Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, biaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgaiblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sykur er sœluduft „Kross þinn Jesú kæri / þá kemur að höndum mér / gefðu hann hjartað hræri / hvergi í burt frá þér / gleð- innar sykri stráðu á hann.“ Þannig orti Bjarni Gissurar- son fyrir um það bil þremur öldum og er það í fyrsta skipti sem sykurs er getið á íslenzkri tungu. Næstu hálfa aðra öldina kemur sykur aðeins fyrir tvisvar i íslenzkum heimildum. Þeim fjölgar svo á síðari hluta nitjándu aldar, þegar höfðingjar fara að kaupa inn- fluttan sykur. Það er hins vegar ekki fyrr en á 20. öld, að sykur verður almenningseign hér á landi. Sykur var lítt þekktur í Evrópu fram á sautjándu og átjándu öld, þegar ódýr reyrsykur fór að berast frá ný- lendunum í Ameríku. Mannslíkaminn var engan veginn undir það búinn að taka við þessu hreina efni, sem nú er orðið að einni af helztu fæðutegundunum. Það er eins og með brennivínið, að sumir þola sykur og aðrir ekki. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til, að 75% þeirra, sem þjást af offitu, séu sykurfikl- ar. Þeir þjást af rugli í insúlínframleiðslu og insúlín- virkni og meðfylgjandi boðefnarugli í heilanum. Að því leyti er sykur í flokki með öðrum fikniefnum, sem valda rugli í framleiðslu og virkni boðefnanna dópamins og serótoníns, öðru hvoru eða hvoru tveggja. Án skilnings á þessu næst ekki árangur af baráttu gegn menningarsjúkdómum, sem tengjast offitu. Manneldisráð víða um hinn vestræna heim hafa hvatt fólk til að borða minni fitu og hafa náð þeim árangri, að fituneyzla hefur minnkað um fimmtung. Samt hefur offita aukizt og næringarsjúkdómar farið ört vaxandi, allt frá sykursýki yfir í hjarta- og æðasjúkdóma. Hin hefðbundna næringarfræði, sem hefur verið kennd af gömlum kennslubókum, skilur ekki hugtakið fikn. Það gerir ekki heldur hið íslenzka Manneldisráð né sú nær- ingarfræði, sem kennd er á líkamsræktarstöðvum, þar sem menn drekka orkudrykki og éta orkuduft. Þessir aðilar halda blákalt fram, að sykur sé ágætis krydd og bragðgóður orkugjafi. Fyrrum landlæknir Bandaríkjanna, C.E. Koop, telur hins vegar, að sykur sé vanabindandi fikniefni, sem veldur þvi, að fólk missir stjórn á mataræði sínu og verður að sykurfiklum. Á síðasta áratug 20. aldar fóru að hrannast upp i Bandaríkjunum niðurstöður rannsókna, sem benda til, að sykur sé mun skæðari en áður var talið. Nú er algengt að telja sykur með áfengi og tóbaki í hópi þeirra þriggja fikniefna, sem valda þjóðfélaginu mestu tjóni. Áður höfðu þúsundir félagsmanna samtakanna Over- eaters Anonymus komist að þeirri niðurstöðu, að þeir næðu engum árangri í megrun nema kippa viðbættum sykri úr fæðuhringnum. Það er sykurinn, sem fellir fólk og fær það til að þyngjast óeðlilega á nýjan leik. Þetta er skýringin á því, hvers vegna fólk fitnar og fær menningarsjúkdóma, þótt það fari eftir ráðum manneld- isráða, sem boða minni fituneyzlu. Þetta er skýringin á því, hvers vegna fólki tekst ekki að halda lengi út matar- æði, sem það lærir í vel meintum megrunarbókum. Ef sykur er fikniefni, skýrist margt af sjálfu sér. Þá skiljum við hvers vegna fólki tekst ekki að hafa það mataræði, sem það vill hafa; hvers vegna það missir stjórn. Þá skiljum við, hvers vegna menningarsjúkdómar halda áfram að hrannast upp á þekkingaröld. „Gleðinnar sykur“ var orðalag Bjarna Gissurarsonar fyrir þremur öldum. Hann komst nær skilningi á sykri sem sæludufti en margir þeir, sem síðar komu. Jónas Kristjánsson X>V Nýtt járntjald Stórveldi eða ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið (ESB) hneigjast alit of oft tii að ein- falda utanrikissamskipti sín með því að láta eitt ganga yfir alla. Nú er Schengen-samkomulaginu beitt gegn þeim rikjum Austur-Evrópu sem enn eiga langt í land með að fá aðild að ESB. Það er kaldhæðnislegt að ESB sé kerfisbundið að reisa múra milli Vest- ur- og Austur-Evrópu með stefnu sinni i málefnum innflytjenda og flótta- manna og ráðstöfunum til að efla landamæraeftirlit. Evrópuhugsjónin gengur út á að koma í veg fyrir strið og átök með opnum landamærum. Þetta hefur verið helsta aðdráttarafl hennar frá upphafi auk efnahagssam- vinnunnar. Helsta röksemdin fyrir Schengen-samkomulaginu var einmitt að styrkja innri markaðinn og sam- starf þjóðríkjanna með því að afnema landamæragæslu. Og í sigurvímunni eftir byltingarnar í Austur-Evrópu árið 1998 var oft talað um „sameinaða Evrópu.