Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Héraðsdómur úrskurðar vegna kröfu ríkislögreglustjóra í bílainnflutningsmáli: Neitar lögreglu um að fá þýskt vitni heim - telur málið hafa dregist úr hófi fram - ríkislögreglustjóri kærir til Hæstaréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað ósk ríkislögreglustjóra um aö fresta aðalmeðferð í sakamáli til þess að unnt yrði að leiða fram vitni frá Þýskalandi sem búist er við að neiti því að hafa selt íslenskum sak- borningi Benz-bifreið - bíl sem ákærði hefur haldið fram að við- komandi Þjóðverji hafi selt sér ytra áður en hann var ákærður fyrir að hafa flutt hann inn á fólskum vöru- reikningum til að fá innflutnings- gjöld lækkuð. Bróðir ákærða var í október sýknaður af ákæru um toll- svik og skjalafals með þvi að hafa flutt um 40 bíla, aöallega af gerðinni Mercedes Benz, á folskum vöru- reikningum og þannig komist hjá því að greiða um 10 milljónir króna í innflutningsgjöld. Ríkislögreglustjóri hefur kært synjun héraðsdóms til Hæstaréttar. í niðurstöðu sinni tíundar héraðs- dómur meðferð málsins sem hefur dregist verulega og byggir niður- stöðu sína að miklu leyti á því að sakborningar eigi samkvæmt stjómarskrá og alþjóöasáttmálum um mannréttindi rétt á skjótri og sanngjamri málsmeðferð. Frestur á frest ofan Ákæra var gefin út 26. april og hún birt sakborningi 17. maí en málið var þingfest daginn eftir. í ákæru er sagt að seljandi bílsins sé ranglega tilgreindur Bernhard Michael. Málinu var svo frestað til 27. júní til að gefa verjanda kost á að kynna sér gögn og að afla sönn- unargagna, auk þess sem hann bað um rannsókn á rithandarsýni. Mál- inu var svo frestað til 5. júli en þeg- ar að þeim degi kom var því aftur frestað og þá til 22. september með samkomulagi málsaðila um að „afla frekari gagna“. Þann 22. september var málinu frestað enn á ný - verið var aö flytja hliðstætt sakamál þar sem ákært var fyrir tollsvik og skjalafals vegna framangreindra 40 bfla. í því máli fór ríkistollstjóri fram á 10 milljóna króna bótakröfu. Málin tvö tengdust og var því ákveðið að fresta málinu þar sem ákært var fyrir einn bíl og biða eft- ir dómi í stóra málinu. Aðalmeðferð var ákveðin 19. og 20. nóvember en dómur gekk mun fyrr í stóra mál- inu, eöa 13. október. Þar var sak- bomingurinn sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort þvi verður áfrýjað eftir því sem DV kemst næst. Ákæra í apríl - óskað eflir vitni 1. desember í byrjun desember var málið gegn manninum sem ákærður var fyrir að flytja einn bO inn á ólöglegan hátt tekið fyrir á ný. Fór þá ríkislög- reglustjóri fram á að fresta málinu aftur enda hefði embættið þann sama dag haft símasamband við starfsmann rannsóknadefldar toUyf- irvalda í Hamborg vegna fyrirhug- aðrar vitnaleiðslu. Einnig haföi ver- iö haft samband viö vitnið með það fyrir augum að fá það tO að koma fyrir dóm hér heima. Verjandinn í málinu mótmælti kröfunni. I úrskurði héraðsdóms kemur fram að maður sem borinn er sök- um í opinberu sakamáli eigi rétt á að mál hans sé tU lykta leitt innan hæfilegs tíma. Máli þessu hafi ítrek- að verið frestað til að afla sýnUegra sönnunargagna. Dómurinn telur að ákæruvaldið hefði mátt óska eftir því miklu fyrr, t.d. í byrjun nóvem- ber, að umrætt vitni yrði leitt fyrir dóminn. Auk þess hefði ekki verið gerður reki að því að taka vitna- skýrslur af vitninu í Þýskalandi. Héraðsdómur segir enga haldbæra skýringu hafa komið fram á því af hverju beiðni um vitnaleiðsluna hefur ekki komið fram fyrr. Þess ber að geta að mál þetta snýst um innflutning á bifreið sem kom til landsins fyrir fjórum og hálfu