Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 28
ín'^'^raswr^m jnrke.y FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Fiskinyöl ekki bannað Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins samþykktu í gær að ^ heimila notkun fiskimjöls í svína- og alifuglafóður en banna notkun fiskimjöls, eins og kjöt- og beina- mjöls, í fóður fyrir nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi niðurstaða er mjög jákvæð fyrir fiskimjölsframleiðsl- una hér á íslandi því mestur hluti þess flskimjöls sem við erum að selja og fer í skepnufóður, fer í svína- og kjúklingafóður. Ráðherrar fagna þessum úrslitum sem og sjó- menn á Norðurlöndunum. -HKr. Sjá nánar bls. 9 Rafmagnsleysi: Vegna elli „Skýringin á rafmagnsleysinu er sú að 11 kílóvatta ’ W'strengur i aðveitu- stöð 5 i Elliðarárdal gaf sig vegna elli,“ sagði Guðmundur Þóroddsson orku- veitustjóri um raf- magnsleysið sem varð í hluta höfúð- borgarinnar í 22 Guðmundur mínútur á laugar- Þóroddsson dagskvöldið. Þegar gamli strengurinn gaf sig varð skamm- hlaup og stóra rafmagnsflutningakerf- ið sló út með þeim afleiðingum að all- ar útvarps- og sjónvarpsstöðvar urðu óvirkar víða um land. í Norðurlands- kjördæmi vestra var kántríútvarp Hallbjamar Hjartarsonar það eina sem hékk inni. Um útvarps- og sjónvarps- leysið sagði orkuveitustjóri: „Allar útvarpsstöðvamar vora á sama örygginu hjá Landssímanum og þvi fór sem fór.“ -EIR 19 dagar til jóla 4 dagar i jólalestina DV-MYND ÞOK Steinn á toppnum Jólabókaflóðið er skollið á af fullum þunga og ævisaga Steins Steinars eftir Gylfa Gröndal hefur tekið forystuna í keþþninni um mest seldu bókina. Harry Potter fyigir fast á hæla honum. Sjá fyrsta bóksölulista DV fyrir þessi jól á bls. 2. Sjóvá mun ekki hækka Sjává-Almennar tryggingar hf. munu ekki hækka skipatryggingar sínar um áramót. Félagið hefur fyrir nokkru lokið samningi við erlenda samstarfsaðila sína um endurtrygg- ingavernd skipatrygginga á komandi vátryggingarári. Ákvörðun stjómar íslenskrar end- urtryggingar hf. um að hætta virkri starfsemi félagsins frá og með næstu áramótum var tekin á allt öðram for- sendum en þeim að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafi valið þann kost að semja sjálfstætt um endurtryggingar þeirra sem félagið vátryggir. Eins og DV greindi frá hættir íslensk endurtrygging starfsemi um áramót. Þá hafa erlend endurtryggingafélög verið að draga sig út af sjótryggingamarkaði vegna tjóna. Það er aftur talið geta leitt til hækkana hérlendis. Landssamband íslenskra útvegsmanna mun vera að hefja viðræður við tryggingafélögin vegna þessa. -HKr. Samningar um útflutning á þorskensímum í snyrtivörur á lokastigi: Töfralyf til Ítalíu fyrir milljarða - Jón Bragi Bjarnason midirritar samninga í Róm og Tórínó Asgeir Sigurvinsson Gott gegn fót- svepþum. Jón Stelnar Gunnlaugsson Bjargar fótbolta- æfingunum. okkur smátt upp en ekki stórt niður,“ segir doktor Jón Bragi Bjamason sem sér fram á milljarðaviðskipti við er- lend stórfyrirtæki innan nokkurra ára. „Við höfum lifeðlisfræðilegar skýring- ar á virkni þorskensímsins þó enn hafi ekki verið sannað vísindalega hvemig það virkar á líkamann. Slíkar rann- sóknir taka mörg ár og við getum