Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 11 DV Fréttir Brennuvargar: Hefnd, hagnaður eða erfiðleikar heima fyrir - tölur yfir eldsvoöa svipaðar milli ára, segir lögreglan í Reykjavík Eldar í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. 77/ viðbótar viö þessar tölur berast lögreglu fleiri tilkynningar um eld í rusla- tunnum og þess háttar þar sem skemmdir eru litlar sem engar og lögregla sér ekki ástasðu til þess að rannsaka. Samkvæmt tölum frá lögreglunni í Reykjavík hefur íkveikjum í borginni ekki farið fjölgandi á milli ára svo telj- andi sé. Karl Steinar Valsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði ástæðu þess að fólki finnist sem ikveikjufaraldur hafi gengið yfir vera alvarleika sumra þessara mála. „Það eru 86 mál sem hafa komið til okkar síðan 1. september í haust sem kalla á ein- hveija lögreglu- rannsókn. Þetta eru þó ekki allt saman íkveikjur. En ég sé ekki í fljótu bragði aukn- ingu á þessu,“ sagði Karl Steinar. „Hér er þó um að ræða nokkuð al- varleg dæmi, eins og í Breiðholtinu, og það slær óhug á fólk. Þar erum við að tala um 164. grein hegningarlaganna valdi maður eldsvoða sem hefur í fór með sér al- mannahættu, og liggur fangelsisdómur við.“ {því máli helltu tveir menn bensíni á stigagang fjölbýlishúss i Flúðaseli i Breiðholti og kveiktu svo í. Stigagang- urinn og hurðir að ibúðunum skemmdust mikið en enginn slasaðist. Einn maður situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við það mál en öðrum manni, sem einnig var færður til yfir- heyrslu, hefur verið sleppt. Auk þessa upplýsti lögreglan í Mos- feflsbæ níu minni háttar íkveikjumál í nóvember. Þar var að verki piltur sem var ósakhæfur vegna aldurs og hafa bamavemdaryfirvöld tekið við því máli. Þar að auki hefúr bruni ísfélags Vestmannaeyja fyrr í mánuðinum vak- ið mikla athygli en lögreglah í Eyjum telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Böm og unglingar „Brennuvargar era fyrst og fremst ungmenni. Þetta virðist vera sá glæp- ur sem mest er bundinn við ungmenni af öllum glæpum," sagði dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði, í samtali við DV í gær. Meira en helmingur aflra þeirra sem verða uppvísir að íkveikjum í Bandaríkjunum em böm og unglingar undir 15 ára. Flest era á aldrinum 10 til 15 ára en innan við 10 prósent era böm, yngri en 10 ára. Helgi taldi lik- legt að tölumar væra sambærilegar hér á landi. Hann útskýrði að hægt væri að skipta þeim bömum og unglingum sem bera eld að eigum fólks í þrjá hópa eftir aldri og hvötum. „Hjá yngstu bömunum er þetta bara fikt. Böm, sjö ára og yngri, eru að fikta með eld og þetta getur komið upp hjá mjög mörgum bömum, sérstak- lega hjá þeim sem hafa litla að- gæslu,“ sagði Helgi. Á aldrinum 8 til 12 ára era bömin líka að fikta en þau vita hvað þau era að gera og era oft að katta á hjálp og kalla athygiina að sjálfum sér. „Þá er farið að örla á vandamálum, hvort sem það er heima eða í skóla,“ sagði Helgi. Oft era vandræði heima fyrir hjá þessum bömum: skiinaður, ofbeldi eða óregla, svo eitthvað sé nefnt. Hann nefndi einnig böm á þessum aldri sem gengur illa í skóla og bera eld að skóla- byggingum til þess að hefna sfn. Þriðji hópur ungmenna sem verða uppvís að íkveikjum er 13 til 18 ára. „Þetta eru krakkar sem maður hefúr meiri áhyggjur af,“ sagði Helgi. „Þar era klárlega vandkvæði fyrir hendi, sálræn eða félagsleg. Það er oft löng saga á bak við þá, með eld og annað slikt.“ Þessir unglingar eiga oft við svipuð vandamál að stríða og böm á aldrinum 8 til 12 ára. Hefhd eða hagnaður Annar hópur fólks sem leggur eld að eigum annama er fólk sem á við alvar- legri erfiðleika að stríða. Inn í þennan hóp falla bæði unglingar á aldrinum 13 til 18 ára og fúllorðið fólk. „Þau era með fantasíur um eldana. Þetta fólk er með persónuleikatruflanir og það get- ur átt við mikla erfiðleika að stríða,“ sagði Helgi. „Fullorðnir brennuvargar hafa oft drauma um íkveikjur og vilja sjá eldinn eyðileggja. Sumir vilja kenna þetta við kynferðislegt vald, að þeir fái kynferðislega fúllnægingu við það að sjá hvað þeir hafa gert af sér.“ Auk þessa era fullorðnir einstak- lingar sem kveikja eld í hefndarskyni rétt eins og bömin. „Þeir telja að það hafi verið komið illa fram við þá og að það sé ákveðin hefnd að kveikja í eign- um hins aðilans," sagði Helgi. Þriðji hópur fúflorðinna sem kveikja í gerir það í hagnaðarskyni. Þá er bæði til í dæminu að eigandi fyrir- tækis greiði einhverjum fyrir að kveikja í fyrirtæki sinu, tfl þess að fá tryggingarpeninga, eða kveiki jafnvel sjálfur í. Lögreglurannsókn „Þegar um er að ræða stærri bruna fer umtalsverð lögreglurannsókn í gang. í flestum brunum er gerð rann- sókn á snertiflötum en þeir era oft á tíðum ekki fyrir hendi í öðrum rann- sóknum. Það er aldrei svo brunnið að við fmnum ekki neitt,“ sagði Karl Steinar. Helgi sagði nýja tækni við rannsókn á upptökum elds hafa leitt í Ijós að í sumum tUfellum séu eldar í rauninni óviljaverk sem við fyrstu lögreglu- rannsókn hafa talist vera augljóslega verk brennuvargs. Þegar eldur breiðist mjög hratt út gerir lögregla oft ráð fyr- ir því að um íkveikju sé að ræða. „En stundum, með þessari nýju tækni, kemur í ljós að þama hafi bara verið um slys að ræða en ekki vísvit- andi íkveikju af mannavöldum," sagði Helgi. -SMK Valsson. likgufcf&rtgripir tFattegir cCemantsfiringar áfráSczm verði. Mikið úrvaC af deman tsskartgripum áfráSæm vcrði. SencCutn myncCaCista. ^jull (dfföttin Laugavegi 49, sími 561 7740 ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar I Loðskinitshárhönd . K/assískur fatnaður Bocace-skór 4 PELSINN Þar sem vandlátir versla Kirkjuhvoli, sími 552 0160. Raógreiðslur í allt að 36 mánuði Minkapelsar Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt aö 12 mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.