Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 6
Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur geðveika leikkonu í sýningu Þjóðleikhússins á Laufunum í Toscana eftir hinn umdeilda sænska snilling, Lars Norén. Hann hefur meðal annars sett upp sýningar sínar með fanga í aðalhlutverkum. Það eru hins vegar flekklausir faglærðir leikarar sem leika í Þjóðleikhúsinu. R og fegurð íslendingar hafa margir mikla andúð á Svíum og telja allt slæmt eiga uppruna sinn þar. Þaðan er sósíalkerfið komið, agalaust skóla- kerfi, handboltalandsliðið sem vinn- ur okkur alltaf og síðast en ekki síst samfélagsleg stofudrömu. Vegna þessarar skuggalegu forsögu setur hroll að mörgum þegar minnst er á sænskættaðar leiksýningar og kvik- myndir. En Svíar eru líka snillingar og okkur gefst tækifæri til að sjá það á stóra sviði Þjóðleikhússins um þess- ar mundir því að þar standa yfir sýningar á Laufunum í Toscana eft- ir Svíann Lars Norén. Og hann er líklega ekkert venjulegur maður. Svíar elska hann og hata. Elska hann af því hann skrifar svo mögn- uð leikverk en hata hann af því dómgreind hans hefur ekki alltaf verið sterk. Hann hefur gert tilraun- ir með leikhúsið sem stundum hafa endað með vitleysu. Til dæmis þeg- ar hann skrifaði og lék leikrit með fongum. Samstarfið endaði með þvi að eftir eina leiksýningu utan fang- elsismúranna struku fangarnir, rændu banka og drápu tvo lögreglu- menn. Missti vitið Rétt er að taka fram að allir þeir sem taka þátt í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Laufunum í Toscana eru faglærðir leikarar og með hreina sakaskrá eftir því sem best er vitað - enda annálað heiðursfólk. Persónur eru margar og verkið yf- irgripsmikið. Þó má segja að ung leikkona, Klara, sé stærsti áhrifa- valdurinn í framvindu verksins; hún er geðveik. Nanna Kristín leik- ur þessa geðveiku leikkonu sem tveir eiginmenn fóðursystra hennar verða ástfangnir af. Sá eldri svo ást- fanginn að hann missir hreinlega vitið. „Annar verður ástfanginn af henni án þess hún leiti eftir því. Hann sækist eftir sakleysi hennar og fegurð,“ segir Nanna Kristín. „Kannski er þetta æskudýrkun. Með þessu leita þeir eftir viðurkenningu á sjálfum sér.“ Enginn endapunktur Einhvern veginn erum við ekki lengur hrifin af boðskap í verkum. Við viljum ekki einu sinni að okkur sé sagt hvernig við eigum að haga lífi okkar þegar við förum í kirkju. Og Nanna Kristín er ekkert spennt yfir spurningunni um boðskap verksins. „Á æfingatímabilinu veltum við mikið fyrir okkur spumingunni um hvort við gætum leikið líf einhverr- ar manneskju í leikhúsi," segir Nanna. „Það var eiginlega engin niðurstaða. Lífið heldur alltaf áfram en verkinu lýkur á ákveðnum tíma- punkti. Þetta er ekki byrjun, endir og svo punktur - það er enginn endapunktur." Hvað varðar spurninguna um það hvort það sé stutt í geðveikina hjá leikurum segir Nanna: „Leikarinn er alltaf að grufla í eigin tilfinning- um. Hann notar eigin tilfinningar og reynslu í hlutverkinu. Það að leika geðveika leikkonu er í sjálfu sér ekkert frábrugðið því að leika önnur hlutverk. Klara er öðru- vísi leikkona en ég er. Ég reyndi að mikla allar tilfinningar innra með mér og vera opnari fyrir þeim. Ég vildi ekki lenda í neinni klisju. Ég vildi að það sem sýndi geðveiki Klöru væri hvað hún segði frekar en hvernig hún liti út. Það þarf engar geiflur. Það sem mér þótti erfiðast var að leika Júlíu Shakespeares og Nínu Tsjekhovs eins og Klara hefði gert það en ekki ég sjálf.