Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 11 I>V Skoðun Neyðaróp gjaldkerans Eink&r&kréfWr «£j GifXMfMP ttktóþessm Hionor sa3l926> Æ msgm ~psÁÓírrifi9 63+ ' Örtröð var í kaupfélaginu þetta fostudagssíðdegi og allir að kaupa í matinn eins og gengur. Meðal viðskiptavinanna var ónefndur togarasjómaður á staðnum en honum var gjarnan laus höndin þar sem kom að því að skrifa út ávísanir. Það kom þó ekki að sök þar sem togarinn í þessu norð- lenska byggðarlagi mokveiddi gjarnan sem leiddi til þess að ávis- anareikningar risu úr djúpum skít í hæstu hæðir. Bankanum var lokað skömmu áður og gjald- kerinn var mættur til að kaupa sunnudagslærið. Þegar sjómaður- inn tók upp heftið og byrjaði að skrifa út tékkann var gjaldkerinn hinum megin í búðinni að hand- fjatla dós með Bfldudals grænum baunum. Þá varð henni litið þvert yfir búðina að kassanum. Hún missti dósina á gólfið 1 full- kominni skelfingu yflr því sem var að gerast og sótroðnaði í fram- an og það sótti að henni svimi. Eitt andartak fannst henni sem hún myndi faila í öngvit en loks tók hún andköf og náði valdi á rödd sinni. Gúmmítékki „Þú ert kominn yflr á heftinu, Jón,“ kallaði hún hálfbrostnum en skerandi rómi yfir þvera versl- unina. Eitt andar- reynd að hún starfaði sem gjald- keri í eina bankanum i þorpinu. Gjaldkerinn var þekktur að sam- viskusemi og hugur hans vann sem tölva. Konan kunni utan að allar kennitölur þorpsbúa og ekki datt inn ávísun án þess að hún áttaði sig á þvi á svipstundu hvaða afleiðingu hún hefði á bankareikning viðkomandi. Sama var að segja um skuldabréf. Ekk- ert fór fram hjá gjaldkeranum sem gat romsað viðstöðulaust upp úr sér upplýsingum um skil eða vanskil ef þess var óskað. Þetta var fyrir þann tima að tölvur héldu utan um þær hreyfingar sem urðu á fjármálum einstak- linga inn og út úr banka og ómet- anlegt þótti að hafa slíkan starfs- mann sem ekki þurfti að eyða löngum tíma til að fletta upp gögnum til að svara spurningum viðskiptavina bankans. Allra augu hvíldu á manninum við kassann sem lokaði ávisana- heftinu án þess að rífa úr því örk svo sem ætlún hans var. Gjaldker- inn hafði náð áttum og teygði sig eftir baunadósinni, sem við fallið hafði beyglast örlítið, og skilaði henni aftur upp í hillu. Hún tók óbeyglaða dós með sams konar innihaldi og setti í innkaupakörf- una. Andlit mannsins við kassann var fólki og láta vita af eindaga fjár- skuldbindinga. „Bara að minna á vixilinn sem fellur á mánudag," sagði hann þar sem hann stóð á hlaði eins viðskiptavinarins. Ef svo illa vildi til að víxlar féllu með tilheyrandi dynk kom banka- stjórinn aftur og bankaði á dyr. Hann tók þá skýrt fram að ekki væri um beinar eða harðar inn- heimtuaðgerðir að ræða. „Ég er bara að minna á víxilinn sem er fallinn," sagði hann gjarnan. Þannig liðu árin i norðlenska sjávarplássinu og bankinn spilaði sífellt stærra hlutverk í lífi fólks. Þar kom að bankastjórinn treysti sér ekki, fyrir aldurs sakir, til að ganga hús úr húsi til að tilkynna um gjalddaga og samviskusami gjaldkerinn tók að sér að tilkynna fólki um skuldbindingar þess. Sófasett úr leðri Skömmu áður en atburðurinn í kaupfélaginu varð kom upp atvik sem færði gjaldkerann fram á hengiflug þess að fá taugaáfall. Þrisvar í viku kom mjólkurbíllinn úr nágrannabyggðarlagi með að- föng í verslunina í þorpinu. Þá gafst þorpsbúum jafnframt færi á því að flytja vörur með bOnum. Þannig var að rafvirk- inn á staðnum hafði fest kaup á leðursófa- setti sem hann sá í hendi sér að tilval- ið væri að flytja frítt með mjólk- urbfln- um. Slíkt var s 0119 Uti*i** tak var sem þorpsbúarnir í búð- inni hefðu verið lostnir álögum. Iðandi mannlíf verslunarinnar fraus á sama andartakinu og áhorfandi hefði getað haldið að sömu örlög hefðu hent þorpið og