Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 21 Sport Sport HK-IR 20-23 1-0, 1-2, 3-3, 6-6, 7-9, 8-10, 9-10, 9-12, 10-13, 11-16, 13-16, 14-19, 15-20, 18-20, 19-22, 20-23 HK Mörk/viti (Skot/víti): Óskar E. Óskars son 9/4 (14/4), Jaliesky Garcia 5,(10) Stefán Guðmundsson 2 (4), Samúel Áma son 2 (4), Jón Bersi Erlingsen 1 (1), Guð jpn Hauksson 1 (2), Karl Grönvold (1), Ágúst Guðmundsson (1), Alexander Árnason (5/1) Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Samúel, Óskar, Garcia) Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/víti (Skot á sig): Hlynur Jóhannesson 7 (21/1, 33%), Arnar Freyr Reynisson 5/1 (14/1, 36%) Brottvisanir: 8 mínútur ÍR Mörk/viti (Skot/viti): Ólafur Sigurjóns- son 5 (7), Ingimundur Ingimundarson 5 (11), Kári M. Guðmundson 3 (6), Brynjar Steinarsson 3 (6), Róbert Rafnsson 2 (2), Finnur Jóhannsson 2 (2), Einar Hólm- geirsson 2 (6), Erlendur Stefánsson 1/1 (3/2) Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Ólafur 2, Róbert) Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/viti (Skot á sig): Hrafn Margeirsson 17 (36/3, 47%, víti fram hjá), Hallgrímur Jónasson (1/1, 0%) Brottvísanir: 14 mlnútur. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, 7. Gœði leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 190. Ma&ur leikins: Hrafn Margeirsson, ÍR Leiðindi - þegar ÍR-ingar unnu HK í gær lUISSAN - deildin ÍR sigraði HK, 23-20, í mjög döprum leik í Digranesinu í gærkvöld. Leikur liðanna í gærkvöld verður seint færður á spjöld sögunnar sem skemmtilegasti handknattleiks- leikur sem sögur fara af. Undirrituðum datt helst í hug að menn væru með hugann við jólabakstur eða eitthvað þess háttar. I fyrri hálfleik leið tíminn oft löngum stundum án þess að nokkuð gerðist og minnti leikurinn helst á bragdaufa skák. Til marks um andleysi manna var enginn leikmaður rekinn út af í fyrri hálfleik og aðeins tvö víti dæmd. Meira fjör í seinni hálfleik Meira fjör var í seinni hálfleiknum en ekki er hægt að segja að gæðin hafi verið meiri, nú líktist leikurinn meira hópáflogum þar sem ágætir dómararnir þurftu að reka menn út af hvað eftir annað til að stoppa áflog hér og þar um völlinn. Sverrir Björnsson lék ekki með HK-liðinu vegna bakmeiðsla og munaði þar miklu í sóknarleik liðsins þar sem ógnunin var sáralítil, það var helst leik- stjórnandinn knái Óskar Elvar Óskarsson sem fann leiðina að markinu með sínum snöggu hreyfingum. Annars hrundi það litla sem upp úr stóð í fyrri hálfleik í þeim seinni og snerist þá leikur þeirra mest um tuð og leiðindi. ÍR-liðið var skárra í þessum leik en sýndi alls ekki skemmtilegan leik, lukka þess í þessum leik var sóknarleikur HKí seinni hálfleik þar sem ekkert gekk og svo lokaði þeirra besti maður Hrafn Margeirsson, markinu vel þegar Kópavogsbúar sluppu í gegn. Þá má einnig geta frammistöðu Róberts Rafnssonar í fyrri hálfleik, en hann tók Kúbverjann Garcia grimmum tökum og pirraðist Kúbverjinn mikið við það og náði aldrei að einbeita sér að leiknum. -RG Haukar 12 11 1 365-286 Fram 11 9 2 291-247 Grótta/KR 11 7 4 275-279 UMFA 11 6 5 308-279 FH 11 6 5 267-245 Valur 11 6 5 276-256 KA 11 6 5 271-264 iR 12 6 6 272-270 ÍBV 11 5 6 