ári, í maí 1996. -Ótt DV-MYND ORN PORARINSSON Föngulegir af fjalli Þessir myndarlegu hrútar skiluöu sér til byggöa í haust. Heimtur á fé með lakasta móti: Bitin lömb fundust í smalamennsku Menningarhúsið: Akureyr- ingar bíða svara DV, AKUREYRI:____________ Sigurður J. Sigurösson, forseti bæjarstjómar Akureyrar, segir að bæjaryfirvöld á Akureyri bíði svara frá stjómvöldum varðandi fyrirhug- aða byggingu menningarhúss í bæn- um og kostnaðarhlutdeOdar ríkisins við byggingu slíks húss. „Við höfum lagt á það áherslu að komast að niðurstöðu varðandi kostnaðarhlutdeild ríkisins í þessu verkefni og þá væri hægt að fara að draga línumar, m.a. hvort sú stærð að húsi sem við höfum verið að gæla við gæti orðið að veruleika. Við höfum verið að tala um hús sem myndi kosta um 1600 milljónir króna og höfum gert kröfu um að sú fjárhæð kæmi að verulegu leyti frá ríkinu,“ segir Sigurður. Hann segir að í þeim hugmynd- um sem settar hafi verið fram sé fyrst og fremst hugað að þríþættu gildi slíks húss á Akureyri og það myndi þjóna sem tónlistar- og leik- listarhús og þar yrði góð ráðstefnu- aðstaða. Um framvinduna segir Sig- urður að hann vOdi sjá málin þróast þannig að hægt yröi að hrinda af stað hugmyndasamkeppni um gerð hússins strax næsta vor. -gk DV, SKAGAFIRDI:_____________________ Heimtur á fé í Skagafirði voru með allra lakasta móti í haust þrátt fyrir mikla smalamennsku. Einkum voru það lömb sem vantaði og algeng vönt- un á bæjum var 10-20 stykki. Dæmi er um að á einstökum bæ vanti um 10% lambanna en algeng vöntun er 4-7%. Skiptir þarna verulega um hjá mörgum frá fyrra ári. Þessi staða kemur nokkuð á óvart því tíðarfar í sumar var sérlega hag- stætt fyrir fé. Þannig hafði um vet- umætur aldrei komið teljandi áhlaup sem gæti grandað kindum. Að vísu er ljóst að dýrbítur (tófa) var á kreiki í Sléttuhlíð í sumar. Þar fundust bitin lömb þegar smal- að var í haust og hefur lágfóta vafa- laust höggvið skörð í lömbin á því svæði í sumar. Ljóst er að um eitt- hvert fjárhagslegt tjón er að ræða hjá talsverðum fjölda bænda í hér- aðinu. -ÖÞ Forsætisráðherra og framúrkeyrsla Þjóðmenningarhúss: Vandinn ekki Ijós fyrr en í júlí - segir í svari ráðuneytisins - verklagsreglum hefur verið breytt Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, ber ábyrgð á þeim verkefnum sem undir forsætisráðuneytið heyra. Þjóðmenningarhús er ein af stofnunum ráðuneytisins og hús- stjórn er skipuð af forsætisráð- herra, segir í svari forsætisráðu- neytis við spurningum DV varðandi 100 mdljóna framúrkeyrslu á heim- ildum vegna framkvæmda við breytingar á Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. I svarskeyti sem undirritað er af Skarphéðni Steinarssyni segir enn fremur að þegar forsætisráðuneyt- inu var kunnugt um hvert stefndi óskaði forsætisráðherra eftir þvi við Ríkisendur- skoðun að kann- að verði hvernig það hafl gerst að svo verulega var farið fram úr fjárheimildum við endurbætur Safnahússins við Hverfisgötu. „Mikilvægt er að læra af þessu máli til að geta Davíö Oddsson forsætisráö- herra. komið í veg fyrir svipuð mistök í framtíðinni. Þetta var gert með bréfi ráðuneytisins dags. 24. júlí 2000. Skýrsla stofnunarinnar var send ráðuneytinu í byrjun septem- ber 2000. Forsætisráðherra var ekki ijóst að í óefni var komið fyrr en í júli og óskaði hann þá þegar eftir úttekt Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt upplýsingum sem kynntar voru ráðuneytinu í janúar 2000 var kostn- aður þá áætlaður 318 m.kr. Ríkis- endurskoðandi getur staðfest þá niðurstöðu. Fjárhæðin var innan kostnaðaráætlunar sem lögð var til grundvaOar ákvörðunar