Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Síða 4
f Ó k U S 26. janúar 2001 Henrique Garcia eltir kennarana sína á röndum með diktafón og notar kommentin þeirra í tónlist sína eða stuttmyndir. Þegar flett er í Símaskránni kemur í Ijós að James nokkur Hetfield er skráður með síma á Blönduósi. Fókus lék forvitni á að vita hvort þetta væri sá sem skipar fjórð- ung hljómsveitarinnar Metallica og sló á þráðinn. Búkhl og veður- ---• Á heimaslðu Henrique, http://www.henriqueg- arcia.50megs.com, er geisladiskurinn Dvergur í ríki furstanna auglýstur til sölu fyrir 500-kall. Nú þegar hafa 20 manns fjárfest í list þessa unga tón- listarviðundurs, aðallega stelpur og kennarar. Þegar Fókus kýldi á kaðalinn til stráksa var hann í óðaönn að þurrka af sér dauðar skinnflygsur eftir hressandi steypibað, 10 mínútum seinna er hann fús til að spjalla. „Ég byrjaði fyrir ári að læra á hljómborð og semja lög en bjóst ekki við að aðr- ir gætu haft gaman af þeim. Svo spil- aði ég á síðasta jólaballi í skólanum (Álftamýrarskóla) og áhorfendur voru svo hrifnir að ég ákvað að búa til geisladiskinn," útskýrir Henrique. Hann hefur samt ekki alltaf verið svo vel liðinn af samnemendum og kenn- urum því hluti af tónlistarsköpun hans felst í upptökum af samferða- mönnum sínum, oft án þeirra vit- neskju, sem hann notar svo fyrir grunn i lögum eins og Kjúklingadans- aranum. Gestasöngvari í laginu Veó- urfréttir er líka enginn annar en Ari Trausti veðurfræðingur sem veit nú sennilega minnst um þetta nýjasta múv sitt 1 poppheiminum. „Ég var bara að taka upp auglýsingar úr sjón- varpinu og svo komu veðurfréttir. Ég átti einmitt svo veðurfréttalegt lag þannig að ég notaði það og bætti inn nokkrum stunum til að láta talið passa við tónlistina,“ segir Henrique og veltir því fyrir sér hvort ekki sé rétt að senda Ara eintak af diskinum. Sjálfur er Henrique ekki mikill söng- fugl en segir mörg lögin innihalda búkhljóð sem hann getur ekki einu sinni sjálfur leikið eftir en náði ein- hverju sinni að framkalla í viðurvist frumstæðra upptökutækja sinna. Tit- ill frumraunarinnar ber sama heiti og nýjasta þrekvirkið í stuttmynda- gerð stráksa. „Ég hef gert yfir 200 kvikmyndir... eða alla vega 150. Sum- ar eru grínmyndir, aðrar hryllings- myndir og sumt er ekki einu sinni hægt að kalla myndir,“ segir hann um þetta sex ára gamla hobbí sitt og kveðst hvergi nærri hættur. Hen- rique á ekki langt að sækja hæfileik- ana því hann upplýsir með glöðu geði að sérstætt nafn sitt hefur hann frá portúgölskum föður sinum, en sá er mikil sjónvarpsstjama í heimalandi sínu og Henrique heimsækir hann hvert sumar. Hinn húnvetnski James Hetfield heitir þegar allt kemur til alls Egill Andri Bollason og er meira að segja fluttur til Akureyrar. James? „Já.“ James Hetfield? „Já.“ Ég sá nafniö þitt í Símaskránni og langar aö vita hvernig á því stendur að James Hetfield býr á Blönduósi: „Vá, það eru greinilega allir að lesa Símaskrána. Þetta er bara smá djók. Ég og vinur minn vorum að skrá frelsisnúmerin okkar í Síma- skrána. Vinur minn er á sjó en lét setja að hann væri listamaður og myndhöggvari. Mér datt í hug að segjast heita James A. Hetfleld og það vár ekkert mál. Síðan er fullt af fólki að hringja í mig,“ segir Egill Andri Bollason, nítján ára Hún- vetningur sem reyndar flutti til Ak- ureyrar á síðasta ári og býr þar í dag. Alltaf að fá SMS „Þetta eru aðallega pissfullir gaurar sem hringja um helgar. Ég samt ánægðastur með að það skuli tvær stelpur vera búnar að hringja. Svo fæ ég helling af SMS frá hinum og þessum. Það er einhver gaur sem er alltaf að senda mér skeyti. Hann skrifar á ensku og er alveg sann- færður um að ég sé hinn eini sanni James Hetfield. Ég sendi honum alltaf SMS til baka á ensku og leyfi honum bara að halda það áfram.