Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 x>v Utlönd Endurtalningin í Hæstarétti: Níu dómarar ráða forseta Allt i laqi! Vél: 1) Skipt um kerti. 2) Loftsía athuguð. 3) Bensínsía athuguð. 4) Kveikjukerfi stillt og mælt. 5) Stilling vélar (ganghraði og útblástur). 6) Kælivökvi, frostþol mælt. 7) Kælikerfi þrýstiprófað. 8) Vélarolía mæld. 9) Viftureim athuguð. 10) Viftukúpling athuguð. Rafkerfi: 1) Rafgeymasambönd athuguð. 2) Hleðsla mæld. 3) Rafgeymir álagsmældur. 4) Ljós yfirfarin og stillt. 5) Rúðuþurrkur og sþrautur athuguð. 6) Flauta, miðstöð og afturrúðuhitari athuguð. Undirvagn: 1) Hemlaprófun. 2) Hjólbarðar skoðaðir og loft mælt. 3) Bremsuvökvamagn mælt. 4) Pústkerfi og demparar athugaðir. Yfirbygging: 1) Hurðalæsingar og lamirsmurðar. 2) Þéttilistar á hurðum silikon varðir. Ef talið er að skipta þurfi um annað en venjulega slithluti höfum við samband áðuren það ergert. Verð miðast við 4-6 cyl. bifreiðar BOSCH HÚSIÐ BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9, sími 530 2800 Níu dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna geta nú ráðið því með úrskurði sinum hver verður næsti húsbóndi i Hvíta húsinu í Washington. Dómaramir hlýddu í gær á mál- flutning lögmanna forsetaframbjóð- endanna Als Gores og Georges W. Bush sem deila um hvort leyfa eigi endurtalningu vafaatkvæða úr for- setakosningunum í Flórída. Hæsti- réttur Flórída úrskurðaði í síðustu viku að vafaatkvæðin skyldu talin í höndunum en Hæstiréttur í Was- hington stöðvaði endurtalninguna tímabundið um helgina þar til lög- menn frambjóðendanna hefðu gert grein fyrir afstöðu sinni. Úrskurðurinn um að stöðva end- urtalninguna leiddi í ljós djúpstæð- an ágreining milli íhaldsmannanna fimm sem vildu stöðva talninguna og frjálslyndari dómaranna fjög- urra sem skiluðu minnihlutaáliti. Málflutningurinn í gær stóð í 90 mínútur og baunuðu dómararnir spurningum á lögmennina um hvaða atkvæðaseðla í Flórida ætti Lögmaður veiðimannanna frá Thule á Grænlandi segir það hneyksli að embættismenn í danska forsætisráðuneytinu skuli hafa haldið leyndum málskjölum varð- andi skaðabótamál þeirra gegn danska ríkinu. Skjöl sem höfðu ver- ið álitin týnd frá árinu 1981 hafa nú komið í leitirnar. Það var háskólakennarinn Jens Brosted sem fann skjölin í danska þjóðskjalasafninu og þau sýna að veiðimennimir höfðu árangurslaust í mörg ár reynt að fá skaðabætur frá ríkinu þegar þeir voru fluttir nauðugir frá heimilum sínum til Qaanaag árið 1953. Jens Brosted telur að embættis- að telja löglega. í húfi eru 25 kjör- menn Flórídaríkis sem munu tryggja þeim sem þá fær forsetaemb- ættið þegar kjörmenn koma saman 18. desember til að kjósa forseta. Dómarinn sem talinn er geta skipt sköpum í Hæstarétti er Sandra Day O’Connor. Hún var skipuð af Ronald Reagan, eins og flestir dómaranna sem nú sitja, en hefur oft skipt sköpum. Annar lyk- ildómari er Anthony Kennedy, íhaldsmaður sem hefur færst nær miðjunni á síðari árum. Ekki komu þó fram neinar vís- bendingar frá dómurunum tveimur um að þeir myndu skipta um lið þegar úrskurðurinn verður kveð- inn upp. Fari svo að Hæstiréttur úrskurði Gore í vil, það er að endurtelja skuli þúsundir vafaatkvæða i Flór- ída, er það almennt álit manna vest- an hafs að endanleg úrslit forseta- kosninganna verði ekki útkljáð fyrr en Bandaríkjaþing kemur saman eftir áramótin. Nýr forseti