Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 32
36 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 Tilvera 1 í fi ö Buttercup spilar á Lauga- veginum Hin geysivinsæla hljómsveit Buttercup skemmtir gestum og gangandi í verslxmni Japís við Laugaveg í dag. Sveitin hefur upp raust sína kl. 17 og ekki við öðru að búast en stemning verði góð. Leikhús ■ HVAR ER STEkKJÁRSTÁUR? Ferðaleikritið Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz veröur sýnt í IVIögu leikhúsinu við Hlemm ki. 9.45 og 10.45 í dag. Uppselt. ■ JÓNAS TÝNIR JÓLUNUM Ferðaleil ritiö Jónas týnlr jólunum eftir Pétur Eggerz verður sýnt í Mögulelkhúsinu við Hlemm kl. 8.30 í dag. Uppselt. ■ LÓMA Lóma - mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja aö mér, leik rit eftir Guörúnu Ásmundsdóttur, sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm 1 dag kl. 12.30. Uppselt. ■ MISSA SOLEMNIS í dag kl. 17.3C veröur sýndur 5. einleikurinn í ein- leikjaröð Kaffileikhússins. Sá nefnist Missa Solemnis eða í öörum heiml o ' er eftir finnsku leikkonuna og leikstjói ann Kristiinu Hurmerinta. Leikari er Jórunn Sigurðardóttir og leikstjóri er höfundurinn sjálfur, Kristiina Hurmer- inta. ■ VÖLUSPÁ Völuspá eftir Þórarin Elc - járn sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 11. Uppselt. Myndlist ■ ANTIK BUfASAUMSTEPPl Um ] helgina var opnuð sýning á antik- bút; - saumsteppum í aðalsal Hafnarborgar menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Teppin koma úr safni Marti og Dicks Michells en safn þeirra er stærsta einkasafn af þessum toga í Bandaríkjunum. Á sýningunni verða um þrjátíu teppi, þau elstu frá því um 1850. ■ ÍSUENSK RÝMISVERK Um helgina var opnuð sýning í Listasafni íslands á úrvali rýmisverka sem safn ið hefur keypt á undanförnum árum eftir starfandi listamenn. Á sýningunr verða verk eftir Ragnhildi Stefánsdóti ur, Rósu Gísladóttur, Brynhlldi Þor- geirsdóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Guöjón Ketilsson, Kristin E. Hrafns- son og Daníel Magnússon. ■ TRÚIIM VIÐ Á ENGLA? Listnen> arnir úr Hölbraut í Breiðholti, þær Harpa Rún Ólafsdóttir og Inga Björk Andrésdóttir, halda um þessar mund ir sýningu á verkum sínum í Gallerí Geysi. Opnun ■ UPPJÚR KOSSUNUM Gailert Listaháskóla Islands, Gallerí Nema i Hvaö, Skólavörðustíg 22C, efnir til jólagleði í dag og næstu daga. Stórgfæsileg tilboð verða á jólagjafavörum, allt að 90%, og um að gera aö líta inn og gera góð kaup. Galleríið er opin frá 14 til 17 alla dag i en jólagleöinni lýkur á Þorláksmessu. Síðustu forvöð ■ JOLAGLEÐII NEMA HVAÐ I dag lýkur sölusýningu á höggmyndum í stein eftir Susanne Christensen og Einar Má Guövaröarson í sýningarrýrr Ljósaklifurs í Hafnarfiröi. Sýningin nefnist Upp úr kössunum. A sýning- unni eru um 40 verk unnin T ýmsar steintegundir sem þau hafa gert síö- astliðin sjö ár. Leiðin að Ljósaklifi ligg ur vestur Herjólfsgötu sé komiö frá miðbæ Hafnarfjarðar en suöur Herj- ólfsbraut sé komiö frá Álftanesvegi. