Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Page 14
i í f ó k u s * T Það er engin tilviljun að Björk Guð- mundsdóttir er stórstjarna. Hún kann öll brögðin í bókinni um það hvernig á aö halda athyglinni á réttum stað, þ.e. á henni. Aðrar stjörnur þurfa slfellt að ganga lengra I þvi að hneyksla fólk með því aö opinbera annars óopinbera líkamshluta sína eða nota óhefð- bundið og óviöur- kvæmilegt orðfæri. En Björk fer hina leiðina. Hún klæðir sig og hneykslar. Það er ekki eins og klæðnaður hennar sé eitthvað lltt hyljandi og sýni viðkvæma líkamshluta - það hefur ekki gerst síðan hún sýndi bumbuna á sér I þætti í sjónvarpinu fýrir alltof mörgum árum síðan. Björk klæðir sig bara ekki eftir þvl sem aðrir segia til um. Hún stendur eiginlega í sama strlði og fórnarlambið Jón Steinar Gunn- laugsson. Þau eru fórnarlömb pólitískrar rétt- hugsunar. Björk syndir gegn straumnum og hvar getur tlskustraumurinn veriö þyngri en einmitt á hátíöinni þar sem Björk kom fram svanakjólnum. Hefðbundnar stjörnur leita til tískukónga Evrópu og greiða svimandi háar upphæðir til að slá I gegn. Allar Lopezurnar og Pamelurnar falla I skuggann fyrir andarungan- um sem fýrir löngu er orðinn svanur. Dauö klaufdýr eru algjörlega úr fókus. Slðustu mánuðina hefur kúariðan tröllriðið öllu en nú er gin- og klaufaveikin komin til sögunnar. Þetta er auövitað bagalegt fyrir bændur en þeim mun verra fyrir skepnurnar sjálfar. Og þaö er ekki slæmt af þvl þær verði svo svakalegar velkar. Nei, nei. Það eru ríkisstjórnir Evrópu sem hafa séð ástæðu til þess að drepa dýrin áöur en þau veikjast. Þúsundum skepna hefur verið slátrað af því að þær gætu fengiö þennan sjúkdóm - ekki af því að þær eru meö hræöilega veiki. Aumingja meglnevrópsku kindurnar og kýrnar eru því ekki I mjög góðum fíling þessa dagana. En ’ þær veröa líklega aö sætta sig við að það sé betra að deyja af svöðusárum slátraranna frekar en að veikjast og deyja kannski. Allar fréttirnar sem við höfum heyrt um veikindi evrópskra klaufdýra hefur einskorðast við það hvernig er hægt að drepa fleiri dýr til að bjarga þeim frá veikindum. í allri þessari umræðu hefur aldrei heyrst til hinna manísku dýraverndunarsamtaka sem láta til sín taka reglulega I umræðu um sálarlíf fiska og einfrumunga. Hvernig er það, hafa dýr ekki rétt á því að veröa veik og deyja í friði? Þeir vakna fyrir aliar aldir til að koma ruslinu okkar á leiðarenda og spyrja engra spurninga. Krakkar flykkjast um þá en hlýða leíðbeiningum foreldra sinna um að fara ekki of nálægt. Starf ruslakallanna er bæði heillandi og fráhrindandi. Þeir vita ná- kvæmlega hvað þú borðaðir í gær og hvaða jólagjafir þú hafðir ekki óskað þér. Þeir þekkja þig betur en mamma þín. _ wm m _ m RJdSlti fljótlega í öskunni „Velkominn í öskuna,“ segir Helgi bílstjóri og hefur minnst á móti aukafarþega. Þeir eru fimm fyrir, en einn liggur lasinn heima. Steinar, Skafti og Einar Már stökkva út við Hagabúðina og hafa snör handtök við tæmingu troðinna tunna í jórtrandi ruslapressuna . Klukkan 6:45 er miðstöðin þægi- legri félagsskapur en kuldaboli, sem reynir að narta gammosíuvar- in í eistun á þeim sem úti eru. Helgi viðurkennir að hann upp- skeri öfund samstarfsfélaganna á köldum dögum sem þessum. „Þegar snjór er þá er þetta algjör viðbjóð- ur. Eins og að vera í moldarflagi allan daginn, með tunnu á eftir sér,“ segir hann. „En við erum alltaf að. Það er ekki stoppað fyrr en orðið er ófært.