrafn, f. 2.4.1959, prófessor í frumuliffræði við HÍ; Auður Hrönn, f. 10.5.1962, arkitekt í Þýska- landi. Foreldrar Einars eru Guðmundur Guðmundsson, f. 10.5. 1922, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, og k.h., Anna Pálmadóttir, f. 2.12. 1928, fyrrv. skrifstofumaður. Ætt Guðmundur er sonur Guðmund- ar, sjómanns í Reykjavík, Magnús- sonar, tómthúsmanns í Ánanaust- um, Guðmundssonar, b. í Kópavogi, Ámasonar. Móðir Guðmundar sjó- manns var Margrét, systir Gísla, langafa bankastjóranna Birgis ís- leifs Gunnarssonar og Björgvins Vilmundarsonar. Margrét var dóttir Björns, b. á Bakka, Guðlaugssonar. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Gísladóttir, b. á Syðri-Brúnavöllum, Vigfússonar, b. á Reykjum, bróður Ingunnar, langömmu Grétars Fells rithöfundar og Þorgeirs, afa Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Vigfús var sonur Eiríks, ættfóður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar og Guðrún- ar Kolbeinsdóttur, skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Gísla var Ingibjörg Gísladóttir frá Árhrauni. Móðir Ingibjargar var Vilborg Jóns- dóttir, b. í Hellukoti, Jónssonar, b. á Ásgautsstöðum, Jónssonar, b. á Leiðólfsstöðum, bróður Beinteins, langafa Elísabetar, langömmu Guð- mundar símritara, föður Jónasar rithöfundar. Beinteinn var einnig langafi Helgu, langömmu Játvarðs Jökuls Júlíussonar rithöfundar, og langafi Sigríðar, langömmu Júlíu, móður Sveinbjöms Baldvinssonar rithöfundar. Jón var sonur Ingi- mundar, b. á Hólum, Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar, Stur- laugssonar. Móðir Jóns í Hellukoti var Sigríður Jónsdóttir, ættföður Nesættarinnar, Snorrasonar. Móðir Vilborgar var Kristín Gottsveins- dóttir. Móðir Kristínar var Kristin Magnúsdóttir, b. i Steinsholti og Rögnvaldur Ólafsson arkitekt fæddist í Ytri-Húsum i Dýrafirði 5. desember 1874. Hann var sonur Ólafs Zakaríasson- ar, bónda þar, og Veróníku Jónsdóttur húsfreyju. Rögnvaldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1900 ög stundaði nám í Det Tekniske Sel- skaps Skole í Kaupmannahöfn 1901-1904. Þá sneri hann heim sökum veikinda. Hann var ráðunautur ríkis- stjórnarinnar um húsagerð frá 1904 og til æviloka 1917 og er almennt talinn fyrsti íslenski húsameistarinn. Rögnvaldur er án efa einn merkasti ís- lenski arkitektinn. Hann teiknaði mörg af glæsilegustu timburhúsunum sem reist voru í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinnar, t.d. nokkur við Tjarnargötuna og þar með tal- inn Ráðherrabústaðinn. Þá teiknaði hann turninn á Bernhöftstorfunni við Amt- mannsstíg 1, Húsavikurkirkju og kirkj- una í Hjarðarholti í Dölum. Auk þess er hann höfundur að ýmsum svip- mestu fyrstu steinhúsunum, s.s. Póst- húsinu í Pósthússtræti, Vífilsstaða- spítala og skólahúsum á Hvanneyri og á Hólum. Mörg húsa Rögnvalds eru snilldarleg, íslensk útfærsla á Sveitser- stíl og ný-klassík. Þá má sjá Mansard- þök á sumum húsa hans, s.s. Pósthúsinu. En það sem einkum einkennir persónuleg- an stíl hans er afar næm tilfmning fyrir hlutföllum og vandaðar útfærslur. Rögnvaldur Á. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.