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is Listakonan Ragnheiður Ólafsdóttir sækir kraftinn í vestfirska náttúru: Vestfirsku Alparnir mesta orkustöð heims FjoisKyraumai Ramadan, réttrúnaðarkirkj- an, búdda og íslensk jól Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum Við Aðalstrætið á Þingeyri hefur listakonan Ragnheiður Ólafsdóttir, ásamt fleiri vestfirskum listamönn- um, komið sér upp smekklegu lista- galleríi sem kallast Steinar og málmar og vísar nafnið til helstu viðfangsefna þeirra. Ragnheiður hefur sótt grjót og steina upp á hæstu fjöll og í dýpsta sæ. Togara- sjómenn hafa einnig fært henni sér- kennilega steina sem komið hafa upp á djúpslóðinni út af Vestfjörð- um. „Þetta svæði hérna, Dýrafjörður- inn og Arnarfjörður, er kynngi- magnað enda kallað vestfirsku Alp- anir. Hér byrjaði landið að verða til og þetta er einhver mesta orkustöð sem til er í heiminum. Hér er elsta bergið og mesti krafturinn enda sérðu hvers slags atorkufólk Vest- firðingar eru og það er ekkert sam- bærilegt við Snæfellinga. Ég er alin upp á Snæfellsnesi og þekki mun- inn,“ segir listakonan og gefur lítið fyrir þá orku sem talin er búa í Snæfellsjöklinum. Hún minnir á að úr þessum jarðvegi séu sprottnir menn eins og Hrafn Sveinbjarnar- son, fyrsti læknir á íslandi, og svo að sjálfsögðu frelsishetjan Jón Sig- urðsson sem kallaður var sómi ís- lands sverð þess og skjöldur. „Munir sem unnir eru úr steinum af þessu svæði hjálpa fólki að byggja upp orku með nærveru sinni einni þannig að fólk skyldi aldrei rengja það að steinar hafa kraft og geislun." Ragnheiður segir erfitt að vera svo fjarri markaðnum sem raun beri vitni en orkan bæti það upp og Ragnheiöur og Sölvi Listakonan Ragnheiöur Ólafsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sölva Pálssyni segist hvergi annars staðar vilja vera. Hún hélt í sumar sýningu á verkum sínum í Straumi þar sem komu langt á annað þúsund manns og sýningarmunir seldust nánast upp og er hún afar ánægð með þær viðtökur sem hún fékk syðra. Hún segir mann sinn vera orðin helsta gagnrýnanda sinn og segir gott að fá hreinskilna gagnrýni á það sem hún sé að fást við. Sölvi Pálsson, eiginmaður Ragn- heiðar, fylgist stoltur með konu sinni og segir ótrúlegt að sjá hvern grjóthnullunginn á fætur öðrum verða að hreinum listmunum og segist hann fylgjast af sívaxandi áhuga með starfl konu sinnar því auðvitað sé þroskandi að vera þar sem slik sköpunargleði svífur yfir vötnum. -GS Jólin nálgast „En þaö eru reyndarekki öll heimili iandsins á kafi íjólaundirbúningi. k undan- förnum árum og áratugum hefur vaxandi hópur fólks flutt til islands og sest hér aö, fólk sem ekki er vant því aö halda jól eins og viö, eöa er af annarri trú en meginþorri landsmanna, “ segir sr. Þórhallur m.a. í pistli sínum. „Við erum að verða fjölþjóðlegt sam- félag, þar sem fjölskyldur með ólíka siði og venjur búa saman og auðga mannlífið. íslenskt samfélag væri fá- tæklegra en ella ef enginn héldi upp á ramadan eða jól að hætti rétttrúnaðar- kirkjunnar." Jæja, þá er farið að styttast í jólin, bara nokkrir dagar til stefnu. Bama- skólamir era að fara í jólafríið sitt og á flestum heimilum landsins er jóla- undirbúningurinn að nálgast hámark- ið. Nú er það jólamaturinn sem bíður og efalaust era miklar matarpælingar í gangi út um allt land. Sumir halda fast við sama matinn ár eftir ár og engu má breyta. Aðrir prófa gjaman eitt- hvað nýtt. En hvort sem er þá hafa heimiliskokkamir ef að líkum lætur í nógu að snúast. En það era reyndar ekki öll heimili landsins á kafi í jólaundirbúningi. Á undanfómum árum og áratugum