Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Side 1
19 Fjórir KR-ingar fara í uppskurð Sigurður Örn Jónsson, varnarmaðurinn sterki hjá íslandsmeistur- um KR í knattspyrnunni, er á leið í uppskurð á vinstra hné, 21. des- ember næstkomandi. Sigurður verður frá í 2 til 3 mánuði fyrir bragð- ið og missir því af landsliðsferð til Indlands. Einar Þór Daníelsson á einnig við meiðsli að stríða í hné og fer að öllum líkindum í uppskurð í þessum mánuði. Hann verður kominn fyrr á stjá en Sigurður Örn. Kristján Finnbogason markvörður þarf að fara í speglun vegna hnémeisla og Sigursteinn Gíslason, sem fór tví- vegis úr axlarlið á síðasta tímabili, fer í aðgerð af þeim sökum í þess- um mánuði. KR-ingum er það í mun að þessir umræddu leikmenn fari sem fyrst í meðferð svo þeir verði klárir í slaginn í tíma þegar átökin hefjast í vor. -JKS/ÓÓJ Guðmundur Hrafnkelsson hefur verið besti maður Nordhorn í vetur með frábærri markvörslu í mörgum leikjum. I gærkvöld varði hann 22 skot í góðum útisigri á Minden. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik með Nordhom í gærkvöld: Lokaöi markinu - varði 22 skot þegar Gústaf Bjarnason og félagar í Minden voru lagðir, 21-26 Guðmundur Hrafnkelsson, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, átti enn einn stórleikinn i marki þýska liðsins Nordhom sem vann góðan útisigur á Minden, 21-26, í þýsku bundeslígunni í gærkvöld. Nordhom, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, sýndi loksins sínar réttu hliðar og hafði með frum- kvæðið allan leikinn. Guðmundur stóð í marki Nordhorn allan tím- ann og varði 22 skot. Liðið lagði grunninn að sigrinum i síðari hálf- leik þegar Minden skoraði aðeins sex mörk á 21 mínútu leikkafla en á þeim tima var Guðmundur i mikl- um ham. „Við tókum okkur saman í and- litinu eftir slakt gengi í síðustu leikjum. Mér persónulega hefur gengið vel í vetur og því er ekki að neita að ég er kominn i mjög gott form. Það væri skrýtið ef maður tæki ekki framfórum hér í Þýska- landi þvi ég geri ekkert annað en að æfa og spila handbolta. Það var um að gera fyrir mig að grípa tæki- færið þegar það gafst en ég er að leika mun meira en á síðasta tíma- bili,“ sagði Guðmundur eftir leik- inn í Minden í gærkvöld. Góð samvinna markvarð- anna Guðmundur sagði að samvinna markvarða liðsins væri mjög góð og þeir kepptust við að hvetja hvor annan áfram. Hinn markvörður liðsins, Svíinn Jesper Larsson, hef- ur orðið að víkja fyrir Guðmimdi í vetur, en hann stóð meira í marki Nordhorn í fyrra. Þétt er leikið í þýska handboltan- um í desember og eiga flest liðin fyrir höndum fimm leiki fyrir ára- mót en síðan verður gert hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Frakk- landi. Það býr miklu meira í liðinu „Ég ætti með sama áframhaldi að vera kominn í þokkalegt form þeg- ar maður kemur heim á gamlárs- dag e'n þá tekur við undirbúningur með landsliðinu fýrir heimsmeist- arakeppnina. Það býr miklu meira í okkar liði en það hefur náð að sýna fram þessu. Við urðum í fimmta sætinu á siðasta tímabili 'sem var mjög góður árangur af nýliðum að vera i deildinni. Ég held að ástæðan fyrir þessu gengi núna sé m.a. að andstæðingamir þekkja okkur bet- ur en í fyrra. Liðin vanmeta okkur ekki í dag og því verður mótspyrn- an meiri. Ég ætla að vona áð þessi sigur gefi okkur byr í siglin fyrir komandi leiki. Við eigum útileik gegn Willstatt á laugardaginn og síðan aftur í Kiel á þriðjudag. Við stefnum að því að ná í Evrópusæti en til þess verður okkur að ganga betur en fram að þessu," sagði Guð- mundur Hrafnkelsson. Gústaf Bjarnason lék með Minden í gærkvöld og skoraði sex mörk eins og Habbe og Dujs- hebajew. -JKS Wislander með Svíum á HM Magnus Wislander, einn lykil- maður sænska landsliðsins í handknattleik síðustu tíu ár, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðið sem leikur i heims- meistarakeppninni í Frakklandi. Félagi hans í landsliðinu og i þýska liðinu Kiel, Staffan Olson, hefur hins vegar gefið það út að hann leiki ekki framar með lands- liðinu. Wislander segist ekki vera þreyttur á því að leika með lands- liðinu og því hafi hann ákveðið að leika í næstu stórkeppni með lið- inu. Fyrsti leikur Svia á HM verður gegn íslendingum 23. janúar. -JKS Júgóslavií sigtinu hjá ÍBV Úrvalsdeildarlið Eyjamanna í knattspyrnu hefur að undanfómu verið með júgóslavneska leik- manninn Alexander Ilic til skoð- unnar. Hic, sem er 27 ára gamall kantmaður, hefur leikið m.a. með belgíska liðinu Club Brúgge. Eyja- menn hafa myndbönd undir höndum af leikmanninum og er hér á ferð sterkur leikmaður. Það ætti að koma í ljós á næstunni hver næstu skref verða í málinu. Ekki er enn þá ljóst hvort Gor- an Aleksic og Momir Mileta, sem léku með ÍBV á síðasta tímabili, verða áfram í herbúðum liðsins en það ætti að koma í ljós eftir áramótin. -JKS United og Arsenal á eftir Nowotny Manchester United og Arsenal era sögð bítast um þýska lands- liðsmanninn Jens Nowotny hjá Bayer Leverkusen. Arsenal hefur um allnokkra hríð verið á höttun- um á eftir þessum sterka varnar- manni en nú hefur félagið fengið samkeppni frá risanum í United sem á að hafa boðið yfir 20 millj- ónir punda í leikmanninn. Leverkusen vill fá meira en Nowotny hefur lýst yfir miklum áhuga á að leika á Englandi.-JKS Patrekur með átta mörk Patrekur Jóhannesson, hand- knattleiksmaður hjá þýska liðinu Essen, gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Hann skoraði átta mörk þegar Essen gerði jafntefli, 26-26, við Flensburg í gærkvöld. Róbert Duranona skoraði flmm mörk fyrir Nettelstedt sem tapaði á útivelli fyrir Hameln, 23-22. Úrslit í öðrum leikjum uröu þau að Kiel vann Gummersbach, 23-20, og Solingen lá á heimavelli fyrir Lemgo, 23-24. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.