Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 22
42
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
Tilvera DV
Áföllin hafa duniö yfir Eyjamenn á árinu 2000:
Fjöldi missir lífsviðurværið
DV-MYND ÓMAR GARÐARSSON
Vestmannaeyjar á jólaföstu árið 2000
Fram undan viðist mikit fólksfækkun - eða uppbygging á öflugu byggðarlagi.
Vestmannaeyingar hafa orðið fyrir
ýmsum áfóllum á árinu sem nú er að
líða en það er ekki þar með sagt að
allt hafi lagst á verri veginn. Fyrst
skal nefna að loðnuvertíð síðasta vet-
ur var þokkaleg og sama gilti um
fiskirí framan af árinu. Sumarið var
einstaklega gott og í ágúst var safna-
svæðið á Skansinum vígt en þar er að
fmna stafkirkjuna, þjóðargjöf Norð-
manna til íslendinga i tilefni 1000 ára
kristnitökuafmælisins og húsið Land-
lyst sem byggt var í upprunalegri
mynd á árinu en það er elsta fæðing-
arheimili á landinu. Sjálfur er Skans-
inn virki sem byggt var eftir
Tyrkjaránið á 17. öld. Allt svæðið var
skipulagt sem ein heild og útkoman er
einstök enda fékk Skanssvæðið verð-
laun Ferðamálaráðs fyrir skömmu.
íþróttir gengu vel og var uppskeran
bara nokkuð góð. Og ekki má gleyma
þjóðhátíðinni, sem á sér meira en
hundrað ára hefð í sögu Eyjanna, en
hana sóttu um 10 þúsund manns í
sumar.
Tvö áföll í samgöngumálum
En blikur hafa verið á lofti i at-
vinnumálum i Vestmannaeyjum og
afturkippur hefur orðið i samgöngu-
málum sem skipta eyjasamfélagið
miklu máli. í samgöngumálum var
það mikið áfall þegar íslandsflug
hætti flugi til Eyja. Þar með sat Flug-
félag Islands eitt að fluginu. Afleiðing-
ar voru stórhækkun á fargjöldum og
lakari þjónusta að mati þeirra sem
mikið þurfa að fljúga, en varðandi
hækkunina þarf að hafa í huga hækk-
un á olíu og álagningu flugleiðsögu-
gjalds sem lagt var á flugfarþega fyrr
á árinu.
Annað áfallið var þegar samgöngu-
ráðherra ákvað að bjóða út rekstur
ferjunnar Herjólfs sem tengir Vest-
mannaeyjar við land. Samskip
hrepptu hnossið og eftir sat Herjólfur
hf. með sárt ennið. Þessi niðurstaða
var Eyjamönnum mikið áfall, ekki
síst tilfinningalega, því Herjólfur og
daglegar siglingar við land eru lykil-
atriði í samgöngum Vestmannaey-
inga. Samskip taka við Herjólfi 1. jan-
úar 2001.
Enn hraðari fólksfækkun
Þegar upp er staðið er það atvinna
sem mestu skiptir og þar hefur hallað
undan fæti svo um munar. Sú þróun,
sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi á
liðnum árum og enn sér ekki fyrir
endann á, er samþjöppun í rekstri og
að alltaf þarf færri hendur til að koma
með aflann að landi og vinna hann.
Við þessu er í sjálfu sér ekkert að
segja því hér á landi verða menn að
fylgja þróuninni til að standa sig í
samkeppninni. En þessi þróun kemur
niður á sveitarfélögum sem byggja
allt sitt á fiskveiðum og vinnslu sjáv-
arafla. Það sem blasir við í Vest-
mannaeyjum eins og flestum öðrum
stöðum á landsbyggðinni er fækkun
íbúa með meiri hraða síðustu ár en
sést hefur frá því fólk af landsbyggð-
inni byrjaði að flykkjast til Reykjavík-
ur um og eftir 1940.
Allt sem hér að framan er talið upp
eru staðreyndir sem blasa við þeim
sem vilja sjá, en því miður eru þeir
allt of margir sem stinga haus í sand
og neita að horfast í augu við stað-
reyndir. Fækkun útgerða um og eftir
1990 var álitin liður í hagræðingu í
sjávarútvegi og það sama gilti um
sameiningu fyrirtækja í greininni. í
þessari sameiningarbylgju urðu til
tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum í
stað fjögurra þannig að í ársbyrjun
1992 stóðu eftir ísfélag og Vinnslustöð
en Fiskiðjan og Hraðfrystistöðin
heyrðu sögunni til. Þarna er um sömu
þróun að ræða og á flestum öðrum
stöðum á landinu og þvi miður hefur
ekki alls staðar tekist vel til.
