Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 17 Menning I>V Lyóðmyndabók Sérstakur dagur, bók Kristínar Ómarsdóttur og Nönnu Bisp Biichert, er dæmi um vel heppnað- an samruna tveggja list- greina. Hún er hvorki myndskreytt ljóðabók né ljósmyndabók með ljóð- um heldur má sjá alls kyns tengsl milli mynda og ljóða, gagnvirk áhrif, hliðstæður og túlkanir. Stundum bæta myndirnar við ljóðin eða skerpa ákveðna þætti þeirra. Dæmi um þetta er „Rúmið mitt“, þar sem óljós grunur um ofbeldi er ítrekaður með stílhreinni mynd af boxhönskum í kassa. Annars staðar er myndin eins og hliðstæða eða tilbrigði við stef í myndmáli ljóðsins eins og myndin við „Landslag" þar sem haldið er áfram að spinna landslag úr mat líkt og í ljóð- inu sjálfu. Myndirnar eru líka stundum notað- ar til að skerpa íróníu eða andstæður í ljóðun- um, eins og í ljóðinu „Heimilisfriður" þar sem titillinn og svolítið nostalgísk uppstilling af leikfongum leikast á við ógnina sem býr í ljóð- inu sjálfu. Myndir Búchert eru ljóðrænar, minna svo- lítið á hefðbundin ljóð með strangri formskip- an, línulengd, hrynjandi og rími. Svipuð form koma fyrir aftur og aftur, hringir, ferhyrning- ar og lífræn tilbrigði við þau, matur, líkams- hlutar og jurtir. En reglufestan er aldrei alger heldur er hún brotin upp eða fleyguð á mark- vissan hátt. Sum ljóða Kristínar minna á form myndanna, eru upptalningar tengdar saman af einni meginhugmynd, oft titli ljóðsins. Ljóð- ið „Yfirlýsing" og myndin sem fylgir þvi er gott dæmi um slíka samsvörun í formi ljóðs og myndar. Ljóð Kristínar eru sum úr eldri bókum hennar en langflest eru ný. Nýju ljóðin sverja sig í ætt við þau eldri. Þau eru frumleg í ein- faldleik sínum; byggja á óvæntum myndum og staðhæfingum. Ljóð Kristínar eru áberandi líkamleg, matur, dauði og kynlíf eru stef sem bera uppi mörg bestu ljóða hennar. Það kem- ur sífellt betur og betur í ljós hversu mikil vit- leysa er að reyna að festa merkimiðann naí- vismi á ljóð Kristinar. Þau eru blátt áfram og líkamleiki þeirra ótrúlega sjálfsagður og áþreifanlegur, en þau eru svo langt frá því að vera einföld. Þau upphefja ástina án vellu og samband okkar við heiminn gegnum snert- ingu og bragðskyn ekki síður en sjón og hugs- un. Þetta eru tilvistarleg ljóð, þótt speki þeirra sé aldrei orðuð beint á sértækan eða heimspekilegan hátt. Sérstakur dagur er óvenju veigamikil í allri umgjörð af ljóðabók að vera. Það verður von- andi til þess að hún rati tO fleiri en þeirra sem alla jafna lesa og kaupa hefðbundnar ljóða- bækur - hún á það skilið. Jón Yngvi Jóhannsson Kristín Ómarsdóttir og Nanna Bisp Biichert: Sér- stakur dagur. Mál og menning 2000. DV-MYND HILMAR ÞÓR Kristín Ómarsdóttir skáld Ljóð hennar eru blátt áfram og líkamleiki þeirra ótrú- lega sjálfsagður og áþreifanlegur. Lítil og ljúf sveitasaga Rútur litli er sjö ára. Dag einn fær hann bréf í póstinum frá frænku sinni og jafn- öldru, Lind. Hún er sveita- stelpa og ætlar að gefa honum ófæddan kálf í afmælis- gjöf. Rútur er hálfhræddur við að vera í sveit og líst ekki alveg nógu vel á þetta því hann þarf að fara í sveitina og taka á móti kálfmum. En þegar þangað er komið lærir Rútur margt og mikið, ekki síst með hjálp Lindar, og