Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 27 DV Útgáfufétag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Abstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimastða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Dýrkeypt monthús Allir koma af fjöllum, sem ábyrgö áttu að bera, þegar minnzt er á kostnað við innréttingu þjóðmenningarhúss í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allra sízt tekur forsætisráð- herra neinum afleiðingum gerða sinna, er 300 milljón króna áætlun varð að 400 milljón króna kostnaði. Bakgrunnur málsins er, að þjóð, sem ekki á nothæft þjóðminjasafn og enn síður náttúruminjasafn, fær í stað- inn dæmigert monthús, sem hefur lítið safnagildi og er einkum notað fyrir hanastél hins opinbera, rétt eins og ekki hafi verið til nóg af slíkum húsum hjá ríkinu. Forsætisráðherra bjó til tvær fínimannsnefndir Þjóð- menningarhúss, aðra skipaða helztu ráðuneytisstjórum ríkisins og hina skipaða fyrrverandi forseta Alþingis og fleira fmu fólki. Þessum virðulegu nefndum til halds og trausts átti að vera Framkvæmdasýsla rikisins. Úr þessu varð botnlaus óráðsía. Lóðarframkvæmdir einar fóru 200% fram úr áætlun og enduðu í 44 milljónum króna. Að mestu fóru þeir peningar í að búa til montreið að höfuðdyrum hússins, sem lokið var við á siðustu stundu með því að leggja nótt við dag. Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað um þetta og raunar hafa spurt við opnun hússins i vor, hvort allt væri í lagi meö fjármálin, og sér hafi verið sagt, að svo væri. Síðan hafi sannleikurinn komið í ljós í sumar og Ríkis- endurskoðun skilað skýrslu um málið í haust. Samkvæmt þessu var búið að eyða 400 milljónum króna og opna húsið formlega áður en menn vissu, að þeir væru komnir langt fram úr heimildum. í alvörulöndum hefðu nokkrir fínimenn fengið að fjúka af minna tilefni, en hér á landi tekur aldrei neinn ábyrgð á neinu. Svo forstokkaðir eru ábyrgðarmennimir, að málið var ekki lagt fyrir fjárlaganefnd þingsins í haust. Þingmenn fengu fyrst að vita um það nýlega og það með eftirgangs- munum. Ríkisendurskoðun þagði meira að segja þunnu hljóði á hverjum fundinum á fætur öðrum. Sjálfur lá forsætisráðherra í þrjá haustmánuði á niðurstöðum Ríkisendurskoðunar. Þannig var það ekki fyrr en um síðustu mánaðamót, að fjárveitingavaldið fékk að vita, hvernig peningum skattborgaranna hafði verið grýtt á tvist og bast í Þjóðmenningarhúsi. Forsætisráðherra segir, að menn læri af þessu. Breytt verði verklagsreglum við opinberar framkvæmdir hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Áður hafa menn þó fengið tækifæri til að læra af fyrri óráðsíu í framkvæmdum for- sætisráðuneytisins, en ekki notað tækifærið. Frægt var, hvernig verkfræðingar og aðrir sérfræðing- ar léku lausum hala við endurbætur og viðgerðir á Bessa- stöðum. Þá eins og nú stafaði sukkið af, að ekkert virkt kostnaðareftirlit var af hálfu fina fólksins í framkvæmda- nefndinni. Reikningamir bara flæddu inn. Önnur dæmi sýna ennfremur, að Ríkisendurskoðun er yfirleitt ekkert geFin fyrir að upplýsa vinnuveitanda sinn, Alþingi, um vandræði í kerfinu. Hún heldur í rauninni að hún sé í vinnu hjá rikisstjórninni og hafi það hlutverk að halda niðurstöðum í lengstu lög frá Alþingi. Fyrir Þjóðmenningarhús vissu menn, að eftirlitslausar fínimannsnefndir eru ávísun á vandræði í framkvæmdum og að Rikisendurskoðun er ekkert að flíka fjárhagslegum vandamálum í kerfmu. Spurningin er, hvort menn læri nokkuð frekar í þetta sinn en í fyrri skiptin. Ef þessar glötuðu 400 