Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Qupperneq 7
Bernskubrekin lifa gjarnan með fólki eins og flestir þekkja dæmi um. Lítílvæg atriði eins og það að detta á hausinn geta fylgt manni um ókomna tíð og flestir eiga í það minnsta eitt ör eða önnur lýti á líkamanum sem minna okkur á þessi atvik. mm ^ Orio mitt Heppni í óheppninni „Ég er meö fullt af örum í kringum augun á mér sem komiö hafa í gegn- um tíðina. Þaö hefur veriö sótt mik- ið að augunum á mér, bæði með öxum og hömrum, og svo fékk ég einu sinni stáiflís í augað, rétt við augasteininn. En aðalörið var svona eitt af bernskubrekunum og ég hef löngum verið spurður að því hvort ég hafi ætlað að skera mig á púls. Ég var reyndar næstum búinn að því þegar ég var 10-12 ára púki á Ísafírði. Þá vorum við i eltingarleik og maður gerði náttúrlega allt til að láta ekki ná sér, meðal annars það að hlaupa upp í stillans á barnaskólanum sem þá var í byggingu. Við stukkum á milli hæða á stillansinum en við það missti ég takiö. í óheppninni var ég í raun heppinn því það stakkst nagli í úlnliðinn á mér. Það var sem sagt smá Indiana Jones filingur í þessu sem barg mér. Eftir er svo ör við slagæðina sem minnir mig á þetta at- vik en bendir öðrum á dramatískari tilburði sem gætu hafa átt sér stað.“ Helgi Bjömsson, söngvari og leik- ari. „Uppáhaldsörið mitt hefur minnk- að og eiginlega horfið með tímanum en það er á maganum á mér. Ég fékk það þegar ég var að tálga spýtu sem ungur strákur á Akureyri og kutinn hefur hrokkið af kvisti og í magann á mér og stungist sem nemur nokkrum millímetrum í átt að iðrunum. Það var á þessari stundu sem ég var nokkuð viss um að ég væri dauður, en það varði bara í nokkrar sekúnd- ur. Annað ör, sem vert er að minnast á, er á þumalputta vinstri handar, sennilega fimm sentímetra langt og má rekja til knattspyrnuiðkunar. Ég var í marki með KA og hljóp út í átt að boltanum. Andstæðingurinn ætl- aði að fylgja sókninni vel eftir, spark- aði af fullum þunga en hitti ekki bolt- ann heldur þumalputtann á mér sem fór hressilega úr lið og brotnaði og brákaðist eitthvað líka. Það þurfti að skera eitthvað í þetta og ég var ekki saumaður heldur plástraður saman á eftir með þeim orðum læknisins að ég væri strákur og það væri karl- mannlegt að hafa ör og við það situr.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld og ritstjóri frétta á Stöö 2. Karl Tungan hefur komið mer í „Eina örið sem ég man eftir í augnablikinu er á tungunni á mér. Ég datt af hjóli þegar ég var sjö ára og beit i tunguna á mér. Það var saumaö eitt spor og ég fékk ör á eftir. Mörgum árum síðar hitti ég svo strák sem af ein- hverri ástæðu fann hjá sér þörf til að sýna mér örin sem hann var með. Hann var líka með ör á tungunni eftir slys sem gerðist sama ár og mitt. í framhaldinu flutti hann inn til mín. Annars er það hreint með ólíkindum hvað þessi tunga hefur getað komið mér í mikfi vandræði. Ég hef meira að segja þurft að fara upp á slysó til að láta plokka kaktusnálar úr henni... en það er önnur saga.“ Sólveig Kristbjörg Bergmann, frétta- stjóri SkjásEins. Mátti ekki vera árinu eldri sjö ára. Síðan er ég með eitt stykki ofan á hausnum sem ég fékk þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Vinur minn ætlaði að henda járnstykki í annan vin minn en það vildi ekki betur til en svo að það endaði ofan á hausnum á mér. Svo er annað sem ég er með á puttunum. Það vildi þannig til að við systurnar fengum að fara í bíó þegar ég var sex ára og var farið á rúgbrauði niður í bæ. Þá „Ég er með nokkur ör á líkam- anum, ég er með botnlangaör síð- an ég var skorin upp þegar ég var gerðist það að systir mín skellti óvart bíl- hurðinni á mig og klemmd- ust á mér puttarnir. Ég held að ég hefði ekki mátt vera árinu eldri, það var sem betur fer svo mikið brjósk í beinunum á mér að puttarnir teygðust bara.“ Laufey Brá Jónsdóttir leikkona. Þórdís Anna er sautján, að verða átján ára námsmær á stærðfræðibraut í Menntaskól- an um í Reykjavík. Nýlega tók hún þátt í Ungfrú ísland.is og vann þar titilinn frelsis- stúlka símans gsm. í kjölfarið lék hún í sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu fyrir gsm frelsi en auglýsingin verður frumsýnd á Sportkaffi í kvöld. t*dil dL vera öðruvísi „Ég hef verið á skrá hjá Eskimó Casting í rúmt ár en ekki unnið sérstaklega mikið. Svo var ég beðin um að koma í prufu fyrir Ungfrú ísland.is og fékk svo að vita nokkrum mánuðum seinna að ég væri komin inn í keppnina. Ég vann titilinn frelsisstelpa símans gsm og þannig fékk ég þetta verk- efni,“ segir Þórdís Anna um sjón- varpsauglýsinguna. Frelsisgyðjan „Þetta er mjög skemmtileg sjón- varpsauglýsing og gaman að vinna við þetta.“ Auglýsingin, sem unnin er af Nonna & Manna og Sagafilm, verður frumsýnd á deitkvöldi á Sportkaffi í kvöld en þar verður einnig kynnt gsm-stefnumót sem er ný þjónusta símans gsm fyrir fólk á lausu. Auglýsingastofan Nonni og Manni kallar þig frelsisgyðjuna, veröur þú íslensk hliöstœða viö Frelsisstyttuna í New York? „Nei, nei þetta er ekki svoleiðis." Stefnir á verkfræðinám Á strik.is voru stelpurnar í XJng- frú ísland.is meöal annars látnar segja frá því hvaö nútímakona sé í þeirra augum. Þar varst þú með ýmsar hugleiöingar um jafnrétti kynjanna: ertu kvenréttindakona? „Nei, ekki beint. Ég er ekki á þvi að konur eigi að stjórna öllu frekar en karlmenn. Hins vegar finnst mér að allir eigi að vera jafnir og ég er sannfærð um að við séum á góðri leið með að ná þvi.“ Þórdís Anna veit ekki hvort hún mimi gera meira úr starfinu sem módel en segist vera til í að íhuga það ef hún fær einhver góð tilboð þó skól- inn gangi alltaf fyrir hjá henni. Hvaó œtlar þú aö verða þegar þú verður stór? „Mig langar að vinna við eitt- hvað krefjandi og skemmtilegt. Stefnan er að fara í verkfræði eftir menntó." Þannig aö þú . stefnir á aö fara nám í þar sem karl- menn eru í miklum meirihluta? „Já, ég þarf alltaf aö vera öðru- vísi,“ segir Þórdís Anna og hlær. 30. mars 2001 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.