Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 13
' Strumpunum „Ég var allra fyrst í hljómsveit sem hét Hinir vonlausu. Við spil- uðum bara frumsamið efni og nú stendur til að gefa út disk með öll- um lögunum í tilefni 13 ára afmæl- is hljómsveitarinnar. Textarnir voru geðveikir: „Kannski finnst ykkur töff að reykja, en í rauninni 9 eruð þið lungun að steikja, síðan kemur helvítis dópiö og þið frá ykkur lífrnu sópið.“ Þetta lag hét Afleiðingar. Við notuðum aðallega Rímarabókina þegar hún kom út ‘88 eða ‘89 og við vorum upp á okk- ar besta. Við fengum hana allir í jólagjöf til að geta samið texta. Á þessu tímabili mótaðist stíllinn minn sem ég nota á fyrstu Maus- plötunum. Ég átti nefnilega ekki hihat og þess vegna komu bara tomtoms í staðinn. Enn þann dag í dag nota ég líka sama pedalinn og Gulli Briem notaði í Garden Party með Mezzoforte. Það er alveg geð- veikt kúl. Þetta er goðsagna- pedall." Hyernig byrjaói þetta hjá þér? „Árið var 1987. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Þá var ver- ið að sýna Gremlins í Bíóborginni og pabbi lagði fyrir framan Paul Bernburg. Það var pínkulítið trommusett í glugganum og ég benti á það og sagði: „Mig langar í þetta.“ Svo fékk ég það í jólagjöf og byrjaði strax að spila. Ég var alltaf að hlusta á plötuna Strumpajól en heyrði ekkert í trommunum á henni svo ég trommaöi bara með minn eigin takt. Það var ógeðslega gaman. Ég á þessa plötu enn þá og hlusta alltaf á hana á jólunum." Efþú vœrir ekki trommari? „Þá væri ég bara að vinna eitt- hvað við tónlist. Sama hvemig, bara að það væri eitthvað í sam- bandi við tónlist. Hvemig og hvar sem er, þótt það væri bara að keyra út plötur í smásöluplötubúöir." Daníel Þorsteinsson, trommari í Brim, Maunir og Maus. Blóðpollur á snerilinn „Ég hef eiginlega bara verið í Botn- leðju en einu sinni var ég í hljóm- sveit sem hét Amma rúsína. En það var back in the daze. Ég byrjaði ekki að spila á trommur fyrr en ég var 17 ára. Bróðir minn átti trommusett og strákarnir, Heiðar og Raggi, voru að bíða eftir mér. Við stofnuðum hljóm- sveitina áður en við kunnum á eða áttum hljóðfæri. Þá fór ég að spila af kappi á þetta lánaða sett og upp úr því fór ég að hlusta meira á tónlist og sigta út einhverja trommara sem mér fannst vera flottari en aðrir. Af þeim stóð Jimmy Chamberlain í Smashing Pumpkins al- veg upp úr.“ Ertu að gera eitthvað annaó en að tromma? „Já, ég vinn í fullu starfl á leikskóla, sé um að opna og svona, og svo tem ég hesta i Hafnarfirði. Ég er alinn upp með hest- um, hestar ólu mig upp, tóku mig i fóstur og ég drakk kaplamjólk. Hún er al- veg dísæt. Ég hefði ekkert á móti því að lifa á tónhstinni og hafa svo hestana sem áhugamál en núna er ég bara í skuldum. Hvernig er að vera á íslandi? „Tvö hundruð og áttatíu þús- und manns, hvað erum við að gera hérna? Það er ekki markaður fyrir neitt nema nauðsynjavörur og þær eru ein- okaðar. Nei, þetta er biturt, ég er ekk- ert bitur. Ég myndi alls ekki vilja flytja annað, ég er ótrúlegur íslend- ingur, vil bara harðan vetur og hel- víti.“ Myndirðu vilja breyta sviðsskipu- laginu til að geta verið framar? „Nei, hefðin er svo sterk. Það vill enginn vera Phil Collins og þó að ég eigi Genesis-bol þá vil ég ekki vera Phil Collins, en ég vil geta séð áhorfendurna svo ég sé ekki bara að spila fyrir sjálfan mig.