milljón krónur hefðu farið í að opna þjóðminjasafn og efna til veglegs náttúruminjasafns, hefðu landsfeður eitthvað til að monta sig af. Jónas Kristjánsson DV Góðæri að láni íslendingar voru óvanir bönkum. Þeir voru vanastir vöruskiptum eða að borga í sama. Svo spruttu hér upp bankar og síðan verðbólga. Menn lærðu að slá lán í bönkum og kölluðu þá lána- stofnanir. Til að fá lán urðu menn helst að vera í flokki sem átti banka því flokk- amir réðu bönkunum. Verðbólgan var sögð vond en fljótt fundu menn að hún auðveldaði þeim að borga ___________ lánin. Þeir fundu líka að ekki var hægt að treysta bönkunum fyrir pening- um, því bankarnir stálu öllu sem inn í þá fór. Þeir lánuðu það óverðtryggt í verðbólgunni. Þeir sem gátu fóru að byggja eöa kaupa hús, kannski fok- held að innan. Síðan hafa menn geymt fé sitt í húsum svo bankarnir steli þvi ekki. Þama eru því rætur ís- lenskrar húsnæðisstefnu. Galopið lánakerfi Margir sjóðir voru stofnaðir til að fóðra bankana svo þeir gætu haldið áfram að lána. Fyrir tveimur áratug- um var svo komið að sjóðirnir Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna stefndu í þrot vegna verðbólgu, þá voru samþykkt lög um verðtryggingu spari- fjár. Fólk hélt þó áfram að taka lán en skildi ekki hví verð- bólga hjálpaði því ekki lengur. Húsnæð- isstefnan hefur ekk- ert breyst þrátt fyrir verðtrygginguna og fólk heldur áfram aö geyma fé sitt í hús- um. Nú er lánakerfið svo galopið að enginn spyr um neitt. Fólk- ið spyr ekki um vextina og bankinn spyr ekki um neitt nema uppáskriftir. Fyrir skömmu ræddi ég við ráðgjafa eins bankans sem sagði mér eftirfarandi sögu: Ungur ís- lendingur sem bjó í Kaup- mannahöfn fór i banka aö biðja um lán. Svarið var nei, þú skuldar bamsmeðlög á ís- landi. Hann flutti heim og hér fékk hann íbúðalán hjá íbúða- lánasjóði og bankanum, búa- kaupalán hjá tveimur trygg- ingafélögum og 6 greiðslukort, með yfirdráttarheimild. öll „Þeir sem gátu fóru að byggja eða kaupa hús, kannski fokheld að innan. Síðan hafa menn geymt fé sitt í húsum svo bankarnir steli því ekki. Þarna eru því rœtur íslenskrar húsnœðisstefnu. “ Enn stela bankarnir Á vaxtatöflu bankans sést mun- urinn á innláns- og útlánavöxtum. Þeir fyrrnefndu eru 1%- 6% en yf- irdráttarvextir eru nær 20% og dráttarvextir 23%. Önnur lán bera 10%-18% vexti. Skuldir heimilanna voru í júlí 560 milljarðar kr., hækka um 7 milljarða kr. á mánuði og verða hátt í 700 milljarðar i lok næsta árs aö öllu óbreyttu. Miðað við 90 þúsund skuldug heimili, skuldar hvert að meðaltali 6 milljónir kr. og miðað við 15% meðalvexti greiðir hvert þeirra kr. 900.000 á ári bara í vexti og allir hlakka yflr góðærinu. Bankarnir stela enn og nú með okurvöxtum. Lúðvík Bergvinsson hefur í 4. sinn flutt ásamt fleirum frumvarp gegn uppáskriftum. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Alþingis. Á að sigla „góðærinu" í strand með skulda- söfnun? Nýlega féll í Noregi dómur ábyrgðarmanni í hag. - Bankamir eiga að bera ábyrgð á gerðum sín- um eins og aðrir. Jón Kjartansson frá Pálmholti Hafró dýpkar skotgrafirnar Nú hefur Hafró látið erlenda reiknimeistara yfirfara aðferðir sín- ar og mat þeirra var að þær væru í góðu lagi en veiðanleikinn hefði ver- ið rangt metinn og þorskstofninn því ofmetinn þegar uppbyggingin stóð sem hæst. Óljóst er hver tilgangur- inn er með þessu því þeir á Hafró hafa alltaf verið vissir í sinni sök. Hér hlýtur að liggja fiskur undir steini. Ýmislegt, m.a. minnkandi þorskafli, bendir til þess að þorsk- kvótinn verði skorinn niður enn frekar á næsta