Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 11
Metallica hefur tap- að bassaleikaran- um öðru sinni, þó ekki á jafn sorgleg- an hátt og í fyrra skiptið. Ástæðurn- ar eru af ýmsum toga, að hans sögn einkamál, persónu legar og læknis- fræðilegar. Hvað um það, hann er farinn og Kristján Már Ólafsson sér ekki að gaurinn úr Móralnum komi í Hljómsveltin Metallica hefur gengiö í gegnum súrt og sætt frá því að fyrsta platan kom út áriö 1983. Er nú svo komiö aö hún hefur misst tvo bassaleikara en segist enn ætla aö halda ótrauö áfram. Nýr kafli eða endalok? staðinn - er þetta búið? Það er orðinn spölur síðan ég sem ungur rokkari tók upp úr póstkröfu- sendingu plötuna Ride the Lightn- ing með Metallicu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að kaupa. Félagi minn hafði lesiö einhverja lofgjörð einhvers staðar og ég rak augun í þennan titil á útsöluverði og sló til. Umslagið lofaði góðu (slíkt spilaði alltaf rullu í þá gömlu góðu) og kassagítarplokkið sem opnaði plötuna var vissulega ómfagurt. Þeg- ar rafmagnsgitararnir tóku síðan við skildi ég hvorki upp né niður og það ástand viðhélst lengi vel, en þeg- ar ég náði áttum var ég breyttur maður. San Francisco Bay Area Það var í upphafi níunda áratug- arins að nokkrir bólugrafnir ung- lingar í San Francisco komu saman í þeim göfuga tilgangi að stofna hljómsveit. Danskur frændi okkar fór bak við settið, tennislúðinn Lars Ulrich, James nokkur Het- field, sló rytmagítar og þandi radd- bönd, hippinn Cliff Burton, sem að öllum líkindum fæddist í gallafatn- aði, tók upp bassann. Aðalgítarleik- ararnir urðu nokkrir áður en mexíkóskur þjófur að nafni Kirk Hammett fékk starfið. Árið 1983 plötudómar kom út fyrsta platan og hét hvorki meira né minna en Kill’em All og á slíðrið var prentuð einhver tor- ræðasta tilvitnun allra tíma: „Bang That Head That Doesn’t Bang“ R. Burke. Velkominn á hælið Ef Ride the Lightning flækti mann í netið þá afgreiddi Master of Puppets mann endanlega. Hún kom út þegar ég var 14 ára og við félag- amir vorum alveg horfnir inn í þann furðuheim sem opnaðist með Metallicu og minni spámönnum í þessari bylgju sem kallaðist víst speed eða trash metal. Orð þessara manna voru lög og ég minnist þess að hafa haft eftir kjaftaskúmnum Lars Ulrich að Metallica myndi aldrei gefa út myndbönd eða neitt annað sem félli undir „sell-out“. Þau heit voru nú reyndar rofin og þegar verst lét sendi hljómsveitin meira að segja frá sér málningardósir! En þegar verið var að kynna Masterinn þá barasta dó Cliff Burton. Drengimir vom á ferð um Skandinavíu, voru ömgglega í Sví- þjóð, þegar rútan sem þeir ferðuð- ust á valt út af veginum og bassamaðurinn varð undir henni. Nýgræðingurinn Jason Skarðið var fyllt með Jason Newsted og ný plata gerð, ... and Justice for Áll, frábær plata en merkilegt þó að á henni heyrist varla bassi. Hlýtur aö vera frábært að koma inn nýr og ferskur, sem og hægt og hijótt. Ástæðan var víst að það þurfti pláss fyrir trommumar. Þegar ég hlusta á plötuna í dag þá er hljóðheimurinn 50% trommur - fannst ekkert athugavert við það þá en finnst þaö ankannalegt í dag. Siðan var þetta eiginlega búið, þeir seldu skrattanum sál sína og gerðu biksvarta poppplötu. Hún fékk sína spiiun en maður var kominn út i þyngri sáima og fannst þeir auk þess orðnir of mikil al- mannaeign. Það er eitt merkilegt við þá rokkmenningu sem ég lifði; við vildum ekki að hetjumar yrðu vinsælar, vildum eiga þær fyrir okkur og þaö viðhorf er hugsanlega enn við lýði. Síðan komu Load og Reload og shitload af peningum. Einhver snillingur klykkti út í dómi sínum á Load með orðunum: „This Album is a Load Alright and It Doesn’t take Beavis and Butthead to Figure Out a Load of What.