Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 10
4 Það er nóg að gerast hjá Jennifer Lopez þessa dagana. Nýjasta myndin hennar, Wedding Planner, verður frumsýnd vestanhafs í lok mánaðarins og önnur sólóplatan hennar J.Lo kom út í vikunni. Trausti t Júlíusson hlustaði á plötuna og kíkti á feril Jennifer sem einmitt tók sæti Britney Spears sem kynþokka fyllsta kona heims á árlegum lista breska blaðsins FHM nýlega. I Jennifer Lopez vakti athygli í Bretlandi fyrir skemmstu fyrir að setja fram mestu prímadonnukröfur sem sést hafa í 37 ára sögu Top of the Pops-þáttar- Ins. Hún seglst stefna á aö giftast Puff Daddy á næstunni þrátt fyrir oröróm um að hún ætli að sparka honum. Lagið Love Don't Cost a Thing með Jennifer Lopez hefur fengið "* mikla spilun í útvarpi og á popp- sjónvarpsstöðvunum að undan- förnu. Lagið er tekið af nýju plöt- unni hennar sem var að koma í verslanir. Jennifer Lopez er fædd í Bronx, New York 24. júlí 1970. Hún er af suður-amerískum uppruna, foreldrar hennar eru Púertóríkan- ar. Hún hóf ferilinn með því að leika 1 söngleikjum, sem sameinaði tvö helstu áhugamál hennar, leik og söng. Hún vakti fyrst athygli sem leikkona þegar hún lék 16 ára í kvikmyndinni My Little Girl. Síð- an. tók við tímabil þar sem hún vann mest í sjónvarpi og kom líka fram í myndböndum, þ. á m. með Janet Jackson og framtíð- - arunnustanum Puff Daffy. Kyikmyndaferillinn fór af stað fyrir alvöru þegar hún lék í mynd- inni Money Train með Woody Harrelson og Wesley Snipes árið 1995. í kjölfarið komu myndir eins og Jack (með Robin Williams) og Anaconda (með Ice Cube og Eric Stoltz). Hún er samt sennilega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Selena í samnefndri mynd frá 1997 þar sem hún lék söngkonuna sem var ein helsta stjarna suður-amer- ískrar tónlistar vestra, en féll fyrir hendi morðingja. Hún fékk lika góða dóma fyrir hlutverkið i Out of Sight og í fyrra lék hún svo í mynd- inni The Cell. Söngferillinn og Puff Daddy—~ ^-.N Árið 1999 ákvað Jennifer að ein- beita sér- að söngferlinum. Fyrsta smáskífan hennar, U You Had My Love, sló í gegn bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu. Fyrsta stóra plat- an hennar, On The 6, (sem heitir eftir línu 6 i neðanjarðarlestarkerfi New York-borgar, en þá línu tók hún niður á Manhattan þegar hún var lítil stelpa í Bronx) og smáskíf- an Waiting for Tonight sem fylgdi í kjölfarið seldust líka mjög vel og sýndu að hún var liðtæk söngkona ekki síður en leikkona. Síðan hefur Jennifer verið mikið í sviðsljósinu. Hana prýðir senni- lega frægasti afturhluti síðustu ára, hún var kosin konan með flottasta rassinn fyrir nokkrum árum og alla tíð síðan hefur boss- inn fengið óskipta fjölmiðlaathygli og umfjöllun, Jennifer til nokkurr- ar mæðu. Nú síðast viðurkenndi hún samt að hún ætti i sífellt meiri erfiðleikum með að hemja útþenslu afturendans. Hún er líka sífellt í fréttunum sem kærasta Bad Boy rappstjörnunnar Puff Daddy, ekki síst þegar þau skötuhjúin voru handtekin eftir skotbardaga á næt- urklúbbi á Manhattan í desember '99. Jennifer var sleppt án ákæru 14 tímum eftir handtökuna en rétt- arhöldin yfir Puff Daddy standa einmitt yfir þessa dagana i New York. Hann er ákærður fyrir að bera ólögleg vopn og fyrir mútur. Þær sögur hafa reyndar gengið undanfarið að Jennifer væri um það bil að sparka Puffy, en sé það rétt þá er það a.m.k. ekki neitt sem parið vill að spyrjist út, því Jenni- fer gaf Puffy nýlega 40 þúsund doll- ara demantshring til að staðfesta sambandið og veita honum móralskan stuðning í réttarhöldun- um. Þau hafa líka tilkynnt að gift- ing standi fyrir dyrum og að hætti Madonnu á hún að fara fram í Bretlandi. 