Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 I>V Fyrsta barn ársins er Skagamaður - kom í heiminn tvær mínútur yfir sex - nafnið enn leyndarmál DV, AKRANESI:__________________ Fyrsta barn ársins á Islandi var 14 merkur og 52 sentímetra langur drengur sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi kl. 06.02 að morgni nýársdags. Stuttu síðar, eða kl. 06.03, fædd- ist annað barn ársins eða aldar- innar ef menn vilja telja svo. Var það einnig drengur sem fæddist á Fæðingardeildinni í Reykjavík og var rúmar 16 merkur og einnig 52 sentímetr- ar. Drengurinn á Akranesi er fyrsta barn þeirra Láru Elinar Guðbrandsdóttur, 26 ára félags- fræðinema, og Gunnars Berg- mans Steingrímssonar, 27 ára tölvunarfræðinema. Þau búa bæði á Akranesi, Gunnar er frá Akureyri en hún frá Akranesi. Fyrir á Lára annað barn, Al- exöndru Hlíf Jóelsdóttur, 6 ára. „Sá litli átti að fæðast þann 30. desember á síðustu öld en það er mjög ánægjulegt að eiga fyrsta bamið á öldinni, ekki bara vegna þess að hann er fyrsta barnið á öldinni heldur að hann er bamið manns og það er fyrir mestu að hann er heil- DV-MYND DVO Fyrsta barn ársins Taliö frá vinstri: Alexandra HlífJóelsdóttir, 6 ára, Lára Elín Guöbrandsdóttir, fyrsta barn ársins á íslandi og Gunnar Bergmann Steingrímsson, faöir barnsins. brigður,“ segir móðirin. „Við óskuðum þess innilega að hann myndi koma eftir áramót svo hann ætti afmælisdag fyrst á ár- inu,“ sagði faðirinn. „Ég fór að finna fyrir verkjum seinni partinn á gamlárskvöld og síðan vildi hann koma í heiminn, hann byrjar að koma út kl. 05.55 og er kominn í heim- inn 06.02,“ segir móðirinn. „Við erum stolt af að eiga fyrsta barn aldarinnar. Við vitum ekki enn hvert þetta hefur áhrif á námið, þaö á bara eftir að koma í ljós, ef hann er rólegur og góður eins og hann er núna þá verður þetta ekki mikið vandamál en nám- inu kemur eitthvað til með að seinka, en þetta kemur hægt og rólega. Við erum búinn að ákveða nafnið. Við fórum í gegnum mannanafnaskrána á Netinu og notuðum útilokunar- aðferðina en við gefum það ekki upp hvað hann á að heita,“ sögðu þau Lára Elín og Gunnar, foreldrar fyrsta barns aldarinn- ar. Alexandra, 6 ára systir fyrsta barns aldarinnar, sagði að það yrði ekkert mál fyrir sig að passa hann. -DVÓ ÐV-MYND PJETUR Vala fékk enn eina orðuna Vala Flosadóttir, hin unga fjálsíþróttakona og bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Sidney, varmeðal þeirra fjórtán einstaklinga sem forseti íslands heiöraöi meö riddarakrossi fátkaoröunnar í gær. Fimm þessara hafa starfaö aö málefnum íþróttahreyfingarinnar. Þeir sem þessa heiöurs uröu aönjótandi auk Völu eru: Elín Helga Hallgrímsdóttir, gæöastjóri í Reykjavik, fyrir störf i þágu fiskverkafólks, Elísa Wíum fyrir vinnu að vímuefnavörnum, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, fyrir íþróttastarf, Gunnar Egilsson klarínettuleikari fyrir störf aö listum og menningu, Höröur Ágústsson listamaöur, Jónína Guömundsdóttur, fyrir störf i þágu lamaöra og fatlaðra, Júlíus Hafstein, fyrír störf aö félagsmálum og í opinbera þágu, Kristín Rós Hákonardóttir, fyrir afrekí sundíþróttum, Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli, fyrir störf aö ferðaþjónustu, Páll Pálsson, útgeröarmaður í Grindavík, fyrir störf i sjávarút- vegi og fiskvinnslu, Siguröur Hallmarsson, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, fyrir störf í þágu menningar og lista, Sveinn Áki Lúðvíksson, formaöur íþróttasambands fatlaöra, fyrir störf í þágu íþrótta fatlaöra, Unnur Jónasdóttur, fyrrverandi formaöur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, fyrir störf aö líknarmálum. -JBP Veöriö í kvöld Sóiargangur og sjávarföil REYKJAVIK AKUREYRI ESmSHlMi. Sólariag i kvöld 15.47 15.03 Sólarupprás á morgun 11.16 11.28 Síödeglsflóö 23.58 04.31 Árdegisflóð á morgun 12.23 04.56 Skýringar á veðurtáknum 10°«— HITI -io; VrosT HBÐSKÍRT Oj VINDSTYRKUR 5 metrum á sekúndu IETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKYJAÐ Léttskýjað sunnan og vestan til Norðlæg átt, 5-10 m/s norðvestanlands en 15-23 um landiö suöaustanvert. Snjókoma eða él noröanlands en léttskýjað sunnan og suðvestan