Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 12
Þeir eru hafðir aftast á sviðinu. Fæstir pæía í þeim nema aðrir trommarar og stelpur sem heiilast af takt- festunni og stæltum upphandleggsvöðvunum. Þeir eru dularfullir, oftast fjallrólegir og ekki mikið að ota sínum tota. Þeir hafa kontrólið því ef trommarinn klikkar þá klikkar allt. Margrét Hugrún fór á stúfana og komst undir skinnið á nokkrum frægustu trommurum landsins. typurnðr Búinn að skemma sig á trommuleik „Kosturinn viö að vera trommari er að fá að vera aft- ast. Það veitir ör- yggistilfinningu eins og gott dömubindi. Maður fær að sitja aftast og vera með mesta hávað- ann. Samt er ég að fara í r ö n t g e n - myndatöku á eftir af því ég er búinn að skemma mig m e ð trommuleik - klemmdar taugar og sinavesen eitfhvað. Þetta er alveg stórhættulegt sport. Ég hef slegið mig í augun og puttana, brotið kjuða og hann hefur flogið í gítar- leikarann. Það stórsér á Pétri Hall- gríms og Guðna Finns eftir sam- spil okkar í gegnum tiðina. Þeir eru aHir í örum. Einu sinni var ég að spila með spænskri pönkhljóm- sveit sem hét Arbol, það þýðir við- ardrumbur. Með henni sprengdi ég' í mér hljóðhimnuna af því spænsk- ur hávaði er svo rosalega hávaða- samur. Hún grær samt aftur. Fólk ætti eiginlega að vera með hjálma, öryggisgleraugu og í asbestbúning- um þegar það er að spila á tromm- ur. Þetta getur verið lífshættu- legt," segir Addi alvarlegur í bragði. Hvaða trommari er kúl? „Ég hefði verið til í að vera Ríngó. Ríngó hlýtur að vera skemmtilegasti maður í heimi. Ef maður skoðar myndir af honum sér maður að hann er algjórt frík. Maður sem tekur með sér ferða- tösku, fulla af bökuðum baunum, til Indlands hlýtur að vera skemmtilegur." Þú ert ekki bara trommari, er það? „Nei, ég er líka Evrópumeistari 2000 í myndlist. Er með masters- gráðu frá fimm skólum í Evrópu. 1 raun lifi ég þreföldu lífi: vinn á auglýsingastofu á daginn, tromma á kvöldin og svo er ég alvarlegi myndlistarmaðurinn á nóttunni. Þetta er ógeðslega gaman. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég amatör-malbikari, ætti litla mal- bikunarvél og valtara og svo myndi ég bara malbika á kvóldin. Ég vann í malbikun í 16 sumur og þannig myndaðist þessi ástriða gagnvart malbikinu. Ég hefði bara haft áhuga á malbiki ef mamma hefði ekki gefið mér trommusett þegar ég var 9 ára. Það var frábært en ég mátti samt ekki spila á það heima af því það bjó nuddkona við hliðina á okkur. Svo ég fór með trommusettið mitt inn í svefnher- bergi til ömmu og stillti því upp við hliðina á rúminu hennar og sat svo bara þar og spilaði á meðan amma sat frammi og prjónaði. Þannig að þetta er eiginlega þeim að þakka, mömmu og ömmu." Arnar Geir Ómarsson, Addi kjuði, trommari i Ham, Funkstrasse, Bikarmeisturunum, Rass o.fl., nú meó Agli Sœbjörns- syni og i hljómsveitinni Strið og friður. Ttommarar eru ruddar „Ég var 10 ára þegar ég byrjaði að spila á trommur. Þá eignaðist ég sneril og það var meira að segja Eg- ill Ólafsson sem gaf mér hann. Ég tók þátt í að tromma með í einhverri sýningu sem var sett upp í leiklist- arskólanum og í framhaldi af því gaf Egill mér snerilinn. Svo fór ég í tíma til Guðmundar Steingríms. Það var æðislegt að vera í tímum með hon- um. Hann söng alltaf trommutakt- inn. Mér fannst hann alltaf flottast- ur. Fyrsta hljómsveitin sem ég var svo í hét Útópía, minnir mig, en hún lifði ekkert lengi. Við vorum þrír i tví f a r a r henni og pabbi eins átti Smárakaffi. Við löbbuðum stundum