10 búningsherbergi, takk Það vakti mikla athygli í Bret- landi fyrir skemmstu þegar Jenni- fer mætti í Top of the Pops til aö mæma tvö lög. Top of the Pops er yfirleitt tekinn upp með lifandi hljóðfæraleik og söng og hefur nokkra sérstööu að því leyti, en þegar stærstu nöfnin eiga í hlut er stundum svindlað og mæm leyft. Það er ekki nóg með að Jennifer hafi fengið leyfi til að mæma, held- ur setti hún nokkur önnur skil- yrði. Hún heimtaði tíu búningsher- bergi fyrir sig og sextíu manna fylgdarlið sem m.a. innihélt þrjá meistarakokka sem hún tók með sér frá Bandaríkjunum. Herbergin áttu öll að vera skreytt með hvítum blúndum og hvitu brönugrasi og hönnuðirnir 11 sem hún tók með sér innréttuðu þau með hvítum húsgögnum og hvítu silki. Allt þurfti að vera nákvæmlega eins og hún vildi, niður í smæstu smáat- riði. Mörgum þótti þessar kröfur, sem eru þær ýktustu i 37 ára sögu Top of the Pops, vera fullmiklar fyrir upptöku á sjö mínútna efhi, en þetta virkar greinilega þvi að smáskífan Love Don't Cost a Thing fór beint í fyrsta sæti breska list- ans. Talsmönnum TOTP þótti rétt að taka fram að Jennifer sjálf hefði borgað herlegheitin en ekki BBC. Salsapopp og r&b Nýja platan er sambland af r&b og latin-poppi, hröðum lögum og ballöðum. Hún er unnin af sömu upptökustjórunum og unnu á On The 6. Cory Rooney á heiðurinn af flestum lögunum en auk hans eru menn eins og Ric Wake og r&b meistarinn Rodney „Darkchild" Jerkins með puttana á tökkunum. Svo á Puffy sjálfur líka heiðurinn af tveimur lögum. Jennifer verður víst seint kennd við nýjungar eða frumlegheit í tónlistinni, en fyrir þá sem vilja poppið sitt létt og leik- andi þá er J.Lo full af vel gerðum smellum sem sjálfsagt eiga eftir að glymja í eyrum útvarpshlustenda um víða veröld á næstu mánuðum. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr. plötudómur Ýmsir flytjendur s Ymsir flytjendur - s ¦ Ovæntir bólfélagar /Motorlab 1 *** Ovæntir bólfélagar IMotorlab 2 ***i gerist ef maður bl « Óvæntir bólfélagar er nafniö á uppákomum sem haldnar hafa verið á vegum Tilraunaeldhússins síöustu tvö ár. Á síðasta ári voru þessi kvöld styrkt af Reykjavík menningarborg 2000 og hald- in einu sinni! mánu&i. Hugmyndin á bak viö kvöldin er, eins og kunnugt er, að leiða saman ólíka listamenn og fá þá til þess að starfa saman eina kvöldstund. Þannig leiddu á síðasta ári saman krafta sina t.d. Magn- ús Pálsson myndlistarmaður og hljómsveitin Stilluppsteypa, orgelkvartettinn Apparat og með- limir úr Radíóamatörafélaginu, Megas og Gjörn- ingaklúbburinn, Múm og Sjón, Dr. Gunni og Guð- bergur Bergsson, svo nokkur dæmi séu tekin, auk þess sem tónlistarmönnum úr ólíkum áttum var stefnt saman til að vinna ákveðin verkefni. ^ Sem dæmi um það ma nefna spunaverk Hispurs- ™ lausa