lendir í miklum ævintýrum þegar kýrin sem á að bera kálfinum hverfur skyndilega. Kýrin sem hvarf er óskaplega ljúf saga og ætti að hljóma kunnuglega i eyrum þeirra sem hafa einhvern tíma verið í sveit. Persónur sögunnar eru viðfelldnar, Rútur er geðþekk söguhetja og sama má segja um kvenhetjuna Lind sem stjómar Rúti en sér líka um hann. Þá er Friðsteinn póstur ansi skemmti- leg persóna og verður sá fullorðni sem skilur heim barnsins hvað best og brú- ar kynslóðabilið með léttgeggjaðri og „ófullorðinslegri" hegðun sinni. Ekki er reynt að kafa djúpt í reynslu borgarbarnsins sem fer í sveit; Rútur hefur gaman af að moka flór (12) og amma og afl í sveitinni anga af nýbökuðum kleinum (10). Allt er þetta ósköp indælt og lítið fjallað um erfiðleikana við að vera í sveit sjö ára gamall, með enga foreldra til að hanga í. Markmið sögunnar er vænt- anlega að sýna ungum lesendum ís- lensku sveitina í jákvæðu ljósi og því flækir höfundur ekki málin með nein- um neikvæðum þáttum. Afleiðingin er sú að sagan verður heldur flöt og einvíð. Frásögnin er hins vegar lífleg, sveitalífmu er skemmtilega lýst og sagt er frá hvarfi kýrinnar á afar spennandi hátt. Að sama skapi er frá- sögnin raunsönn og atburðirnir gætu gerst í hvaða sveit sem er. Myndir Þórarins eru fullar af hreyfmgu og fjöri og bæta heilmiklu lífi við annars ágætan texta Þorgríms. Tilvalin lesn- ing fyrir ung borgarbörn sem ekki hafa kynnst sveitinni. Katrín Jakobsdóttir Þorgrímur Þráinsson og Þórarinn F. Gylfa- son: Kýrin sem hvarf. Æskan 2000. Tóta litla tindilfætt Tóta á ferð og flugi er skrifuð þannig að sami textinn er tvítekinn á hverri síðu. Ann- ars vegar í bundnu og hins vegar óbundnu máli. Þetta er bráðsnið- ug hugmynd, gerð með það fyrir augum að sýna bömunum hve miklu auðveldara er að læra texta þegar hann er í ljóðformi. Auk þess verður lesanda ljóst að hægt er að koma sömu skilaboð- unum á framfæri í miklu færri orðum ef notað er bundið mál. Sagan segir frá dagstund í lífl Tótu litlu þar sem hún er við leik úti í guðsgrænni náttúr- unni. Margt ber fyrir augu ef grannt er skoðað og smáatriðin verða stór í augum lítillar hnátu. Rómantíkin er ráðandi bæði í texta og myndum. Ljóðin eru dýrt kveðin og njóta sín afskap- lega vel með myndunum. Þau eru hnitmiðuð og koma efninu vel til skila. Það er greinilegt að höfundi lætur ekki eins vel að skrifa óbundinn texta og ljóð. Hann er stundum dálítið stirður en verður á öðrum stöðum ljóð- rænn. Myndirnar í bókinni eru af- skaplega fallegar. Þær eru dregn- ar skýrum dráttum og litirnir njóta sin vel þar sem sagan ger- ist öll úti við að sumarlagi. Þetta eru myndir sem heilla ungan les- anda/áheyranda og þær falla oft- ast vel að efninu. Reyndar er á einum stað talað um að Tóta sé berfætt en á myndinni er hún í sokkum og skóm. Litlir hnokkar taka eftir þessu misræmi og kvarta. Á heildina litið er þetta vel heppnuð bók bæði fyrir þau sem eru farin að lesa sjálf en ekki síð- ur til upplestrar fyrir yngri börn. Oddný Árnadóttir Jóhanna Á. Steingrímsdóttir: Tóta á ferö og flugi, leikur aö Ijóði og sögu. Teikningar, Jean A. Posocco. Salka 2000. Grœnland - land og þjóð Grænland hefur ávallt átt sérstakan sess í hugum ís- lendinga og kynni