verður settur inn í embætti 20. janúar. menn hafl vísvitandi haldið skjölun- um leyndum. Hann segir líklegt að fleiri gögn um málið fyrirfmnist. Christian Harlang lögmaður vill ekkert tjá sig um þýðingu skjalanna fyrir skaðabótamálið sem verður tekið fyrir í Hæstarétti Danmerkur á næsta ári. Undirréttur dæmdi veiðimönn- unum skaðabætur í fyrra en þeir fara fram á 272 sinnum hærri bætur fyrir Hæstarétti. Veiðimennirnir voru fluttir burt á sínum tíma að kröfu Bandaríkja- manna sem voru og eru með her- stöö í Thule. Bandaríski herinn þurfti að fá veiðilendur ibúanna í Thule undir hernaðartól sín. Handtökuskipun ógilt Áfrýjunarréttur i Santiago i Chile hnekkti í gær fyrir- skipun dómara um að Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra yrði settur í stofufang- elsi, Bentu dómar- amir á að Pinochet hefði aldrei ver- ið formlega yfirheyrður vegna hvarfs stjórnarandstæðinga. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Lestarslys í Noregi Lestarstjóri lét lífið og að minnsta kosti tólf farþegar slösuðust lítils háttar þegar lest rakst á flutningabíl í Drammen, suðvestur af Ósló, í morgun. ökumaður bílsins slasaðist ekki og var tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu. Föngum sleppt Sýrlendingar aíhentu í gær Lí- bönum um 50 fanga til að bæla nið- ur óánægju Líbana með dvöl sýr- lenskra hermanna í Líbanon. Ætlar ekki í framboö Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna og öldungadeildarþing- maður, itrekaði í gær að hún hygð- ist ekki fara í forsetaframboð 2004. Hillary kvaðst hafa lofað New York- búum að sitja út sex ára kjörtíma- bilið. Mafíuleiðtogi handtekinn Einn foringja maflunnar í A-Evr- ópu og samstarfsmaður hans voru handteknir við fíkniefnaviðskipti í íbúð í Stokkhólmi. Styður sjálfstjórn Kosovo Vojislav Kostunica, ’í I forseti Júgóslavíu, lýsti I i gær yfir stuðningi við fe fr- " J sjálfstjórn Kosovo inn- Kf' n '■ 1 an landamæra Júgó- W 1 slavíu. Kostunica, sem ÍHI A er í heimsókn í Róm, skýrði ekki nánar hug- myndir sínar um Kosovo en hét því að tryggja lýð- ræði um alla Júgóslavíu. Mildari afstaða Franski ráðherrann Charles Josselin segir herstjómina í Burma reiðubúna að létta á þrýstingnum gegn stjómarandstæðingum. Hagen sigraði Carl I. Hagen, leið- togi Framfaraflokks- ins í Noregi, sigraði í gær í málinu sem nokkrir flokksfélaga hans höfðu beðið dómstól að taka af- stöðu til. Höfðu fé- lagamir beðið dómstólinn að úr- skurða um lögmæti brottvikningar þeirra úr flokknum. Flokksfélag- arnir kvörtuðu meðal annars und- an þvi að þeim hefði verið refsað í sameiningu án þess að fjallað væri um mál hvers fyrir sig. Mikil valdabarátta er í flokknum. Umsækjendur ánægðir Stjómir sex landa, sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu, svokallaður Lúxemborghópur, lýstu í gær yfir ánægju sinni með niður- stöðu leiðtogafundar ESB í Nice þar sem samþykktar voru umbætur. Bjargiö lýöræöinu Hann biöur ekki um lítiö, maöurinn sem mætti með kröfuspjaldiö sitt fyrir ut- an Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington í gær. Hann krefst þess af dómur- unum níu, sem gætu ráöiö úrslitum um niðurstöðu forsetakosninganna með úrskuröi sínum aö þeir bjargi lýöræöinu. Margir gætu eflaust tekiö undir þaö. Lögmaður veiðimannanna frá Thule: Embættismenn földu málskjöl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.