“ Hefuróu slasað þig við spilamennskuna? „Jaaaááá, ég hef stórslasað mig. Ég var að spila á festi- vali í Hollandi ekki alls fyrir löngu og ég ætlaði að lækka trommustólinn, fékk lánaðar ein- hverjar klippur og var búinn að ná góðu taki þegar ég klippti næstum því puttann af mér, klippti ferlega djúpt í hann, og þetta var fimm mínútum áður en við áttum að byrja að spila. Það var bara hrúgað á milljón plástrum, þú veist, mörgum, það blæddi alltaf í gegn og ég þurfti að líma fleiri og fleiri á mig. Svo bara byrj- uðum viö að spila og þá var bara farið að frussast út um allt og kominn blóð- pollur á snerilinn. Ég var bara máttlaus og við það að fjara út. Þrátt fyrir svona : áhættur þá myndi ég samt hvetja son minn, ég á son, til að læra á trommur, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Haraldur ákafur. Haraldur Freyr Gíslason, trommari í Botnleðju. Frábært að vera aftast Hvenœr byrjaðir þú aö tromma? „Þegar ég var 12 ára. Ég ætlaði að læra á sílófón en mér var sagt að maður yrði að læra á trommur fyrst. Ég gerði það og hélt síðan bara áfram. Ég var einn vetur í FÍH en hætti svo af áhugaleysi gagnvart náminu. Þá var ég 14 ára og var í hljómsveitinni Wool. Wool var mjög skrýtin hljómsveit. Við vorum allir með sítt hár og spiluð- um skrýtna tónlist. Einhvers kon- ar rokk sem kom okkur að vísu í annað sæti Músíktilrauna en ekki lengra en það. Það var brotist inn í æfmgahúsnæðið hjá okkur og öllu dótinu rænt. Eftir þaö flosnaði Wool bara upp.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í trommubarningnum? „Fyrsta platan sem ég eignaðist eftir að ég var búinn að hlusta á allar hippaplötumar hans pabba var Back in Black með AC/DC. Hún hefur örugglega markerað mig ævilangt. Þegar ég var svo að byrja að spila var það alltaf Jon Bonham úr Led Zeppelin. Hann var geðveikur töffari. Ég hlustaði virkilega mikiö á hann og spilaði eftir honum. Svo fmnst mér Gunn- ar Jökull, sem var i Trúbroti, vera frábær, hann er hetja. Það væri gaman að hitta hann.“ Hvernig finnst þér aö vera alltaf hafður aftast á sviðinu? „Mér fmnst frábært að fá að vera aftast. Stundum getur verið óþægilegt að sjá of mikið af fólki fyrir framan sig en kannski venst það eins og margt annað.“ Efþaö heföu ekki oröið örlög þin að spila á trommur í Sigur Rós, hvaö helduróu þá að þú vœrir i dag? „Ég væri örugglega að spila á sílófón í Sigur Rós. Einu sinni langaði mig að vísu að verða blaða- maður. Mér fmnst gaman að skrifa en veit ekkert hvað heillar mig við það. Þegar ég kynntist kærustunni minni vissi hún ekkert að ég væri trommari. Hún frétti það seinna og tók því bara vel,“ segir Orri, þagn- ar og horfir á borðið. „Ég hef ann- ars ekki mikið að segja í þessu viö- tali. Oftast segi ég ekki neitt þegar við erum í viðtölum, nema þegar spumingum er beint sérstaklega til mín. Þá segi ég annaðhvort nei eða já.“ Orri Páll Dýrason, trommari í Wool og nú Sigur Rós. heimasíöa vikunnar http://www. 10k4awifG.com Ameríkaninn Rod Barnett á heimasíðu vikunnar að þessu sinni en hann vill bjóða 10 þúsund dollara (um það bil 800 000 ísl. krónur) þeirri manneskju sem kemur honum í kynni við þá konu sem hann giftist. Kaninn gerir sér fullkomlega grein fyrir því að þaö eru fáar konur þarna úti sem eru nógu góðar fyrir hann en þess vegna er hann einmitt að bjóða peningaverðlaun. Hann Rod er nefnilega skíthræddur við skilnað og er því tilbúinn að borga fyrir konu sem passar honum. Rod er 35 ára gamall maður sem nýtur vel- gengni í starfi og segist hafa lært fyrir löngu að peningar kaupa ekki hamingjuna. Hann er þó ekki laus við galla að eigin sögn, hann nagar til dæmis neglurnar og mætti missa nokkur kíló. Á síð- unni má skoða margar myndir af gæjanum og einnig er hægt að hlusta á rödd hans. Rod Barnett vill eiga börn eftir þrjú til fimm ár og vill að eigin- konan heppna sé heima með börn- in á meðan hann vinnur. Hann vill helst hafa hana dökkhærða og glæsilega, á aldr- inum 24-35, og hann gerir mikl- ar kröfur um vaxtarlag og fleira. Þá er bara að finna einhverja vinkonu til að senda í fangið á gæjanum og inn- heimta svo 10 þús- > und dollara. Mundu samt að ef þú sjálf giftist kappanum þá færð þú ekki peningana en þú færð hann Rod Barnett í stað- inn (yiiihaaa). »■ 26. janúar 2001 f Ó k U S H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.