Öflug einkaútgerð hefur frá byrjun
vélbátaaldar verið undirstaða velferð-
ar í Vestmannaeyjum og verður svo
vonandi áfram en nú eru blikur á
lofli. Á síðustu mánuðum hafa þrjár
útgerðir, sem höfðu yfir að ráða sam-
tals fjórum bátum, sameinast öðrum
fyrirtækjum 1 bænum og kvótinn
færður yfir á önnur en hin seld og bát-
um hefur verið lagt í hagræðingar-
skyni. Auk þess liggja flskiskip í höfn-
inni vegna deilna útgerða og áhafna
um kaup og kjör. Þessar deilur eru
talandi dæmi um þær ógöngur sem
samskipti samtaka útgerðarmanna og
sjómanna eru komin í. Þá var bát lagt
nýlega eftir að tekist hafði að veiða
helming aflaheimilda bátsins. Þar
með var útgerðarmaðurinn búinn að
uppfylla skilyrði um 50% veiðiskyldu
og gaf áhöfninni fri það sem eftir lifir
kvótársins, eða til 1. september næst-
komandi.
600 hafa misst framfæri sitt
Fljótt á litið hafa allt að 100 sjó-
menn í Vestmannaeyjum misst störf
sín síðustu misserin og sér ekki enn
fyrir endann á þessari þróun. Það er
óumdeilt að fiskurinn er það afl sem
gefur bæjum eins og Vestmannaeyj-
um líf en þegar vægi minnkar er ekk-
ert til staðar til að fylla upp í það
skarð sem hann skilur eftir. Afleiðing-
in í Vestmannaeyjum er sú að vægt
áætlað má reikna með að hver sjó-
maður gefi af sér a.m.k. tvö störf í
landi og þvl hafa tapast samtals á bil-
inu 200 til 300 störf í Vestmannaeyjum
undanfarið og ef hverjum sjómanni
fylgir þriggja manna fjölskylda hafa
a.m.k. 600 manns, sem er nokkuð hátt
hlutfall í 4500 manna bæjarfélagi,
misst framfæri sitt.
Hér hefur aðeins verið rætt um bol-
flsk en niðursveifla í uppsjávarfiski
hefur haft geigvænlegar afleiöingar í
Vestmannaeyjiun bæði fyrir útgerð og
sjómenn síldar- og loðnuskipanna.
Ástæðan er augljós því Eyjaflotinn
hefur yfir að ráða nálægt fjórðungi
loðnukvótans og flmmtungi síldar-
kvótans. Það er því eðlilegt að hrikti í
og og allt kemur þetta niður á bæjar-
kassanum.
Eigum viö aö hypja okkur?
Flestum hefðu fundist þessi áfoll
næg fyrir eitt bæjarfélag en þama eru
Vestmannaeyjar í sömu sporam og út-
gerðarstaðir allt í kringum landið og
afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja
síðustu daga og vikur gefa ekki
ástæðu til bjartsýni. En ofan á þetta
hafa Vestmannaeyjar séð á eftir ein-
um sinna bestu manna, Sigurði Ein-
Ómar Garðarsson
fréttaritari
arssyni forstjóra ísfélagsins sem lést i
október sl. tæplega 50 ára. Þá stóðu
yflr sameiningarviðræður Isfélags og
Vinnslustöðvar sem bera höfuð og
herðar yflr önnur fyrirtæki í bænum.
Þær runnu út í sandinn og voru menn
missáttir við þá niðurstöðu en það var
niðurstaða engu að síður og töldu nú
Vestmannaeyingar að þar með hefðu
þeir eitthvað til að festa hönd á í at-
vinnumálum.
Það var því mikið áfall þegar frysti-
hús ísfélagsins og vinnustaður rúm-
lega 100 manns varð eldinum að bráð
aðfaranótt 9. desember sl. Hafi óvissa
í atvinnumálum verið umtalsverð fyr-
ir brunann varð hún geigvænleg þeg-
ar kulnaði i glæðunum. Enn liggur
ekki fyrir hvað gert verður í ísfélag-
inu og hvort það rís á ný I sömu
mynd. Þeirri spurningu verður ekki
svarað fyrr en á nýju ári en nýleg yf-
irlýsing stjórnar félagsins um aukna
áherslu á vinnslu á botnfiski gefur
vonir um að frystihúsið verði endur-
reist. Ekki er ólíklegt að það verði í
sameinuðu fyrirtæki Isfélags Vest-
mannaeyja hf. og Vinnslustöðvarinn-
ar hf.
Vestmannaeyingar standa því á
ákveðnum tímamótum um þessi
áramót og þúsaldarskipti. Ekki sér
fyrir endann á fólksfækkun og mik-
ilvægi sjávarútvegs fer minnkandi.
