Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 28
32 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 Tilvera I>V Þrír Frakkar í jólaskapi: Rjúpur með villi- bráðarsósu og ísterta Matreiðslumeistaramir á Þrem- ur Frökkum með Úlfar Eysteins- son i fararbroddi eru í miklu jóla- :.kapi. Þeir leggja hér til uppskrift- r að rjúpum, hamborgarhrygg og * veiinur guðdómlegum tertum í eft- rrétt. Bláberjamarineraðar rjúpur með villibráðarsósu Fyrir fjóra 12 rjúpubringur leggir, fóarn, sarpur og hjarta 1 gulrót 1 laukur 2 súputengingar 250 g bláberjasulta timían salt og pipar 2 dl rauðvín 100 g hveiti 75 g smjör 1/2 lauf gráðostur 2 dl rjómi 3 cl brennivín Sósan ’rúnið innyflin í potti iamt lauk og gulrót. . etjið 1 lítra af vatni í iftinn og sjóðið í 1 ukkustund. Bætið mingunum saman viö og þykkið sósuna með smjörbollu (smjör og hveiti). Bragðbætið : íöan sósuna með 2 ask. af bláberjasultu, brennivíni og rjóma. Leggið rjúpuna í narineringu (250 g ulta, 2 dl rauðvín og 1 :sk. salt) i 6 klukku- stundir. Steikið rjúpumar í stutta stund, ca 2-3 mínútur á hvorri hlið. Eftirréttur Krókantístertan er fagurlega skreytt. 80 g möndlur eða heslihnetuflögur 3 egg Einn vinsælasti jólamaturinn hérlendis Sígildur hamborgarhryggur bregst ekki á jólaborðinu. 2 eggjarauður vanilludropar Súkkulaðibráð 90 ml rjómi 120 g dökkt súkkulaði, saxað Brúnið 150 g af sykri á pönnu þar til sykur er fallega ljós- brúnn. Takið pönn- una af hitanum og blandið hnetunum vel saman við. Setjið blönduna á bökunar- pappír og látið kólna. Saxið hnetumulninginn smátt með hníf. Hrærið afganginn af sykrinum (150 g) saman við eggin þar til blandan hætt- ir að lyfta sér (10-15 mínútur). Blandiö krókantinum (sykr- uðu hnetunum) og vanilludropum sam- an við og að síöustu rjómanum, mjög var- lega. Setjið svamp- botn (eða kökubotn að eigin vali) í 25 cm springform og setjið fyllinguna þar ofan á. Frystið. Þegar tertan er frosin er hún þak- in með súkkulaði- bráðinni. Ástríðuostaterta 400 g rjómaostur 4 dl rjómi, þeyttur 2 egg 2 eggjarauður Klassískur jólamatur Btáberjamarineraðar rjúpur með villibráðarsósu. 250 g sykur 1 1/2 dl safi af ástríðuávöxtum (Passion fruit) 6 bl matarlím Þeytið saman egg og sykur. Leggið matarlímið í bleyti og leys- ið síðan upp í safanum. Hrærið safanum saman við ostinn. Setjið ostablönduna saman við eggin og hrærið vel. Setjið rjómann að síð- ustu saman við. Ostablandan er sett í 25 cm spring- form með svamptertubotni. Þegar fyllingin er orðin stíf er ávaxtahlaupi hellt ofan á. (Ávaxtahlaup fæst í pökkum í öllum verslunum.) -jáhj Magni R. Magnússon yfirframreiðslumeistari ráðleggur vínkaup: Setjið sósuna á diska, rjúpu- bringurnar þar ofan á og berið fram með sykurbrúnuðum kartöfl- um og eplasalati. Vandið valið í tíma Hamborgarhryggur með sósu Hér leggur Úlfar ekki til eigin- lega uppskrift heldur hvetur fólk til þess að láta smekk ráða. Fyrst af öllu á að sjóða hamborgarhrygg- inn samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans. Suðutimi getur nefnilega verið misjafn. Hitið síð- an ofninn í 100-110° C. Gerið sykur- bráð i potti með sykri, tómatsósu og sinnepi. Hreinsið beinin frá hryggnum og veltið hryggnum upp úr sykurbráðinni. Bakið í ofnin- Gott meö kaffinu Ástríðuostaterta með súkkulaði er himnesk á bragðið. um. Það sem eftir verður af sykur- bráðinni á pönnunni er notað til þess að sykurhúða kartöflumar og sem grunnur í sósu. Bætið í hæfi- legu magni af vatni og bakið sós- una upp með smjörbollu (einn hluti hveiti á móti einum hluta smjöri). Bragðbætið sósuna með rauðvíni og kjötkrafti, jafnið með rjóma. Berið fram með hefð- bundnu meðlæti, svosem sykur- brúnuðum kartöflum, rauðkáli og soðnu blómkáli, maís eða brokkolí. Úlfar bætir við að Danir geri oft aspasjafning með hamborgar- hryggnum. Það er góð hugmynd ef fólk vill breyta til eða til að nýta kalt afgangskjöt. Krókantísterta 5 dl rjómi, þeyttur 250 g sykur Nú styttist í jólin og flestir eru búnir að ákveða hvað þeir ætla að borða yfir hátiðimar. Hefðimar eru margar og mjög misjafnt hvað fólk hefur á borðum á jólunum en hjá okkur flestum er þetta keimlíkt. Hrá- efnið er yfirleitt reykt grísakjöt, lambakjöt, hangikjöt og villibráð af einhverju tagi, sem oft og tiðum er