“ Einkanúmerið HETFLD Ertu mikill Metallica-aödáandi? „Já, ég er búinn að halda upp á hana í sjö ár, á allar diskana henn- ar og einhvern helling af smáskíf- um.“ Kœmi til greina að biöja um nafnabreytingu á Hagstofunni? „Nei, það kemur nú ekki til greina að ganga svo langt. Mig lang- ar samt til að fá mér einkanúmerið „HETFLD“ eða „TALICA" á bUinn minn.“ Veistu hvort fleiri frœgðarmenni veróa meö símanúmer á Blönduósi í nœstu Símaskrá? „Ég veit það ekki fyrir víst. Vin- ur minn er að spá í að skrá hina gaurana í Metallicu," segir Egill Andri og segir það sjálfsagt að hann myndi árita Metallica-diska ef hann væri beðinn um það, „sem James Hetfield. Ekkert mál.“ „Það sem er að gerast hjá Ensími núna er að við erum nýlega búnir að gera demó af nýjum lögum og erum að spá í þau þessa dagana. Við erum ekki enn búnir að setja dagsetningu á það hvenær við forum í stúdíó til að taka upp plötu því við erum að velta okkur upp úr þessum nýju lög- um núna. Við erum eiginlega að skríða úr dvalanum eins og birnim- ir, svangir í leit að hunanginu,“ seg- ir Franz Gunnarsson gítarleikari. „Við erum að pæla í því að halda tónleika á næstunni til að prufa nýja efnið og sjá hvað fólki finnst. Reyndar höfum við prófað tvö ný lög á þessum fáu tónleikum sem við höfum spilað á undanfarið og þau hafa fengið ágætisviðtökur," segir Franz sem býst við að umræddir tónleikar verði í lok febrúar eða mars ef af veröur. „Þetta myndu verða einu tónleikar okkar á næst- unni, við erum búnir að vera frekar latir og rólegir undanfarið. Það var líka gott að taka pásu um síðustu jól því við vorum á fullu fyrir tvenn Hljómsveitin Ensími hefur nýverið lokið við að taka upp demó af lögum sem hugsanlega fara á nýja plötu. Hún stefnir jafnvel að tónleikum í febrúar til að sjá hvernig efniö leggst í fólk. síðustu jól og þetta er náttúrlega bölvuð þrælkunarvinna að standa í þegar menn eru í fullri vinnu með fram.“ Franz segir að Ensimi eigi fullt af lögum í pokahominu og af þeim séu nokkur sem muni pottþétt fara á plötu. „Annars erum við búnir að vera að svipast um eftir æfingahús- næði því við höfum verið eiginlega óstarfandi eins og margir aðrir vegna aðstöðuleysis í borginni. Ástandið virðist bara fara versn- andi.“ Hvernig eru svo nýju lögin? „Við erum meira að leggja áherslu á tölvuna núna, við erum auðvitað að velta þessum lögum fyr- ir okkur þannig að það er erfitt að benda á einhverja tónlistarstefnu en þetta verður alla vega Ensím- irokk.“ Hvaö er annars aö frétta af með- limum hljómsveitarinnar, eru ekki einhverjir krakkar á leiðinni og svo- leiöis? „Jú, menn em búnir að vera að koma sér fyrir I borginni og fjöl- skyldulífernið farið að svífa yfir. Það góða er að við erum famir að færast nær hver öðrum, núna búum við allir á Reykjavíkursvæðinu í fimm mínútna ökufæri í stað þess að vera dreifðir úti um allt eins og áður,“ segir Franz. Erum úr dvalanum Like lceland Mr. James

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.