Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Side 1
19 Kim Lewis farinn frá Grindavík Bandaríkjamaðurinn Kim Lewis, sem hefur leikið með Grindavík í vetur, mun ekki leika með liðinu eftir áramót. Lewis hefur átt við meiðsli að stríða að undanfömu og nú hefur komið í ljós að hann þarf að taka sér frí frá körfuknattleik í 6-7 vikur. Það er of langur tími fyrir Grindavík sem er byrjað að leita að nýjum leikmanni. Samkvæmt heimildum DV-sport eru Grindvikingar í viðræðum við sterka leikmenn sem hafa leikið hér á landi áður. -BG Tvö ólík met Hamars Það er ekki hægt að segja annað en að Hamarsliðið i Epson-deildinni í körfubolta sé í raun tvö lið, það er liðið sem spilar á heimavelli og liðið sem spilar á útivelli. Það er ekki vitað annað en að bæði lið innihaldi sömu leikmenn en um leið og komið er yfir Hellisheiðina taka leikmenn Hamarsliðsins stakkaskiptum. Nú er svo komið að liðið er að setja tvö félagsmet en með öfugum formerkjum þó. Hamar hefur nefnilega unnið sex heimaleiki í röð á sama tíma og liðið hefúr tapað fimm útileikjum í röð. Báðar þessar staðreyndir eru einstakar í reyndar stuttri dvöl liðsins í úrvalsdeildinni. Hamar hefur unnið 11 af 17 heimaleikjum sinum í úrvalsdeild (65%) en aðeins hóra af 16 útileikjum (25%). Hamar hefur unnið 11 af 17 heimaleikjum sínum í úrvalsdeild (65%) en aðeins fjóra af 16 útileikjum (25%). -ÓÓJ Stutt jolafri i Grindavik? Það er afar líklegt að Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkurliðsins í Epsondeildinni í körfubolta, muni ekki leyfa neitt letilíf um jólin en nýkrýndir Kjörísbikarmeistarar töpuðu þremur síðustu leikjum sínum fyrir jólafrí. í þessum þremur leikjum hitti Grindavíkurliðið aðeins úr 30,9% skota sinna og náði aðeins í 43% frákasta sem voru í boði í þessum þremur leikjum. Auk þessa skoraði Grindavíkurliðið aðeins 70,7 stig að meðaltali á sama tíma og andstæðingar þeirra gerðu 93,3 stig að meðaltali. Grindavíkurliðið hafði unnið 6 af fyrstu átta leikjum sínum en má nú sætta sig við að fara með þrjá ósigra á bakinu inn i jólafrí, það mesta í sögu liðsins í úrvalsdeildinni. Grindavík hefur aldrei náð lakari árangri en 50% á tímabili í sögu sinni í úrvalsdeild karla og er eina félagið sem hefur afrekað slíkt. -ÓÓ J Verð afram her a landi Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson, sem ákvað eftir tímabilið í haust að hætta að leika með ÍBV, segir að allt bendi til þess að hann leiki áfram á Islandi. Tvö norsk lið voru á höttunum eftir honum en svo virðist sem þau séu ekki inni í myndinni lengur. „Eins og staðan er í dag leik ég hér á landi næsta sumar. Likurnar á því að ég fari utan fara þverrandi,“ sagði Steingrímur Jóhannesson. Samkvæmt heimildum hefur eitt liö úr 1. deild gert Steingrími tilboð og vitað er um áhuga nokkurra liða í úrvalsdeildinni. Heyrst hefur um áhuga FH-inga sem einnig eru vongóðir um að fá Skagamanninn Sigurð Jónsson í raðir sínar fyrir komandi keppnistímabil. -JKS — Gamli refurinn Romaril Palmeiras í þriðja úrslit Gama vann leikinn, 4-3, leiknum og hefur þar með skorað Hann fagnar hér þegar lið hans, Vasco da Gama, mætti ilíu í nótt. Vasco da ario skoraði þrennu í s fyrir Vasco da Gama. Reuters Örn Arnarson: Rmmtu bestu tímarnir í baksundinu Tímamir sem Örn Arnarson náði i 100 og 200 baksundi á Evr- ópumótinu í 25 metra laug í Val- encia á dögunum eru þeir fimmtu bestu í sögunni. Örn synti 100 metra baksundið á 52,28 sekúndum og 200 metra sundið á 1:52.90 mínútum. Bandaríkjamaðurinn Neil Walker á heimsmetið í 100 metra baksundinu og segja fróðir menn að líða muni langur timi þar til það veröi slegið. Walker setti metið á heimsmeistaramótinu í Aþenu, synti á 50,75 sekúndum. Um tíma voru deildar meiningar um hvort metið væri gilt. Wal- ker var talinn hafa verið með fæturna á fullu í snúningnum sem ekki er leyfilegt. Alþjóða sundsambandið (FINA) hefur staðfest metið. -JKS Nantes skaust í efsta sætiö Nantes skaust í efsta sætið í frönsku 1. deildinni í knatt- spymu í gærkvöld. Liðið sigraði Bordeaux á útivelli, 0-2. Sedan, sem lengst af hefur leitt deildina, tapaði hins vegar fyrir Rennes, 1-0. Nantes hefur 39 stig, Lille 37 og Sedan 36. Leikur Strassbourg og Metz var ílautaður af í siðari hálfleik þegar annar aðstoðardómara leiksins, sem er kona, varð fyrir flugeldi. Hlé var gert á leiknum en hann flautaður af þegar ljóst varð að flytja þyrfti konuna á sjúkrahús. _ NBA í nótt: Bryant - með 45 stig Kobe Bryant átt enn einn stór- leikinn i nótt þegar Los Angeles Lakers bar sigurorð af Houston Rockets. Bryant skoraði 45 stig og hitti úr 20 af 26 skotum sínum í leiknum. Hann gerði 13 stig í fjórða leikhluta en eftir þrjá leikhluta var staðan jöfn. Úrslitin í nótt: Orlando-Chicago....99-88 McGrady 31, Garrity 19, D. Arm- strong 18 - Mercer 25, Brand 19 (10 frák.), Hoiberg 10. New York-Boston....86-92 Rice 32 (9 frák.), Sprewell 19 (9 frák.), Thomas 14 - Pierce 31, Walker 25 (15 frák.), Brown 9, Battie 7 (9 frák.). Milwaukee-New Jersey . . . 80-78 Alien 16, Thomas 16, Cassell 14, Robinson 13 (11 frák.) - Marbury 12, Harris 12, Williams 11, Martin 10. Houston-LA Lakers .94-99 Taylor 19 (10 frák.), Olajuwon 16, Francis 14, Williams 13 - Bryant 45, S. O'Neal 25 (12 frák.), Fox 14. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.