296-292 Stjarnan 11 4 7 274-281 HK 12 2 10 274-322 Breiðablik 12 0 12 246-394 sæti. Jabbar skoraöi 38.387 stig á löngum farsælum ferli. Framherjinn frábœri Karl Malone, sem leikur með Utah Jazz, komst í nótt í ann- að sætið yfir þá leikmenn NBA-deildarinnar sem skor- að hafa ílest stig frá upphafi. Malone skoraði 31 stig í sigri Utah Jazz á Toronto Raptors og skaust þar með upp fyrir Wiit Chamberlain. Malone hefur skorað 31.433 stig á ferl- inum en hann á þó langt í land með að ná Kareem Abdul-Jabbar sem er i efsta Þaö er búiö að setja leikina á í átta iiða úrslitum SS-bikars karla og kvenna sem fram fara í næstu viku. Allir karla- leikirnir fara fram miðviku- daginn 13. desember klukkan átta en þá mætast Stjarn- an-Afturelding, HK-ÍR, Fram-Haukar og Sel- foss-Grótta/KR. í kvennaflokki eigast ÍR-Stjarnan og Valur-FH við klukkan átta þriöjudaginn 12. desember, ÍBV-Fram spila fimmtudaginn 14. desember og loks leika Haukar-Viking- ur á Ásvöllum fóstudaginn 15. desember. Franska stúlkan Régine Cavagnoud sigraði í gær í risasvigi á heimsbikarmóti sem fram fór i Val D’Isere. Austurríska stúlkan Michaela Dorfmeister varð í öðru sæti og Carole Montillet frá Frakklandi í þriðja sæti. -ÓÓJ/JKS A goðri leið Sautjan mork - hjá Einari Gunnarssyni i stórsigri Hauka á Breiðabliki, 39-22 Það var fyrst og fremst stórleikur Einars Gunnarssonar Haukamanns sem gladdi augað þegar efsta liðið vann viðbúinn stórsigur á því neðsta á Ásvöllum í gærkvöld. Lokatölurnar, 39-22, segja I raun allt sem segja þarf um leikinn sem var einstefna nánast frá upphafi til enda. Haukarnir náðu snemma afger- andi forskoti og það voru í raun að- eins tveir stuttir kaflar þar sem Blikar sýndu einhvem lit. Sá fyrri kom rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik þegar Blikar minnkuðu muninn úr 8-2 í 9-5 en í kjölfarið skoruðu Haukar síðan átta mörk gegn einu og náðu þar með ellefu marka for- skoti. Síöari kafli Blika kom í upp- hafi síðari hálfleiks þegar munur- inn fór úr tólf mörkum í níu en þá Haukar-Breiðablik 39-22 3-0, 8-2, 11-6, 17-6, 20-9, (22-10), 22-12, 28-14, 29-16, 32-17, 37-19, 38-21, 39-22. Haukar Mörk/viti (Skot/viti): Einar Gunnars- son, 17/4 (19/4), Þorvarður Tjörvi Ólafs- son, 4 (6), Vignir Svavarsson, 3 (4), Óskar Ármannsson, 3(5), Ásgeir Öm Hailgríms- son, 2 (2), Aliaksandr Shamkuts, 2 (2), Jón Karl Bjömsson 2 (3), Rúnar Sigtryggsson 2 (3), Einar Örn Jónsson, 2 (4), Petr Bam- rak, 1 (2), Halldór Ingólfsson, 1 (1), Jó- hann Gunnar Jónsson (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 9 (Sham- kuts 2, Rúnar 2, Einar G. 2, Tjörvi, Jón Karl, Vignir). Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/víti (Skot á sig): Magnús Sigmundsson 14/2 (31/3, 45%), Bjami Frostason 5 (10/2, 50%). Brottvisanir: 0 mínútur Breiöablik Mörk/víti (Skot/víti): Zofanias (Zoltan) Belanyi 7/1 (10/1), Andrei Lazarev 5(10), Halldór Guðjónsson 4/2 (6/4), Sigtryggur Kolbeinsson 3(8), Gunnar B. Jónsson 1 (3), Davíð Ketilsson 1(6), Garðar S. Guð- mundsson 1(5), Slavisa Rakanovic (3), Orri Hilmarsson (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Belanyi, Sigtryggur). Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Rósmund- ur Marinósson, 3 (12/1,25%), Guðmundur K. Geirsson, 7 (37/3, 19%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson, 7. Gceöi leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 150. Maöur leikins: Einar Gunnarsson, Haukum komu flmm mörk í röð frá Haukum í kjölfarið. En maður leiksins var án efa Ein- ar Gunnarsson. Hann hefur ekki átt fast sæti í Haukaliðinu f vetur en nýtti þama tækifærið sem hann fékk svo um munar og lyfti sér varla upp öðruvísi en að knötturinn endaði í netinu. Auk hans má nefna góða frammistöðu Magnúsar í markinu en í heild var þessi leikur átakalítill og ungir leikmenn á borð við Vigni Svavarsson og hinn 16 ára Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu töluvert að spreyta sig og stóðu sig ágætlega. Hjá Blikum bar mest á Zofanias (betur þekktur sem Zoltan) Belanyi sem sýndi stundum gamla takta en það er morgunljóst að þetta lið á alls ekkert erindi í þessa deild. Allt gekk upp Einar Gunnarsson var að sjálf- sögðu ánægður með eigin frammi- stööu í leiknum gegn Breiðabliki, ekki hvað síst mörkin 17. „Það gekk allt upp í dag og ég var mjög heitur. Þegar ég sá að þjálfar- inn ætlaði að stilla mér upp í byrj- unarliðinu stillti ég mig vel inn á þennan leik þrátt fyrir að ég væri í prófum. Ég ætlaði að sýna mig og það gekk eftir. Ég fann fyrir því að félagarnir voru góðir við mig þegar mörkunum fór að fjölga og reyndu að senda á mig. Ég tók svo öll vftin og náði að nýta þau. Það hjálpaðist því allt að. Það er varla hægt að gera betur.“ Um leikinn sagði Einar. „Það var gott að geta notað í þennan leik menn sem hafa ekki verið að spila mikið. Þá fá menn hvíld og geta skipst aðeins á. Það verður gríðar- legt álag á okkur næstu 15 daga þannig að það er um að gera að spila á breiddinni og nýta hana.“ -HI Ekki boðlegt dómgæslan á Nesinu í gærkvöld arfaslök og ekki KR/Grótta tók á móti iBV á Nesinu í gærkvöld og mátti þola tap, 23-24, í leik sem fer ekki á spjöld sögunnar fyrir topp- handbolta. Bæði lið voru nokkuö mistæk enda leikæfing þeirra kannski ekki 100% eftir nokkuð langt hlé. Það sem setti ljótan blett á leikinn var hræðileg dómgæsla sem var alveg út úr kortinu en bitnaði þó á báðum liðum. Þjálfarar beggja liða voru komnir með gul spjöld í byijun leiks enda ekki furða þar sem dómarar leiksins voru í tómu rugli frá upphafi til enda. Alla allt í öllu Hjá Gróttu/KR var Alla langbest og nánast allt í öllu. Af fyrstu 12 mörkum liðsins í fyrri hálfleik skoraði hún 7 og átti 3 stoðsendingar. Liðið fékk sama og ekkert úr hornunum og lítið af línunni. Þeim gekk stundum erfiðlega að höndla boltann og misstu hann oft. Þóra varði vel í markinu, miðað við hvernig vörnin var í fyrri hálfleik. Útlenda hersveitin var í stuði hjá gestunum og skoruðu þær 17 af 24 mörkum liðsins. ÍBV skoraði grimmt í byrjun þar sem þær gátu labbað í gegnum gestrisna vörn heima- manna. Þrátt fyrir að liðið gerði sín mistök í vörninni varði vörnin marga bolta. „Við misstum þær fram úr okkur í byrjun leiks og það tók okkur smá- stund að vinna okkur út úr því skref fyrir skref. Alla var stundum með eina eða tvær á bakinu en aldrei voru þær sendar út af en síðan erum við sendar út af fyrir