“ Ekki gaman að vera í Metallicu í dag er plötusalan talin í tugum milljóna og allt sem að rekstrinum lýtur álíka risavaxið, Metallica er stórfyrirtæki og einn framkvæmda- stjórinn var að segja af sér. Ástæð- urnar segir hann margþættar; einkamál, persónulegar og læknis- fræðilegar, svo ég þýði nánast beint upp úr yfirlýsingu. Hann er sem sagt orðinn leiður á tuðinu í kellingunni um að hann sé aldrei heima, leiöur á tuðinu í Lars Ul- rich yfirhöfuð og síðan er hann orðinn tjónaður af öllu rokkinu. Ég gæti líka trúað að það væri ekkert svo skemmtilegt að vera í Metall- icu orðið, Napster-málið hefur síst orðið þeim til framdráttar, það er orðin talsverð óvild í garð sveitar- innar vegna þess, og síðan eru þeir náttúrlega orðnir gamlir. Það skiptir svo sem litlu þó hann hætti. James Hetfield er snillingur- inn í þessu bandi og hefur alltaf verið. Þeir sem eftir standa hafa ákveðið að halda áfram og, svo vitnað sé í Lars, „takast á við þá spennandi áskorun að láta Metall- icu skína skærar en nokkru sinni fyrr“. Ég óska þeim góðs gengis við það en er um leið sannfærður um að það tekst aldrei. hvaöf fyrir hvernf skemmtileqar staöreyn dir niöurstaöa ★★★★ Fiytjandi: The Cinematic Orchestra piatan: Remixes 98-2000 Útgetandi: Ninja Tune/Japis Lengd: 49:10 mín. Cinematic Orchestra er djasshljóm- sveit sem J. Swinscoe setti saman og gaf út plötuna „Motion" á Ninja Tune áriö 1999. Þessi plata er safn af rem- ixum sem þeir geröu á árunum 1998-2000 og inniheldur m.a. endur- vinnslu þeirra á lögum með Faze Act- ion, Kenji Eno, Les Gammas og DJ Kr- ust. Þetta er raftónlist, endurunnin af djasshljómsveit og ætti að höfða bæöi til raftónlistarunnenda og djassista. Það er algengt að raftónlistarmenn djassi upþ tónlistina en Cinematic Orchestra hefur þá sérstöðu að það er alvöru-fullmönnuð djasshljðmsveit sem spilar með raftónlistinni. Jason Swinscoe byrjaöi aö spila á gít- ar þegar hann var unglingur. Hann hef- ur I tímans rás mótast af hardcore- pönktónlist (NoMeansNo), nútíma- djassi og kvikmyndatónlist, svo eitt- hvað sé nefnt. Cinematic Orchestra er öflug tónleikasveit og hefur m.a. spil- að undir meistaraverkum þöglu mynd- anna á kvikmyndahátíðum. Þetta er sannkallaö eyrnakonfekt. Þessi 7 lög eru flest róleg en mögnuð - og hvert ööru flottara. Margir þekkja remixið af Re-Arrange meö DJ Krust sem er algjör snilld. Rest hinna lag- anna gefa því lítið eftir. Þetta er allt of flott tónlist til þess að láta hana fram hjá sér fara. Ég skora á ykkur að hlusta! trausti júlíusson ★ ★★ Fiytjandi: No Angel Platan: Dido Útgefandi: BMG/Japis Lengd: 51:58 mín. Fyrsta plata breskrar söngkonu sem heitir því einfalda og þægilega nafni Dido. Stúlkan vann mikiö meó bróður sínum, Rollo, í Faithless áður en hún tók að troða þessa einherjaslóð. Útlit er fyrir að hún hafi tekið rétta ákvörð- un, ekki síst eftir að Eminem tók upp á því að rappa yfir lagið Thank you. Þetta er afskaplega mjúk og þægileg tónlist, einfaldar grunnmelódíur, vafð- ar I