Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 64
i 68 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Tilvera DV Ef miðað er við vænghaf pelíkana þarf 30 cm2 ffyrir hver 12 -14 kg. Þetta þýðlr að 90 kg engill þarf 30 - 40 metra vænghaf til að geta flogið DV-MYND E.OL/HALLUR Flytja sálir dauðra englar eru sendiboðar Guðs Englar eru sendiboðar sem flytja boð Guðs milli himins og jarðar og hver þeirra flytur eitthvað af dýrð hans með sér. Komu þeirra fylgir söngur og birta. í Biblíunni eru englar í mannsmynd og vængjalaus- ir, nema kerúbar og serafar. Alsettir augum Kerúbar eru gæslumenn Paradis- ar, þeir geta haft tvo, fjóra eða sex vængi og stundum eru vængir þeirra þaktir augum. t fyrstu Móse- bók segir: „Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Edengarð.“ í Opinberunarbók Jó- hannesar er kerúbum lýst þannig: „Fyrir miðju hásætinu og umhverf- is hásætið voru fjórar verur alsettar augum í bak og fyrir. Fyrsta veran y var lík ljóni, önnur veran lik uxa, þriðja veran hafði ásjónu sem mað- ur og fjórða veran var lík fljúgandi erni. Verurnar íjórar höfðu hver um sig sex vængi og voru alsettar augum, allt um kring og að innan- verðu.“ Seröfum er lýst í Jesajabók: „Um- hverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónu sina, með tveim- ur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir.“ Kerúbar og serafar virðast vera sérstakir englar sem eru í himnaskaranum sem er næst Guði. Englamyndir Englar hafa lengi verið vinsælt myndefni og til er ótölulegur fjöldi englamynda af öllum stærðum og gerðum, elsta englamynd sem þekk- ist er frá annarri öld eftir Krist. Myndin sýnir boðun Mariu, engill- inn er ungur, vængjalaus maður í TÖLVUB□RÐ □G STDLL TDLVUBDRÐ Mahdgdny BREIDD. 64, DÝPT. 48, HÆD. 81 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 - æi’intýri líkust Kerúbar Verur alsettar augum í bak og fyrir. hvítum kyrtli. Það er ekki fyrr en á 4. öld sem farið er aö sýna vængjaða engla á myndum. Á 15. öld fara englar að verða kvenlegir og á endurreisnar- tímanum eru þeir sýndir sem böm með vængi og kallast angeli minor. Vængirnir eru tákn þess hversu fljótir þeir eru í for- um. Hermenn Guös Erkienglar eða höfuðenglar eru yfirenglar sem stjórna herskara Guðs. í Gamla testamentinu eru að- eins nafngreindir þrír erkienglar, Mikjáll, Gabríel og Rafael, og í þann hóp er stundum bætt Úríel sem kemur fram í apokrýfu bókunum. Menn eru ekki á einu máli um fjölda erkienglanna, múslímar við- urkenna eingöngu fjóra én kristnir menn og gyðingar virðast sammála um að þeir séu sjö. Af höfuðenglunum hefur Mikjáll verið í mestum metum hér á landi og er 29. september kenndur við ÁBURÐUR MEÐ DJÚPVIRKUM ENSlMUM Blettirnir hurfu alveg á nokkrum mánuðum „Þegar Darri sonur minn var nokkurra mánaöa fékk hann þurrkbletti á líkamann. Þar sem engin krem dugðu fékk hann ávísað af lækni sterasmyrsl til þess að bera á blettina. Blettimir hurfu en komu alltaf aftur og sterasmyrslið mátti aðeins nota í nokkra daga í einu og gat þynnt húðina. Ég ákvað því að prófa PENZIM-gel og í fyrstu hélt það blettunum niðri og síðan hurfu þeir alveg eftir nokkra mánuði." Sigurrós Jónsdóttir PENZIM er húðáburður sem inniheldur djúpvirk, hreinsuð ensím. Vegna eiginleika ensímanna hefur PENZIM reynst vel fólki með ýmis húð- og liðvandamál, bólgur, vöðvaverki o.fl. hann. Mikjáll var talinn eins konar herforingi engla og messa hans sungin af kappi við upp- haf norrænnar kristni. Dæmi eru um að skuldalúkningar miðist við Mikjálsmessu. Sam- komur voru haldnar á Mikjálsmessu, enda bar hana upp um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf slát- urtíðar. Á íslandi voru fimmtán kirkjur helgað- ar Mikjáli. Vítisenglar eru fallnir englar sem gert hafa uppreisn gegn Guði. Þar