Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 6
Þátturínn Konfekt er íslenskur menningar- og listaþáttur sem hefur göngu sína á Skjá einum þann 3. febrúar. Þaö eru ekki ófrægari menn en þeir Barði Jóhannsson, Henrik Baldvin Björnsson og Sindri Páll Kjartansson sem standa á bak við þáttinn sem verður sýndur á laugardögum kl. 21.30 og endursýndur á sunnudögum og mánudögum. Algjörlega t gangslaus þáttur „Við sækjum í klassískt þema þó við setjum þetta fram á ný- stárlegan máta," segir Barði. „Lista- og menningarþátturinn Konfekt á að fjalla um listir og menningu i Reykjavík og víða um heim," segir Sindri. „Við verðum að kynna okkur menn- ingu i Reykjavík, París og Havana en aðallega í Reykjavík þó," bætir Barði við. París og Havana „Það verður viðtal við einn listamann í hverjum þætti og auk þess verður myndlistar- og tón- listargagnrýni, listrænir leik- þættir, uppákomur í sjónvarpssal eða úti í bæ og ýmislegt fleira," segir Sindri Páll. „Ég mun bregða mér á sýningar erlendis en mest- megnis höldum við okkur hér- lendis," segir Barði. „Ég hef heyrt að það sé mikil tenging milli Havana og Reykjavikur og ég ætla að kynna mér það en einnig ætla ég að skoða menning- arlega staði í París." Finnstykkur vanta umfjöllun um menningu og listir? „Nei." Þannig aö það er kannski engin þörfá svona sjónvarpsþœtti? „Nei, ekki nokkur," segir Hen- rik. „Algjörlega án tilgangs," bætir Barði við. Kameran bilaði „Barði og Henrik fengu þessa hugmynd og pizzuðu henni að mér. Svo fórum við þremenningarnir upp á Skjá einn og sögðum þeim að hér væri snilldarþáttur kominn og þeir ættu vinsamlegast að kaupa þetta," segir Sindri. Umsjónar- menn þáttarins verða þeir Barði og Henrik en Sindri Páll er pródúsent. Einhverjar skemmtilegar sbgur af tökum? „Það var nú ansi skemmtilegt þegar við vorum að láta manninn vaða í sjó," segir Sindri. „Æ, það var nú svo sem ekkert skemmti- legt, honum var bara svolítið kalt. Þann sama dag bilaði kameran og það var nú fyndið," segir hann og hlær. „Já, það var magnað," tekur Þeir Henrlk, Barðl og Slndri eru aöstandendur sjónvarpsþáttarins Konfekt á SkjáEinum. Sindri er reyndar bak viö myndavélina en hlnir tveir eru þaö sem þeir vilja kalla sjónvarpsstjörnur. Barði undir. „Þá fór ég og sótti aðra kameru," segir Sindri. „Það var mjög góð uppákoma og við hlógum lengi að því," hlær Barði. „Eitt sinn var ekki til handheldur mæk þannig að við urðum að nota mækinn á vélinni. Okkur þótti það líka fyndið." Ekta artí-fartí Strákarnir eru sammála um að hér sé kominn ekta artí-farti þátt- ur. „Það hefur lengi loðað við lista- menn að það sé erfitt að skilja þá. Við ætlum því að reyna að túlka það sem þeir hafa fram að færa og förum yfir alla listaflóruna," segir Barði. Sindri bætir við að það megi ekki gleyma leikþáttunum. „Við erum búnir að vera að taka töluvert af listrænum leikþáttum upp og fengum Leikfélag Mosfells- bæjar til að túlka þessa þætti," seg- ir Barði. „Þetta er áhugaleikfélag sem hefur áhuga á leiklist sem er meira en hægt er að segja um mörg önnur leikfélög," segja þeir. Barði bætir því við að það sé ekki að sjá að þarna sé áhugaleikhópur á ferð. „Margir þeirra eru hreint út sagt framúrskarandi og án efa bestu óuppgötvuðu leikarar lands- ins." Hvernig gengur að vinna saman? „Það er syolítið pirrandi hvað þeir