“ Kröfur borgar- búa um hreinlæti eru heldur ekki bundnar við veðurfar og veita öskuköllunum aðhald. Ef sama blei- an blasir við þeim nógu oft hika þeir ekki við að láta 118 gefa sér beint samband við hreinsunardeild- ina og hella sér yfir mannskapinn með styggðaryrðum og skítkasti af sama kaliber og ósótta bleian hefur að geyma. Karate og fallnir englar Strákarnir kippa sér hvorki upp við að þeir séu kallaðir öskukallar, né ruslakallar, en á þessum tímum pólitískrar réttsýni bendir Helgi á að orðið sorptæknir gæti fyrirbyggt öll leiðindi. Þetta fellur í góðan jarðveg hjá hinum sem plægja hann með hlátri. Mörgum þykir askan vera forvitnilegur starfsvettvangur og undrast hvernig hægt sé að end- ast í því að þrifa upp skítinn eftir aðra. Húsmæður enda yfirleitt starfsævina í samfelldri sérri- drykkju sem er aftur annaðhvort orsök eða afleiðing þess að þær horfa á Leiðarljós. Jafn svipleg ör- lög bíða ekki „sorptækna". „Maður sýkist fljótlega þegar maður kemur í þetta. Svo húkkast menn einhvem veginn á þetta og hanga hér heil- lengi,“ útskýrir aldursforsetinn Steinar, Helgi og Skafti standa fyrir aftan hirðskáld öskukallanna, Einar Má. Helgi. Hann sýktist árið ‘72. Kost- irnir við starfið eru ótviræðir i huga strákanna. Hressandi útivera og hreyfing er það sem heillar. „Ég hef alla tíð verið jafn hissa á því hvemig í andskotanum menn geta verið feitir í þessari vinnu - menn sem eru kannski búnir að vera í þessu í 20 ár, og við erum að tala um 120 kílóa skrokka," segir Helgi sem hefur gert meira en að gæla við gírstöngina á löngum öskuferl- inum. Eins og Steinar og norðan- maðurinn Skafti hefur hann nokkurn áhuga á íþróttum og lærði á sínum tíma karate hjá föður Dóru Takefusa. Skafti stundar sömu iðju um þessar mundir og er með gult belti og því eins gott að fokka ekki í appelsínugulum mönnum vestan Tjarnarinnar; 40% þeirra eru gang- andi vopn. Steinar, á hinn bóginn, skemmtir sér betur yfir ensku og íslensku tuðrusparki en austur- lenskum vindhöggum og minnist gömlu, góðu daga Fram með hlýju. Einar Már stundar allt aðra íþrótt en afgangur hópsins. Hann yrkir. Ljóðabækurnar í myrkvuðum heimi og I góðri trú gaf hann út fyr- ir nokkrum árum og nú er ný bók væntanleg. Þá ætlar skáldið að til- einka látinni vinkonu sinni og ber hún heitið Fallnir englar. Einar fellst á að flytja eitt erindi úr sam- nefndu ljóði og gerir vel: Fallnir englar á himnum skína, finna loks sálarró. Fljúga um meó fegurð þína, litla blómió sem dó. Innblásturinn fær Einar gjarnan í vinnunni en hann hefur þó aldrei nennt að hnoða neinu ljóði saman um rusl þó ekki sé þar skorti á rími um að kenna. Hann er snöggur að benda á að orðin rusl og busl gætu hæglega stutt hvort annað. Norskar alfræðibækur Strákarnir eru með góðan rúnt. Þeir tæma allt rusl frá Birkimeln- um að Seltjarnarnesi og þar á milli leynist margt fyrirmenna. Stundum sjá þeir æðsta foringja sinn, Ingi- björgu Sólrúnu, þeytast um á hjóli. Hún bjó í þeirra hverfl, eins og Davíð Oddsson, Óli gamli land- læknir og Vala Matt. Ýmiss konar óhefðbundinn varningur fellur strákunum í skaut og Helgi geymir til dæmis norskar alfræðiorðabæk- ur frá 1916 og hafnaboltakylfu frammi í. Um daginn fannst fullur poki af geisladiskum og í hlýjunni dundar hann sér við sjálfsnám í þýskri málfræði eftir að bókin Þýska fyrir þig gægðist upp úr tunnu á Hringbrautinni. Helgi seg- ist halda að launin í öskunni séu aðeins hærri en annarra borgar- starfsmanna en gæði flokkanna eru mismikil. Sjálfur telur hann sig heppinn með stráka. „Yfirleitt end- ast menn í einhvern tíma eða gefast strax upp. Menn hafa komið hingað og enst í tvo tíma.“ Það þýðir ekki að tefja framgang „sorptækna" og nú þarf Helgi að losa, losa rusl. * hverjir voru hvar Það var mikið af föngulegu kvenfólki á Prikinu enda þurfa Ungfrú Island.is stelpurnar mikið að halda hópinn þessa dagana eftir að hafa kynnst svo vel I keppninni. Um helgina sást þar meðal annars i Eddu Pétursdóttur og Chloe Opheliu auk Barkar Sigþórssonar Ijós- myndara en kollegi stelpnanna, Þórdís Anna Oddsdóttir, var aftur á móti I góð- um félagsskap á Húsi málarans um helgina þar sem sást líka I Gunnar Haf- liðason rafvirkjameistara sem lét bókstaflega allt flakka þessa helgina. Hinn stórskrýtní staður Klaustrið var fullur af fólki sem kann vel að meta eldspúandi barþjóna og fleira i þeim dúr. Kokkarnir Rúnar og Jón Amar duttu inn, Þórdis leikkona og söngkona mætti með yfirplöggar- anum Eika, tískulöggan og Júróvisjónhönnuðurinn