Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 3
Flestir spyrja sig að því einhvern'tímann á lífsleiðinni hver þessi Guðrún Bjarnadóttir sé. Yfirleitt er Guðrún þessi dóttir Bjarna á hæðinni fyrir ofan eða læknaritari á Borgarspítaíanum. Pað sem færri vita er að stelpan með sérstaka andlitið sem þeir eru alltaf að sjá í sjónvarpinu og blöðunum og jafnvel á hvíta tjaldinu, sú stelpa er líka Guðrún, dóttir Bjarna. Q3ITI3H 90 Slct Sl aldinu Guðrún hefur unnið sér það til frægðar að leika í litlu stórmyndinni 101 Reykjavík, lék þar stelpugreyið sem varð vottur að rofnum samfórum í eigin partii en lét svo huggast af strokum og ljúfmælgi aðalpersónunn- ar Hlyns. Nú síðast lék hún í einum af fimm þáttum Villiljóss, Mömmu- klúbbnum. Þess á milli spókaði hún sig fyrir framan myndavélar auglýs- ingagerðarmanna. Guðrún fjarlægir augasteinana úr skólabókunum og segir aðeins frá sjálfri sér. Hún er að læra undir síðbúin jólaprófin í Kvennaskólanum og viðurkennir að vinkonuhópurinn hafi verið fullötull á djamminu meðan á verkfalli fram- haldsskólakennara stóð. Fékk tækifærið upp í hendurnar Hvernig kom þaó til að þú lékst í 101 Reykjavík? „Ég var að vinna í sjoppu á Grund- arstígnum og þangað kom Baltasar oft og sumir leikaranna með honum. Svo fékk ég allt í einu hringingu frá umboðsskrifstofunni Casting og var beðin um að koma í prufu sem ég fór í og fékk hlutverk," segir hún með mjög svo afslappaðri rödd sinni. Og hvernig var að leika á móti öll- um þessum frœgu leikurum, fékkstu ekki minnimáttarkennd? „Jú, reyndar, en ég reyndi bara að hlusta á það sem leikararnir sögðu mér um það á hverju leikurinn bygg- ist. Þetta var rosalega undarlegt fyrst. Ég hef haft áhuga á leiklist siðan ég var lítil og skrýtið að fá svona tæki- færi upp í hendurnar, ef svo mætti segja," viðurkennir Guðrún, en sín fyrstu skref á sviði steig hún í upp- færslu nemenda Kvennó. En Villiljósshlutverkið, fékkstu það vegna frammistöðunnar í 101 Reykjavík? „Nja, það var aftur hringt i mig og ég fengin í prufu. Mér gekk mjög illa í henni því ég var svo taugatrekkt. Þess vegna var ég mjög hissa á að komast í aðra prufu og fá hlutverkið," svarar hún samviskusamlega. Guðrún segir auðveldara að gleyma myndavél- inni sem rúllar við upptökur á myndum en fólkinu sem fylgist með í prufum. Minni áhugi á auglýsing- um Hvernig er svo að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu? „Rosalega skemmtilegt og skrýtið. Þegar ég sá Villiljós hló ég miklu meira en aðrir í salnum af því að ég tengdi sumt við eitthvað sem gerðist í tökunum." Ertu orðin rík á þessu? „Reyndar ekki. Ég fæ nú miklu meira fyrir að leika í auglýsingunum, en áhuginn er ekki jafnmikill á þvi." En nú hljóta margir að þekkja and- litið þitt, finnurðu ekkert fyrir frœgó- inni? „Nei, ég tek litið eftir henni. Ég fæ kannski einhverjar spurningar um myndirnar og fólk horfir meira á mig, en þetta er jú lítið land." Guðrún útskrifast í vor en er ekki alveg viss um hvað tekur við að lok- inni útskriftarferð til Kritar. „Mig langar til að reyna að komast í leik- listarnám hér heima og ef ég kemst ekki inn þá langar mig að ferðast, kannnski vinna fyrir Rauða kross- inn. Hinir árlegu framadagar há- skólans verða haldnir í næstu viku í Háskóla- bíói. Þar geta nemendur á há- skólastigi mætt og kynnt sér starfsemi ýmissa íslenskra fyrir- tækja með von um framtíðarstarf en oft verður handagangur í öskjunni þegar góð störf eru í boði. „Þetta er mjög sniðugt því þarna geta nemendur fengið upplýsingar um öll helstu fyrirtæki landsins á einum stað. Það eru 38 fyrirtæki nsrnsnQUi ii3 sem taka þátt í ár en þau hafa aldrei verið fleiri. Á síðasta ári fluttu framadagarnir úr Þjóðarbók- hlöðunni og yfir í Háskólabíó þannig aö það er mjög mikil eftir- spurn eftir að fá að vera með," seg- ir Arnar Björnsson, markaðsstjóri framadaga. Stór og þekkt fyrirtæki Framadagar er árleg uppákoma hjá íslenskum nemendum á há- skólastigi. Það var árið 1995 sem þeir voru fyrst settir af stað að er- lendri fyrirmynd. Þetta eru at- vinnulífsdagar háskóla á íslandi þar sem stúdentum gefst kostur á að kynnast íslenskum fyrirtækjum og starfsemi þeirra. „Þetta eru allt stór og þekkt fyrirtæki sem eru með. Þarna verða meðal annars helstu fjármálafyrirtækin, Lands- bankinn, Búnaðarbankinn, EJS, Tæknival, íslensk erfðagreining, DELTA og svo má lengi telja." Hefur oft komiðfyrir aðfólk kom- ist í draumastarfið eftir framadag- ana? „Já, það er erfitt að segja hve oft það kemur fyrir en ég veit að það hefur gerst að fólk hefur komist i mjög góð framtíðar- störf í gegnum þetta." Slegist um nemendur Framadagarnir byrja 30. janú- ar með fyrirlestri og næstu tvo daga verða fleiri fyrirlestrar bæði í Háskólabíói og Odda. Svo koma fyrirtækin 2. febrúar og setja upp kynningarbása og verður hægt að koma í leit að góðri vinnu milli klukk- 4 an 10 og 16.30. Veróur slegist um & góða nemendur? „Það er aldrei að vita," segir Arnar. „Eyrirtækin verða með umsóknir á staðnum sem fólk getur fyllt út. Svo taka þeir þá í við- tal sem þeim líst vel á. Fyrirtækin gera nátt- úrlega sitt besta til að höfða til þeirra nem- enda sem þeir vilja krækja í." e f n i Egill Andri Bollason: Hinn íslenski James Hetfield? Bardi og Henrik: Tilgangslaus sjónvarpsþáttur Dr. Gunni: Allir vilja verða öryrkjar Kvikmyndagerðarmaðurinn Toffi: Islensk nýbylgja í heimildarmyndum Jennifer Lopez: í vandræð- um með rassinn Hljómsveitin Metallica: Hvað gerist eftir Jason? íslenskir trommuleikarar: Þöglu týp- urnar aftast á sviðinu íslenskur HTV-sjúklingur: Skuggi yfir fjöiskyldunni 1 f 10 ?¦?¦¦! Cast Awav frumsvnd Forgarður heivitis snvr aftur Noinjn.er eipn iskóajnym Gafst upp á Listahgskóíanum ífóku f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Hari af Toffa ytm/'Mpf^MMiiúi^ii^iaiiláÉt*- »mtiii, 11 ul í i l i i ,.'.;. iilii-t.ii i.'.:.,.;;, .•:..,•.. .;íUUI..Í, 26. janúar 2001 fókus :';.......iMÚÍIÍiiíuUim.i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.