eitthvað smávægilegt. Það er orðið langt siðan að ég hef orðið vitni að annarri eins dómgæslu og í þessum leik. Ég er ánægður með baráttuna hjá stelpunum í seinni hálfleik og Þóra varði á góðum tíma. Við misstum manneskja út af í lokin og urðum að spila einni færri á endasprettinum og þaö er erfitt á boðleg í 1. deild kvenna svoleiðis tímapunkti. Það sem við þurfum að laga í leik okkar er að róa okkur aðeins niður á köflum því það er allt of mikill asi á okkur i sókninni, sagði Guðmundur Sigfússon, þjálfari Gróttu/KR, niðurlútur eftir leikinn. Spila illa vörnina „Ég er sáttur við stigin tvö en er ekki nægilega sáttur við leik liðsins. Mér fannst við vera spila vörnina illa, þær gerðu ekki það sem þær áttu að gera í vörninni og ég er ósáttur við það. Við erum bara með nýtt lið og það er verið að byggja það upp frá grunni þar sem við misstum margar stelpur frá þvi í fyrra. Við spiluðum enga æflngaleiki í hléinu svo það tekur tíma að slípa þetta. Við erum með fínan mannskap og mitt verkefni verður að búa til gott lið úr þessum mannskap," sagði Sigurbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV, við DV að leik loknum. -BG Grótta/KR-ÍBV 23-24 0-1, 3-4, 4-6, 5-9, 6-10, 7-13, 10-13, (12-14), 12-15, 14-16, 15-17, 16-19, 18-20, 18-22, 20-22, 22-22, 23-23, 23-24. Grótta/KR Mörk/viti (Skot/viti): Alla Gokorian 14/4 (24/5), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (5), Ragna Karen Sigurðardóttir 3 (4), Elva Björk Hlöðversdóttir 2 (4), Jóna Björg Pálmadóttir 1 (2), Eva Þórðardótt- ir (1), Edda Hrönn Kristinsdóttir (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Ragna Karen 2, Eva Björk 1) Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/víti (Skot á sig): Þóra Hiíf Jónsdóttir 16 (40/3, 40%, víti í stöng) Brottvisanir: 4 mínútur. ÍBV Mörk/viti (Skot/viti): Tamara Mand- isch 10/2 (18/3), Amela Hegic 6/1 (10/1), Anita Andrasen 4 (7), Gunnleyg Berg 3 (3), Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 1 (7), Bjarný Þorvarðardóttir (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Ingi- björg 1, Anita 1, Amela 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir, 5/1 (29/5, 18%) Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Ellertsson og Auðunn Leifsson. (3) Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 60. Maöur leiklns: Alla Gokorian, Grótta/KR NBA-deildin í körfubolta: Jamison - skoraöi aftur 51 stig fyrir Golden State Framherjinn Antawn Jamison, sem leikur með Golden State Warriors skor- aði 51 stig i nótt og er það í annað skipti á stuttum tíma sem hann gerir það. Golden State Warriors mætti Los Angeles Lakers og hafði betur eftir framlengingu, 125-122. Kobe Bryant, sem er stigahæsti leikmaður deÚdar- innar, vildi þó ekki vera minni maður og skoraði einnig 51 stig. Bryant tók einnig 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Úrslitin leikjum næturinnar: Washington-LA Clippers.........88-93 Lopez 15, R. Strickland 14, R. Hamilton 14, Howard 12 - Odom 20 (10 frák.), Magette 18, Dooling 12, Mclnnes 10. New Jersey-Milwaukee...........87-109 Douglas 18, Aa. Williams 17, Martin 17, Harris 10 - Alien 30, G. Robinson 27, Cassell 13 (14 stoðs.), Hunter 