Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 Fréttir DV Samningar íslenskrar erföagreiningar við Fjórðungssjúkrahúsið og Háskólann á Akureyri undirrítaðir: EJJTgJESS Þetta er dúndurmál - segir bæjarstjórinn á Akureyri, milljarðaframkvæmdir og tugir nýrra hátækni- og sérfræðistarfa til bæjarins DV. AKUREYRI: Samningur milli Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og ís- lenskrar erfðagreiningar um vinnslu heilsufarsupplýsinga til flutnings í gagnagrunn á heilbrigð- issviði var undirritaður á Akureyri í gær að viðstöddum þremur ráð- herrum og öðrum fyrirmennum. Jafnframt var undirritaður samn- ingur miUi íslenskrar erfðagrein- ingar og Háskólans á Akureyri um stofnun upplýsingatæknideUdar við skólann. Ljóst er að margir tugir nýrra hátækni- og sérfræðistarfa munu verða til á Akureyri vegna þessa. Það þykir sýna umfang þessara ákvarðana og þeirra framkvæmda sem þeim fylgja að þrír ráðherrar voru viðstaddir, Ingibjörg Pálmadótt- ir heUbrigðisráðherra, Halldór Ás- grimsson utanrikisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Ljóst er að dagsins í gær mun verða minnst í sögu Akureyrar sem eins mesta dags í sögu atvinnulífs bæjarins. Ráðist verður í miklar framkvæmdir við Fjórðungssjúkra- húsið og þrjár hæðir nýbyggingar sjúkrahússins, sem eru óinnréttað- ar, verða fullgerðar, sú fyrsta strax næsta vor, önnur um mitt ár 2002 og sú þriðja árið eftir. Kostnaður við þessar framkvæmdir er talinn nema um 250 milljónum króna og er Uýtifjármögnun upp á 130 milljónir. Þrír ráðherrar Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson og Davíö Oddsson voru öll viö- stödd undirritunina og sagöi Davíö aö þetta væri í fyrsta skipti sem þeir Hall- dór heföu feröast saman. Þá verður byggt nýtt hús fyrir hug- búnaðardeild íslenskrar erfðagrein- ingar á sjúkrahúslóðinni og á bygg- ingu þess húss, sem verður að lág- marki 1600 fermetrar að stærð, að ljúka 2002. Ríkisstjórnin gaf í gær- morgun grænt ljós á byggingu vís- indahúss við Háskólann á Akureyri. Sú bygging mun verða 4000-6000 fer- metrar að stærð. Sé litið til aUra þessara framkvæmda er ljóst að þær nema um 2 milljörðum króna og styrkja byggingariðnaðinn á Ak- ureyri næstu árin geysilega. Ný deild viö Háskólann í tilkynningu Fjórðungssjúkra- hússins og íslenskrar erfðagrein- ingar segir að ráðist verði í viða- mikU samstarfs- og þróunarverk- efni sem byggð verði upp í nánum tengslum við FSA, og í raun sé það yfirgripsmikil sérþekking innan veggja FSA sem skapi forsendur fyrir samstarfinu. Önnur mikil- væg grunnforsenda sé að íslensk erfðagreining hafi ákveðið að setja upp sérstaka hugbúnaðardeild á Akureyri sem fáist við að þróa lausnir á sviði upplýsingatækni fyrir heilbrigðisþjónustu. Viða- mikil uppbygging af þessu tagi skapi þörf fyrir verulega aukið húsnæði. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólafis á Akureyri, sagði að stofnun upplýsingatæknideildar við skólann í samvinnu við ís- lenska erfðagreiningu og sam- starfssamningur þessara aðila væri geysilega mikilvægur. Þrír kennarar verða I upphafi ráðnir að deildinni og sagði Þorsteinn að þeim yrði tjolgaö eins og þyrfti í framtíðinni. Áætlað að taka inn 20 nemendur í deildina árlega fyrstu árin. Þá kom fram að mikið sam- starf mun verða milli skólans og íslenskrar erfðagreiningar á ýms- um sviðum. „Þetta er dúndurmál fyrir Akur- eyri, landsbyggðina og raunar landið allt því með þessu er verið að segja að fólki bjóðist annar val- kostur til búsetu í landinu en bara á einum stað,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sem fagnaði mjög þeim samning- um sem undirritaðir voru í gær. „Það er ljóst að þarna er um að ræða nokkra tugi starfa og þessu fylgir mjög mikil uppbygging hér á þessu svæði,“ sagði Kristján. -gk Halldór Jónsson: Tugir nýrra starfa „Þær væntingar sem ég hef til þessa máls eru m.a. um aukin áhugaverð störf á bæði hátækni- og hugbúnaðarsviði sem hlýtur að vera áhugavert fyrir það fólk sem hér starfar og fyrir nýtt fólk til að koma að. Það sem þarf til að fólk sé ánægt í starfi eru áhuga- verð verkefni, þægilegt