manna af landinu hafa annaðhvort orð- ið til þess að þeir fyllast hryll- ingi þegar þeir heyra á það minnst eða mega vart vatni halda af hrifningu. Allir sem til Grænlands koma heillast hins vegar af þjóðinni sem þar býr, óháð hvaða afstöðu þeir hafa til landsins og veðurfarsins. Bók Reyn- is Traustasonar, Seiður Grænlands, gefur góða mynd af þeim hópi sem heillast hefur jafht af landi sem þjóð, en þar er að fmna ítarleg viðtöl við sex íslendinga sem sest hafa að á Grænlandi. Flest er þetta fólk vel þekkt hér á landi enda hafa birst við það viðtöl i helgarútgáfum dagblað- anna. Viðtölin í Seiði Grænlands eru þó mun ít- arlegri. Þar kemur höfundur að ýmsu sem blaða- maður verður að skera burt þegar hann vinnur helgarviðtal. Viðtölin eru flest svipuð að uppbyggingu. Höf- undur flytur stuttan inngang en heldur sig síðan til hlés og gefur viðmælandanum orðið. í fyrsta hluta viðtalanna er kynning á lifshlaupi sögu- manns og ástæðum þess að hann settist að á Grænlandi, síðan er greint frá störfum hans þar. Stundum verður fyrrihluti viðtalsins lengri en Grænlandsþátturinn og fjallar jafnvel um eitt og annað sem kemur Grænlandsdvölinni lítið við og á þetta á bæði við um Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt og Sigurð Pétursson, ísmanninn. Ekki kemur það þó að sök því sögumar eru svo skrambi góðar og auðvelt er að skilja að höfund- ur hefur ekki tímt að sleppa þeim. Hitt er annað mál hvort ekki hefði verið ástæða til að sýna sjálfsaga, skera þetta efni nokkuð niður og bæta jafnvel við einu viðtali. Viðmælendur Reynis eru af ýmsum toga: frum- kvöðull í hreindýrarækt i Eystribyggð, ferða- málafrömuður, forstjóri stórfyrirtækis, hjúkrun- arfræðingur og eiginkona áhrifamesta stjóm- málamanns Grænlendinga og síöast en ekki síst ísmaðurinn sjálfur, Sigurður Pétursson. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og margvísleg viðfangsefni má greina ákveðin sameiginleg einkenni hjá öllu þessu fólki. Því hefur tekist að laga sig að græn- lensku samfélagi, sigrast á margvíslegum erfið- leikum og gengur flest í haginn. Síðast en ekki síst hefur það fengið ást á landi og þjóð þótt það geri sér fulla grein fyrir þeim vandamálum sem Grænlendingar eiga við að stríða. Þetta kemur einna skýrast fram í viðtölunum við hjónin Hall- dóru Grétarsdóttur og Gunnar Braga Guðmunds- son. í frásögnum þeirra kristallast margt af því sem miður hefur farið á Grænlandi eftir að nú- tímavæðing samfélagsins hófst, bæði í lífi fólks- ins og atvinnulífinu. Annað sameiginlegt einkenni þeirra sem rætt er við í bókinni er frásagnargleðin sem einkenn- ir raunar marga þeirra sem heillast hafa af norð- urslóðum. Nægir þar að nefna þá Peter Freuchen, Vilhjálm Stefánsson og Jan Welzl. Kannski er það einveran og öfgarnar í náttúrufarinu sem skerpa frásagnargáfuna? Spyr sá sem ekki veit. Sagan er yfirleitt skrifuð af sigurvegurunum og svo er einnig í þessu tilfelli. Það sem maður einna helst saknar í Seiði Grænlands er að fá til samanburðar frásögn einhvers sem ekki hefur tekist jafnvel upp og þessu fólki og hefur því annarri reynslu að miðla en það. Hvað um það, þessi bók er nauðsynleg viðbót í bókahillu allra áhugamanna um Grænland og Grænlendinga. Guðmundur