“ - Nú hafa þær raddir þagnað. Schengen-samkomulagiö hefur neytt þau Austur-Evrópuríki sem mesta möguleika eiga á því að fá aöild aö Evrópusambandinu (ESB) á næstu árum til aö heröa mjög eftirlit viö landamæri nágranna sinna í austri og gera þeim erfiöara aö fá vegabréfsáritun. Þetta hefur vakiö mikla reiöi í þeim ríkjum Austur-Evrópu sem ekki sjá fram á aö fá inngöngu í ESB í bráö. Nágrönnum att saman Málið snýst um þá ákvörðun Evr- ópusambandsins að tilvonandi ESB- ríki gangist undir sameiginlega stefnu þess við landamæraeftirlit og í inn- flytjenda- og flóttamannamálum. Þessi stefna getur valdið stórskaða: Ríki eins og Tékkland, Ungverjaland og Pólland eru nauðbeygð til að skera á mikilvæg tengsl við ríki sem þau eru bundin nánum sögulegum og þjóðemislegum böndum. Það er t.d. ungverskur minni- hluti i Rúmeniu, Serbíu og Slóvakíu - þremur ríkjum sem munu ekki fá að- ild að ESB á næstu árum. Eistar hafa reyndar tekið því vel að styrkja landamæragæslu sína við Rússland en það er eingöngu af sögu- legum og pólitískum ástæðum. Hvaða vit er í því að gera það sama við hin Eystrasaltsríkin, Lettland og Litháen, sem komast sennilega ekki inn í ESB á sama tíma og Eistar? Og hvaða til- gangi þjónar að reisa múra miUi Tékka og Slóvaka, sem tilheyrðu mest- an part 20. aldar sama ríki? Engan þarf að undra að sú skoðun sé viðtekin í ríkjum eins og Slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu að verið sé með skipulögðum hætti að útiloka þau frá „Evrópu." Pólitík og innflytjendur En hvers vegna leggur ESB svona mikla áherslu á hert landamæraeftirlit og innflytjendalöggiöf? Svarið er ein- falt: hræðsla í Vestur-Evrópu við auk- inn innflytjendastraum og glæpastarf- semi frá Austur-Evrópu. En Schengen- samkomulagið hefur verið notað á pólitískan hátt af lögregluyfirvöldum í ESB-ríkjunum til að réttlæta ráðstafn- ir til að: a) skerða fjölda innflytjenda og réttindi flóttamanna í ESB-ríkjun- um; b) gera Austur-Evrópubúum erfið- ara að ferðast til ESB-ríkjanna með þvi að takmarka vegabréfsáritanir; c) safna persónuupplýsingum um borg- ara frá Austur-Evrópu á landamærum. Hvaða vanda leysir það að fjölga vörðum um helming á landamærum Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræðingur Þýskalands og Póllands - á svæði þar sem glæpatíðni er ekki hærri en ann- ars staðar i Þýskalandi? Ráðamenn í ESB-ríkjunum vilja af pólitískum ástæðum sýna umbjóðendum sinum að stækkun Evrópusambandsins til austurs muni ekki leiða til „aðstreym- is óæskilegra útlendinga". En fullyrða má að óttinn við að ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu muni draga úr at- vinnuöryggi í ESB-ríkjunum sé stór- lega ýktur. Sömu rökum var beitt þegar Grikk- ir, Spánverjar og Portúgalar urðu aðil- ar að ESB en þau reyndust haldlaus. Frá árinu 1989 hafa aðeins 15% inn- flytjenda í Vestur-Evrópu komið frá Austur-Evrópu; hlutfall þeirra af heild- arvinnuafli í ESB er aðeins 0,2% og að- eins 6% af vinnuafli sem kemur frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Mun rökréttara er að gera ráð fyrir því að efhahagsástandið batni í nýjum að- ildarríkjum ESB svo að færri sjái sér hag í að flytjast búferlum. Auk þess þurfa Evrópusambandsríkin á utanað- komandi vinnuafli að halda næstu ára- tugi af efnahagsástæðum. En stjóm- málamenn i ESB-ríkjunum skella skolleyrum við þessum rökum vegna þess að þeir vilja forðast pólitíska áhættu. Viljaleysi þeirra hefur þegar átt þátt í að gera hægri öfgaflokkum kleift að gera útlendingahatur að „ásættanlegri pólitík". Schengen-samkomulagið hefur leitt til stéttaskiptingar: Annars vegar eru „forréttindaþjóðimar" í ESB auk ís- lands og Noregs, sem em undaþegnar landamæraeftirliti og vegabréfsáritun- um; hins vegar em „fátæku þjóðirnar" í Austur-Evrópu fyrir utan ESB sem þurfa að sætta sig við alls kyns ferða- tálmanir. Ferðafrelsið var eitt það mikilvægasta sem þessar þjóðir fengu eftir hmn kommúnismans. Nú standa þær frammi fyrir verulegri skerðingu á því: Það getur t.d. tekið allt upp í þrjá mánuði að fá Schengen-vegabréfsárit- un fyrir þjóðfélagsþegna utan Evrópu- sambandsins. Saga Evrópu sýnir að um leið og þjóðir em dregnar í dilka og gerður er greinarmunur á „okkum og hinum" er stutt í öfgaþjóðemis- hyggju. Evrópusambandið verður að gera sér grein fyrir mistökum sínum. Annars er það aðeins spuming um tíma hvenær þær þjóðir, sem teljast ekki tO „forréttindahópsins" í Evrópu gefi sig and-vestrænni einræðisstjóm á vald. Hvað er eiginlega svona ruglingslegt? Annað hvort kaus maður repúhlikanann, eða stirðbusalega gæjann sem hagar sér eins og repúblikani, eða umbótaflokksgæjann sem var eitt sinn repúblikani eða grœningjaflokksgœjann sem kætist yfír sigri repúblikanans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.