ári og þá getur verið gott að hafa uppáskrifað vottorð þess efnis að allt sé í lagi um borð. Hafró rak upp ramakvein Árið 1998 ríkti almenn ánægja með að tekist hefði að byggja upp þorskstofninn úr lægðinni 1994 og bjart væri fram undan. Menn gerðu ráð fyrir að þorsk- stofninn héldi áfram að vaxa, uppbyggingin hefði tekist. Stjómmálamenn höfðu hlýtt ráðleggingum (les: fyrirmælum) fiski- fræðinga og sjómennirnir höfðu haldið sig á mott- unni. Á opnum fundi i maí þetta ár hélt ég því fram að stofninn væri kominn yfir hámarkið og væri aftur farinn að minnka og myndi ná nýrri lægö 2003-2004. Hafró rak upp ramakvein og sagði Jón Kristjánsson fiskifræöingur og starfar sjálfstætt þetta óábyrgt tal og út í hött. Ráðgjöfin 1998 varð óbreytt frá árinu áður en rúmu ári síðar ráðlagði Hafró um 20% samdrátt. Á þessum tíma, 1977-98, var þorskur fyrir V- og NV- landi farinn að horast og mikið var um sjálfsát. Stofn- inn var að bregðast við minnkandi fæðuframboði á einstakling, þeir smáu hor- uðust og þeir stóm átu þá litlu eins og stundum í mannheimum. Sú stefna að geyma fisk og „láta“ stofninn stækka hafði bmgðist eina ferðina enn og náttúran var að grípa í taumana. Ekki er þó nóg með að „Flestir nytjastofnar hafa verið á niðurleið um sinn. Þorskstofninn er á niðurleið og hann mun fara neðar, kraftaverk kemur ekki í vegfyrir 20-25% niðurskurð í vor. Til þess þyrfti nefnilega stefnubreytingu hjá Hafró.“ þorskurinn éti sjálfan sig, of stór þorskstofn er einnig í samkeppni við aðra nytjastofna og étur annaðhvort úr þeim eða frá þeim. Flestir nytja- stofnar hafa verið á niðurleið um sinn. Þorskstofninn er á niðurleið og hann mun fara neðar, kraftaverk kemur ekki í veg fyrir 20-25% niður- skurð i vor. Til þess þyrfti nefnilega stefnubreytingu hjá Hafró. Heitir nú „breytanlegur veiöileiki“ Nú er það sem sé veiðanleikinn sem hefur sett strik í reikninginn. Veiðanleiki er vandamál hjá Hafró sem ég minnist ekki að hafa heyrt þá tala um áður. Mikill veiðanleiki skapar góð aflabrögð, lítill veiðan- leiki veldur ördeyðu. í eina tíð voru notuð hugtök eins og að fiskur gæfi sig til, væri tregur, handóður eða væri við. Nú heitir þetta breytanleg- ur veiðanleiki og væntanlega verður þá til veiðanleikastuðull sem þarf að meta (giska á). Oft verður maður fyrir barðinu á svona „veiðanleika". Ég var við lax- veiðar í tvo daga en fékk ekki neitt. Kunningi minn var á sama stað síð- ar í sömu vikunni og fékk 11 laxa. Veiðanleikinn hafði breyst svona skyndilega. Ekki þó alveg, því veiði- félagi kunningja míns hafði ekki fengið neitt í sama veiðitúr þannig að veiðanleikinn virðist gera manna- mun. Hafró ætlar enda að rannsaka veiðanleikann svo minnka megi skekkjur í stofnmatinu. Þessa dagana veiðist lítið af þorski. Ekki vegna þess að minna sé af fiski. Nei, það er veiðanleikastuð- ullinn sem er svona lágvaxinn. Jón Kristjánsson Með og á móti betri en Austurdeildin? Betra vinningshlutfall Austrið er skemmtilegra j Það er engum J^L blööum um að K fletta að Vestur- p® deildin er sterk- ari heldur en Austurdeildin. Það eina sem þarf að skoða er vinn- ingshlutfall liðanna. Níu lið í Vesturdeildinni eru með yfir 50% vinnings- hlutfall. Á meðan hafa að- eins sex lið í Austurdeild- inni náð þeim árangri. Auk þess koma þrjú lélegustu lið deildarinnar, Chicago Bulls anta Hawks og Washington Hilmar Björnsson útsendingastjóri hjá IÚ NBA- , Atl- Wiz- ards, frá Austurdeildinni. Liðin í Vesturdeildinni hafa mun skemmtilegri leikmönnum á að skipa og ég ætla ekki að leggja aö lík- um leiki milli