“ Nanna Kristín fór ekki inn á hæli til að afla sér hugmynda fyrir Klöru. „Ég hefði kannski gert það fyrir annað hlutverk. Það getur verið mjög gott. En ég skoðaði frekar fólk úti á götu. Það er smá geðveiki í okkur öllum.“ torfasonar jr ■ I SHUOI ■ Mig minnir að ég hafi verið eitthvað um nítján ára þegar það gekk upp að mér eldri maður sem ég kannaðist við og vildi fá mig til að smygla dópi inn til landsins. Hann var ekki alveg viss hvort mark- aðurinn krefði hann um hass, amfetamín eða ecstasy en bauð mér svo mikiö af peningum að Iffeyrissjóöslánið sem hvíldi á íbúöinni sem við hjónin vorum aö kaupa hefði horfið og fóstrið 1 maganum á konunni hefði keyrt um í skuldlaus- um barnavagni nokkrum mánuðum síðar. Ég þakkaði að sjálfsögðu gott boð. Ég ætlaöi aö smygla dópi Við byrjuðum að plana smyglið saman og stúdera hvernig best væri að koma dópinu til landsins án þess að tollararnir næðu mér. Og í því ferli öllu saman komst ég að því að maöurinn hafði gert þetta áður vegna þess að ávöxtunin var svo góð (þetta var í síðustu kreppu og engínn heilvita maður vildi kaupa sér hlutabréf). En þá guggnaði ég allt í einu á þessu. Veit ekki hvort það var slæm samviska eða sú staðreynd að ef upp mig kæmist gæti ég þurft að sitja inni I nokkur ár. Enda skiptir engu máli af hverju ég hætti við. Það var bara einhver annar fundinn til verksins og ég hélt áfram að borga af lífeyrissjóðsláninu. En það skiptir máli að þetta hvarlaöi að mér, nítján ára gömlum. Og nú vil ég taka það fram aö ég man varla hver ég var þegar ég var nítján ára og hugsa að ég vilji ekki muna þaö. Ég var allavega vitlaus og uppfullur af ranghugmyndum um lífið og tilver- una. Notaði að vísu ekki dóp en leyfði því að hvarla að mér að hætta lífi mínu fyrir einhverjar krónur sem heföu örugglega ekki skipt mig neinu máli þegar upp var staðið. Það er einmitt þess vegna sem ég fæ alltaf fyrir hjartað þegar einhver unglingurinn er dreginn í járnum inn í héraðsdóm. Hass í portinu á móti Thomsen Og ég vil ekki trúa því að ég sé eini maðurinn i heiminum sem verö klökkur í hvert sinn sem ung- menni eru dæmd til fangavistar fyrir það eitt aö flytja inn dóp fyrir íslenska fiknefnaneytendur. Það getur ekki verið að hinum almenna íslendingi finnist það fint mál að ungt fólk sé lokað inni á Litla Hrauni í fleiri fleiri ár af því að þau létu ein- hverja miðaldra karlpunga ginna sig til að stinga inn á sig pakka fyrir þóknun sem í dag er örugg- lega á við árslaun kennara. Nema þá að það hlakki í Heiðari í Botnleðju og þessum þing- mannavinum hans þegar græningjarnir fá sitt eig- ið herbergi á Litla Hrauni. Ekki misskilja mig samt. Ég hef engan áhuga á að reykja hass í port- inu á móti Kaffi Thomsen. Geröi það á sínum tima og var böstaður af fiknó. Ég var undir lögaldri og hafði víst bara tekið einn smók og hann mæld- ist ekki svo málinu var „droppað". Þeir litu þessa neyslu mína samt alvarlegum augum á lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu. Töldu víst að ég yrði háður þessu sterka efni með einum smóki og yrði kominn í innbrot fyrir áramót og um sumarið átti ég víst að hengja mig. Sósíalsmóker sem unglingur Ég var „sósíalsmóker" sem unglingur en drap mig ekki. Og ég finn ekki einu sinni fyrir löngun í hass í dag og þótt ég hafi einstaka sinnum laumast í veskiö hans pabba er ég enn ekki komirin