og viðeig- andi starfsumhverfi og að búa í bæjarfélagi sem því hugnast. Til þess að ná þessu öllu þurfa fjöl- margir að leggjast á eitt og vinna að þeirri sýn sem við sjáum og þá vænti ég þess að fólk vilji koma hingað til starfa," sagði Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, eftir að samningarnir við íslenska erfðagreiningu höfðu verið undir- ritaðir i gær. „Þetta eflir sjúrahúsið tví- mælalaust. Við munum þurfa að fjölga starfsfólki við hefðbundin störf sjúkrahússins. Þetta breikk- ar sjúkrahúsið og styrkir þann Kári Stefánsson: Ég er þakklátur „Þegar við byrjuð- um okkar vinnu og fórum að ræða þenn- an gagnagrunn bjugg- um við þann þrýsting á sjálfa okkur að hluti af þeim störfum sem yrðu til yrðu úti á landi," sagði Kári Stefánsson á Akur- eyri í gær. Kári sagði að það hefði verið áhyggjuefni hvort hægt yrði að búa tO störf á landsbyggðinni sem einhverju máli skiptu. „Nú tel ég að með þessum samningi við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri hafi okkur tek- ist að sýna fram á það, og við höfum allt sem til þarf. Við höfum allt sem til þarf, verkefnið, fjármagnið og viljann hjá stofnununum til að taka þátt i þessu. Og svo er að streyma hingað fólk, ekki bara að sunnan heldur utan úr heimi, fólk sem ætlar að hjálpa til við að hnika svo- lítið til miðjunni í byggðaþróun á ís- landi. Fyrir þetta er ég þakklátur og ég er þakklátur að fá að taka þátt í þessu," sagði Kári. -gk grunn sem við byggjum á og mun gera það hæfara til að fást við þau verkefni sem hér verður unn- ið að. Það hefur verið talað um tugi nýrra starfa, t.d. bara við hug- búnaðardeild íslenskrar erfða- gi’einingar. Við erum líka að tala um ný störf við spítalann og það er alveg ljóst að i þessu felast a.m.k. margir tugir starfa. Þetta eru ný störf og við þurfum að finna þetta fólk og bjóða það vel- komið til bæjarins." -gk DV-MYNDIR GK Samningarnir undirritaðir Halldór Jónsson, forstjóri Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri, og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erföagreiningar, undirrita samninga á Akureyri í gær. íslensk erfðagreining: Níu samning- ar undirritaðir Það var ekki einungis samningur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og íslenskrar erfðagreiningar sem var undirritaður í gær því undir samninga ÍE og átta annarra heil- brigðisstofnana víðs vegar á land- inu var skrifað á Akureyri. Þeir aðilar sem skrifuðu undir samninga við íslenska erfðagrein- ingu í gær voru St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og heilbrigðisstofnanir í Vestmannaeyjum, á Hólmavík, Siglufirði, Hvammstanga, Húsavík, í Keílavík og á Akranesi. -gk Kári Stefánsson. Mæðrastyrksnefnd hefur aldrei séð meiri fátækt: Svelti í hálfan mánuð - og allir sjá vandann nema ráðamenn, segir Ásgerður Flosadóttir Mæðrastyrksnefnd hefur aldrei fengið eins margar umsóknir um hjálp í formi matargjafa og í ár. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefndar- innar, segir að auk þess að þeim fjjölgi sem vart eigi til hnífs skeiðar þá sé augljóslega meiri þörf hjá hverjum og einum. Á mánudag afgreiddi nefndin 160 matarpakka til fátæks fólks og ann- að eins í gær. Ásgerður segist aldrei hafa séð lengri biðraðir. „Við urðum að vísa 40 manns frá þar sem ekki var hægt að afgreiða fram á nótt. Margir urðu sárir eftir að hafa staðið timunum saman í biðröð en við reynum að leysa hvers manns vanda og flnnum fyrir því að bágindin aukast hjá þeim sem á annað borð þurfa aðstoð. Það er skiljanlegt í ljósi þess að stór hópm fólks er með 59 þús- und krónur til ráðstöfunar á mánuði. Þetta eru öryrkjar og fleiri sem þurfa að greiða húsaleigu auk fastra pósta en þurfa líka að borða. Ég þekki átakan- leg dæmi um að fólk hefur svelt í allt að hálfan mánuð vegna þess að það á ekki fyrir mat,“ segir Ásgerður sem í fimm ár hefur unnið sjálfboðastörf á vegum Mæðrastyrksneöidar. Talið er að á bilinu átta til tíu þúsund manns þurfi á hjálp að halda sökum fátæktar. Ásgerður segir flesta landsmenn gera sér grein fyrir neyðinni en þó ekki alla. Mæðrastyrksnefnd hefur boðið al- þingismönnum Reykvíkinga í heim- DV-MYNDIR EINAR ORN Biðröð fátækra Örtröö hefur veriö hjá Mæörastyrksnefnd undanfarna daga. Alls voru afhent- ar 160 matargjafir í fyrradag og annaö eins í gær. sókn til að kynna sér ástandið. Ásgerð- ur segir að til þessa hafi aðeins þrír þingmenn þekkst boðið. Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknar- flokks, Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingar, og Ásta Möller, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks, hafa mætt á fund nefnarinnar. Þá er Jó- hanna Sigurðardóttir, alþingismaður Samfylkingar, væntanleg á morgun. „Ráðamenn virðast ekki átta sig á þessu ástandi sem fer versnandi með hverju árinu sem líður. Fyrirtæki hafa langflest bragðist vel við óskum okkar um aðstoð en þar era þó undantekn- ingar á,“ segir Ásgerður. Aðspurð hvort einhveijir óprúttnir einstaklingar nái sér ekki í jólamatinn án þess að hafa þörf á því segir hún að auðvitað komi upp slik tilvik en það sé fátítt. „Ég segi bara verði þeim að góðu sem leggjast svo lágt. Við höfum kom- ist að slíku og komi þeir aðilar aftur er tekið á máli þeirra. Við höfum mjög greinargóðar upplýsingar um skjól- stæðinga okkar sem vissulega þurfa sárlega á hjálp að halda,“ segir Ásgerð- ur. -rt Kjartan tapaði Sigurður G. Guð- jónsson lögmaður var í Hæstarétti í gær sýknaður af kæra Kjartans Grmn- arssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, fyrir meiðyrði vegna greinar sem Sigurður ritaði í Degi. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar og dæmdi Kjartan til að greiða Sigurði 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir réttinum. - Dagur greinir frá. Villimennska Jeppasafari eftir rjúpum um holt og heiðar er ekki veiðimennska heldur villimennska sem uppræta ætti með öllum tiltækum ráðum, segir Sóimund- ur Tr. Einarsson, einn stofnenda Skot- veiðifélagsins. Hann telur mál til kom- ið að uppræta villimennsku sem við- gengst undir yfirskini skotveiða. - Dagur gréinir frá. Áfengi selt til 3 Borgarráð samþykkti i dag að leyfa vínveitingastöðum að selja áfengi til klukkan þrjú aðfaranótt þriðja í jólum og mn áramót. Öðram veitingahúsum verður jafnframt heimilt að veita áfengi jafn lengi og um aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Samingar að takast Fulltrúar launanefndar sveitarfé- laga og Kennarasambands íslands hafa kynnt stjóm Heimilis og skóla sameig- inlega stefnuyfirlýsingu samningsaðil- anna vegna kjarasamninga 2000 fyrir grannskólann. Stefnt er að undirskrift samninga á fóstudag. Rafiðnaðarmenn semja Kjarasamningar tókust í gærkvöld á milli Rafmagns- veitna ríkisins, RARIK og Rafiðnað- arsambands tslands og nær hann til um 120 manna víðs vegar I um landið. Samið er til langs tima, eða frá 1. október sl. til 30. nóvember 2004. Kiámmyndasali sakfelldur Hæstiréttur sakfelldi í dag mann fyrir hafa til sölu og fjölfalda klám- myndir til sölu í verslun sinni og var hann dæmdur til að greiða 1.500.000 krónur í sekt í ríkissjóð. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft klámmynd- ir til sölu og fjölfaldað klámmyndir til sölu í verslun sinni. 60% hlynnt álveri Sextíu af hundraði landsmanna era hlynnt byggingu álvers á Austurlandi, 30% era andvíg en 10% taka ekki af- stöðu, að því er fram kemur í skoðana- könnun Gallup sem greint er frá i nýju fréttabréfi iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins. Stálskip dæmt Útgerðarfélagið Stálskip ehf. í Hafn- arfirði var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmt til að greiða útgerðarfélag- inu Otto Wathne ehf. á Seyðisfirði ríf- lega 180 milljónir króna sem bætur fyr- ir aflaheimildir og réttindi sem féllu á skipið eftir að seyðfirska félagið hafði selt það því hafnfirska. Húshitun lækkar Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- herra gangsetti i gær hitaveitu í Dala- byggð. Athöfnin fór fram í dæluhúsi við Fellsenda. Áætlað er að húshitunarkostn- aður þeirra íbúa sveitarfélagsins sem njóta hitaveitunn- ar minnki um 25-30% að meðaltali. -HKY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.