tveggja Vest- urdeildarliða og tveggja Austurdeildarliða. Þar hef- ur Vesturdeildin vinningin. Leikir milli liða í þessum deildum hafa langflestir endað með sigri Vestur- deildarliðanna í vetur og það hlýtur að vera hinn óumdeil- anlegi mælikvarði. Þaö er ekki nokk- mjjmjk ur spurning í mín- um huga að Aust- f* urdeild NBA- deildarinnar er mun sterkari en Vesturdeild- in. Liðin í Austurdeildinni eru flest mjög jöfn að getu og að mínu mati er það skemmtilegri körfuknattleik- ur sem er leikinn í Austur- deildinni. Atlantshafsdeildin er til að mynda gífurlega sterk. Philadelphia 76ers og York Kicks eru í Ottarr Magni Jóhannsson, stjórnarmaöur í körfuknattleiks- deild KR New hópi örfárra liða sem eiga raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn í vor og allir vita hvað Miami Heat væri sterkt ef Alonzo Mourn- ing væri heill. Ég er sann- fræður um að það verður lið frá Austurdeildinni sem stendur uppi sem sigurvegari í vor. Mínir menn í New York Knicks koma til með að vinna þetta og það er klárt að deild sem er með slíkt lið inn- anborös hlýtur að teljast betri en Vesturdeildin þar sem safnast hafa saman monthanar og merkikerti með sýndarmennsk- una eina að vopni. NBA-deildln í körfuknattlelk er nú kominn af stað fyrir fullt og línur eru farnar að skýrast. Miklar deilur hafa veriö manna á milli um það hvort Vesturdeild- in eöa Austurdelldin sé sterkari. í ár hafa liöin í Vesturdeildinni byrjað betur en spurningin er hvort Austrið eigi eftlr að sækja í sig veörið. Ummæli Bókin ekki stór- veldi lengur „Það sem mér finnst skuggalegast í sambandi við bókmenntir seinustu árin er að allir þykjast vera að lesa. Mér vitan- lega hefur klukkutímun- um i sólarhringnum ekki verið fjölgað. Þeir eru bara 24. Við höfum orðið svo mikið af tímafrekri af- þreyingu að ég sé enga ástæðu fyrir fólk að þykjast lesa jafn mikið og það geröi þegar bókin var eina af- þreyingin ... Bókin hér og nú er svona í álíka stöðu og Bretaveldi, hún er fyrrverandi heimsveldi. Ég held að það sé sjálfsblekking að bók- in sé enn stórveldi á íslandi." Þorgeir Þorgeirson rithöfundur. Aöhald í heil- brigðiskerfinu „Rökin fyrir því að auka einka- rekstur í heilbrigðisþjónustunni eru þau, að með því aðhaldi, sem ákveð- in samkeppni skapar, sé hægt að bæta þjónustuna. Allir hafa gott af slíku aðhaldi. Líka heilbrigðiskerfið. Nú þegar er sá veruleiki til staðar að það er hægt að fá ákveðna þjón- ustu ókeypis á sjúkrahúsi eða fá hana á læknastofu og greiða fyrir hana að hluta til. Þessi starfsemi hefur orðið til án þess, að athuga- semdir hafi verið gerðar. Það er augljós tilhneiging til að gera þetta mál að pólitísku bitbeini. Það er ástæðulaust." Úr forystugrein Mbl. 9. desember. Skoðanaáhætta „Af hverju skyldi þetta kennaraverk- fall fara svona hljótt í þjóðfé- laginu? Af hverju eru for- eldrar ekki iðn- ari við að skeiða fram á ritvöllinn og senda frá sér neyðarkall? Er það vegna þess að þeir viti ekki með hvorum aðilanum þeir eigi að standa? Eflaust á það við í einhverj- um tilfellum og eðlilegt að það vefl- ist fyrir hinum almenna borgara. Önnur skýring er þó líklegri. Nefni- lega áhættu þess að hafa skoðanir í íslensku þjóðfélagi." Björn Þorláksson í Degi 9. desember. Skoðun Bræði Halldórs Laxness „Halldór Laxness leit, eins og aðrir Islendingar, upp til Einars skdlds Benediktssonar og var aug- Ijóslega bœði sár og reiður að vera niðurlægður af galdrameistara sem hann langaði til að líkjast. “ Osanngjörn framkoma? Halldór Laxness leit, eins og aðrir ís- lendingar, upp til Ein- ars