Svavar Örn lét sjá sig og hið sama gerði Helgi Eysteinsson, fjármála- mógúll og sjónvarps- stjarna, ásamt Maríkó Margréti, fyrrum verslópíu og núverandi stefnumótamiðlara. Jé- hannes Ásbjörns af PoppTívi hékk á barn- um eins og sönnum herramanni sæmir og sötraði koniak, Jón Baldur og félagarnir úr Hanz, Amar Laufdal var með veitingablóðið I æðun- um, Örn Arnarson sundkappi sleppti miðnæturæfingunni og Þórhildur Ungfrú ísland-keppandi lét sig hafa það að taka Hannes maka sinn með. Jón Gunnar var hvergi sjáanlegur þegar Harpa kon- an hans fór á kostum á dansgólfinu, Maggi og Dóri mættu galvaskir ofan úr Laugarásblói, útvarpsmennirnir Pétur Jóhann og Doddi sátu sem fastast, Gassi og Ingó töluðu um töfra útvarpsins, Sveinn Waage sagði konunni brandara allt kvöldið, Jói Guð var I diskóstemningu (hann var nota bene sá eini I þeirri stemningu) og FM957 súkkulaðin Jóhannes Egilsson, Þröstur, Jól Jó og Gústi Bjarna (hvað vinna eiginlega margir á þessari útvarpsstöð?). Greifarnir sáu um fjöriö á Gauknum um siðustu helgi og þar bar hæst að Siggi Bolla hefur svikist um og er hættur að mæta á Astró. Betti hjá KPMG var I góðu stuði, Hann- es var útbelgdur af Góu kúlum, Viddi klippari og Eiki kvikmyndafram- leiðandi sáust, Sirrý frá Amnesty var afar róleg enda allt vitlaust úti I heimi og handbolta- mennirnir Arnar Pét- ursson og Sigurður Bragason héldu uppi merki dreifar- anna. Á sunnudeginum sáu Dúndur- fréttir um tónlistina og sást þá i Jón Ólafsson Skífumann, Egil Ólafsson og Evu Ásrúnu söngkonu aukjúróvisjónfar- ans Gunnars Ólasonar sem ætlar al- deilis að endurvekja Oasis-hárgreiðsl- una og Wham skeggið hans George Michael. Astró var upp á sitt besta um síðustu heigi ef svo má segja þvl þar sást I Hlin Hawaiian Tropic ásamt vinkonum sln- um, Phillipe Dreamworld var i rólegheitum að vanda, Andri Már kynnti sumarbæklinginn fyrir stelpunum og reyndi að plata einhverjar I að sitja fyrir, Herbert Arnarsson körfuboltamaður sötraði vatn af áfergju og harmaði slappt timabil, Siggi Johnny Taboo-kóng- ur var á svæðinu, Magga stóra hjá Rolf, Sveinn Waage reytti af sér gamla efnið og Sammi Jagúar skransaði i r&b tónlistina, Aldavinirnir Rúnar Freyr leikari (hvar var drottning- in?) og SUS-formaðurinn Sigurður Kári voru áberandi rólegir þessa helgina, Siggi frá Zoom skoðaði bæði stelpur og stráka, Auður Valmiki var vel klædd og leikarinn Stefán Kari Stefánsson heill- aði hvern sem vildi með stælunum. Þór Jósepsson, módel og leikari, var með augun opin fyrir öllum tækifærum, Gunnar Andri sölukennari var óvenju sorglegur, Tommi Jr. lét eins og hann ætti staðinn með FM-gellunum (sorglegt viðurnefni) Mariu, Elinu og Lovisu. Magnús Geir Þóröarson leikhússtjóri tók upp gömul spor á dansgólfinu, Addi Fannar úr Skítamóral beitti sömu belli- brögðum á stelpurnar og hljómsveitin er þekkt fyrir, Anna Eiriksdóttir tók eró- bikkspor á gólfinu á meðan Konráð Ólafsson handboitamaður faldi sig fyrir þjálfaranum úti í horni. Ragga konan hans Eiðs Smára var á svæðinu með vinkonum slnum, Kristján Jónsson Ólafssonar var með veskið á lofti og gömlu Sálar- poppararnir Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jóns- son létu fara vel um sig. Þá sást í Róbert Marshall fréttamann, Simba klippara, snillinginn Helga Bjömsson, Yesmine dansara sem er vist að fá ótal tílboð um dansverkefni þessa dagana, Einar Karl há- stökkvara og Gunna Möller. Ólíver og Fjölnir Þor- geirs styrktu vínskapinn á barnum uppi, Auðunn kraftajötunn var stórkarlalegur og það var Ingvar Þórðarson einnig. Berglind fegurðardrottning var mætt að vanda, Svavar Örn tískulögga tók út fólkið, Björn Jörundur var I sjónvarps- skapi, Vernharð Þorleifsson júdómaður henti í eitt ippon, Elva módel lét taka myndir af sér hægri vinstri og Bjarni Guðjónsson Stoke-maður skemmti sér vel þrátt fyrir að hafa litlu að fagna eftir hörmulegt gengi undanfarið. f Ó k U S 30. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.