þangað og fengum franskar. Þegar ég kom í gaggó stofnuðum við band sem hét Flýra og Björk var fengin til að vera söngkona. Við vorum 13-14 ára. Ég man ekkert hverslags tónlist við spiluðum en ég held þó að við höfum samið hana sjálf. Björk var fengin til að syngja af því hún hafði verið barnastjarna á undan," segir Kor- mákur. sem gengur meira að segja svo langt að hafa títilinn trommu- leikari grafinn á platta á útidyra- hurðinni hjá sér. ** Magnús Gelr Þóröarson leikhússtjórl. Jafet Olafsson, framkvæmdastjórl Veröbréfastofunnar. Ja, þessir tvífarar eiga nú hreint ekki margt sameiginlegt, eða hvað? Magn- ús Geir Þórðarson er spútnikkinn í íslensku leikhúslífi og hefur verið það mörg undanfarin ár. Hann sló í gegn sem leikstjóri fyrir nokkrum árum og var ekki lengi að heilla fólk svo aö honum var boðin leikhússtjórastaðan i Iðnö. Jafet Ólafsson er eiginlega hinum megin á kortinu. Hann er einn af holdgervingum nýrra tíma og siða í viðskiptum á íslandi sem framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar. Þeir félagar eiga það allavega sameiginlegt að hafa sterkar skoðanir á því sem þeir fást við og tjá sig óspart opinberlega. Hvort þeir væru til í að skipta er aftur á móti önnur saga og líklega nokkuð sem þeir verða að ræða sín í milli. Finnst þér trommarar vera öðru- vísi en aðrir? „Ég var að lesa bókina Rock Bott- om þar sem ein frægasta yfir- grúppía allra grúppía segir frá kynnum sínum af alls konar popp- urum. Lýsingarnar á trommurun- um eru rosalegar. Bæði Keith Moon og Jon Bonham fengu sína kafla í bókinni. Þeir voru víst helvítis ruddar. Þegar þeir voru að hafa gaman sá maður þá fyrir sér að skjóta niður borgir. Þeir vOdu bara rústa allt og komu m.a. þessu rock myth af stað með því að henda sjón- vörpum út um glugga á hótelher- bergjum og svona. Annars erum við ekkert svo mikið öðruvísi en hinir. Við erum bara þeir einu sem fá að sitja og erum alltaf hafðir aftast. Ég get sagt þér að fyrstu tiu árin sem ég var að spila með hljómsveitum þá var alltaf gítarháls eða symball fyrir andlitinu á mér þannig að ég lækkaði settið mitt niður fyrir höf- uðhæð svo það var allavega ekki það sem skyggði á mig. Eftir þessa lækkun varð ég diplómati. Ég fékk yfirsýn yfir alla hina í hljómsveit- | inni, sá þá klóra sér í rassinum og senda hver öðrum illt auga. Mitt hlutverk varð að sætta alla og koma á friði." Hefur einhver trommari haft af gerandi áhrifá þig? „Já, Guðmundur Steingríms- son. Einvigið milli hans og Ás- geirs Óskarssonar í sjónvarpinu. Ásgeir var þarna með 15 tomtoms og fullt af symbölum og bara risa eitthvað, en Guðmundur var bara með litla settið sitt og söng með. Svo skiptust þeir á af því þeir voru í einvígi og Guðmundur svoleiðis valtaði yfir hann. Það kenndi mér líka að less is more, því færri trommur því betra, og ég fækkaði enn þá meira en hann var með. Það er ekkert ömurlegra en trommarar sem eru nýskriðnir út úr FÍH, þeir þurfa svoooo að sýna hvað þeir eru klárir að það verður alveg hrikalegt að hlusta á þá. Það tekur þá alla- vega funm ár eftir námið að fatta alveg hvað músík gengur út á. Þetta er engin keppni í leikni," segir Kor- mákur að lokum og bölvar því svo að viðtalið skuli ekki verða lengra. „Ég var rétt að byrja. Ég þarf meira." Kormákur Geirharðsson, trommu- leikari í Q4U, Oxsmá, Langasela og Skuggunum, Júpíters, Jazzhljóm- sveit Konráðs B, KK-bandinu og nú í sýrupolkasveitinni Hringjum. M f Ó k U S 26. janúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.