til. Frost víða 2 til 7 stig. v,v W/ RIGNING SKÚRIR SLYDDf ^ SLYDDA SNJOKOMA EUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- POKA VEOUR RENNINGUR Ailt eftir v .. aWtóhJ Afram frost Landsmenn þurfa aö klæða sig vel næstu daga því þaö veröur áfram frost en þaö verður þó heldur minna en veriö hefur. Norðlæg átt víða um land Norölæg átt, víöa 8-13 m/s en 13-18 á annesjum austanlands. Él eða snjókoma um landiö norðan- og austanvert en yfirleitt léttskýjaö suövestanlands. Talsvert frost í fyrstu en fer síðan minnkandi. Miðvikuda ■Jiw Vindur: ( viy 8-18 m/s \ S Hiti -2“ «1-7° ' Norólæg átt. Él eóa snjókoma um landló noróan- og austanvert en yflrleitt léttskýjaö suövestanlands. Fimmtudagu Vindur: 8—18 irv'» 't o Hiti -2° til -7” ®Vo® Norölæg átt. Él eöa snjókoma um landiö noröan- og austanvert, léttskýjaö suövestan- lands.Talsvert frost í fyrstu en fer síöan mlnnkandl. Vindur: f 8-18 m/* y Hiti -2” til -7° Norölæg átt, víöa 8-13 m/s en 13-18 á annesjum austanlands. Él eöa snjókoma um landlö noröan- og austanvert en léttskýjaö suövestanlands. DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Frá framkvæmdum viö nýja 40 hektara at- hafnasvæöiö í Bjargslandl. Framsæknar hugmyndir: Egill Skallagríms- son I Borgarnes á nýjan leik DV, BQRGARBYGGD:____________ I Borgarnesi eru uppi framsækn- ar hugmyndir bæði um að efla at- vinnustarfsemi sem fyrir er og hefja nýja. Senn hefjast framkvæmdir við byggingu nálægt 40 íbúða á lóðum sem úthlutað hefur verið. Deiliskipulag fyrir tvær nýjar götur fyrir um 60 ibúða byggð er auk þess í kynningu. Unnið hefur verið rammaskipulag fyrir 40 hektara at- hafnasvæði ofan við Borgarnes sem þarf að vera til reiðu fyrir uppbygg- ingu atvinnulifs í Borgarnesi á næstu árum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að Byggingarvörudeild KB verði með starfsemi sína og Ölgerð Egils Skall- grimssonar með átöppunarverk- smiðju fyrir vín. Er það við hæfi að landnámsmaðurinn hverfi aftur til sinnar heimabyggðar. -DVÓ Rannsókn morðmáls á lokastigi Að sögn lögreglunnar i Kópavogi má búast við því að rannsókn á morðinu á Einari Erni Birgissyni, 27 ára gömlum Kópavogsbúa, ljúki í næsta mánuði. “Vonir standa til þess að þá vérði hægt að senda málið til ríkissaksókn- ara,“ sagði Grétar Sæmundsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögreglunnar í Kópavogi. Atli Helgason, 33 ára gamall við- skiptafélagi Einars Amar, hefúr viður- kennt að hafa orðið meðeiganda sínum að bana í byrjun nóvember en þeir voru nýbúnir að opna saman tiskuvöruversl- un. Að ódæðisverkinu loknu faldi Atli lík Einars Amar en viku síðar benti hann lögreglu á felustaðinn. Ath hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars næstkomandi. Morðvopnið hef- ur ekki fundist. Grétar sagði margar sögusagnir hafa verið í gangi varðandi þetta mál en flestar úr lausu lofti gripn- ar. Ekki er talið að Atli hafi átt sér vit- orðsmann að ódæðisverkinu. Niðurstöður úr DNA-rannsóknum hafa borist frá Noregi en enn bíður lög- reglan annarra tæknirannsókna og á lögreglan von á þeim í janúar. -SMK I Veðrið kl. 6 VÍMj -' ' AKUREYRI snjókoma -3 BERGSSTAÐIR skafrenningur -4 BOLUNGARVÍK snjókoma -4 EGILSSTAÐIR -2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -2 KEFLAVÍK léttskýjaö -3 RAUFARHÖFN frostrigning -1 REYKJAVÍK léttskýjaö -3 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -3 BERGEN snjókoma 1 HELSINKI slydda 1 KAUPMANNAHOFN slýdda 2 OSLO ' STOKKHÓLMUR þokumóða -2 ÞÓRSHÖFN rigning 3 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma 1 ALGARVE súld 16 AMSTERDAM þokumóöa 4 BARCELONA léttskýjað 16 BERLÍN skýjað -1 CHICAGO skýjaö -11 DUBUN skúrir 10 HALIFAX snjóél 1 FRANKFURT rigning 2 HAMBORG frostrigning -1 JAN MAYEN hálfskýjaö -6 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG frostrigning 0 MALLORCA skýjað 15 MONTREAL -10 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -13 NEW YORK léttskýjaö -4 ORLANDO skýjað 0 PARÍS rigning 7 VÍN léttskýjaö 2 WASHINGTON heiðskfrt -8 WINNIPEG heiðskírt -25 BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEOURSTOFU ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.