Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 19
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Menn ársins í fimmta sinna hafa DV, Stöð 2 og Viðskiptablaðið af- hent Viðskiptaverðlaunin fyrir framúrskarandi árang- ur í íslensku viðskiptalífi. í þetta sinn var Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar, valinn maður ársins en frum- kvöðull ársins var valinn Jákup Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins. í rökstuðningi dómnefndar Viðskiptaverðlaunanna segir að síðustu tvö ár hafi verið viðburðarik hjá Öss- uri, en á liðnu ári var fyrirtækið skráð á opinn hluta- bréfamarkað. Með því var grunnurinn að áframhald- andi sókn og vexti félagsins lagður. Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Öss- uri sem hefur keypt fjögur erlend fyrirtæki í tengdri starfsemi á þessu ári. Með kaupunum hefur Össur hf. vaxið mjög hratt en áætlað er að velta fyrirtækisins á komandi ári nemi allt 6,5 milljörðum króna. Gangi sú áætlun eftir hefur veltan meira en sexfaldast á aðeins þremur árum. Dómnefnd bendir á í umsögn sinni að mestu skipti að kaupin á erlendu fyrirtækjunum og vöxtur félagsins byggist á skýrri stefnumótun og mark- miðasetningu. Jón Sigurðsson tók við starfi forstjóra Össurar vorið 1996 og hefur leitt fyrirtækið í gegnum mikið breytinga- og uppbyggingarskeið: „Undir hans forystu er Össur hf. orðið að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsmarkaði og er komið í hóp stærstu og öflugustu fyrirtækja landsins. Jón Sigurðsson er því vel að því kominn að hljóta Viðskiptaverðlaunin árið 2000.“ Jákup Jacobsen, aðaleigandi Rúmfatalagersins, er frumkvöðull ársins að mati dómnefndar fjölmiðlanna þriggja, en hann hefur ásamt meðeiganda sínum byggt upp glæsilegt fyrirtæki og verið i hópi brauðryðjenda i svokölluðum lágvöruverslunum hér á landi. Á þrettán árum hefur Jákup byggt upp glæsilega verslanakeðju með 10 verslunum; fimm á íslandi, einni í Færeyjum og fjórum í Kanada. Dómnefnd Viðskiptaverðlaunanna segir meðal ann- ars: „Nú síðast vakti Jákup eftirtekt í íslensku við- skiptalífi með þátttöku sinni í uppbyggingu Smáratorgs í Kópavogi þar sem enn eru metnaðarfullar fyrirætlan- ir um frekari uppbyggingu. Með svipuðum stórhug var ráðist í byggingu Glerártorgs á Akureyri, glæsilegrar verslunarmiðstöðvar sem opnuð var nú í haust.“ Og síðan segir: „Það er því óhætt að segja að hvar sem Jákup Jacobsen kemur að atvinnurekstri megi sjá merki um stórhug, frumkvæði og óbilandi drifkraft til uppbyggingar og framfara. Jákup Jacobsen er því sann- kallaður frumkvöðull.“ Jón Sigurðsson og Jákup Jacobsen eru góðir fulltrú- ar íslensks atvinnulífs. Þeir eiga það sameiginlegt að vinna verk sín af hógværð og eljusemi - hafa ekki far- ið fram á annað en að njóta sannmælis og svigrúm til að fá athafnaþrá sinni fullnægt. Á hátíðarstundum hafa slíkir menn verið kallaðir athafnaskáld - skáld sem ryðja brautina fyrir aðra. Kjarkur, áræði og skýr fram- tíðarsýn eru einkenni slíka manna sem öðrum fremur hafa lagt grunninn að velferð íslensku þjóðarinnar. Og þó slíkir menn sækist ekki eftir viðurkenningum af því tagi sem þeim hefur nú verið veitt skiptir miklu að sýna í verki smá-þakklætisvott fyrir það sem vel er gert. Óli Björn Kárason DV Skoðun Sj ávarútvegur við aldahvörf „Byggðaröskunin síðustu ár er að mestu leyti kvótakerfmu að kenna, svo og sameiningu fyrir- tækja í sjávarútvegi. Að gera lít- ið úr þessum þætti og líta á það sem sjálfsagðan hlut að þróunin í búsetu sé með þessum hætti er furðuleg sjálfsblekking Páls.