Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 22
i4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 Tilvera I>V Feiknaleg stemning Gestir skemmtu sér konunglega á menningarsprengjunni og er ekki ofsögum sagt aö Lýöur læknir hafi tryllt lýöinn. Tvö frábær desembertilboð Stór pizza með 2 áleggsteg. Pt2ZA!P«2ZA! ÞÚ HRINGIR - VH) BÖKUM - ÞÚ SÆKIR! 58 Fákafeni u • Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Nesti, Ártúnshöfða Stór pizza með pepperoni 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. í Míru 30% afsláttur af postulíni og glösum. tniB' Bæjarlind 6, sími 554 6300 * www.mira.is Menningarsprengja á Vestfjörðum: Aldrei mánu- dagar á Flateyri Árleg menningarsprengja Flat- eyringa var haldin á veitingahúsinu Vagninum um helgina. Að vanda var það héraðslæknir staðarins, Lýður Árnason, sem sá um að trylla lýðinn. Dagskráin var fjölbreytt eins og áður. Tónlist skipaði vegleg- an sess að vanda, auk þess sem Reynir Traustason las úr bók sinni, Seiður Grænlands, ásamt því að segja skopsögur af tsmanninum Sig- urði Péturssyni, sem er þekktur meðal vestfirskra sægarpa og ein helsta perla bókarinnar. Lesið var úr óútkominni ævisögu Þórðar Jónssonar, veitingamanns og Vagn- stjóra, sem á alllitríka sögu að baki, en ólíklegt er að þorri hennar eigi erindi á prent. Læknirinn Lýður hélt hátíðarræðu kvöldsins þar sem hann fjallaði meðal annars um Bjart í Sumarhúsum. „Hann var í raun síðasti sjálf- stæði íslendingurinn. Nú erum við bara böns af aumingjum sem berumst með nútímatruntunni, bjargarlausir. Við erum hætt að hlusta á þögnina en dýrkum hverslags óþarfa og tökum aldrei af- stöðu til innihalds en gumum þeim meira um umbúðir, nennum ekki einu sinni að hreyfa okkur lengur og ég spái því að innan fárra ára verði öndunarvélar vinsælustu jóla- gjafirnar. Líklega væru íslendingar heimskasta þjóð í heimi ef Banda- ríkjanna nyti ekki við,“ sagði þessi merki læknir. Lýður er þekktur fyrir að hafa þjónað fyrir altari í rokkmessum á Flateyri, sem og 1 Bústaðakirkju í Reykjavík, þannig að trúmálin eru honum hugleikin. „íslendingar eru hættir að trúa á guð og kirkjubygg- ingar standa auðar. Logar vítis og guðsríkis hafa tapað fyrir Netinu, irkinu og ljósleiðurum. Helstu leik- sýningar kirkjunnar eru brúðkaup. Undir hvolfþökum bænahúsa heita elskendur hvor öðrum ævarandi trúnaði, þeir sömu aftur og aftur. Skrumið nær hámarki þar sem sam- kynhneigðum er vísað frá og þeir eru svo vitlausir að þeir sjá ekki hvað þeir eru heppnir. Eini skelfir nútímatruntunnar er dauðinn sem staðist hefur tímans tönn. Guði sé þökk fyrir það og megi boðskapur hans rísa á ný,“ sagði poppprest- urinn og héraðs- læknirinn í þrumandi predik- un sinni og var orðið heitt í hamsi. Fjörleg spum- ingakeppni milli karla og kvenna var háð þar sem keppt var um að- gangseyri kvölds- ins og fór svo að konur fóru með sigur af hólmi og verður peningn- um því varið í að skreyta sam- komuhús þorps- búa í stað þess að kaupa billj- ardborð á Vagn- inn ef karlar hefðu unnið. sigurlaun fengu konurnar bókina Seið Grænlands í boði íslensku bókaútgáfunar ehf. Sýnd voru brot úr kvikmynd Lýðs, t faðmi hafsins, þar sem þorri Flateyringa kemur fram, auk þess sem þögla myndin Einglyrnið var sýnd en þar kemur glögglega fram að betra er heima setið en á sjúkrahús farið. Menning- arsprengjunni lauk svo með dúndr- andi dansleik á þessari þekktustu krá landsbyggðarinnar. Enda mánu- dagar óþekkt fyrirbæri á Flateyri; Vagninn sér um það. -GS Flateyringar sóttir í Lýöur Árnason héraöslæknir og Þóröur Jónsson Vagnstjóri fóru um bæinn meö gjallarhorn og kynntu menningar- sprengjuna. Konur fremri körlum Kvennaliöiö fór meö sigur af hólmi í spurningakeppni menningarsprengjunnar. Verölaunin voru aögangseyrir kvöldsins sem fer í skreyta samkomuhús bæjarins fyrir jólin. Auk þess fengu konurnar Seiö Grænlands eftir Reyni Traustason. Seiöurinn áritaöur Guörún Filippía Kristjánsdóttir var í sigurliöi kvenna í spurningakeppninni. Guörún fékk bókina Seiöur Grænlands aö launum og greip höfundinn, Reyni Traustason, glóövolgan og lét hann árita gripinn. Bijlgjan og Vísir.is að gefa 100 heppmjm "Stróha aðdáendwn" geisladiskinn með Strálamum. Farðu inn á Vísir.is og tahtur þátt I léttum leik og fylgstu svo með á Bglgjunni en 11. desember gefum 100 diska með Stráhunum á Borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.