Þetta á við um allt land og sá tími
að sjávarútvegur standi undir
landsbyggðinni er liðinn. Ætli
menn að spyrna við fótum í byggða-
málum er það stærra verkefni en
sveitarfélög og fyrirtæki á lands-
byggðinni ráða við. Boltinn er þvl
hjá stjórnvöldum en ef ætlunin er
að láta heilu byggðarlögin deyja
drottni sínum er það lágmarkskurt-
eisi að láta íbúana vita svo þeir geti
hypjað sig sem allra fyrst.
Velgengni á Vesturlandi árið 2000:
Fegurstu stúlkurnar
Fótfráir
Skagamenn hafa þótt meðal fótfráustu manna landsins um langan aldur.
Þeir urðu bikarmeistarar í ár, en undir lok ársins hótuöu þeir verkfalli.
Þegar litið er yfir atburði ársins á
Vesturlandi má segja að bjart hafi
verið yfir Vestlendingum á þessu ári.
íbúum heldur áfram að fjölga og at-
vinnulíf með miklum blóma. Fjölgun
er mest á Akranesi og i Borgarbyggð.
Allar leiguibúðir sveitarfélaganna eru
í útleigu og mikil vöntun á húsnæði.
Á Akranesi seldust allar lóðir eins og
heitar lummur og nú er verið að
skipuleggja nýtt hverfi sem verður
væntanlega tilbúið með vorinu. Þá er
búið að skipuleggja ný hverfi í Stykk-
ishólmi, Grundarfirði og Borgarbyggð
en þar hafa menn ekki haft undan að
anna eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði.
Fjármál sveitarfélaganna voru í
brennidepli á árinu. Þau fengu í lok
ársins umbun með hækkun á útsvari.
Byijað var á einsetningu grunnskól-
anna á Akranesi og hafist verður
handa við stækkun grunnskólans í
Borgarnesi á næsta ári, allt kostar
þetta sitt og hefur áhrif á þröngan
fjárhag sveitarfélaganna.
Löggæslan skorin niöur
Guðmundur Runólfsson hf. í
Grundarfirði hafði skrifað undir
samning við Kínverja um smíði á
nýju skipi en Kínverjamir settu fram
auknar kröfur og Grundfirðingar
hættu við. Menn biðu í ofvæni eftir
nýju nóta- og togveiðskipi Haraldar
Böðvarsson hf. á Akranesi, Ingunni,
sem átti að koma í byrjun ársins. Því
seinkaði, lengja varð skipið og átti
það að fara af stað heim í byrjun des-
ember. Ekkert varð úr þvi og verður
það afhent í byrjun ársins.
Þjóðarskúta íslendinga, Kútter Sig-
urfari, komst í sviðsljósið. Hann er
mikið farinn að láta á sjá, en fengist
hafa fjármunir til viðhalds. Menn eru
hins vegar ekki á eitt sáttir um hvem-
ig staðið skuli að varðveislu kútters-
ins. Löggæslumál voru í sviðsljósinu
á árinu. Nýtt stjómsýsluhús var vígt í
Stykkishólmi. Það leysti vanda
Grundfiröinga sem fengu gömlu lög-
reglustöðina sem Óli Þ. Guðbjartsson,
þáverandi dómsmálaráðherra, hafði
sent Hólmurum.
Sýslumaðurinn í Borgamesi var óá-
nægður með skerðingu á framlögum
til embættisins þrátt fyrir aukna um-
ferð. Hann sagði að kannski væri best
að fá pappalöggur. Á sama tíma fékk
sýslumaðurinn á Akranesi auknar
fjárheimildir til að vega upp halla
undanfarinna ára. Vegagerðin réð
smala til reynslu í nokkrar vikur
vegna fjölda búíjárslysa. Eftir reynslu-
tímann settust menn niður, funduðu
og skomðu á Vegagerðina og sam-
gönguráðherra að girða i þau göt sem
eru víðs vegar á Vesturlandi.
I byrjun desember var sérsveit rík-
islögreglustjóra kölluð til Akraness til
að handtaka mann sem hafði brotist
inn í Harðarbakarí.
Fegursta konan
Nokkur stórmenni heimsóttu Vest-
lendinga á árinu. Hæst ber þó heim-
sókn forseta íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, og heitkonu hans, Dorrit
Moussaieff, til Snæfellsnes þar sem
þau vöktu mikla hrifningu og fór vel
á með þeim þótt ástin hafi blossað
heitar síðar í Indlandi.