skálds Benedikts- sonar og var augljós- lega bæði sár og reið- ur að vera niðurlægð- ur af galdrameistara sem hann langaði til að líkjast. Mórall sög- unnar er því sá að það skiptir máli hvernig þjóðskáld kemur fram við þá sem áhuga hafa á ritlistinni. Sá sem þetta skrifar getur vottaö að það var aðdáunarvert hvernig hjónin Hall- dór og Auður Laxness tóku á móti ungum mönnum sem til þeirra leituðu. Þaö virtist ekki varða þau nokkru þótt þau vissu hvorki haus né sporð á þeim sem sýndu sig hjá þeim. í endurminningar- bókum sínum er Hall- dór að sjálfsögðu að líta yfir farinn veg og honum hefur greini- lega fundist það ósanngjöm framkoma af höfundi ljóða um Fáka og Útsæ að nið- urlægja verðandi nóbelsverðlaunahafa í - bókmenntum. Trausti Einarsson Seint á rithöfundarferli sínum skrifaði Halldór Laxness endurminninga- bækur sem komu út á ár- unum 1975-80. Bækurnar heita í túninu heima, Sjömeistarasagan, Úngur ég var og Grikklandsárið. Þar má finna frásagnir Halldórs af sjálfum sér og fólki sem hann kynntist á lífsleiðinni og svo eru bæk- umar að sjálfsögðu aldar- spegill þess tíma þegar Halldór var ungur. Vægi þessara bóka er óumdeilanlegt, hvort sem litið er á sögu íslendinga við upphaf tuttugustu aldar eða rithöfundar- feril Halldórs, auk þess eru þær afar glæsileg- ur lokasprettur hjá rit- höfundinum Halldóri Laxness. Það er of langt mál að víkja hér að því öllu saman en hér er spurt hvað Halldóri eigin- lega gekk til með skrifum sínum. Ekki sjálfsagöur hlutur í nýlegum athugunum Guðjóns Friðrikssonar á Einari Benediktssyni er ævi þessa galdrameistara rakin eina ferðina enn. Þar kemur Trausti Einarsson fram ag Halldór Laxness fór sagnfræömgur ásamt Tóma$i Guðmunds- syni í heimsókn til Einars þegar hann bjó á Þrúðvangi. Tómas er hafður fyrir því að eitthvað hafi Óvæntur tónn hjá Halldóri Þrátt fyrir ágæti þessara bóka kom mörgum umfjöllun hans um Einar skáld Benediktssonar afar spánskt fyrir sjónir. Frásagnir þessar er að finna í bókinni Úngur ég var sem kom út árið 1976 en á þeim tíma var enn til á íslandi fólk sem kunni ljóð Einars Benediktssonar utanbókar. Hringinn í kringum iandið höfðu Islendingar keppst við að læra ljóð Einars Ben svo til þeirra mætti vitna á örlaga- stundum og svo að sjálfsögðu til þess að lífga upp á samræður. Þegar hugað er að almennri umfjöllun um Einar Ben fram til ársins 1976 er tónninn hjá Halldóri afar óvæntur. Fram að þeim tíma hafði fræði- mönnum og almenn- ingi verið starsýnt á snilligáfuna, séníið Einar Ben eins og sést kannski best á því hvar hann var lagður til hinstu hvilu. En skyndilega bregður svo við að höfundar bóka um Einar Ben fara aö draga fram mannlegri þætti og svo allt það sem fólk skvaldraði sín á milli. skort á háttvísi í hegðun Halldórs á meðan á heimsókn þeirra stóð og þar væri að finna skýringuna á fram- komu Einars Ben við Halldór. Tómas Guðmundsson var eins og kunnugt er úr Grímsnesinu og er kannski verðugur fulltrúi fyrir það sem telst háttvísi í augum sunn- lenskra bænda. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að íslendingar hafi eignast nóbelsverðlaunahafa í bók- menntum. Við eigum ekki að líta á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að íslendingur hafi hlotið slíkan heiður af sænsku akademíunni. í því sambandi má benda á Hollendinga sem standa afar framarlega í listum og vísindum, svo ekki sé minnst á höfðatölu þeirra, og bókmenntir sem eru ágætar. Hol- lendingum hefur samt gengið það heldur seint að eignast nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.