í inn- brotin. Enda er þetta allt saman lygi og í raun það sem stendur forvarnarstarfi fyrir þrifum. Það er alltaf verið að Ijúga að krökkunum og þeir sem eru sendir í skólana til að spjalla við fimmtán ára unglinga halda að krakkarnir séu með þroska á við fimm ára. En krakkarnir vita eins og er að það getur verið nokkuö skemmtilegt að reykja hass eða maríjúana. Ég skemmti mér ágætlega við reykingar á þeim árum sem ég var hvorki lögráða né lögriða, eins og viö krakkarnir kölluðum það. Álíka vel og ég skemmti mér við að drekka bjór og brennivín á sama tíma. Þetta vita þeir sem hafa prófað vökva og reyk en þeir vita líka að sumir skemmta sér hvorki eftir fyrsta sopann né fýrsta smókinn. En að banna hvort tveggja mun aldrei skila þeim neinu. Það væri í besta falli árangurs- ríkt að sauma fyrir kjaftinn á þeim og láta þá nær- ast i gegnum æð. Lögleiðum draslið Það er líka stór munur á forvarnarstarfi og banni. í fyrsta lagi hefur bann engin áhrif og hefur aldrei haft. Nema kannski í Sádi-Arabíu, ég veit það ekki. Ég veit bara aö mig langar ekki til að búa í Sádi-Arabíu og horfa upp á saklaust fólk kúgað og niðurlægt með boðum og bönnum. Þá væri ég frekar til í að búa í Sviss eða jafnvel Mexíkó en ég las í Vef-Þjóðviljanum í vikunni að Vicente Fox, forseti Mexíkó, hafi látiö hafa það eftir sér að eina leiðin til að vinna þessa fíknefnastyrjöld ná- granna sinna væri að lögleiða drasliö og eyða þar með gróöanum og ofbeldinu sem banninu fylgir. Og þar með þyrftum við ekki aö horfa upp á kjánaleg ungmenni eyða bestu árunum sínum á Litla Hrauni. Við sitjum nú þegar uppi með að Mikael Torfason þakkar fyrir að nú sé loksins að hefjast umræða um lögleiðingu fíkniefna. Sjálfur var hann næstum því oröinn heildsali á sínum tíma en það var eftir að fíknó böstaði hann í portinu á móti Kaffi Thomsen. Það getur ekki veriö að nokkur heilvita maður (og ekki heldur framsóknarmað- ur) haldi því fram að strákarnir í Botnleðju fari að reykja hass þótt það verði selt í apótekum iandsins. horfa á alltof mörg ungmenni drekka eða dópa sig i hel og manni finnst bara ekki á það bætandi. En lögleiðing mun aldrei breyta því að fólk mun alltaf misnota (eða ofnota eða hvað þú vilt kalla það) dóp, rétt eins og brennivín. Ef þú vilt dóp, finnurðu dóp Ég veit annars ekki hverjar dóptölurnar eru yfir (s- land en á Netinu fann ég áreiðanlegar tölur um drápsfikn hinna ýmsu efna f Bandarikjunum. Þetta getur ekki veriö það frábrugðið hér á landi þótt tölurnar séu lægri en á ári hverju dreþast 400.000 Kanar af völdum tóbaksreykinga, 150.000 dauðsföll eru tengd alkóhóli, lyfseðils- skyld lyf stúta eitthvað um 100.000 sálum en kókaín og heróín farga rétt um 3000 manns svo dæmi sé tekið. Engu að síður handtaka Banda- rikjamenn 1,6 milljón manna í tengslum við ólög- leg fíkniefni á ári hverju. Og ef við tökum þaö inn í reikninginn að fíkniefni eru seld á öðru hverju götuhorni í Bandaríkjunum (það er nánast svipað ástand á íslandi en salan fer að vísu fram í gegn- um gemsa) hlýtur það að segja sig sjálft að lög- leiðing mun ekki hafa nein áhrif á þessar tölur því hver sá sem vill útvega sér dóp finnur það nánast án fyrirhafnar. Þetta er svo einfallt; annaðhvort notarðu fíkniefni eöa ekki og strákarnir í Botn- leðju byrja alveg örugglega ekki að reykja hass þótt það veröi selt í apótekum. 6 f Ó k U S 30. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.