Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 4
40 LAU G ARDAGUR 30. DESEMBER 2000 DV Viðtal við Pór Magnússon, fyrrum þjóðminjavörð: Varðveisla til framtíðar - skynsamlegt að vera í samvinnu við aðra Á Þjóðminjasafninu er orðinn til dágóður vísir að tækniminjasafni og undirstaðan í því er ekki síst bílasafnið sem Þór Magnússon, fyrr- verandi þjóðminjavörður, stóð nokkuð fyrir söfnun á. Á meðan viö- gerð Þjóðminjasafnsins stendur yflr eru bílarnir í geymslu en þeir eru í misjafnlega góðu ástandi og sumir langt frá því sýningarhæfir. DV-bíl- ar heimsóttu Þór um daginn og ræddu við hann og kíktu svo aöeins í geymslur Þjóðminjasafnsins til aö sjá hvað þar leyndist. Björgun menningarverðmæta Við byrjuðum á því að spyrja Þór hvemig söfnunin hefði komið til í upphafi. „Þjóðminjasafhið er alls- herjar minjasafn og ætlað að varð- veita menningarsögulegar minjar allt frá fornöld til okkar daga,“ seg- ir Þór. „Menn horfðu lengi til gamla timans, fornaldar og miðalda, þegar Island var einangrað bændaþjóðfé- lag. Þegar ég kom að safninu fyrir um það bil 35 árum var lítið farið að huga að „nýja tímanum", þessari véla- og tækniöld. Mér fannst hins vegar að þráðurinn mætti alls ekki slitna og hafði sjálfur gaman af þeirri frumstæðu tækni sem tók við af mannshöndinni, þ.e. fyrstu vél- tækninni. Þess vegna fór ég fljótlega að hyggja að hvort hægt væri að bjarga einhverju af þessum minjum. 'Bjami Einarsson heitinn var þekkt- ur Fombílaklúbbsmaður og varö fyrstur til að vekja áhuga minn á gömlum bílum. Nokkru seinna kom Pétur Jónsson til starfa á safhinu og við fómm nokkrar könnunarferðir út um landið. Pétur er mikill völ- undarsmiður og hafði sjálfur gert upp gamlan bíl fyrir safnið á Akra- nesi. Áður hafði verið gerður upp gamall slökkvibíll en Pétur gerði upp Víðistaða-Fordinn svokallaða á Þjóðminjasafninu. Hann er búinn að vera að gera upp undanfarið svo- kallaða Steindórsrútu, af Chevrolet- gerð. Yfir þessa bíla var smíðað hérna heima. Pétur fann hluta af svona bíl og það hafa verið dregnir ( í þetta varahlutir héðan og þaðan Hann hefur haft leifarnar af yfir- byggingunni til að smíða eftir en það þarf að smíða ýmislegt alveg upp á nýtt. Pétur hefur lika gert upp gamla dráttarvél fyrir safnið og einnig gamlar bátavélar og fleira." Sérstakur „snjóbill" Þór segir að ef nefna ætti eitthvað sérstakt af því sem safnið náði að varðveita sé gott dæmi einn af gömlu snjóbílunum sem komu hing- að kringum 1930 en hann er af Citroén-gerð. Saga þeirra er sú að hingað voru keyptir fimm eða sex bílar fyrir tiistilli Jónasar frá Hriflu sem fátt lét sér óviðkomandi sem til framí'ara - mætti. verða. Hann liafði frétt að M •; Frakkar,. hefóh smiöað bíl til aö aka í eyðunerkur- sandinum í Sa- hara, með belt- um og rúllum undir að fram- an, og honum datt í hug að hægt myndi eins að aka ^þeim á snjó. Bíllinn sem safnið á er mjög heillegur og rytjur eru tii af öðrum. Þessir, bílar komu hús- lausir og óyfir- byggðir hingað .og hér var þvl smíðað yfir þá Zodiac-bíll Silla, bankastjóra á Húsavík, og Vauxhall Viva eru í mjög góöu ástandi og verða varðveittir eins og þeir eru. Gamli Citroén-snjóbíllinn er í geymslu og bíöur uppgerðar, jafnvel með þátttöku einhverrar góðviljaðrar stofnunar, fyrirtækis eða einstaklings. upp slíku safni í samvinnu við aðrar opinberar stofnanir. Menn hafa tekið vel í það og áhugi er víða en mikla peninga þarf til að koma svona safni á fót og reka það. Það er ekki á færi Þjóðminjasafnsins nema að fá fleiri með sér. Nú er verið að gera upp að- albyggingu Þjóðminjasafnsins og mun það kosta mikla peninga eins og umtalað er. Við fengum þau boð að meðan verið er aö vinna að því þýði ekki að biðja um peninga fyrir tækni- eða sjóminjasafni sem er annar stór draumur. Þess vegna hefur þeirri stefnu verið fylgt að reyna að safna hlutum og koma í stand til að eitt- hvað