eru óstundvísir strákarnir," segir Baröi. „Þetta hefur samt ailt gengið áfallalaust fyrir sig," segir Sindri. Skiki Dr. Gunna uicryiim wm um Öskaástand mannskepnunnar er að gera ekki neitt. Við erum því alltaf að strita til þess eins að hafa efni á að gera ekki neitt. Þetta er eilífðarvél lífsins, eilífðarvélin inni í okkur. Þessa eilíföarvél hefur fólk á takteinum þegar það heilsast á götu og spyr: Jæja, ekki alltaf nðg að gera? Þjóðin slítur sig frá volgu bælinu til að gera eitt- hvað svo hún hafi efni á húsi og sjónvarpi. Dagur- inn hefst á því að gera ekki neitt í húsinu (sofa), svo er eitthvað gert (unnið) og dagurinn endar með því að gera ekki neitt fyrir framan sjónvarp- ið. Svona rúllar þetta þangað til hin eftirsótta helgi kemur; þá er ekkert gert í tvo daga. Ekki einu sinni skítarönd Ef maöur gerir eitthvað nðgu lengi hefur maður efni á að gera ekkert í langan tíma, t.d. að drolla rorrandi á erlendri strönd eða slugsa í íslenskum bústaö og grilla. Ef maður er ekki þv! meiri letingi er vont að lenda í vinnu sem ekkert er að gera í. Þá kemur hökt í eilífðarvélina og tíminn silast áfram. Það er vont. Ég fékk einu sinni ðmurlega sumarvinnu við að ræsta I vélsmiðjunni Héðni. Það tók klukkutíma en vinnuskyldan var 10 tímar. Ég hékk þv! I hvarfi og vonaöi aö karlarnir fengju skitu eða helst að matareitrun legðist á mannskapinn. Þá hefði ég haft eitthvað að gera. En kariarnir voru kattþrifnir og umhverfisvænir og ég fékk ekki einu sinni skítarönd til að kljást við. Þetta var því hörmung og ég var hættur eftir tvo mánuði. Helst á tíminn nefnilega að þjóta áfram þegar maður er í vinn- unni en hann á að mjakast Sfram þegar maður er að slaþþa af. Hver kannast ekki við setningar eins og helgin bara flaug úr höndunum á mér, eða sumarfríiö var ekki fyrr byrjað en þad var bú/'ð? Alltof oft líður þó tíminn of hratt þegar maður er ekki að gera neitt. Setningar eins og Dagurinn viö færibandiö bara flaug úr höndunum é mér og fyrr en varbi var ég kominn heim að góna á LeiOarljós eru því sjaldgæfari. Lufsast á moldargólfi I byrjun aldarinnar þurfti fólk að vinna jafn mikiö og dráttarklárar og komst sjaldan! þá aðstöðu að geta gert ekki neitt. Himnaríki Biblíunnar þðtti því eftirsóknarvert: aö fá að voma að eillfu í því frábæra elliheimili með stóru strákunum og gera faktískt ekki neitt nema að góna a dýrðina. Lítið stðð til boða þá sjaldan fólk átti frí. Menn lufsuðust f mesta lagi í hóp á moldargðlfi og lásu upphátt úr Biblíunni við Ijóstíru eða riðu út eða hver öðrum. Svo kom sem hetur fer rafmagn og nú höfum við aldrei haft fleiri möguleika til þess að gera ekki neitt. Eins og um síbustu aldamðt horfum viö nú bjartsýn fram á við. Framtíöin hlýtur að verða björt fyrst mannkyn- inu tókst að þrauka enn eina ðldina. Einn daginn vonumst viö til að þurfa ekki að gera neitt fram- ar, að við getum bara verið í fríi þar til viö deyjum og verðum ekki neitt. I viðjum þægindanna Á allri síðustu öld var þróunin í þá átt að gefa okk- ur fleiri tækifæri til að gera ekkí neitt. Allt þokað- ist sífellt í þá átt að gera okkur lífið léttara. Hér tala ég auðvitað ekki um „okkur" sem allt mann- kynið heldur okkur sem vorum svo stálheppin að fæöast á Vesturlöndum. Hvert sem litið er má sjá merki um þessa þróun. Þú þarft ekki að labba upp stiga því það er