léttar, rafrænar Bristol-umbúðir og bornar uþþi af seiðandi rödd Didoar. Talandi um röddina þá hugsa ég sífellt um hana Söruh McLachlan þegar ég hlusta á þessa plötu og þori að ábyrgi- ast að þeir sem fíla verk hennar kunni við þessa. Lagið Thank you samdi Dido til kærastans síns sem hímir stilltur heima á meðan hún flækist um heim- inn. Hún hefur viðurkennt að hafa fundist textinn jaöra við að vera klígju- væminn en það aftraði ekki Mathers marskálki frá þvl að nota viðlagið. Mjúkur inn við beinið kannski.. Það er afskaþlega auðvelt að falla fýr- ir þessari tónlist og sjá I gegnum fing- ur við hana með skortinn á frumleik- anum. Öll vinnsla er leyst fullkomlega af hendi og vönduð, spurningin er bara um hversu vel lagasmlðarnar ganga upp. Á heildina litið gera þær það ansi hreint vel - fln plata. krlstján már ólafsson ★ ★ Fiytjandi: True Steppers piatan: True Stepping Útgefandi: BMG/Japis Lengd: 44:32 mín. True Steppers eru þeir Jonny L. og Andy Lysandrou. Þeir eru þekktastir fyrir lagið „Out Of Your Mind" sem Vict- oria Beckham Kryddpía söng með þeim. Meðal annarra gestasöngvara á plötunni eru Dane Bowers, táninga- stjarnan Brian Harvey, breska soul- söngkonan Kele Le Roc og Toþ Cat. Þetta er svona sambland af popptón- list og uk garage-danstónlist. Sum lög- in eru hreint popp, önnur ekta uk gara- ge en flest einhvers staðar þarna á milli. Platan hangir saman á sándinu sem er hlaðið gervilegum effektum, eins og vocodernum í „Out Of Your Mind". Jonny L., annar True Steppers, er þekktari sem drum & bass-tónlistar- maðurinn Jonny L. Hann byrjaði I hardcore-tónlistinni árið 1992 en þró- aðist slöan út I d&b og er þekktastur fyrir plötuna „Magnetic", sem kom út á XL áriö 1998, og lagið „Piper" af henni. Þessar rætur hans heyrast vlða á plötunni. Það besta á þessari plötu eru uk gara- ge-lögin. Sum þeirra, t.d. „Boooo!" og „Beng Beng", eru piýðileg dæmi um breska danstónlist, tónlist sem gæti ekki verið frá neinu ööru landi. Samt er þvl miður allt of mikið af vafasömu poppi og lélegum söngvurum inn á milli til þess aö þetta dæmi gangi uþp sem heild. traustl Júlíusson ★ ★★ Fiytjandi: At the Drive-in piatan: Relationship of Command Útgefandl: Grand Royal\Skífan Lengd: 147:37 mín. At the Drive-in eru rokktuddar, alcjir á gresjum Texasríkis og fermdir I El Paso. Þeir hafi klifið jafnt og þétt til metorða I gegnum látlausa spila- mennsku og vinnusemi og þannig verða alvöruböndin til. Þetta er þriðja breiðskífan, held ég fari rétt með þaö, og sú fyrsta fyrir Grand Royal-útgáfu Beastie Boys. Strákarnir hafa kveikt nýjan neista I rokkkreðsunni og I kjölfarið farið sem eldur í sinu um heiminn. Tónlistin er beinskeytt og öflug - pönkblandað emorokk. Ég hugsa til Perry Farrells og félaga I Jane's Addiction án þess að það sé til vansa og síður en svo er leiðum að líkjast. Næringarinnihaldið I brúnu eggiunum sem slæðast stundum með I eggja- bökkunum er þaö sama og I einni pylsu með öllu. Eldurinn og ástríðan sem loga I þess- ari plötu gera hana það sem hún er. Hér eru engar nýjar lausnir upphugs- aðar heldur gömlum og góðum gildum steypt saman og þau framreidd af llfi og sál. Ég er ekki nándar eins upprif- inn og þeir sem mest slefa en velkist þó ekki I vafa um að hér fer feikifín plata. kristján már ólafsson t 26. janúar 2001 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.