10. Miami-Denver....................95-78 Green 16 (11 frák.), B. Grant 15 (10 frák.), E. Jones 14, T. Hardaway 13 - McDyess 15, Clark 12, Van Exel 11. Charlotte-Indiana ...............91-88 Wesley 32, Mashburn 26, Campbell 11 (11 frák.) - Miller 23, Rose 18, J. O'Neal 13 (13 frák.), Best 11. Chicago-Cleveland.................88-92 Mercer 34, Artest 20, Fizer 14 - Weatherspoon 23, A. Miller 20 (14 stoðs.), Gatling 19, Traylor 9, C. Henderson 7. DaUas-New York....................94-85 Finley 21, Eisley 17, H. Davis 15, Nash 14, Nowitzki 12 (14 frák.) - Camby 18 (16 frák.), Houston 17, Ku. Thomas 15. Portland-Toronto..................95-88 Stoudamire 21, R. Wallace 20 (13 frák.), WeUs 13, Kemp 12, St. Smith 12 - A. Davis 18 (11 frák.), Williamson 17, Al. Williams 17. Seattle-Detroit..................99-112 Payton 29, Lewis 15, Baker 12, Ewing 8 - Stackhouse 41, Barros 17, Atkins 14, B. Wallace 11 (17 frák.). Golden State-LA Lakers . 125-122 (e. frl.) Jamison 51 (13 frák.), Hughes 24, Sura 16, Blaylock 11 (10 stoðs.) - Bryant 51, S. O'Neal 25 (10 frák.), H. Grant 10, Penberthy 10. -ósk Manchester United hefur góða stöðu í A-riðli meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir góðan útsigur á Sturm Graz í Austurríki i gærkvöld. Sturm Graz, sem hafði ekki tapað leik í keppninni á heimavelli fram að leiknum við United, mætti ofjörlum sínum en austurríska liðinu til hróss gafst það aldrei upp og barðist af krafti allan leikinn. Liðsmenn United léku á köflum skínandi vel í leikn- um og er staðan liðsins vænleg í riðlinum. Alex Ferguson hrósaði strákun- um sínum eftir leikinn og sagði að liðið væri jafnt og þétt að finna rétta taktinn í leik sínum. „Ég sá ekkert athugavert við markið sem Sheringham skoraði en línuvörðurinn sá ástæðu til aö dæma markið af vegna rangstöðu. Ég átti von á því að Sturm Graz kæmi ákveðið til leiks I síðari hálf- leiks eins og raunin varð á,“ sagði Ferguson, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn. Paul Scholes gerði fyrra mark enska liðsins en Ryan Giggs, sem hafði komið inn á sem varamaður, bætti við öðru marki undir lokin. Sturm Graz náði góðum skyndi- sóknum í síðari hálfleik og átti m.a. skot í slá. Ivica Osim, þjálfari Sturm Graz, var óánægður með úrslitin en sagði að United hefði samt verð- skuldað sigur í leiknum. Deportivo Coruna tapaði sínum fyrsta leik i meistaradeildinni. Þjálfari spænska liðsins, Javier Irureta, sagði eftir leikinn að reynslan sem AC Milan byggi yfir hefði vegið þungt. Alberto Zaccher- oni, þjálfari AC Milan, sagði Deportivo hefði leikið eins og hann átti von á og sigurinn hefði verið sanngjarn. Helgi Sigurðsson fékk ekki að spreyta sig með Panathinaikos sem gerði ósanngjarnt markalaust jafn- tefli við Valencia í Aþenu. Helgi var á varamannabekknum. -JKS Frakkinn Mikael Sylvestre í liöi Manchester United er hér meö knötinn en Markus Schopp, Sturm Graz, kemur í humáttina á eftir honum. Reuters 1 MEISTARADEILDIN A-riðill: Sturm Graz-Man. Utd .........0-2 0-1 Scholes (17.), 0-2 Giggs (89.) Panathinaikos-Valencia.......0-0 Man. Utd 2 2 0 0 5-1 6 Valencia 2 110 2-0 4 Panathinaik. 