J. Guðmundsson Reynir Traustason: Seiöur Grænlands. íslenska bóka- útgáfan ehf. 2000. Skyggni Þorsteinn Antons- son hefur séð um út- gáfu á frásögnum um og eftir Jón Norðmann sem uppi var á árun- um 1898 til 1976. Bókin ber heitið Skyggni, úr fórum Jóns Norð- manns í Selnesi og geymir frásögur eftir Jón sem flestar eru áður óbirtar og sögur samferða- manna hans af honum. Jón starfaði lengst af sem barnakenn- ari í Reykjavík og vakti athygli margra fyrir sérkennilegt háttalag sitt. Á efri árum varð hann einsetukarl á Skaga. Hann skildi eftir sig dagbækur og ævi- söguhandrit með frásögnum af ýmiss konar lífsreynslu, til dæmis dular- reynslu, og er frásagnargáfu hans við brugðið. Þessar frásagnir tengir Þor- steinn saman, skýrir frá persónum og gefur nauðsynlegar upplýsingar til að fullt gagn megi hafa af sögunum. Muninn bókaútgáfa gefur út. f bláum skugga Aðdáendur Stuðmanna og áhuga- menn um gítarspil geta fagnað nýrri bók með textum hljómsveitarinnar sem Mál og mynd gefur út. Öllum textum fylgja gítargrip og sumum einnig skýringar á til- urð laga og texta. Þar að auki er þetta einstæð ljósmyndabók því á hverri opnu er svart-hvít ljós- mynd eftir Þórarin Óskar Þórarinsson úr safni sem hann tók á tveimur síð- ustu tónleikaferðum hljómsveitarinnar. Hluti myndanna var á ljósmyndasýn- ingu Þórarins Óskars í Ásmundarsal í sumar sem leið og seldust allar upp. í hókinni eru allir textar Stuðmanna, 125 talsins, og með henni fylgir geisla- diskur með nokkrum Stuðmannalögum í splunkunýjum kjörbúðarbúningi jap- anska organmeistarans Yoshi Yamaha. Honum til halds og trausts er langamma ljósmyndarans, hin landskunna og alsjáandi frú Jóseflna Nauthól sem rabbar á diskinum um alla heima og geima. Þetta er, að mati útgefanda, fyrsta íslenska „rabb-platan“ sem gefin hefur verið út. 101 ný vestfirsk þjóðsaga Enn hefur Gísli Hjartarson sett á bók hundrað og eina vestfirska þjóðsögu fyrir Vestfirska forlag- ið, og virðist ekkert lát á bröndurum og skemmtisögum í þeim landshluta. Þetta er heilsusamleg lesning, fullyrðir forlagið á bókarkápu, fyrir fólk á öllum aldri, og sýnir svo ekki verður um villst að Vestfirðingar kalla ekki allt ömmu sína. Látum eina fylgja: Þegar séra Gunnar Björnsson var prestur í Bolungarvík var hann mjög virkur í Lionsklúbbnum í plássinu. Eitt sinn var verið að ræða fyrirhugað ferðalag bolvískra lionsmanna á suð- vesturhornið. Ferðanefndin var að fara yfir dagskrá ferðalagsins og var komið að því að menn máttu spyrja um nánari tilhögun. Séra Gunnar, sem stundum á til að vera fljótfær, rétti þá upp höndina og spurði sakleysislega: „Eiga konurnar að koma með eða er þetta skemmti- ferð?“ Delerað á Súfista Hljómsveitin Delerað heldur tónleika á Súfistanum, Laugavegi 18, annaö kvöld kl. 21 og leikur lög að nýútkomnum diski sem inniheldur Söngdansa Jóns Múla Árnasonar. Hljóm- sveitina skipa Óskar Guðjónsson saxófón- leikari, gítarleikararn- ir Eðvarð Lárusson og Hilmar Jensson, Þórð- ur Högnason kontrabassaleikari og slagverksleikararnir Birgir Baldurs- son, Matthías M. D. Hemstock og Pétur Grétarsson. Aðgangm' er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. SKYGGNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.