sextettsins og Helvítis gítarsynfóníuna. Árangurinn af þessu samstarfi var misáhuga- verður. Sumt gaf af sér skemmtilega hluti sem án þessa inngrips hefðu sennilegast aldrei orðið til en annað virkaöi ekki eins vel. Útkomuna af nokkrum af þessum kvöldum má heyra á tveimur nýútkomnum geisladiskum, Motorlab 1 (þessi rauði) og Motorlab 2 (þessi græni), sem hvor um sig inniheldur efni frá nokkrum stefnumóta liðins árs. Fyrri diskurinn byrjar á hálftíma broti af stefnu- móti Magnúsar Pálssonar og Stilluppsteypu sem í heild sinni varði á þriðja tíma. Ég get ekki dæmt um upplifunina í Iðnó þegar verkið var flutt (það var umdeilt!) en á disknum reynir þetta dalítið á þolinmæðina. Hljóðinnrásir Stilluppsteypu eru að sönnu mjög tilkomumiklar og sándin flott en les- inn texti Magnúsar heyrist illa og heildin gerir sig ekki alveg. Næsta stykki, sem er samstarf kammersveitarinnar Caput, Hilmars Jenssonar, Úlfars Haraldssonar og Jóhanns Jóhannssonar, er líka þokkalegt en nær ekki alveg aö halda at- hyglinni. Seinni hluti disksins er að mínu mati mun betri. Ruslahauga-dýrð Hispurslausa sextettsins er gott dæmi um flottan spuna. Þar er leikið á hljóð- færi, búin til úr iðnaöardóti, og útkoman er eftir því: mögnub tðnlist sem minnir á kóflum helst á vélsmiðju á háannatíma. Sömuleiöis er gemsa- synfónían Telefónía, sem á plötunni er stjórnað af Curver, flott. Telefónían var fastur liður á Til- raunaeldhúskvöldunum. Hún var þannig fram- kvæmd að ákveðið símanúmer var auglýst í saln- um, gemsaglaðir gestir hringdu í það og skildu eftir skilaboð. Skilaboðin voru svo tekin inn í tölvu og spiluð í hátölurum í salnum og þar voru svo hljóðnemar sem tóku upp úr hátölurunum þannig að úr varð stöðugur endurhljómur. Telefónían tókst misvel en hér skilar samstarf þeirra Andrews McKenzie (sem bjó til forritið), Jóa í Lhooq og Bibba Curver flottri útkomu. Seinni diskurinn hefst á söngleiknum Kisu eftir Sjón og Múm, sem var fluttur af Múm, Völu Þórs- dóttur leikkonu og Ásu Júníusdóttur söngkonu ásamt strengjasveit. Eins og við var að búast af Múmurum er tónlistin flott og hún skilar sér enn betur á diskinum en í Kaffileikhúsinu á sínum tíma. Orgelkvartettinn Apparat er svo næstur ásamt TF3IRA sem eru meðlimir í Radíóamatörafélag- inu, undir stjórn Ingarafns Steinarssonar mynd- listarmanns. Þetta eru þrjú ágætis verk, rólyndis- legt orgelpopp með skemmtilegum hljóðeffekt- um. Big Band Brútal klárar svo Motorlab 2 með þrem- ur noise-verkum sem voru framin undir splatter- teiknimyndum Hugleiks Dagssonar. Ofbeldi teiknimyndanna er sett i hljóðþúning og kemur vel út, sérstaklega í fyrsta stykkinu. Á heildina litið eru þessir diskar góð og vel þeg- in heimild um Óvænta hólfélaga ársins 2000. Út- koman er kannski ekki alltaf eins óvænt og mað- ur hefði vonast eftir en samt má finna mjög flotta hluti inn á milli á báðum þessum plötum. Trausti Júlíusson „Á heildina litið eru þess- ir diskar góð og vel þegin heimild um Óvænta bólfé- laga ársins 2000. Útkoman er kannski ekki alltaf eins óvænt og maður hef ði von- ast eftir en samt má finna mjög flotta hluti inn á milli á báðum þessum plötum." I 'IE f Ó k U S 26. janúar 2001 I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.