Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Blaðsíða 3
20 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 21 Sport Sport * NissandeUd karla í handbolta: 13 mínutur - án Valsmarks vógu of þungt og Haukar sitja einir á toppnum Haukar tryggöu sér toppsætiö í Nissandeild karla í handbolta næstu fimmtíu daga með 19-20 sigri á Vals- mönnum á Hlíðarenda í gær. Haukar hafa tveggja stiga forskot á Fram á toppnum en næstu leikir eru ekki fyrr en eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi. Sex mörk í röö Haukar lögðu grunninn að sínum 12. sigri í deildinni á þrettán mínútna kafla þegar þeir gerðu sex mörk í röð án þess að fá á sig mark og breyttu stöðunni í 9-14 sér í hag. Valsmenn gáfust þó ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn og áttu góðan möguleika á að tryggja sér framlengingu á lokasekúndum en mistókst að nýta síðustu sóknina sína. Það var hvergi gefið eftir í þessum leik í gær sem innihélt tlest það sem góðir handboltaleikir geta boðið upp á. Leiðinlegast var þó að verða vitni að sí- felldu nöldri og mótmælum við ágæta dómara leiksins. Þeirra helstu mistök voru kannski að taka ekki harðar á þessum mótmælum sem gáfu þeim lít- inn vinnufrið allan leikinn. Leikurinn í gær var sá síðasti í fimm leikja törn Hafnarfjarðarliðsins á hálf- um mánuði sem voru tveir Evrópu- leikir, tveir deildarleikir og útileikur í bikamum gegn næstefsta liðinu Fram. Haukar standa uppi sem sannir sigur- vegarar eftir þennan afar erflða háifa mánuð með toppsætið, sætið í undanúr- slitum SS-bikarsins og sætið í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar tryggð. Þessi hálfi mánuður hefur tekið mik- ið á leikmenn Hauka, það sást vel á lyk- ilmanni eins og Halldóri Ingólfssyni, sem var markalaus í gær, og er mér það til efs að Haukaliðið hefði átt mikla möguleika í Hlíðarendaliðið hetöu Vals- menn náð í framlengingu. Liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að komast svo vel í gegnum þessa töm og er til alls líklegt, úthvílt eftir HM-fríið. Óeölileg dómgæsla Valdimar Grímsson nýtti öll átta vlt- in sín i gær og hefur nú nýtt 27 víti í röð í deildinni. Valdimar var ekki sáttur í lokin. „Haukar em efsta liðið í deild- inni og ef þú spilar 13 mínútur án marks þá gerir þú þér lífið leitt. Ég tel að við hefðum átt að komast í framleng- ingu því við vorum klaufar í lokin en mér finnst það óeðlilegt af hverju hornamenn fá ekki víti alveg eins og línumenn þegar farið er í þá. Ég skil þetta ekki hjá íslenskum dómurum því ég er að koma úr alþjóðlegum bolta og hef spilað fullt af landsleikjum og þekki þetta ekki þaðan. Fall er vonandi farar- heill hjá okkur. Við erum með áratuga- reynslu í þessu liði og ég er harður á því að við komum tvíefldir til leiks eft- ir jólafrí, við ætlum okkur stóra hluti og við komum til með að gera þá,“ sagði Valdimar ákveðinn en hann hefur nýtt 37 af 40 vítum sínum í vetur. Snorri Steinn Guðjónsson bjó til sex af vítunum átta fyrir Valdimar, fiskaði tvö og átti fjórar sendingar sem gáfu víti en þjálfarinn Geir Sveinsson fiskaði alls fjögur víti í leiknum. Geir var annars í strangri gæslu Shamkuts. Bjarki Sigurðsson kom mjög sterkur inn af Valsbekknum, skoraði mark, gaf 2 stoðsendingar og stal tveimur boltum á síðustu tíu mínútum sem átti allt mik- inn þátt í að koma Valsmönnum aftur inn í leikinn í lokin. Bjarni erfiöur í markinu Bjami Frostason reyndist Valsmönn- um erfiður í gær og var besti maður Hauka ásamt