“ Að gera þáttaröð fyrir sjón- varp um sjávarútveg á íslandi í gegnum tíðina og til framtíðar litið er góðra gjalda vert. Nauð- synlegt er þó að hafa að leiðar- ljósi staðreyndir og sannleika í veganesti. fundnaland og við stund- uðum síldveiðar í Norð- ursjó frá 1968 til 1977, tog- veiðar í Hvítahafinu, loðnuveiðar við Ný- fundnaland og víðar. Allt fyrir daga kvótakerfis. Páll heldur því hins vegar fram að við höfum ekki sótt á fjarlæg mið eða í úthafsveiðar fyrr en eftir tilkomu gjafakvóta- kerfisins. Og að fullyrða að allt hrygningarsvæði síldar (sumargotssíldar) hafi eyðilagst í Surtseyj- argosinu er alger firra og bull hjá Páli Benediktssyni. Grétar Mar Jonsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands Mikið var um veiðar á fjarlœgum miðum. - Allt fyrir daga kvótakerfis. Algjör firra Páls Ég fylgdist með þáttum Páls Bene- diktssonar fréttamanns, Aldahvörf, í Ríkissjónvarpinu siðustu vikur. Von- brigði min og margra annarra voru mikil með fullyrðingar Páls í þáttun- um um sögu sjávarútvegs, sérstaklega útgerðarsöguna og fullyrðingar um ágæti núverandi fiskveiðistjómunar- kerfis. Fiskveiðar íslendinga á fjarlægum miðum voru miklar eftir miðja öldina. Við veiddum mikið við Grænland af þorski sem oftast var saltaður um borð. Við veiddum karfa við Ný- Furðuleg vinnubrögð Furðulegar eru og alhæfmgar Páls aftur og aftur í þriðja þætti um ágæti núverandi gjafakvótakerfis, en þar segir hann oftar en einu sinni að allir séu sammála um að núverandi kerfi sé það besta í heimi og aðrar þjóðir séu að taka upp okkar kerfi. Ég minni á frændur okkar Færeyinga sem voru með aflamarkskerfi en tóku upp sókn- arstýringarkerfi þegar þeir sáu og átt- uðu sig á brottkastinu sem fylgdi afla- markskerfi. Síðasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi við fiskveiði- kerfið sýndi að 75% íslensku þjóðar- innar eru á móti núverandi kerfi. Að sleppa umræðu um ástand fiski- stofna og sleppa umræðu um skulda- stöðu sjávarútvegs og/eða að reyna ekki að kryfja hvort tveggja til mergj- ar eru furðuleg vinnubrögð. Er skuldastaða sjávarútvegsins til komin vegna þess að útgerðarmenn séu að selja gjafakvótann - ekki bara út úr greininni heldur líka út úr landinu? Þátttökuleysi sjómanna í þáttunum fannst mér furðulegt, en skýrðist þeg- ar viðtal var tekið við Pál í Auðlind- inni í síðustu viku. Þar sagði hann að samtök sjómanna hefðu ekki verið með í kostun þáttanna. Var það skýr- ingin? Var þá hægt að kaupa sér pláss i þáttunum? Ríkisstyrkir í sjávarút- vegi erlendis eru auðvitað mikið áhyggjuefni vegna samkeppnisstöðu. Sjómannaafsláttur á skatti er ríkis- styrkur til íslenskra útgerðarmanna. Sama má segja um hafnargerð að vissu leyti, en engin þjóð í heiminum hefur styrkt neina atvinnugrein eins og íslensk stjórnvöld hafa gert með ís- lenska gjafakvótakerfmu. Byggðaröskunin Brottkast hefur verið mikið i um- ræðunni á þessu ári. í kvótakerfi (aflamarkskerfi) verður alltaf hvati til að kasta flski. Að gera lítið úr brott- kasti eftir alla þá umræðu er ekki trú- verðugt. Auðvitað hefur fiski verið hent í öðrum kerfum, og menn fengið of mikinn afla á stuttum tíma. Engu að sfður er brottkast staðreynd. Brott- kast er meira vandamál í núverandi kerfi heldur en öðrum veiðistjórnar- kerfum í heiminum. Kvótabraskið á íslandi getur