er fremstur í flokki sjálf- ur Lúsífer, yfirskratti í neðra, en hann var einn af erkienglunum áður en hann féll. Englar í íslenskum þjóösög- um í Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar eru nokkrar sögur um engla og er þeim oftast lýst sem verndur- um. Englar reyna á trúfestu manna, beina þeim á rétta braut og flytja sálir framlið- inna til síns heima og það gera englar vítis einnig. Á dögum Hall- gríms Péturssonar var bóndi á Hrauni i Dýrafirði sem hét Bjarni. Hann þótti framúrskarandi var- menni og var mjög illa kynntur. „Eitthvert sinn var maður á gangi. Hann heyrir þá allt í einn snöggan þyt í lofti og varð litið þangað er hann kom frá. Sér hann hvar ein- hver þústa svífur áfram í áttina til hans. Þykist hann sjá að þetta eru illir andar svartir og andstyggilegir og báru þeir eitthvað á milli sín og komu úr vestri. Hann hugleiðir hvað það muni þýða. En þá heyrir hann annan þyt úr suðri og sér það- an koma aðra þústu ljósbjarta og skínandi fagra. Sér hann þegar að þetta eru góðir andar eða englar og bera annað á milli sín. Þessir tvenn- ir loftfarendur mætast nú þarna yfir honum. Björtu andamir spyrja nú hina með hvað þeir fari. Þeir segjast vera að flytja sálina hans Bjama á Hrauni til síns verustaðar. Síðan spyrja þeir hina hverra er- inda þeir fari. Hinir góðu andar kváðu þess von um Bjarna. „En vort starf er það að flytja sálu hins andríka drottins þjóns, Hallgríms sálmaskálds Péturssonar, í bústað góðra manna. Skal hann nú njóta ávaxta lífsreynslu sinnar og góð- verka.“ Síðan svifu hvorir tveggja brott og hurfu sjón mannsins. Þegar frá leið frétt- ist það að þessir menn báðir höfðu einmitt látist á sama tíma og þetta skeði.“ Timi endurlífgunar í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er minnst nokkrum sinnum á engla og þeir koma fram í draumi Einars Helgasonar á Laugabóli. „Þegar ég var sofnaður þótti mér sem ég kominn væri í sælustað þeirra útvöldu hvar ég þóttist sjá sjálfan guð og vom meðalgangara Jesúm Kristum í ósegjanlegum ljóma, samt óteljandi fjölda hinna himnesku hersveita sem að stóðu allt í kringum veldisstólinn hvar þeir sungu honum lof með yndisleg- um hætti. Ég varð næsta frá mér numinn í huga; mér kom þetta fyr- ir í svefninum sem stór hvelfing af skærum kristall hvar allt einn ljóma var að sjá. Þá ég hafði með undrun horft á þetta um stund heyrði ég hvella rödd yfir mér svo látandi: „Tími endurlífgunarinnar nálægist." Því næst heyrði ég að voldug skipun út gekk frá veldis- stólnum til eins engils að hann skyldi framkalla til lífs- ins þá sem fyrst væru dán- ir; ég man ekki hvað langt fram eftir öldunum. Hann gjörði svo og blés í básúnu og ég heyrði básúnu- hljóminn, og allur fjöldinn kom fram og varð lifandi. Hvur af þeim endurlifnuðu meðtók sína sál og varð að ásýnd líkur þeim sem stóðu kringum veldisstólinn." Frásögnin heldur áfram uns englar drottins hafa blásið þrisvar í básúnur og vakið upp alla þá menn sem drukknað hafa bæði á sjó og í vötnum og andvana fædd börn. Dauðinn hafi það sterkt vald yfir þeim að Jesús Kristur sjáifur þurfti að standa upp og koma englinum til hjálpa. Engillinn tilkynnir síðan Einari að hann eigi tryggt sæti á góða staðnum „en það sem þér hef- ur nú verið um stund leyft að sjá fær þú opinbera öðrum fyrst. En hafið lampann tendraðan því þið vitið ekki nær húsbóndinn kemur.“ Bænir Trúin á engla virðist að mestu horfin úr trúarlífi íslendinga og leif- ar hennar helst að finna í gömlum bænum eða í tengslum við unga- böm. Þegar böm hjala í vöggu sinni er sagt að þau tali englamál og að þau séu að tala viö englana. Kominn er ég í kúruna mína, kann mig engin þar snerta pína. Og nú sendu engla þína allt í kringum kúruna mína. Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.