ekki beðið á meðan til okkar kemur fólk sem hvorki hefúr getað sofið né gengið en gerir hvort tveggja eftir að hafa bor- ið Penzim á sig,“ segir Jón Bragi Bjamason, nýkominn frá Ítalíu. -EIR Doktor Jón Bragi Bjamson, prófess- or í lífefnafræði, er í þann mund að ganga frá samningi um sölu á þorsk- ensímum til snyrtivöragerðar og lyfja- framleiðslu við tvö ítölsk stórfyrir- tæki. Jón Bjami hefúr um áratuga- skeið unnið að rannsóknum á þorsk- ensímum og notagildi þeirra i snyrti- vörur og lyf og nú er árangurinn að skila sér: „Það eru tvö ítölsk fyrirtæki sem ég er að semja við, annað er í Róm en hitt í Tórínó. Aðeins er eftir að semja um verð en það verður engin fyrirstaða. Áhuginn ytra er gríðarlega mikill og þar líta menn á þetta sem eitthvað nýtt og spennandi," segir Jón Bragi sem þeg- ar hefur sett smyrsl gert úr þorsk-ens- ímum á markað hér á landi undir heit- inu Penzim. Hefur smyrshð verið prófað á völdum hópi sjúMinga og má þar nefna menn eins og Ásgeir Sigurvinsson knattspymukappa og Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmann. „Ég hef um árabil stundað sundstaði borgarinnar og þar af leiðandi af og til fengið fótsveppi," segir Ásgeir Sigur- vinsson sem fýrir bragðið hefur þurft að nota sveppalyf með bólgueyðandi Doktor Jón Bragi með smyrslið Ætlar að vinna sig hægt uþþ en ekki hratt niður. sterum. Eftir að hann fékk smyrslið með þors- kensimunum hjá Jóni Braga hefúr hann ekki þurft annað. „Aðrir í fjölskyldu minni hafa líka notað áburðinn og hann hefur dugað þeim vel við gigt og vöðva- bólgum,“ segir Ásgeir Sigurvinsson. Jón Steinar Gtrnn- laugsson hæstaréttar- lögmaður hefur notað smyrsl doktors Jóns Braga gegn eymslum sem hann hefúr átt við að stríða eftir fótbolta- æfingar sem hann stundar þrisvar í viku ..þó ég sé kominn á sextugsaldur og beri með mér 100 kíló,“ eins og Jón Steinar orðar það sjálfur. Skyldmenni hans nota smyrslin einnig gegn slitgigt og beinhimnubólgu. „Við ætlum að vinna Kirkjuvegur í Reykjanesbæ: Súludansmeyjar ofsóttar Heimili súludansmeyja á veitinga- staðnum Casínó í Reykjanesbæ var útbíað í málningu og ókvæðisorð í garð stúlknanna höfðu verið máluð á húsið aðfaranótt laugardagsins. Þeg- ar stúlkurnar fóra á fætur eftir erfiða nótt sáu þær að búið var að skrifa stóram stöfum á gafl húss þeirra: „Hórahús - helvítis". Brá þeim mjög. „Ég held að þetta séu einhverjir krakkavitleysingar sem þarna vora að verki,“ sagði Þórir Tello, rekstrar- stjóri á Casínó, sem lét þegar í stað hreinsa húsvegginn. „Það hefur í maluð a heimili Hús súludansaranna við Kirkjuveg Þeim var brugðið er þær vöknuðu á laugardaginn eftir erfiða nótt. þeirra raun orðið hugarfarsbreyting hér í bænum gagnvart súludansi eftir öll þau læti sem vora þegar við reyndum að opna. Nú höfum við opið fram und- ir morgun um helgar og hefur það eitt slegið mjög á heimaparti sem buðu upp á alls kyns vandræði hér á Suðumesjum. Nú veit lögreglan hvar fólkið er,“ sagði Þórir Tello sem að jafnaði er með 10-12 súludansmeyjar í húsinu við Kirkjuveg. Stúlkurnar dansa öll kvöld en á virkum dögum eru það bandarísku hermennimir á Miðnesheiði sem fylla staðinn. -EIR SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.