hef- ur vaxandi hópur fólks flutt til íslands og sest hér að, fólk sem ekki er vant því að halda jól eins og við, eða er af annarri trú en meginþorri lands- manna. Þar má til dæmis nefna múslíma, en það vill þannig til að í jólamánuðinum að þessu sinni halda múslímar upp á fóstumánuðinn rama- dan. í ramadan eiga múslimar að fasta frá sólarapprás til sólarlags, þannig að jólahlaðborð vinnustaða í hádeginu era nú ekkert fyrir þá. Svo býr hér stór hópur fjölskyldna sem era í rétt- trúnaðarkirkjunni svokölluðu, en það er sú kirkja sem flestir Rússar, Rúm- enar og Serbar tilheyra. Réttrúnaðar- kirkjan notar annað tímatal en vest- rænu kirkjudeildimar. Þar skeikar viku og þess vegna era jólin haldin viku síðar hjá rétttrúnaðarkirkjunni en hér á landi og í Evrópu. Það sama á við um páskana og aðrar hátíðir kirkj- unnar. Þannig að aðfangadagur þeirra er sem sagt viku seinna en okkar. Og svo búa líka margir búddistar á ís- landi, en fyrir þeim era jólin algjörlega framandi siður. Fordómar grafa um sig Svona mætti lengi telja. island í dag er ekki eins og það var fyrir fáeinum áratugum, til allrar hamingju. Við erum að verða fjölþjóðlegt samfélag, þar sem Qölskyldur með ólíka siði og venjur búa saman og auðga mannlifið. íslenskt samfélag væri fátæklegra en ella ef enginn héldi upp á ramadan eða jól að hætti rétttrúnaðarkirkjunnar. En að undanfómu hefur borið skugga á þetta nýja samfélag okkar. Sam- kvæmt skoðanakönnunum þá fer þeim fjölgandi sem fmnst að hér búi of margir af útlendum upprana. Þessa skoðun er ekki bara að fmna á hjá fólki af eldri kynslóðinni. Nýleg skoð- anakönnun á meðal unglinga í grunn- skóla sýnir aö á fáeinum áram hefúr þeim unglingum fjölgað um ein 10% sem vilja ekki að fleiri fái að flytjast hingað til landsins til að setjast hér að. Fyrir þessum skoðunum era svo sem engin sérstök rök, nema þá ef vera skyldi andúð á útlendingum. Að ein- hveiju leyti hljóta skoðanir ungling- anna að endurspegla skoðanir heimil- anna. Hér þurfum við virkilega að taka okkur á. Það er alltaf hættulegt að leyfa fordómum að grafa um sig í sam- félaginu eins og dæmin sýna frá lið- inni öld. Forvamir og upplýsingar era besta meðalið í baráttunni við for- dóma. Oftast stafa fordómar okkar af ákveðnu þekkingarleysi, því miður. Þar hafa skólamir miklu hlutverki að gegna. Það mætti t.d. að ósekju bjóða upp á kennslu í trúarbragðafræðum í framhaldsskólunum eins og gert er í öðrum löndum Evrópu. En þó geta skólamir og kennaramir ekki borið alla ábyrgð. Við hin fullorðnu þurfum líka að lita í eigin barm og endurskoða okkar fordóma. Og er ekki einmitt gott tækifæri til þess, nú þegar era að koma jól? Hugs- ið þið ykkur t.d. hvað jólaguðspjalliö hefði orðið öðravísi ef hóteleigandinn í sögunni hefði ekki vísað Maríu og Jósef á dyr, heldur sagt glaðbeitt- ur:„Jú, gangið þið endilega í bæinn, það er alltaf pláss fyrir góða gesti“! Er ekki nóg pláss hér á landi líka? Það er gaman að hugsa til þess að innandyra hjá okkur íslendingum er ekki aðeins verið að borða hangikjöt, hamborgar- hrygg og ijúpu á jólunum, heldur er líka fasta hjá múslímum, ijósahátið hjá gyðingum, aðventa hjá rétttrúnaðar- kirkjunni og hvunndagur hjá búddist- um . Við værum fátækir án þess. Gleðikg jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.