lyfta. Þú þarft ekki aö elda, maturinn kemur tilbúinn úr örbylgjuofninum. Þú þarft ekki aö passa börnin þin, annaö fólk sér um það fyrir þig. Þú þarft ekki að hugsa, þara stilla á góða stöð. Þú þarft ekki að velkjast í nístandi til- vistarkreppu og hugsa kvíðinn um stjarnfræðilega smæð þína I alheiminum, þú færð þér bara pillu. Dyr opnast sjálfkrafa fyrir þér. Ég stóð sjálfan mig að því nýlega að verða hálfhissa og fúll að þurfa að ýta á hurð til að komast út úr byggingavöru- verslun. Ég var byrjaður á kvörtunarbréfi þegar ég Uþþgötvaði að ég var orðinn fangi í viöjum þæg- indanna og hætti snarlega að skrifa. Þægindi er málið. Þægindi er lausnarorð samtímans og keppikefli. Og ef fram fer sem horfir verður ástandið svona árið 2100. Öryrkjar í alfleti Árið 2100 verður loksins kominn botn í öryrkja- málið því þá verðum við öll orðin að löggiltum öryrkjum. Orðið „öryrki" verður þv! fjarlægt með lögum úr íslenskunni. Meðalþyngd íslend- Hvað heldur manninum gangandi? Hvað rekur hann á lappir á morgnana? Mun hann enn þá nenna á lappir eftir eina öld? Dn Gunni reynir að svara þessum spurníngum að fara ! og úr vinnu. í alfletinu verður búið aö pakka öllu sem við „þurfum" i dag i eitt tæki. Alfletið veröur það sem i dag kallast íbúð, kló- sett, isskápur, rúm, tölva, sjónvarp, sími o.s.frv. í Elko (sem þá heitir Beri Beri eftir sam- runann við Bónus, BT-tölvur, Rúmfatalagerinn og Ikea) veröur hægt að fá tvær tegundir: deluxe alfleti meö innbyggðum Taílendingi og venjulegt. Frábær útópía Eftir elna öld verður meöalþyngd ís- lendlnga 200 kg og lífslíkurnar 200 ár. inga verður 200 kg og lífslíkur 200 ár. Almennt samþykki verður nefnilega um það á Vestur- löndum að spikfeitt sé fallegt og eintóm geð- veiki sé aö sporna við eðlilegri spikmyndun. Stórfenglegar uppgötvanir deCODE munu svo lengja meðalaldurinn. Hver og einn liggur i al- fletinu sinu og nennir aldrei út úr því, enda lít- ið að sækja undir bert loft nema eiturgufur frá álverksmiðjum sem verður búið að troöa út um allt og stingandi augnaráö pólskra verkamanna I þessu alfleti liggjum við svo og hreyfum ekki annað en puttana á alfjarstýringunni og kjammana til að tyggja gúmmilaöið sem taí- lenskir innflytjendur keyra heim að dyrum (ef við eigum bara venjulegt alfleti - i deluxe-útgáf- unni mata Taílendingarnir okkur líka). „Vinnan" okkar fer fram fyrir hádegi. Þá millifærum við á milli reikninga, sýslum með bréf, tékkum á því hvað aðrir öryrkjar eru að gera í sínum alfletum og skoðum klám. Eftir hádegi horfum við á al- skjáinn fram á kvöld. Þar fáum við ýmsa skemmtun og siöast en ekki síst alls konar mikilfenglega þekkingu sem veröur undirstaða alls í þessari frábæru útópíu. Allir sjá að þessi framtíöarsýn er rökrétt og endanleg útkoma sé miðað við þróunina á sið- ustu öld og væntingarnar í dag. Það segir sig svo auðvitað sjálft að árið 2100 verður gamla eilífðarvélin okkar breytt. Bilið milli þess að gera eitthvað og gera ekki neitt verður horfiö og við gerum ekkert. Punktur. Svona verður þetta þangað til blanka innflutta fólkiö sem sér um að moka skítinn undan okk- ur gerir uppreisn og rekur okkur fituhlunkana úr alfletunum. Það dreymir að sjálfsögöu líka um að veröa sílspikaðir öryrkjar og gera ekki neitt. f Ó k U S 26. janúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.