svo enn aukið brottkast- ið umfram það sem annars ávallt er innbyggt i kvótakerfi. Byggðaröskunin síðustu ár er að mestu leyti kvótakerfinu að kenna, svo og sameiningu fyrirtækja í sjávar- útvegi. Að gera lítið úr þessum þætti og líta á það sem sjálfsagðan hlut að þróunin í búsetu sé með þessum hætti er furðuleg sjálfsblekking Páls. I mín- um huga er þetta handstýring stjórn- valda með ekki ósvipuðum hætti og í gömlu Sovét hjá Stalín og félögum. Að telja þessa þróun eðlilega er mér óskiljanlegt. - í dag sitúr fólk á lands- byggðinni í átthagafjötrum, í verðlaus- um eignum og kvótinn farinn burt. Grétar Mar Jónsson Prír sjöundu þættir góðra skóla Menntamálaráöherra skrifaði grein í DV 11. desember sl. Þótt hann sé að svara öðrum manni langar mig að leggja orð í belg. Af þeim sjö atrið- um sem Bjöm nefnir í grein sinni langar mig einkum að fjalla um þrjú. Lengd skólaársins Björn bendir réttilega á að kennslu- stundafjöldi í skólum er meiri hér á landi en annars staðar þrátt fyrir færri kennsludaga á ári. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir vinnuálaginu sem lagt er á nemendur. Tökum dæmi um nemendur i 8.-10. bekk grunnskóla. Samkvæmt námskrá eiga þeir rétt á 36 kennslustundum hið minnsta og sú tala hækkar í 37 næsta haust. Þess- ar 36 kennslustundir eru 24 klukku- stundir á viku. Bætum við einni klukkustund á dag í matarhlé og frí- mínútur. Þá eru komnar 29 klukku- stundir á viku á vinnustaö. Meðal- nemandinn þarf síðan að eyða um það bil tveimur klukkustundum á dag í heimanám. Það eru tíu klukkustundir á viku. Samtals gerir þetta 39 klukkustundir á viku. Ef ég væri að lýsa vinnu- tíma barna í verksmiðju á Indlandi dytti öllum í hug orðið barnaþrælkun. Ég bendi á að það virðist vera almenn sátt um níu mánaða skólaár. Og ég var mjög ánægður að lesa það í grein ráðherrans að athuganir ráðuneytisins hafi leitt í ljós að meirihluti al- mennings er á móti því að lengja skólaárið. Um námskrána Ég get ekki tekið undir þá skoðun að ný námskrá marki sérstök tíma- mót. Reyndar er stigið mikilvægt og gott skref með vali nemenda í 9. bekk sem bætist við valið í 10. bekk. Ég hefði einmitt viljað sjá mun stærri skref í þessa átt. Skref í átt tO áfanga- skipulags í unglingadeildum grunn- skólans og afnáms samræmdra prófa sem eru dragbítur á skólastarf í grunnskólum á þann hátt að þau stýra kennslunni óhóflega. Ann- að nýmæli er hið svokall- aða frelsi nemenda til að taka samræmd próf. Að mínu viti er þetta útúr- snúningur á þessu ágæta hugtaki frelsi. Eina frelsið sem nemandanum er boðið upp á er frelsi til að dæma sig úr leik með því að taka ekki samræmd próf. Meðan samræmd próf eru við lýði verða nemendur að taka þau til að eiga raunhæfa möguleika á framhalds- námi. Og það hlýtur að vera verkefni skólanna og yfirvalda að fjölga þeim sem útskrifast úr framhaldsskólum. Það er að vísu ekki komið í ljós hve margir nemendur kjósa að dæma sig á þennan hátt úr leik en ef það verð- ur í verulegum mæli þá blasir nýtt vandamál við skólunum. Hvað á kennari að gera í bekk þar sem hluti nemendanna stefnir á samræmt próf en hluti ekki? Við hvorn hlutann á hann að miða kennslu sína? Eða á raða eftir getu eða eftir því hvert nem- endur stefna í námi sínu? Það er gef- in heimild til þess í námskránni. En þá er líka veriö að vekja upp gamlan draug sem hét landspróf. Um tölvur Björn bendir á að tölvueign skóla á íslandi sé mjög mikil. Það er