Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Tilvera 67 DV Þjóðleikhúsið í dag: Himnasending Eftirsóttasta útileikhús ítala, Studio Festi, er komið til landsins. Þetta leikhús er þekkt fyrir ævin- týralegar og skrautlegar sýningar og hefur sýnt um viða veröld. Hing- að koma leikaramir með sýninguna Allegoria della Fortuna, sem hlotið hefur nafnið Himnasending og hef- ur sýningin verið löguð sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Himnasending fjallar um ham- ingjuna og byggir verkiö á náttúru- öflunum Qórum: jörð, vatni, lofti og eldi. Hamingjan er sá kraftur sem knýr tilveru mannsins og hún býr í allri náttúrunni, jafnt í stjömun- um sem vötnunum, jörðinni og tunglinu. Eitt helsta sérkenni Studio Festi er svífandi sjónarspil sem er göldr- um líkast og leikur þess að eldi og ljósi, skrautlegum búningum, tákn- um, dansi og tónlist er endalaus veisla fyrir augu og eyru. ítölsku fjöllistamennirnir sverja sig að sumu leyti í ætt við loftfimleika- menn eða sjónhverfingameistara. Himnasending er liður i Stjörnu- hátíð Menningarborgar í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna og hún fer fram á Hverfisgötunni fyrir framan Þjóðleikhúsið í dag kl. 17. Hverfls- gatan veröur lokuð fyrir umferð kl. 16.30-18.30. Aðeins þessi eina sýning verður á verkinu. ¥ Bók er best vina Sköðið Bókatíðindin Félag íslenskra bókaútgefenda I Leika m.a. verk eftir Schumann og Schubert Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Tíbrártónleikar: Tóna- flóð Ásdís Valdimarsdóttir víóluleik- ari og Steinunn Bima Ragnarsdótt- ir píanóleikari efna til samleiks- tónleika í Salnum í dag og hefjast þeir kl. 18.00. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Britten, Mil- haud og Schubert. Samstarf Ásdisar og Steinunnar Birnu hefur staðið í átta ár. Þær hafa m.a. komið saman fram á tón- leikum á vegum Tónlistarfélagsins og Kammermúsíkklúbbsins. Ásdís er fastur lágflðluleikari I hinum virta Chilingirian strengjakvartett sem kom fram á Listahátíð i Reykjavík 1998 og hyggja Ásdís og Steinunn Bima á frekara tónleika- hald bæði hérlendis og erlendis. Ásdís Valdimarsdóttir útskrifað- ist frá Juilliard-skólanum í New York árið 1985. Þá hélt hún nám- inu áfram við Tónlistarháskólann í Detmold í Þýskalandi og útskrifað- ist með einleikarapróf haustið 1987. Ásdís hefur farið í tónleikarferðir um allan heim með mismunandi kammersveitum. Hún var meðlimur í Miami-strengjakvartettinum með Sigrúnu Eðvaldsdóttur 1998-1989 og hefur verið í Chilingirian strengja- kvartettinum síðan 1995. Ásdís hefur komið fram sem ein- leikari m. a. með Deutsche Kamm- erphilharmonie, London Soloists, London Mozart Players og Russian National Orchestra. í maí síðast- liðnum lék hún með Armenian National Orchestra og í október með Philadelphia Orchestra. Steinunn Birna Ragnarsdóttir lauk meistaragráðu frá New Eng- land Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur haldið tónleika víða um Evrópu og Banda- ríkin og kemur fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis á ári hverju og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands. Steinunn er listrænn stjóm- andi „Reykholtshátiöar", tónlistar- hátíðar sem haldin er síðustu vik- una í júlí ár hvert í Reykholti. m auðvelt er að brjóta saman! • Gæðaprófað • Fæst í fimm litum: bláum, svörtum, rauðum, gulum og grænum • Góð taska fylgir (takmarkað magn) • 100 mm, sterk PU hjól • íslenskar leiðbeiningar fylgja Speedy er STER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.