um að fara í framkvæmdir. FjárheimOd í flár- lögum var þá 297 m.kr. Framreikn- uð kostnaðaráætlun var 350 m.kr. í maí 2000 skv. upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins." Spurt var hvort ráðherra hefði verið sagt ósatt fyrst hann vissi ekki um alvarleika málsins fyrr en í sumar og hvemig það mætti vera að ráðherra var ekki upplýstur um málið. Þar vísar ráðuneytið tO skýrslu Ríkisendurskoðunar og tO annarra málsaðOa. Þá segir að þegar hafi verið grip- ið til eftirfarandi ráðstafana: „Farið hefur verið yfir þær ábendingar sem eru í skýrslu Ríkisendurskoð- unar og hefur verklagsreglum við opinberar framkvæmdir hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins verið breytt.“ -HKr. Sandkorn Þrjú G ElUmsjón: Horður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafar- vogi, er hinn ánægðasti þessa dagana. Hann stjómar stærstu og veglegustu kirkju landsins sem nú er að verða fidlbyggð og er þar ekki síst dugnaði hans og elju að þakka. Kirkjan hefur vakið athygli víðar en í Grafarvogi því nú streyma er- lendir ferðamenn í hana tO að skoða. Meðal ástæðna er sú að dönsk sjónvarpskona valdi Grafar- vogskirkju úr öðrum íslenskum byggingum sem merkasta mann- virki íslendinga og sýndi i útbreidd- um þætti sínum. Sjálfur er Vigfús Þór tOtölulega hógvær í miðri aðdá- uninni og talar um G-in þrjú sem heifli erlenda ferðamenn; Grafar- vogskirkja, Gullfoss og Geysir er það sem trekkir... Framtíöarpar Framsóknar Innan Framsókn- ar er sagt að Hjálmar Árnason njóti velvOdar Halldórs Ás- grimssonar sem sé mjög ánægður með hvernig hann leysir erfið mál. í kringum formann- inn álíta því margir að Hjálmar sé sá sem formaðurinn geti helst sætt sig við sem arftaka. Samhliða hefur Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra styrkt sig mjög mikið og margir telja að þeir verði forystu- par flokksins í framtíðinni. Tæpast mun Hjálmar þó reyna sig gegn Guðna í slagnum um varafor- mennskuna, enda sagt að staða Guðna um þessar mundir sé slík að hann sé nánast sjálfkjörinn i hana. Líklegt er því talið að þeir fresti átökum sín á milli þangað til þeir keppi að lokum um stól formanns þegar Halldór tekur tO við að skrifa ævisöguna sína... Tröiiaslagur Loksins hefur iifnað hressOega yfir pólitikinni þegar formenn Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylking- arinnar hafa tekist hressOega á i ijöl- miðlum. Báðir bölva og ragna eins og á fundum fyrir áratugum. Össur Skarphéðinsson sakar for- sætisráðherrann um að hafa af ábyrgðarleysi sólundað almannafé í Þjóðmenningarhúsið og Davíð Oddsson sakar Össur um að fara viljandi rangt með staðreyndir. Það virðist því sem alvöru iOska sé loks komin fram í lognpytti stjórnmála hér á landi. Mörgum finnst þetta veruleg tilbreyting frá núverandi deyfö enda Össur og Davíð báðir ósvífnir orðhákar ef svo ber undir. í næstu kosningabaráttu er þvi líklegt að það fljúgi harðir pústrar; verði báðir enn á formannsstólum... Með húrrandi Spánar- ferð kvenna- landsliðs- ins i knatt- spymu 18 ára og yngri í síðasta mánuði mun hafa snúist upp í hálfgerða angist eftir að dömurnar 16 féUu marflatar fyrir þarlendum kjúklingum. Helm- ingur hópsins nældi sér í dýrindis spánska salmoneUu eftir að hafa stífað í sig hænsnakjöt. Fáum sög- um fór af árangri á knattspyrnuvell- inum, enda hafa þær sumar líklega haft um annað að hugsa. Gárungar velta því þó fyrir sér hvað íslenskir íþróttamenn séu að eyða stórfé í ferðalög til útlanda þegar fá megi úrvals salmonellur og kamfilóbakt- eriur af öUum sortum ókeypis hér uppi á klakanum...?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.