Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 Útlönd DV Shlomo Ben-Ami Utanríkisráðherra ísraels er í Was- hington þar sem hann ætlar að freista þess að finna leiðir til að koma friðarviðræðum aftur i gang. Lítil bjartsýni á fundi deilenda í Mið-Austurlöndum Lítillar bjartsýni gætti við upphaf fundar sendinefnda Palestínu- manna og ísraela vestur í Banda- ríkjunum í gær um leiðir til að binda enda á átök undanfarinna mánaða og koma alvöru friðarvið- ræðum aftur af stað. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, ræddi við sendinefndirnar hvora í sínu lagi í gær áður en Shlomo Ben- Ami, utanríkisráðherra ísraels, kom til Washington seint í gær- kvöld. Fundirnir eru haldnir á her- stöð í Washington og vonast stjórn- völd vestra til þess að einangrunin verki hvetjandi á menn. Bandaríkja- stjórn er í mun að samið verði um frið áður en Bill Clinton lætur af forsetaembættinu 20. janúar. Færeyska land- stjórnin er reið út í Poul Nyrup Enn á ný hefur soðið upp úr milli færeysku landstjórnarinnar og Pouls Nyrups Rasmussens, forsætis- ráðherra Danmerkur, um stöðu mála í sjálfstæðismálum Færey- inga. Landstjórnin og Poul Nyrup eru ekki á einu máli um hvernig túlka beri fundi danska forsætisráðherr- ans og Anfinns Kallsbergs lög- manns á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík. Poul Nyrup telur að Kallsberg vilji að viðræðurnar gangi út frá því að Færeyingar verði áfram í danska ríkjasamband- inu en fái aukna sjálfstjórn. Færey- ingar segja á hinn bóginn að mark- mið sé sjálfstæði Færeyja. Pútín og Chrétien Vladímír Pútin Rússlandsforseti og Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, ræddu saman í Ottawa. Pútín heim frá Kúbu og Kanada Vladímír Pútín Rússlandsforseti hélt í morgun heim úr heimsóknum sínum til Kúbu og Kanada sem talið er að hafl haft lítinn áþreifanlegan árangur í fór með sér. Heimsóknin til Kúbu varð til þess að endurnýja samskipti landanna tveggja en litið gekk að semja um gríðarlegar skuldir Kúbverja við Kremlarbúa. Pútín og forsætisráð- herra Kanada, Jean Chrétien, urðu sammála um að leggjast gegn hug- myndum Bandarikjanna um eldflaugavamakerfl. George W. Bush á ferð og flugi í Washington: Stuttar fréttir Góð ráð Clintons fyrir Hvíta húsið George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, þáði mörg góð ráð þegar hann heimsótti Bill Clinton forseta í Hvíta húsið í gær og dvaldi þar lengi. Fundur Bush og Als Gor- es, keppinautar hans um forseta- embættið, var aftur á móti stuttur. „Ég er hingað kominn til að hlusta," sagði Bush þegar Bill Clint- on tók á móti honum. Fundur þeirra dróst nokkuð á langinn og stóð í tvær klukkustundir. Forset- inn og eftirmaður hans ræddu eink- um utanríkismál, eins og alsiða er við undirbúning valdaskiptanna í Washington. Clinton bauð Bush til hádegis- verðar og gæddu þeir sér á súpu, dýrindis nautakjöti, grisku salati og eplatertu meö ís á eftir. Clinton var mjög afslappaður en Bush aftur á móti eilítið óstyrkur þegar þeir stilltu sér upp fyrir ljós- myndara og svöruðu spurningum fréttamanna. Forsetinn var ræðinn Clinton og Bush Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók á móti George W. Bush, eftirmanni sínum, í Hvíta húsinu í gær. Bush þáði góð ráð frá forsetanum. en Bush vildi sem minnst segja. Clinton sagði að heillaráð hans til Bush hefði verið að ráða góða menn til starfa og gera síðan það sem hann teldi rétt að gera. Fundur Bush með A1 Gore stóð ekki í nema tuttugu mínútur. Að- stoðarmenn þeirra sögðu síðar að viðræður þeirra hefðu verið hlýleg- ar, enda kveikt upp í arninum í embættisbústað varaforsetans. Talsmaður Bush sagði að forset- inn verðandi hefði metiö það mikils að vera boðið inn á heimili Gores og að mennimir tveir hefðu rætt um að vinna saman að því að græða sárin sem kosningaslagurinn skildi eftir sig. Bush heldur fund með frétta- mönnum í Texasháskóla í Austin þar sem hann mun tilkynna skipan gamals vinar síns, Dons Evans, í embætti viðskiptaráðherra. Þá mun hann skipa kúbverskan útlaga frá Flórída húsnæðisráðherra. Strandlíf á aðventunni Ástralski strandvörðurinn Paui Booth fyigist grannt