þeim Rúnari Sigtryggs- syni og Aliaksandr Shamkuts sem stigu varla feilspor í leiknum, hvorki í vöm né sókn, og skomðu saman átta af 11 mörkum liðsins í seinni hálfleik. Saman nýttu þeir félagar 13 af 15 skotum sínum. Þeirra góða skotnýting átti mikinn þátt í því að Roland Eradze, markvörður Valsmanna, varði aðeins 5 skot eftir hlé eftir að hafa varið 11 í fyrri hálfleik. -ÓÓJ Valur-Haukar 19-20 2-0, 3-1, 4-2, 4-4, 6-5, 6-7, 7-7, 8-7, 8-8, 9-8, (9-9), 9-14, 11-14, 12-16, 13-17, 15-17, 15-19, 18-19, 18-20, 19-20. Valur Mörk/viti (Skot/viti): Valdimar Gríms- son, 9/8 (12/8), Markús Michaelsson, 3 (7), Snorri Steinn Guðjónsson, 2 (6), Bjarki Sigurðsson, 1 (1), Ingvar Sverris- son, 1 (1), Geir Sveinsson, 1 (2), Daníel Ragnarsson, 1 (5), Júlíus Jónasson, 1 (6), Freyr Brynjarsson, (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Markús, Bjarki, Geir, Ingvar). Vitanýting: Skorað úr 8 af 8. Varin skot/viti (Skot ú sig): Roland Eradze, 16/1 (36/3, 44%). Brottvisanir: 8 mínútur. Haukar Mörk/viti (Skot/viti): Rúnar Sigtryggs- son, 9/2 (11/2), Aliaksandr Shamkuts, 4 (4), Einar Öm Jónsson, 4 (5), Þorvarður íjörvi Ólafsson, 2_(5), Einar Gunnars- son, 1 (4), Óskar Ármannsson, (2), Jón Karl Björnsson, (2), Halldór Ingólfsson, (5/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4, (Sham- kuts, 2, Einar Öm, Ijörvi). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Varin skot/víti (Skot ú sig): Bjarni Frostason, 21 (38/6, 55%), Magnús Sig- mundsson, 0 (2/2, 0%). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson (7). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Bjarni Frostason, Maukum. Bjarni Frostason varði 21 af 32 skotum Valsmanna utan af velli sem gerir ótrúlega 66% markvörslu. Bjarni varói öll 10 skot Valsmanna I návígjum, það er gegnumbrot (6), af línu (3) og úr hornum (1). Valsmenn skoruóu aðeins á þrennan hátt hjá Bjarna: með langskotum (7), úr vítum (6) og úr hraðaupphlaupum (4). -OÓJ Haukar 13 12 Fram 13 11 Grótta/KR 13 9 KA 13 8 FH 13 7 Afturelding 13 7 Valur 13 6 ÍBV 13 6 385-305 350-290 326-320 332-318 319-293 357-338 312-297 356-346 295- 301 325-340 296- 347 264-422 Stjarnan HK Breiðblik Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, náði ekki að skora úr sínum 5 skotum gegn Valsmönnum í gær en sést hér brjótast fram hjá þeim Júlíusi Jónassyni og Geir Sveinssyni í leiknum. DV-mynd Pjetur Gruber vann - í stórsviginu í Bormio. Hermann Maier tíundi Christoph Gruber frá Aust- urríki vann í gær stórsvig karla í Bormio á Ítalíu. Gruber þessi er lítt þekktur á alþjóða- vettvangi og var þetta fyrsti sigur hans í heimsbikarnum. Hans besti árangur þangað til i gær var annað sætið í risa- svigi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og þá kom hann mönn- um mjög á óvart með árangri sínum. Sigur Gruber sýnir hversu mikil breidd er á meðal Austurríkismanna í skíða- íþróttinni og ljóst hversu mikl- ir yfirburðir þjóðarinnar eru þegar á heildina er litið. Erik Schlopy frá Bandaríkj- unum varð annar og er það einnig árangur sem vert er að taka eftir. Þetta var fyrsti verð- launapeningur sem Schlopy hlýtur á heimsbikarmóti og besti árangur Bandaríkja- manns frá árinu 1983. Binda Bandaríkjamenn miklar vonir við kappann enda hefur hann verið að klifra upp metorðastig- ann í vetur. Svíinn Fredrik Nyberg var þriðji í röðinni og sagði hann að hann hefði viljað sjá betri í árangur í ljósi þess að hann leiddi eftir fyrri ferðina. Hermann Maier varð 10. í gær og þrátt fyrir að hafa ekki halað inn verðlaunapeningana í undanfömum mótum hefur hann enn örugga forystu í sam- anlögðum heildarárangri. Gruber varð á síðasta tíma- bili efstur í samanlögðum ár- angri i Evrópubikarnum og svo náði hann best 11. sæti í heims- bikamum. Þessi 24 ára gamli Austurrikismaður er því greinilega kominn til að vera. -esá Úrslit: Stórsvig karla, Bormio: 1. C. Gruber, Austurr.......2:12,33 2. Erik Schlopy, BNA .......2:12,52 3. Fredrik Nyberg, Svíþjóð . . 