Þyrnirós sem stakk sig á snældu með þeim afleiðingum að allt lif í höll hennar fraus í heila öld. En þetta var ekki ævintýri og ástand- ið varaði ekki í hundrað ár held- ur aðeins í nokkrar sekúndur þar sem oröin héngu í loftinu eins og áletraður borði. Viðskiptavinur- inn, sem átti sér einskis ills von, stóð við kassann og var byrjaður að skrifa ávísun fyrir fransk- brauði, skyrdós og hangi- kjötslæri. Hann var hálfnaður að skrifa reikningsnúmerið þegar ópið varð til þess að skriftin varð ósjálfráð og penninn skrensaöi þvert niður blaðið. Hann sótroðn- aði enda vissi hann nokkurn veg- inn upp á sig skömmina og allar líkur voru á því að konan hefði rétt fyrir sér. Þá var það stað- Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Laugardagspistill náhvítt titrandi rómi spurði hann af- greiðslu- manninn hvort hægt væri að fá greiðslufrest. „Geturðu skrifað þetta hjá mér þar til á mánudag- inn?“ spurði hann flótta- lega. Það var tiltölulega auðsótt mál enda hafði framúr- akstur hans í fjármálum ekki leitt af sér annað en þær sektir sem hann varð að greiða bankanum fyrir tiltækið. Minnt á víxla Bankinn var í hjarta þorpsins og þangað áttu allir erindi meö sín viðkvæmustu mál. Hafi ein- hver haldið að presturinn eða læknirinn vissu mest um einka- hagi þorpsbúanna var það 'mikill misskilningur. Þvert á móti var þaö bankastjórinn, enda varð fólk gjarnan að tína til sem flest rök til að þrýsta upp yfirdrætti eða fá greiðslufrest á skuldabréfi. í þeim samningum var gjarnan við- kvæmustu einkamálum spOað út. Og alltaf leysti bankastjórinn úr málum fólksins. Þá hafði hann þann sið til að spara póstkostnað að koma tímanlega við heima hjá auð- sótt mál en þar sem sófasettið var innar í bílnum en mjólkurvörum- ar ákvað bíl- stjórinn að byrja að afferma í búð- inni. Þar sem hann var að bera inn mjólkina átti gjaldkerinn leið hjá. Hann leit inn í bílinn og sá þar sófa- settið sem var óvenju glæsilegt, með út- skornum örmum og úr gæðaleðri. Það gaf augaleið að það hlaut að hafa kostað formúu fjár. Gjaldkerinn nam staðar og heilsaði bílstjóranum. „Hver er að fá svona fínt sófasett," spurði hún og fékk þau svör að um væri að ræða fjölskyldu rafvirkjans. „Það er aldeilis. Þau hafa efni á þessu með tveggja mánaða vanskil á skuldabréfinu sem þau tóku eftir utanlandsferðina í fyrra,“ sagði hún með þjósti og var greinilega misboðið. Eftir uppnámið i kaupfélaginu kom þetta atvik einnig upp á yfir- borðið. Reiði blossaði upp í þorp- inu og næstu vikurnar var fátt annað rætt en innheimtustarf- semi og athugasemdir gjaldker- ans. Rafvirkinn og kona hans sátu í leðursófasettinu ásamt eigin- konu sjómannsins og þau ræddu málið. „Svona framkoma gengur ekki. Maður verður að geta veitt sér eitthvað án þess að bankinn sé á kafi í því máli,“ sagði rafvirkinn þunglega og konurnar tvær kink- uðu kolli. Þorpið var á öðrum endanum án þess að gjaldkerinn hefði hugmynd um það þar sem hann hélt áfram rannsóknum sín- um og viðvörunum. Bankaleynd Bankastjóranum barst málið loks til eyrna og að lokinni vand- legri íhugun kallaði hann gjald- kerann á sinn fund; undir fjögur augu. Þetta var mánudaginn eftir að sjóarinn reyndi að gúmma í kaupfélaginu. Fundur bankastjóra og gjaldkera stóð lengi og fyrir luktum dyrum. Þegar dyr banka- stjórans opnuðust að nýju var ber- sýnilegt að gjaldkeranum var brugðið en hún harkaði af sér, lagaði á sér hárið og brá lit á var- ir sér. Síðan settist hún í stúku sina og beið viðskiptavinar. Und- arleg tilviljun réð því að Jón sjó- maður birtist í bankanum. Hann var fölur og fár enda hafði sam- viskan nagað hann alla helgina eftir að hann reyndi að kaupa hangikjöt fyrir innistæðulausan tékka. Það voru augu bugaðs manns sem mættu augum gjald- kerans. „Hvernig er staðan á