laukrétt en tölvueign og tölvunotkun er sitt- hvað. Eru tölvur notaðar í almennri kennslu? Er netið notað sem kennslu- stæki? Þetta eru að mínu mati mikil- vægar spurningar. Ekki veit ég hvort það er hótfyndni hjá Birni að bera tölvuvæðingu íslenskra skóla saman við skóla í Singapore. Af hverju Singapore? Ég gat aldrei skilið af hverju menn uppi á íslandi fóru á taugum yfir því að nemendur í Singa- pore náðu betri árangri en íslenskir í TIMSS-könnuninni. I fyrsta lagi: Hvað með það? í öðru lagi: Er eðlilegt að við berum okkur saman við ríki þar sem er ekki einu sinni skólaskylda? Um launin Ég ætlaði ekki að fjalla um laun kennara. En ég er kennari og erum við ekki alltaf aö væla um launin okk- ar? Björn segist ekki vita hvort laun kennara séu í kjallara. Ég veit það og get sagt honum það. Þau eru ekki niðri í kjallara. Þótt byrjunarlaun kennara rétt slefi yfir hundrað þús- und kallinn þá veit ég að sumir hafa enn lægri laun. Og það er þjóðinni til enn meiri skammar en laun kennara. En ef við höldum þessari skemmtOegu líkingu um launakjaOarann og tölum um launablokk þá búa kennarar sem sagt ekki í kjaOaranum. En hitt veit ég af reynslu að þeir þurfa ekki lyftu tO að komast upp á launahæðina sína. Eiríkur Brynjólfsson „Meðan samrœmd próf eru við lýði verða nemendur að taka þau til að eiga raunhæfa möguleika á framhaldsnámi. Og það hlýtur að vera verkefni skólanna og yfirvalda að fjölga þeim sem útskrifast úr framhaldsskólum.“ hjá borgarstofnunum Netið opnar aðgang „Sérstök stjórn SVR var lögð niður þegar ný Sam- göngunefhd Reykja- víkur með mjög víðtækt starfssvið tók tO starfa. Undir hana heyra mál- efni almenningssamgangna og mótun samgöngustefnu, gatna- mál, málefni BOastæðasjóðs og umferðaröryggismál og ferða- mál, svo eitthvað sé nefnt. Nokkur hundruð og jafnvel þúsund starfsmenn borgarinnar heyra undir starfssvið samgöngunefndar og ef hug- myndum um aðOd áheyrnarfuOtrúa væri fylgt þyrftu þeir að vera sex til átta á hverjum fundi. Fyrir eru fimm nefndarmenn og tíu tO tólf embættismenn og það gefur augaleið að slíkt fyrir- komulag gengi ekki upp. Hins vegar er unnið að því að opna nefndakerflð og auka aðgang að starfi þess og fer ný samgöngunefnd þar fyrir. Það er von mín að slíkt kerfi með opnum aðgangi borgarbúa og allra starfsmanna Reykjavík- urborgar, sem þess kjósa, með aðstoð Netsins, að vinnu nefndarinnar, verði tilbúið sem aOra fyrst og það eru í mínum huga nýir og lýðræðislegir stjórnarhættir." Sviptir réttindum „Um árabil hafa ýmsir starfsmanna- hópar Reykjavíkur- borgar átt rétt á að tilnefna áheyrnar- fuOtrúa hjá viðkomandi yfir- stjórn með málfrelsi og tiOögu- rétt. T.d. má nefna starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, starfs- fólk leikskóla, kennara, skóla- stjóra og starfsmenn Strætis- vagna Reykjavíkur. Þetta fyr- irkomulag hefur geflst vel og með því hafa starfsmenn mikOvægan aögang að upplýsingum og umsagnarrétt um stórar ákvarðanir innan þessara fyr- irtækja áður en þær eru teknar. Á síðasta fundi samgöngu- nefndar, sem fer nú með mál- efni SVR, ákváðu fulltrúar R- listans að svipta starfsmenn SVR áheymarfuOtrúa sínum i yfirstjóm fyrirtækisins en fyrir slíkum fuOtrúa er meira en tveggja áratuga hefð. Gangi þessi ákvörðun eftir hefur R-listinn svikið gróf- lega enn eitt kosningaloforð sitt en borgarfúOtrúar hans hétu því hátíðlega að stórauka aOt samráð við borgarstarfsmenn. Þetta er það sem R-listinn hefur fram að færa í verkalýðspólitík við upphaf nýrrar aldar.“ Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurllstans deila harkalega um þá ákvöröun melrihlutans að fækka í stjórnum stofnana Reykjavíkurborgar og leyfa ekki lengur áheyrnarfulltrúum starfsmanna að sltja fundi. TZmSMM. £ Viðskiptin með fiskimjöl „Við gerðum aOtaf ráð fyrir því að gripið yrði tO strangara eftirlits en gengið hefur verið heldur lengra en við átt- um von á. Við höf- um reynt að gera okkar besta tO að koma sjónarmiðum okkar á framfæri en nú er að reyna hvernig framhaldiö verður. Það er ljóst að þetta er alvarlegt mál og við höfum tekið þannig á því.“ Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra íslands í Brussel, í Mbl.-frétt 19. des- ember. Blessaður sé ríkissjóður „Vef-Þjóðviljinn hefur oft, en ekki nógu oft, furðað sig á því að þeir stjómmálamenn sem geta ekki lækk- að skatta á landsmenn vegna meintr- ar eyðslusemi og þenslu hika ekki við að auka útgjöld ríkisins. Það er eins og fé sem tekið er af al- menningi sé blessað þegar það kemur í ríkissjóð. Eftir þá blessun er óhætt að eyða því í hvers kyns gæluverk- efni: heimssýningu, þjóðmenningar- hús, tónlistarhús, ný sendiráð, aukið fæðingarorlof, auknar barnabætur, göt í fjöO, brýr yfir eyðifirði, fleiri heiðurslaun listamanna o.s.frv. Jafn- vel tímabundnar tekjur sem rikið fær meö einkavæðingu og skOa ríkissjóði tekjuafgangi eru notaðar sem afsökun til að auka ríkisútgjöldin. Fjármála- ráðherra lítur greinOega á afgang af rekstri ríkissjóðs sem einu hagstærð- ina sem ekki er afgangsstærð." Úr Vef-Þjóöviljanum 19. desember. j^Þjóðviljinn Eignaraðild ríkisbankanna „Ég feOst á að I selja ])á á löngum tiina og að di-eifð eignaraðild verði P* kT| tryggð. Ég trúi því I, i að þótt ógnarstaða I íhaldsbrautarlestar- innar, sem varð til um leið og íslands- banki og FBA sameinuðust, sé sterk, að ýmsir vdji óg geti keppt við það bandalag. Ég er mjög jákvæður fyrir því að menn skoði þann möguleika að opna glugga td útlanda og kanna hvort sterk bankasamsteypa á Norður- löndum hefði áhuga fyrir samstarfi við annan hvorn ríkisbankann." Guðni Ágústsson landbúnaöarráöherra í Degi 16. desember. Spörum okkur Seðlabankann Snemma á þessu ári hélt Seðlabankinn aðalfund sinn. Þá var látið eins og aOir hlutir hér á landi væru í lagi að því er fjármálin varðaði. Þótt það væri ekki sagt berum orðum þá blessaði Seðlabankinn „stöðugleikann og góðærið". Spáð var minni verðbólgu, stöðugu gengi og batnandi hag. Varla var þessum ágæta árs- fundi Seðlabankans lokið þeg- ar vandamálin tóku að hlaðast upp. Verðbólgan fór vaxandi og gengi krónunnar féO. Und- anfarið hafa nánast daglega komið fréttir um ný vandamál í fjármálum landsins. Margir sérfræðingar og starfsmenn banka og verðbréfasjóða hafa komið opinberlega fram með álit sitt og kenna menn ýmsu um. Sumir ásaka Seðlabankann fyrir vandræðin og telja að hann hefði átt að grípa fyrr inn í þróun efnahagsmála. Nú sé það of seint. Samt var Seðlabankinn ný- lega að hækka vexti sina og eru áhrifln af þvl varla mark- tæk. Ef eitthvað er þá hafa fjár- málavandræðin hér á landi aukist. Áhrif vaxta á dollarann Ef Seðlabanki Bandaríkj- anna hækkar sína vexti um hálft td eitt prósent skjálfa all- ar kauphaOir heims. Slík hækkun veldur samdrætti i Bandaríkjunum og hlutabréf faOa þá oft í verði. Þegar evran var sett á stofn nýlega sem sameiginlegur gjaldmiðiO ESB í