Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 13
13 Oopinber endurtalning atkvæða hafin í Flórída George W. Bush hafði ekki fyrr verið formlega kjörinn sem næsti forseti Bandaríkjanna á mánudag þegar kjörmannasamkundan kom saman í Washington en óopinber endurtalning atkvæða úr forseta- kosningunum í Flórída hófst. Þetta kemur fram í danska blað- inu Politiken í dag. Fjölmiðlar og önnur frjáls fé- lagasamtök standa á bak við það risavaxna verkefni að telja vafaat- kvæði með höndunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði einmitt slíka handtaln- ingu og réð þar með úrslitum for- setakosninganna. Hugsanlegt er að þessi óopinbera handtalning leiði í ljós að AI Gore varaforseti hafi í raun verið sigur- vegari kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum var forskot Bush hins vegar 537 atkvæði af sex millj- ón greiddum atkvæðum. Endurtalningin fer fram í sam- ræmi við upplýsingalög á Flórída og búist er við að hún standi í margar vikur. Endanlegar niðurstöður hennar munu ekki liggja fyrir fyrr en löngu eftir að Bush verður sestur að í Hvíta húsinu. Fulltrúar fjöimargra fjölmiðla söfnuðust saman í vöruhúsi í borg- inni Fort Lauderdale á mánudag til að fara yfir atkvæðin sem véltalning úrskurðaðí ógild. Ihaldssamtökin Judicial Watch áttu einnig fulltrúa við endurtaln- inguna og samtök blökkumanna, þar á meðal Regnbogasamtök séra Jesses Jacksons, hafa boðað komu sína. í Broward-sýslu einni eru um 6.600 vafaatkvæði. Á einum vinnu- degi tókst aðeins að fara yfir 424 atkvæði. Ekki hefur verið greint frá því hvernig þau féllu. Vafaatkvæðin í öllu Flórídaríki eru hins vegar tal- in vera um 43 þúsund. Það flækir vinnuna að aðeins einn maður má snerta atkvæða- seðlana og verður hann að bera hvern einasta upp að ljósinu til að hægt sé að ganga úr skugga um hverjum atkvæðið var greitt. Bandaríska viðskiptablaðið Wall Street Journal upplýsir að til- gangur handtalningarinnar sé að ganga úr skugga um hvort Bush hafi verið í raun sigrað. Blöðin New York Time, Was- hington Post, Los Angeles Times og Miami Herald ætla að láta sér duga að skipta vafaatkvæðum upp í jafnóvilhalla hópa og kostur er. Fulltrúar blaðanna ætla að gera niðurstöðurnar opinberar án þess þó að lýsa yfir ákveðnum sigur- vegara í forsetakosningunum sem fram fóru 7. nóvember. Búgaröur Bush Flórídamaður með vopn í bíl sínum vargripinn skammt frá búgarðinum. Byssumaður við búgarð Bush Tuttugu og níu ára gamall Flór- ídabúi, John Hughes, var gripinn fyrir utan búgarð Georges W. Bush í Texas á laugardagskvöld með skot- vopn i bíl sínum. Ekki kom til átaka þegar Hughes var handtekinn. Talið er að Bush hafi verið heima þegar þetta gerðist. Lögreglan rannsakar nú ástæðu þess að Hughes kom akandi alla leið frá Flórída til Texas. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa ólögleg vopn í fórum sínum. Verðandi for- seti Bandaríkjanna hefur ekki tjáð sig um atburðinn. Atkvæöaseöill skoöaöur Fjölmiðlar eru byrjaðir að endurtelja atkvæði í Flórída. Þessi mynd var tekin þegar opinber endurtalning var enn í gangi og leyfileg. EIN MEÐ ÖLLU m m- f||’s O > einni L nokkrirlitir Skotinn til bana Bílstjóri aðstoðarborgarstjórans lést í skotárásinni sem gerð var um há- bjartan dag. FLÍS herðaslá Jólatilboð 6.980 PHONEX úlpa VENTURE Jólatilboð 13.990 S-XXL DAIWA vöðlujakki Jólaverð 9.980 Skotárás á að- stoðarborgar- stjóra Moskvu Byssumenn særðu alvarlega í gær einn aðstoðarborgarstjóra Moskvu, Josef Ordzjonikidze, þar sem hann var á ferð í bíl sínum. Bíl- stjórinn lést í skotárásinni. Lögregla gaf enga opinbera skýr- ingu á árásinni en borgarstjóri Moskvu, Júríj Lusjkov, kvaðst ekki vera í vafa um að mafian í Moskvu bæri ábyrgð á árásinni. Ordzjonikidze hefur umsjón með fjárfestingum útlendinga íMoskvu og spilavítum og hótelum þar sem er að finna mikilvægustu tekjulind- ir mafíunnar. Aðstoðarborgarstjór- anum hefur oft verið hótað lífláti. Lusjkov sagði einhverja hafa verið að gæta hagsmuna sinna. ÆS&n., SHERPA bakpoki Jólatilboð 5.280 áður 8.800 Full verslun af jólagjöfum Næg bílastæði Góð jólatilboð a ferð, '9%ð byr\a¥ JURA gönguskór st. 36-48 Jólatilboð 6.900 áður 11.300 VANGO hitabrúsar Jólatilboð frá 2.780 ILMANDI J0LAGJAFIR SEGLAGERÐIN IEG SERVERSLUN IUTIVIST wsvv/.segiagerdln.ís f MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 DV Utlönd DKNV fyrir dömur 50 ml edt. Verð kr. 3.500 Gucci rush fyrir dömur 50 ml edt. Verð kr. 4.100 Tommy Hilfiger fyrir herra 50 ml edt. Verð kr. 2.800 Naomi Campbell fyrir dömur 50 ml edt. Verð kr. 2.800 Van Gils Between Sheets fyrir herra 50 ml after shave. Verð kr. 1.500 Flower by Kenzo fyrir dömur 50 ml edt. Verð kr. 4.100 Davidoff Cool Water fyrir dömur 50 ml edt. Verðkr. 3.300 Lyf&heilsa pii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.