2:12,76 4. M. von Grúnigen, Sviss . .. 2:12,94 5. Kenneth Sivertsen, Noregi . 2:13,12 Heildarstaða stórsvigs: 1. M. von Grúnigen, Sviss .. 350 stig 2. Hermann Maier, Austun-. 286 stig 3. H. Schilchegger, Austurr. 219 stig Samanlögð heildarstaða: 1. Hermann Maier, Austurr. 657 stig 2. Lasse Kjus, Noregi......441 stig 3. S. Eberharter, Austurr. . . 417 stig Cristoph Gruber byrjaöi meö rásnúmer 32 en stóö uppi sem sig- urvegari. Reuters Kjör Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins áriö 2000 tilkynnt 28. desember: Á fimmtudagskvöldiö kemur, 28. desember, kynna Samtök íþróttafréttamanna kjör sitt á íþróttamanni ársins 2000. Þetta er í 45. skipti sem samtökin standa að þessu kjöri en Vil- hjálmur Einarsson var fyrstur fyrir valinu ári 1956, í kjölfar silfurverðlauna hans í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbour- ne. Það eru félagar í Samtökum íþróttafréttamanna, alls 23, sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu og hver þeirra velur tíu iþrótta- menn og raðar þeim á lista frá einum upp í tíu. Sá sem hlýtur flest stig samtals er sæmdur nafnbótinni íþróttamaður ársins, sem án nokkurs vafa er æðsta viðurkenning sem íslenskum íþróttamanni hlotnast ár hvert. Hér að neðan má sjá þá ellefu íþróttamenn sem urðu í efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni og er þeim raðað eftir staf- rófsröð. Tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10.-11. sæti og því eru ellefu íþróttamenn á list- anum í ár. Á fimmtudagskvöldið tekur einn þeirra við styttunni glæsilegu sem fylgir nafnbótinni og varðveitir hana í eitt ár. Vilhjálmur Einarsson hefur oftast allra verið kjörinn íþrótta- maður ársins, alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari og sonur Vilhjálms, og Hreinn Hall- dórsson kúluvarpari voru valdir þrívegis hvor. Aðeins tveim kon- um hefur hlotnast þessi nafnbót, Sigríði Sigurðardóttur hand- knattleikskonu árið 1964 og í síð- ara skiptið Ragnheiði Runólfs- dóttur sundkonu áriö 1991. Frjálsíþróttamenn hafa oftast hreppt hnossið, alls 20 sinnum, sundmenn sjö sinnum og næstir 1 röðinni koma handknattleiks- og knattspyrnumenn með fimm útnefningar. Árið sem nú brátt kveður hef- ur fyrir margra hluta sakir verið gjöfult á íþróttasviðinu. íslenskir íþróttamenn hafa skarað fram úr á mörgum sviðum og vakið mikla athygli fyrir afrek sín, bæði hér á landi og erlendis. Miðaö við þann árangur sem náðist á þessu ári má með sanni segja að bjart sé fram undan á iþróttasviðinu á næsta ári. Okk- ar fremstu íþróttamenn hafa lagt miklu vinnu að baki til að kom- ast í fremstu röð og hefur fram- ganga þeirra veriö mikil og góð auglýsing fyrir land og þjóð. -JKS Birgir Leifur Hafþórsson Golf Birgir Leifur hefur veriö um ára- bil einn fremsti kylfingur lands- ins. Hann komst nýlega lengra I keppni atvinnumanna en íslend- ingur hefur áöur gert. Hann vann sér rétt til aö keppa á sex mótum á Evrópumótaröðinni og var hársbreidd frá því aö kom- ast