með gestum á hinni frægu Bondi-baöströnd við Sydney í Ástralíu. Ástralir flykkjast gjarnan á baðstrendur landsins á jólunum, enda hásumar nú í þessum hluta heimsins. Kannanir hafa leitt í Ijós að margir, einkum þó karlmenn, synda utan þeirra svæða þar sem standverðir eru á vakt. Tugir þúsunda fluttir burt vegna eldgoss Yfir 30 þúsund Mexíkóbúa yfir- gáfu heimili sín í gær við rætur eld- fjallsins Popocatepeti sem er kallað Popo. Mikið gos hófst í fjallinu á mánudagskvöld og hélt það áfram í gær. Fjallið er í um 80 kílómetra fjarlægð frá Mexíkóborg. Þrátt fyrir eldgosið neituðu marg- ir bændur að hlýða skipuninni um að yfirgefa svæðið. Bændurnir vildu ekki fara frá eigum sínum fyrr en þeir sæju hraunið koma æð- andi. Popo lét ekkert á sér kræla á ár- unum 1927 til 1994 en þá varð lítið gos í fjallinu. Síðan hefur virknin aukist og hef- ur það sent frá sér gufu- og ösku- stróka öðru hverju. í apríl 1996 létu fimm fjallgöngumenn lífið skammt frá gígbarminum þegar sprengigos varð skyndilega í fiallinu sem talið Eldgos í Mexíkó Eldgos er hafið í Popo sem er ekki langt frá Mexíkóþorg. Fiytja þurfti tugi þúsunda burt vegna gossins. er hafa myndast fyrir 300 þúsund árum. Indíánar í grennd við fiallið dýrk- uðu það eins og guð og færðu því mannfórnir, að því er kemur fram í ritum sagnfræðinga. Höfundur dálks um efnahagsmál í blaðinu Reforma skrifaði í gær að efnahag- skreppa hefði orðið í Mexíkó þegar Popo gaus fyrir 6 árum. „Við skul- um vona að gosið nú boði ekki slæm efnahagsleg tíðindiskrifaði dálka- höfundurinn. Bent er á að nýlega hafi orðið vendipunktur í sögu Mexíkó. Við valdatöku Vicentes Fox 1. desember síðastliðinn hafi sjö áratuga stjóm PRI-flokksins lokið. Að minnsta kosti 20 gos í Popo hafa verið skráð frá þvi á 13. öld. íbúar í þorpum við Popo halda á hverju vori sérstaka messu til að sefa reiði fiallsins. Reikningurinn borgaður Breska blaðið The Mirror sagði frá því í morgun að það hefði fengið ávísun upp á 24,70 pund frá banda- ríska sendiráðinu í London vegna reiknings sem blaðamaður Mirror greiddi fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta á krá í Notting Hill í London. Forsetinn fór út án þess að greiða fyrir sig. Ráðist gegn föngum Öryggislögregla í Tyrklandi réðst til inngöngu í um 20 fangelsi víðs vegar í landinu til að neyða 200 fanga til að hætta hungurverkfalli. 15 fangar brunnu til bana eftir að hafa kveikt í sér við aðgerðir lög- reglunnar. Tveir lögreglumenn biðu bana í átökunum. Gaf sig fram við lögreglu Einn þeirra sem lýst var eftir vegna ráns á jafnvirði 400 milljóna króna í Danmörku í nóvember gaf sig fram við lögreglu í gær. Pening- arnir eru enn ófundnir. Gagnrýnir friðargæsluliða Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, sagði í gær að friðar- gæsluliðum í Kosovo hefði ekki tek- ist að hafa nægilegt eftirlit með alb- önskum uppreisnarmönnum og hefta for þeirra frá Kosovo inn í suðurhluta Serbíu þar sem þeir hafa gert árásir á lögreglumenn. Milljarður allt of feitur Af sex milljörðum íbúa heimsins er rúmlega 1 milljarður allt of feit- ur. Og of feitum fiölgar stöðugt, að því er stofnunin Worldwatch Institute í Washington greinir frá. Kohl hylltur í Dresden Tugir þúsunda íbúa Dresden i Þýskalandi fognuðu í gær Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ara, er hann kom til borgarinnar, 11 ár- um eftir að hann flutti sögulega ræðu þar um sameiningu þýsku ríkjanna. Einræktun á fósturvísum Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gær aukna möguleika á stofnfrumum fósturvísa. Svo virðist sem Bretland verði fyrsta landið í Evrópu sem heimilar einræktun allt að 14 daga gamalla fósturvísa mannsins. Talíbönum refsað Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, varaði í gær við afleiðingum sam- þykktar Öryggisráðs- ins um refsiaðgerðir gegn stjórn Talíbana í Afganistan. Úrskurðað um Pinochet Hæstiréttur í Chile úrskurðaði i gær um hvort tilskipunin um að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra, verði settur í stofufang- elsi eigi að taka gildi. Úrskurðurinn verður opinberaður í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.