2 0 111-3 1 Sturm Graz 2 0 0 2 0-4 0 B-riðiU: Galatasaray-PSG..............0-1 0-1 Davala (51. vítasp.) Deportivo Coruna-AC Milan . 0-1 0-1 Helveg (45.) AC Milan 2 110 3-2 4 Galatasaray 2 110 3-2 4 Deportivo 2 10 13-2 3 PSG 2 0 0 2 1-4 0 Hlé verður nú gert á meistara- deildinni og byrjar boltinn að rúlla aftur 14. febrúar. Síðasta umferðin i riðlinum verður 14. mars en þá taka við átta liða úr- slit keppninnar. íslenska landsliðið í knattspyrnu: Indlandshópur klár -16 liða mót á dagskrá hjá liðinu strax eftir áramótin Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið 18 manna landsliðshóp sem keppir á alþjóðlegu móti á Indlandi í byrjun næsta árs. Þrír nýliðar eru í hópnum, Fjalar Þorgeirsson, Marel Bald- vinsson og Veigar PáU Gunnarsson. Sjö KR-ingar Það vekur nokkra at- hygli að það eru fleiri KR- ingar í hópnum en leik- menn sem leika erlendis en reyndar eru aðeins leik- menn i Noregi lausir í þessa leiki. íslandsmeistar- ar KR-inga eiga sjö leik- menn en sex leikmenn sem leika í norska boltanum koma til með að vera í hópnum. Mótið fer fram 10. til 25. janúar en dregið verður I fjóra Qögurra liða riðla föstudaginn 15. desember næstkomandi en tvö efstu lið hvers riðUs komast síð- an áfram í átta liða úrslit. Átta liða úrslitin heflast 20. janúar og komist ís- Fjalar Þorgeirsson er einn þriggja nýliöa hjá Atla. Tryggvi Guö- mundsson er sá leikreyndasti í hópnum á Indlandi. lenska liðið ekki áfram úr sínum riðli mun það væntanlega halda heim á leið sama dag og átta liða úr- slitin hefjast, eða 20. janúar. Nýr fyrirliöi Mótið fer fram í þremur borgum á Indlandi, Kalkútta, Gochin og Goa. íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í alþjóðlegu móti á Indlandi sem hefst 10. janúar næstkomandi. Dregið verður í riðla 15. desember. Þátttökuþjóðirnar eru sextán og verður þeim skipt í fjóra riðla þar sem tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Þátttökuþjóðirnar ásamt gestgjöfum og íslendingum eru: Chile, Kamerún, Kólumbía, Júgóslavia Katar, Jórdanía, írak Barein, Úrúgvæ, Suður Afrika, Trínidad og Tóbagó Nýja-Sjáland og Úsbe- kistan. Japan er sextánda þjóðin en ekki er enn öruggt að Japanar verði með. Bosnía er varalið ef Japanar skyldu hellast úr lestinni. Enginn leikmaður í hópnum hefur verið fyrirliði í A-landsleik og því er ljóst að einhver mun hljóta þann mikla heiður í fyrsta skipti. Það eru líka aðeins fjórir leikmenn í hópnum sem hafa náð að leika tíu landsleiki fyrir Islands hönd. Hópurinn er þannig, lands- leikjafjöldi fylgir: Gunnleifur Gunnleifsson, Keflavík . .1 Fjalar Þorgeirsson, Fram ..........0 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö ... 20 Pétur Marteinsson, Stabæk........18 Einar Þór Daníelsson, KR.........18 Sverrir Sverrisson, Fylki.........14 Guðmundur Benediktsson, KR .. Sigurður Örn Jónsson, KR........ Gunnlaugur Jónsson, Uerdingen . Ólafur Öm Bjarnason, Grindavík Indriði Sigurðsson, Lilleström .. Bjarni Þorsteinsson, KR ........ Þórhallur Hinriksson, KR........ Gylfi Einarsson, Lilleström..... Sigþór Júlíusson, KR ........... Sigurvin Ólafsson, KR........... Marel Baldvinsson, Stabæk....... Veigar Páll Gunnarsson, Stjörn. -ósk/ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.