inn á sjálfa mótaröðina. Eiöur Smári Guöjohnsen Knattspyrna Hann lauk síðasta tfmabili meö Bolton á sl. vori. Frammistaöa hans á tímabilinu vakti athygli margra liöa á Englandi en á end- anum var þaö stórliö Chelsea sem keypti hann og hefur aldrei áöur verið greitt jafnhátt verö fyrir íslending. í vetur hefur Eið- ur Smári veriö að leika vel meö Chelsea. Hann er ungur aö árum og framtíð hans björt. Eyjólfur Sverrisson Knattspyrna Eyjólfur, sem er fyrirliöi fslenska landsliösins, hefur getiö sér gott orö meö Hertha Berlín í þýsku Bundeslígunni. Liöið hans var í toppbaráttunni en gaf aöeins eftir fyrir jólafríiö. Eyjólf- ur og samherjar hans í landslið- inu náöu ágætum árangri á þessu ári og m.a. voru Svíar og N-írar lagöir aö velli. Guörún Arnardóttir Frjálsar fþróttir Guörún ienti f 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikun- um f Sydney sem er langbesti árangur sem íslenskur hlaupari hefur náö á Ólympíuleikum. Hún setti íslandsmet á EM innan- húss f 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. Hún stóö sig vel á al- þjóöamótum og varö þriðja á Gullmóti f Monaco. Hermann Hreiðarsson Knattspyrna Hermann gekk í raðir enska úr- valsdeildarliösins Ipswich fyrir tímabilið. Hermann leikur stórt hlutverk í vörn liðsins sem kom- iö hefur hvaö mest á óvart f deildinni. Liöiö er í þriöja sæti í deildinni sem er árangur sem fæstir áttu von á. Hermann hef- ur enn fremur leikiö mjög vel meö íslenska landsliöinu. Kristín Rós Hákonardóttir íþróttir fatiaöra Kristín Rós lét heldur betur aö sér kveða á Ólympfumóti fatl- aöra. Hún vann til fernra verö- launa í sundkeppni mótsins og vakti framganga hennar mikla athygli. Kristín Rós hefur lengi veriö fremst í flokki sundmanna í sínum flokki f heiminum og hefur á sínum ferli sett fjölmörg íslandsmet og heimsmet. Kristján Helgason Snóker Kristján náöi mjög góöum ár- angri á mótum atvinnumanna á árinu. Hann komst í 32 manna úrslit á skoska meistaramótinu en féll naumlega úr leik fyrir stigahæsta manni heims. Krist- ján komst ennfremur í 32 manna úrslit á heimsmeistaramótinu en laut í gras fyrir hinum heims- þekkta spilara Stephen Lee. Ólafur Stefánsson Handknattleikur Ólafur leikur meö þýska liöinu Magdeburg sem er eitt sterkasta liö þar f landi um þessar mundir. Ólafur er einn af lykilmönnum liösins sem lengst af hefur veriö í efsta sæti í sterkustu deild f heimi aö margra mati. Ólafur er tvímælalaust aö leika sitt besta tímabil í Þýskalandi og hefur skoraö grimmt fyrir félag sitt. Rúnar Aiexandersson Fimleikar Besti fimleikamaöur landsins en brást bogalistin á bogahesti á Ólympíuleikunum. Á árinu stóö hann sig vel á mótum á erlend- um vettvangi og bar m.a. sigur úr býtum á heimsbikarmóti og varö þrefaldur Noröurlanda- meistari í fjölþraut og vann alls til fimm verðlauna á mótinu. Vala Flosadóttir Frjálsar fþróttir Sá árangur sem stendur uppi hjá Völu er þegar hún vann til bronsverölauna f stangarstökki á Ólympíuleikunum f Sydney og var þar meö fyrsta íslenska fþróttakonan sem vinnur til verðlauna á Ólympfuleikum. Hún vann ennfremur nokkur al- þjóðleg mót á árinu. Tvímælaust einn besti stangarstökkvari heims. Örn Arnarson Sund Örn lenti f fjóröa sæti f 200 metra baksundi á Ólympfuleík- unum f Sydney sem er frábær árangur. Hann vann síöan tvenn gullverölaun og ein silfurverö- laun á Evrópumótinu f Valencia í 25 metra laug. Örn hefur skapaö sér nafn f sundheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.