Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 7 Fréttir Jólin geta verið lífshættuleg: Hjartavernd mælir með rjúpum - sjúkrahús fyllast um og eftir jól af hjartasjúklingum Læknar Hjartaverndar mæla með því að fólk borði rjúpur um jólin og þá meö lítilli sósu. Stað- reyndin sé sú að sjúkrahús lands- ins fyllist af fárveiku fólki um og eftir jólin sem beint eða óbeint megi tengja ofáti um hátíðarnar. „Salti maturinn er verstur. Fólki tekst ekki að losa sig við saltið úr líkamanum og verður þá fárveikt," segir Margrét Andrésdóttir, nýma- sérfræðingur hjá Hjartavemd, og undir orð hennar tekur Uggi Agn- arsson hjartalæknir: „Það er eldra fólk með háan blóðþrýsting sem er í mestri hættu. Það ætti ekki að borða salt- an mat eins og hamborgarhrygg, skötu og hangikjöt. Nýrun þola einfaldlega ekki saltálagið með þeim afleiðingum að lungun fyllast af vökva og blóðþrýstingurinn fer upp úr öllu valdi,“ segir Uggi Agn- arsson og biður landsmenn um að Uggi Agnarsson Eldrafólk í mestri hættu. borða með gát um þessi jól sem og endranær. „Svona þungur matur dag eftir dag getur sann- anlega verið lífs- hættulegur. Þeg- ar stórir salt- og fítuskammtar fara saman í mat getur verið stutt i bráða kransæðastíflu." Uggi Agnarsson segir að margir samverkandi þættir geri jólin lífs- hættuleg fyrir marga. Fyrir utan salt og fituát í óhófi bætist við stress, vökur, auknar reykingar, áfengisdrykkja og hreyfingarleysi. Allt sé þetta ávísun á hjartaáfall. Þess vegna mælir hjartalæknirinn með rjúpum um jólin: „Til að vera öruggur ætti maður að borða rjúpur með lítilli sósu og grænmeti. í forrétt mæli ég með rækjum sem ég hef trú á að séu hollar þó sumir segi að í þeim sé kólesteról. Með þessu á að drekka eitt rauðvínsglas og borða ávexti í eftirrétt. Þá ætti fólk að vera nokk- uð klárt með aö lifa jólin af,“ segir Uggi hjartalæknir og hvetur fólk tO að veita sér tilbreytingu með opin augu. Velta fyrir sér hvaö það setur ofan í sig - sérstaklega á jól- unum. -EIR A myndinni heldur ung dama, Magnea Gunnarsdóttir, á jólalambi ársins. Sauðburður í önnum jólanna PV, GRUNDARFIRDI: Þegar Hallur bóndi á Naustum kom í fjárhúsin síðastliðinn mánu- dag sá hann sér til undrunar að fjölgað hafði í húsunum. Um morg- uninn hafði ein ærin borið lambi. Það er ekkert nýtt að ærnar á Naustum beri á annarlegum tima því að fyrsta lamb ársins fæddist þann 4. janúar á þessu ári. Einnig litu lömb dagsins ljós á Naustum í mars og svo auðvitað á sauðburðar- tímanum og svo loks nú i desember. Greinilegt er að umrædd ær hefur átt góðar stundir í Grundarfirði í sumar eins og margir aðrir. Lambið hefur sennilega ekki viljað missa af jólum og áramótagleði. -DVÓ/SHG Heilbrigðisráðherra: Engin afskipti - af sviðsstjóramálinu DV, AKUREVRI „Eg hef ekki afskipti af þessu máli, þetta er mál sem menn innan Land- spítalans munu leysa,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, um hvort hún myndi hafa afskipti af sviðsstjóramálinu á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi. Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahússins, hefur aftur- kallað val á Steini Jónssyni lækni á sjúkrahúsinu í starf sviðsstjóra. Mikill óróleiki hefur skapast á Landspitala-háskólasjókrahúsi vegna þessa máls. Það var fyrir síðustu helgi sem forstjóri Landspítala-háskóla- sjúkrahúss tilkynnti Steini að hann hefði ákveðið að afturkalla val hans sem sviðsstjóra kennslu og fræða. Val- ið hafði verið kynnt í lok nóvember sl. Ástæða afturköllunarinnar væri gagn- rýni Steins á spítalann, svo og hags- munaárekstrar þar sem hann ynni að undirbúningi stofnunar einkasjúkra- húss, að sögn forstjórans. Sviðsstjórar klínískra sviða á Land- spitala hafa sent frá sér ályktun vegna málsins þar sem því er mótmælt að málfrelsi og skoðanafrelsi sé ekki virt á spítalanum. Þá hefur læknaráð Landspítalans setið á fundum vegna málsins. „Þetta mál er ekki á mínu borði og ég kem ekki að þvi. Þarna er um mannaráðningamál að ræða,“ sagði heilbrigðisráöherra. gk/JSS ONia POWER OUTPUT NV 701 - Fullkomin stafræn heimabíóstæða fyrir Dolby Digital, DTS og Dolby Pro Logic meö 5 hátölurum auk bassabox, Verð kr. 89.900,- KRF-V 7030D heimabíómagnari með útvarpi DolbyDigital • DTS • 5x100W • S-Videotengi Útgangur fyrir bassabox • RDS útvarp Verð kr. 49.900,- KRF-V 5030D heimabíómagnari með útvarpi Dolby Digital 5 x 80W Útgangur fyrir bassabox RDS útvarp Fáanlegur svartur eöa silfurlitaöur Verð kr. 39.900,- ar sem gceðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík sími 535 4061 Heimabíó frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.