verði sýningarhæft af þessum Einn af merkilegri gripum safnsins er Elcar-bíll Einars Magnússonar rektors af árgerö 1927. Aðeins komu tveir þannig bílar til landsins og eru mjög fáir til í heiminum í dag. Hann er aö mestu meö upphaflegu sniöi og Þór þarf aö fá í hann varahluti frá Bandaríkjunum. Þessi Ford er liklega 1936 módel, telur Þór, en hann fannst í þessu út- liti eins og margir aörir bílar sem safniö hefur tekið viö. Einnig var til Chevrolet-fólksbíll sem maður gaf safninu, af 1928 árgerð. Hann var þá námsmaður og hættur að nota þetta gamla hræ. Svo gerist það áratugum síðar að hann er þá orðinn betur efhum búinn. Hann hafði alltaf haft taugar til gamla bíls- ins og það varð úr að safniö gerði samning við hann um aö hann tæki við bílnum og gerði upp. Safnið á samt þennan bil áfram, enda stefna safna að láta ekki hluti sem þau hafa einu sinni eignast Samingurinn er þá þannig að einstaklingurinn fær að gera bílinn upp og nota en eftir ákveðinn tíma tekur safnið við hon- um aftur, eða að samningurinn verð- ur endumýjaður. „Þetta held ég að sé skynsamleg stefna, að notfæra sér velvilja einstaklinga og. stofnana í þessu efni. Það er þá betra að vita af tækinu uppgerðu í höndum annarra, hvort sem það er hér syðra eða ann- ars staðar, og aðeins notað í góðu veðri nokkra daga á sumri heldur en að bíllinn standi óuppgerður í geymslu áratugum saman, engum tO en það er merkilegt atriði í bifreiða- sögu íslendinga. „Það væri æskilegt að uppgerð á þessum snjóbil þyrfti ekki að bíða alltof lengi. Margt af því sem safnið á er í mjög slæmu ástandi og alveg óuppgert og vand- séð hvað hægt er að gera upp, enda kostar það mikla peninga. Nú eru líka komnir aðrir sem vinna aö þvi sama, bæði einstaklingar og önnur söfn. Þess vegna er samræmingar þörf í þessum málum,“ segir Þór. Þörf á Tækniminjasafni „Það hefur lengi verið hugmyndin að koma upp tækniminjasafni hér eins og tíðkast víða erlendis. Þessi söfn eru mjög vinsæl meðal almenn- ings og vekja mikla athygli. Ég hef lagt megináhersluna á að við gerum upp vörubíla og venjulega vinnubíla, bUa sem höfðu mikið notagUdi hér á Fróni, einnig algengustu gerðir hinna elstu fóIksbUa. Það er tU dæmis mjög slæmt að enginn skuli vera tU af þess- um elstu Studebaker-strætisvögnum lengur. Líklega væri réttast að koma Hér er Ford 1930-31 vörubíll, hálfuppgerður, en þeir vorú algengir vinnubíl- ar hér á sínum tíma. hlutum þegar sá tími kémur að hægt verði að opna tæknisafn. í okkar féfrý menna þjóðfélagi er auðvitað langÁ" skynsamlegast að hafa 'samvinnu ;um þessi efhi mUli einstaklinga. stofnana og félagasamtaka. Mörg' byggðasöfnin-: ;' erlendis. En við erum dálitlir einstak- gamans.“ „Safnið hefur átt góð samskipti við marga fornbílaklúbbsmenn og ég held að hægt væri að koma upp áhuga- mannahópi um slikt safn eins og víða Pétur er kominn vel á veg meö aö gera upp Steindórsrútuna og um þessar mundir er veriö aö gera upp vétina og gírkassann. hafa til dæmis verið að gera upp Willys-jeppa eða Farmall-trakfbra. Það er ekki mjög skynsamlegt að éiga aöeins fjölmarga Willys-jeppa, þótt þeir hafi verið afar. merkilegir á sín- um tíma, en ekkert annað.“ Samvinna við einstaklinga Þór segir einnig að til séu nokkur dæmi um að safnið hafi átt samvinnu viö einstaklinga og stofnanir um upp- gerð á..gömlum bílum. Gott dæmi um það er forseta-Packardinn svokallaði. lingshyggjumenn og margir vilja bara eiga sitt fyrir sig. Margir áhugamenn sem byrja á að gera upp gamla bíla gefast samt upp á því því að þetta er dýrt gaman og kostar mikla vinnu. En menn gætu líka litið á hlut sem „sinn“ þótt þeir ættu hann í félagi með öðrum. Svo er hitt, áð mörgum ætti að vera ánægja að því að vita að: hlutur sem þeir hafa sjálfir haft taug- ar til sé tryggilega varðveittur ttl framtíðar af opinberu safni.“ -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.