Vestur-Evrópu var ákveðið að hafa grunnvexti hennar mjög lága tO að örva fjárfest- ingu tO langs tíma. Það töldu ESB-menn tryggja „stöðug- leika og góðæri“. Bæði doOarinn og evran ráða í hagkerfum þar sem um 300 mOjónir manna búa. Þetta er lausleg tala. Einnig ná áhrif doOarans nánast um aOan heim þar sem viðskipti miOi ólíkra þjóða eru mjög oft í bandarískum doOurum, t.d. öO olían. Vextir doOarans skelfa aOan heiminn ef þeir verða of háir. Mega varla hækka nokk- uð að ráði. Vextir Seðlabankans íslenska Á Islandi búa um 280 þús- und manns. Það tekur engin sála eftir því þó þessar fáu hræður láti sinn Seðlabanka svokall- aðan hækka vexti. í mesta lagi hristir einhver bankastjóri hausinn úti í hinum stóra heimi. Hann segir við sjálfan sig að menn séu vitlausir á ís- landi og kunni ekki fót- um sínum forráð. Hann hefur rétt fyrir sér, sbr. okurvexti hér. Hækkun vaxta doOar- ans veldur kreppu. Þetta er alveg öf- ugt farið með okkar vexti þar sem landið er svo lítið og hér er í raun- inni ekkert hagkerfi sem talandi er um með því nafni. Er þá miðað við hagkerfi doOarans og evrunnar sem bæði hafa meira en 1000 sinnum stærra hagkerfi en við upp á 300 mOj- ónir Ibúa eða enn fleiri. Um leið og Seðlabankinn okkar hækkar vexti verður hér á landi auk- in þensla. Þetta er alveg öfugt við doOarann sem Seðlabankinn okkar hermir eftir I einfeldni sinni. AOir einkavæddu bankarnir hérlendis með gróðaglampann I augum taka við vaxtahækkun erlend lán eins og þeir geta og endurlána með álagi á íslandi. Freistingin er mikil og gróðavonin. Erlend lán bankanna eru oft með 6-7% vöxtum. í dag hefur Seðlabank- inn sprengt vextina (sbr. 20%) svo upp hér á landi að krítarkort heimO- anna, bOalán og rekstrarlán fyrir- tækja á hlaupareikningi eru nánast öO með um 20% vöxtum. Innflutning- ur aOra þessara erlendu eyðslupen- inga gegnum bankana veldur slíkri þenslu hér að við ekkert er ráðið. Það er því Seðlabankinn með þessu háa vaxtastigi sínu sem veldur allri þensl- unni öðrum fremur með innfluttu lánsfé. Svo miðað sé aftur við banda- ríska doOarann og vexti á honum þá myndu 20% doOaravextir I dag valda heimskreppu eins og kom 1929-1930. Hvað er til ráða? Eins og málum er komið er líklega best að leggja okkar plat Seðlabanka niður. Fyrir nokkrum áratugum voru öO mál Seðlabankans okkar 1 einni skúffu I skrifborði I Landsbanka eins og kunnur bankastjóri orðaði það. Það gengur I dag nokkuð sæmi- lega að stjórna ríkissjóði. Gæti ekki fjármálaráðherann hver sem hann er flutt I nú- verandi hús Seðlabankans. Þá tæki einn maður aö sér að stjórna fjármálum íslenzku þjóðarinnar. Fjármálaráðu- neytið og Seðlabankinn væri sameinað. í dag stjórna margir og þess vegna enginn. Af því feOur krónan og gengi henn- ar. Við borgum 20% vexti. Þeir eru með þeim hæstu I heimi. Það er mikO kjara- skerðing fyrir fjölda heimOa að borga 20% vexti. Væntan- lega yrði gæfa íslands I fjár- málum meiri ef við tækjum grundvaOarboðskap evrunn- ar tO fyrirmyndar en höfnuð- um 20% vöxtum Seðlabank- ans. Þá myndu vextir lækka um helming. Verðbólga yrði nánast engin. Við tæki raun- verulegur „stöðugleiki og góðæri". Lúövík Gizurarson „Eins og málum er komið er liklega best að leggja okkar plat Seðlabanka niður. Fyrir nokkrum áratugum voru öll mál Seðlábankans okkar í einni skúffu i skrif- borði í Landsbanka eins og kunnur bankastjóri orðaði það. “ Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.