fónguð . af fjölskyldumeðlimum eða góðum vini. Magni R. Magnússori, yf- irframreiðslumaður á veitingahús- inu Café Karólinu á Akureyri, er einn þeirra sem kann að velja góð vin með góðum mat. „Ég geri ráð fyrir því að flestir séu búnir að ákveða hvað verður í jólamatinn. En er fólk farið að hugsa út í hvað það ætlar að drekka með þessu góðgæti? Nei, flestir spá lítið í það og oft á tíðum er það handahófs- kennt val sem ræður því. Oft er ein flaska af einhverju rauðvini gripin á síðustu stundu og þar við situr,“ seg- ir Magni. Að sögn Magna er ráðlegt að kaupa fleiri en eina flösku fyrir há- tíðamar, ekki til þess að drekka meira heldur til öryggis. „Kaupið frekar tvær eða þrjár flöskur því ekki er hægt að skjótast út i áfengis- verslun á aðfangadagskvöld ef flask- an er korkuð eða vínið skemmt." Magni tekur fram að hann sé alls ekki að hvetja fólk til þess að breyta jólum í drykkjuhátíð. „Sé víns hóflega neytt og vel með farið skemmir það ekki fyrir heldur gerir það nautnina enn meiri í að njóta alla hins besta í mat og drykk.“ Vín með forréttum Forréttir matreiddir úr rjúpusoði með rjóma og grænmeti em algengir á jólum. „Við þessar aðstæður kemur góður Chablis premier - eða grand cru upp í hugann, t.d Chablis Les Clos grand cru 1997 frá J. Moreau & Fils. Einnig er skemmtilegt að prófa Tokay Pinot Gris Hatsch- bourg grand cru 1998 frá Pfaffen- heim í Alsace. Þetta vín er mörgum framandi en ég fullyrði að fólk getur drukkið það áfram í gegnum máltíð- ina með rjúpu, gæs og hreindýri þótt hér sé um hvítvín að ræða en þá ber að varast að vínið sé of kalt.“ Með humarréttum segir Magni að við hæfl sé að bera fram vín eins og Meursault 1996 frá Louis Jadot, einnig er við hæfi að drekka vín eins og Blenheim Sauvignon Blanc 199 frá Nýja-Sjálandi með slíkum kræs- ingum. Margir eiga bæði lax og silung frá síðasta sumri og þá er gott að grípa til vína frá nýja heiminun. „Vín á borð við Carmen réserve 1997 frá Chile, nú eða Covey Run 1997 frá Washington, vín sem einkennast af þroskuðum og sætum ávexti og eik sem smellur saman við reyktan feit- an fiskinn." Vin með aðalréttinum Magni er fyrst spurður um ákjós- anlegt vín með grísahamborgar- hryggnum. „Beaujolais nouveau frá Piat kemur þar fyrst upp í hug- ann, einfalt og þægilegt vín sem auðvelt er að drekka. Einnig gæti verið skemmtileg tilbreyting aö gæða sér á góðum Gewurztraminer eða Tokay Pinot Gris frá Alsace.“ Allir borða lambakjöt í einhverri mynd um jólin. „Með fersku lambakjöti mæli ég eindregið með að fólk prófi Gigondas 1996 frá Gabríel Meffre í Rhonar- dalnum í Frakklandi, vín sem er eins og hannað fyrir lambakjöt. Þá er það hangikjötið, það vefst fyrir mörgum hvaða vín eigi að drekka með því. í mínum huga er það aðeins einn drykkur sem kemur til greina en það er Egils malt og app- elsín en einnig er hægt að hugsa sér léttmaltaðan bjór eins og Jóla Tuborg.“ Það er um auð- ugan garð að gresja þegar villibráð er annars vegar. „Við getum valið vín frá ýmsum héruðum, t.d. Chateau Margaux frá Bor- deaux, Chambolla Musigny frá Burg undy, Hermitage frá Rhonar- dalnum og svo fjöl- mörg vin úr Shir- az-þrúg- unni frá Ástr- alíu, dett- ur manm þá í hug fram- leiðandi á borð við Magni R. Magnússon Jólaölið passar vel með hangikjötinu. Grant Burge Barossa- dalnum. En þau vín sem ég kýs sjálfur eru vín frá Ítalíu, annars veg- ar Brunello Di Montalcino renn- ina 1991, frá hinum snjalla víngerð- armanni Angelo Gaja. Svo er það hinn kosturinn, sem ég tel mjög góðan þegar kemur að okkar villi- bráð og því sæta meðlæti sem oftast fylgir. Það eru vin frá Amarone- héraðinu. Vín á borð við Amarone Della Valpolicella Classico 1995 frá Tommasi. Þetta er stórkostlegt vín, þykkt og bragðmikið með löngu en þó mjúku eftirbragði. Vín meö eftirréttum ísréttir verða oft fyrir valinu þegar eftirréttir eru annars vegar mælir Magni með góðu kaffi. Ris a la Mande er einnig vinsæll eftirréttur á jólum. „Þá ■ verið fyrirtak að dreypa á staupi af Bristol Créme serrí. Með búðingum er svo gott að bjóða upp á Sautemes, svo sem Chateau Filot 1989, nú ef búðingurinn er mjög sætur þá á Chateau Lafaurie- Peyraguey 1995 frá sama héraði vel við,“ segir Magni R. Magnússon. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.