Ung sveitastúlka úr Leirár- og
Melasveit, Elín Málmfríður Magnús-
dóttir, var kjörin Ungfrú Vesturland
og síðar Ungfrú ísland og er það ann-
að árið í röð sem stúlka af Vestur-
landi er kjörin Ungfrú ísland. Þar
með var það sannað að vestlenskar
konur em með afbrigðum fallegar og
vel vaxnar auk þess að þær em gáfað-
ar.
Brunamál í ólestri
Brunamál vora nokkuð í sviðsljós-
inu á árinu. Slökkviliðsstjórinn í
Gmndarfirði kom einn á bmnastað
þegar kviknaði í versluninni Tanga,
Grundfirðingar settust niður, ræddu
vandamálin og lögðu fram hugmyndir
sem verið er að vinna úr. Þá valt
gamli slökkvibíllinn í Grundarfriði í
útkalli en á næsta ári fá Grundfirðing-
ar nýjan og öflugan slökkvibíl eins og
Skagamenn. Síðar kom í ljós að
slökkvistöðin á Akranesi er ekki
brunavarin.
Ferjan Baldur steytti á skeri á
Breiðarfirði, engin slys urðu á fólki
en ferjan var á aðra viku frá meðan
verið var að gera við hana. Um ára-
mótin taka svo Sæferðir við rekstri
hennar.
Það skiptust á skin og skúrir í
verslun eins og gengur og gerist,
verslanir vom lagðar niður, aðrar
sameinaðar og nokkrir stórir komu
inn á markaðinn. Fjórða matvöru-
verslunin á Akranesi tók til starfa í
sumar þegar Nettó var opnað og versl-
unarmiðstöðin Hymutorg var opnuð í
lok nóvember í Borgarnesi með níu
verslunum og þjónustuaöilum og fékk
KB stærsta plássið.
Það hitnaði víða hjá Vestlendingum
á árinu. Hitaveita Stykkishólms tók
til starfa og í Búðardal voru fyrstu
húsin tengd hitaveitu. Þá urðu skipu-
lagsbreytingar hjá Akranesveitu sem
urðu til þess að Magnús Oddsson
veitustjóri sagði upp störfum eftir að
hafa sýnt mikinn dugnað og elju við
fyrirtækið.
Ólafsvíkingar fengu nýtt íþróttahús
í lok ársins og elsti Hólmarinn, Svava
Oddsdóttir, varð 100 ára þann 6. des-
ember. Þá urðu umskipti í starfi
stúkustarfs á Akranesi. Stúkan Akur-
blóm varð lögð niður vegna lítillar
endumýjunar og eldri stúkufélagar
vildu leggja niður stúkuna með reisn
og gáfu stórgjafir við starfslok til ým-
issa félaga og stofnana. Þá var Leifs-
hátíð haldin dagana 11.-13. ágúst til
Daniel V. Ólafsson
fréttaritari
að minnast 1000 ára afmælis Vín-
landssiglinga Leifs Eiríkssonar. Þá
sagði Stefán Jónsson upp starfi sínu
sem sveitarstjóri Dalabyggðar og við
tók Einar Mathiesen í febrúar.
Stækkun og stækkun
Vel hefur gengið hjá Norðuráli á
Grundartanga. Þar eru framkvæmdir
í fullum gangi við stækkun úr 60.000
tonna ársframleiðslu í 90.000 tonn og
við það bætast 50 ný störf á vormán-
uðum. Fyrirtækið hefur farið fram á
stækkun úr 90 þúsund tonnum í 300
þúsund og er framkvæmdin í um-
hverfismati. Rekstur íslenska járn-
blendifélagsins gekk ekki vel á árinu,
meðal annars vegna lágs verðs á kísil-
jámi. Bjarni Bjarnason forstjóri sagði
upp og ráðinn var nýr forstjóri, Frank
Björklund, 43 ára vélaverkfræðingur
frá 'Noregi. og tólf starfsmönnum var
sagt upp. Blikur era á lofti í rekstri fé-
lagsins.
íþróttamenn á Vesturlandi voru
iðnir við kolann á árinu. Skagamenn
urðu bikarmeistarar í knattspymu en
urðu að láta 5. sætið duga í íslands-
móti. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir,
sundkona á Akranesi, tók þátt í
Ólympíuleikunum í Sydney og Einar
Trausti Sveinsson úr Borgarnesi náði
ágætisárangri á Ólympíuleikum fatl-
aðra á sama stað. Þá var i sumar tek-
inn í notkun nýr, glæsilegur 18 holu
golfvöllur á Akranesi og verða stór-
mót á honum á næstu árum.
Undirritaður óskar Vestlendingum
gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir
samstarfið á liðnum ámm og vonar að
á næsta ári verði jafn bjart yfir Vest-
urlandi og á þessu ári.