heftinu mínu? Ég er kominn til að rétta það af,“ sagði hann lágri röddu. Gjaldkerinn leit til beggja átta og tók síðan bréfsnifsi og penna. Með vinstri hendinni huldi hún það sem ritað var á blaðið. Síðan lagði hún miðann á hvolf og ýtti honum með einum fingri undir glerið. „Þetta er staðan," hvíslaði hún þar sem viðskiptavinurinn hafði fest hönd á mið- anum. Eftir þetta minntist hún aldrei á skuldabréf eða ávís- ana- reikn- inga utan bankans. Ef einhver mætti henni á götu og spurði um stöð- una gaf hún alltaf sama svarið: „Það gildir bankaleynd. Þú verður að koma þegar bankinn er opinn til að fá upplýsing- ar.“ Langdreginn brandari „Með hverjum deginum sem líður líkjast kosningam- ar í Bandaríkjun- um æ meir klass- ískum brandara úr teiknimyndunum þar sem persóna, sem kastað var út em maður hélt að maður væri laus við fyrir fullt og allt, birtist aftur og smeygir sér inn um kjallaragluggann. Á einum mán- uði hefur demókratinn A1 Gore ver- ið sigraður tíu sinnum en hann skýtur alltaf upp kollinum til að meina andstæðingi sínum, repúblik- anum George W. Bush, sigur í kapp- hlaupinu um Hvíta húsið. Banda- ríkjamenn hentu gaman að þessu um stund og höfðu á því áhuga en núna er þeim farið að fínnast brand- arinn dálítið langdreginn, sér í lagi þar sem þetta er enginn brandari, af þvi að valdamesta embætti plánet- unnar er í húfi.“ Úr forystugrein Libération 5. desember. Til að bæta umferðina „Bæði ökukennarar og lögreglan styðja nýjar tillögur umferðarráðs um að ökunemar skuli hafa tekið að minnsta kosti 24 ökutíma áður en þeim verður sleppt út í umferðina með ökuskírteini. í dag þurfa þeir að taka 20 tíma. Aukningin tekur gildi á nýju ári og er liður í að stemma stigu við þeirri óheillaþró- un sem orðið hefur i fjölda banaslysa í umferðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa rúmlega 520 manns látist í umferðinni, eða rúm- um sjö prósentum fleiri en árið á undan. Við teljum ekki að fjórir ökutímar í viðbót muni hafa neina úrslitaþýðingu. Nýskipanin mun ekki slá á þá eðlishvöt sem fær menn til aö aka óvarlega. Einnig hefði verið gott ef ökuskírteinið hefði verið sérstaklega dýrt. Reynsl- an sýnir að óttinn við að missa öku- skírteinið getur hvatt til varkárni." Úr forystugrein Politiken 6. desember. Tifandi sprengja „Skýrslan frá Terje Red Larsen, sendimanni Sam- einuðu þjóðanna, um efnahagskrepp- una á svæðum Palestínumanna er hryllileg lesning. Á tveimur mánuðum hefur atvinnuleys- ið aukist úr rúm- lega 10 prósentum í 40 prósent. Auk þess hafa átökin eyði- lagt 431 palestínskt heimili, 13 opin- berar byggingar og 10 verksmiðjur. Samfélag Palestínumanna hefur tapað 750 milljónum króna á hverjum degi. Tölurnar sýna samfélagslegan harm- leik. Fjöldi látinna og særðra vex ekki bara daglega heldur sýna tölurnar að fjöldi þeirra Palestínumanna sem lifir undir fátæktarmörkum hefur aukist um 50 prósent. Fyrir lok þessa árs munu þess vegna 32 prósent Palest- ínumanna búa við slíka niðurlægj- andi fátækt. Þetta er tifandi sprengja." Úr forystugrein Aftenposten 6. desember. Lausn á einelti „Lausnin á einelti er skólastarfs- menn sem halda á lofti lýðræðisleg- um gildum skólans. Ekki skóla- starfsmenn sem flytja nemendur til eða láta þá hætta þegar skólanum hefur mistekist að mynda lýðræðis- legt umhverfi. Auðvitað á að stöðva einelti löngu áður en það nær svo langt að íhuga þurfi flutning. Þjóð- arflokkurinn og íhaldsflokkurinn hunsa þetta. Þeir nota umræðuna um einelti til þess að, eins og svo oft áður, leggja áherslu á mikilvægi aga í skólanum. Vandamálið er bara að agi hjálpar ekki börnum. Skólum sem mistekst með lýðræðisleg vinnubrögð mistekst einnig barátt- an gegn einelti.“ Úr forystugrein Aftonbladet 7. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.