Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Page 22
22 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað I>V Arftaki elsta og virtasta álitsgjafa landsins Siguröur Lírdal lagaprófessor er nokkurs konar nestor þeirra sem kalla má álitsgjafa íslands. I áratugi hefur hann sagt okkur hvaö hin sleipa grein lögfræöin merkir, túlkaö dóma og lagabálka oggert þá gegnsæja. Helsti arftaki hans í álitsgjöf á þessu sviöi sýnist vera Jón Steinar Gunnlaugsson. Álitsgjafar íslands - fólkið sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt og hvað okkur finnst Allir þurfa einhvern til þess að líta upp til. I flaumi upplýsinga og stöðugu áreiti skoðana getur verið nauðsynlegt að einhver horfi djúpt i augun á manni og útskýri í fáum en einfóldum orðum hvað sé rétt og hvað sé rangt og reki hvemig þetta mál er vaxið allt saman. Smám saman vex virðing okkar fyrir þessum hópi manna sem er hentugt að kalla álitsgjafa og við förum að bera takmarkalausa virð- ingu fyrir sérþekkingu þeirra. Ef eitthvað gerist sem máli skiptir get- um við treyst því að þeir eru mætt- ir á öldum ljósvakans í máli eða mynd eða á síðum dagblaðanna, hughreystandi, traustir og áreiðan- legir. Þetta eru álitsgjafar íslands og við skulum líta aðeins nánar á list- ann yfir fremstu spámenn á hverju sviði fyrir sig. Líf og dauði krónunnar Þegar fjalla þarf um efnahags- mál af sérstökum alvöruþunga í víðu samhengi eða spyrja menn álits á einhverju deiluefni er ekki víst að dugi að kalla í Þórð Frið- jónsson eða ein- hvern hjá Þjóð- hagsstofnun. Best er ef Már Guð- mundsson, yfir- hagfræðingur Seðlabankans, fæst til þess að koma og segja sitt álit. Þegar Már talar þá hlusta menn grannt. Hann er nokkurs konar Alan Greenspan íslands og er í senn hæfilega nú- tímalegur og fom í framgöngu. Smærri spámenn og væntanlegir arftakar hans gætu verið menn eins og Bjarni Ár- mannsson banka- stjóri, sem er trú- lega fullungur og tengdur hags- munum, eða Tryggvi Herbertsson hagfræðingur sem oft skrifar í blöðin um hagfræði en Tryggvi á að baki feril tengdan rokktónlist. Spjallaö við bændur Ef spjalla á við bændur á sauð- burði eða ræða um ástand og horfur í útflutn- ingi súrsaðra punga eða greiðslumark þá er alltaf hóað í hinn orðvara Ara Teitsson, formann Bændasamtak- anna. Ari er ábyrgur og gildur bóndi þótt málfar hans og framsögn sé nokkuð sérstætt en það virðist nánast vera skilyrði fyrir því að komast til metorða meðal bænda. Sé Ari tepptur utan símafæris við rúningar eða fyrirdrátt skjótast menn suður í Bændahöll og ná í Sig- urgeir Þorgrímsson, framkvæmda- stjóra Bændasamtakanna, sem er arftaki Ara. Kóngur vill róa... Sjávarútvegur er afar vinsælt umfjöllunarefni og þar er enginn hörgull á álitsgjöfum sem þó eiga misjafnlega mikilla hagsmuna að gæta. Hagsmunir sjávarútvegs eru alla jafna skilgreindir sem hags- munir útgerðarinnar og af sjálfu leiðir að Kristján Ragnarsson, til margra ára fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er vinsæll álitsgjafi á þessu sviði. Kristján er enginn slordóni heldur fágaður valdsmaður sem hefur lag á að tala eins og sá sem er beintengdur við sannleikann. Síð- an Kristján fór að starfa meira að bankamálum hef- ur stundum heyrst í arftaka hans hjá LÍÚ, Friðriki Arn- grímssyni, sem gjarnan vill upp á dekk sem álits- gjafi, Öreigar allra landa Meðan Guð- mundur ,jaki“ Guðmundsson drottnaði yfir verkalýðshreyf- ingunni á íslandi þurfti aldrei að spyrja neinn ann- an álits á því hvert stefndi í verkalýðsmálum eða hvaö hinar vinnandi stéttir yfirleitt væru að hugsa. Síðan Guðmundur hvarf af sjónar- sviðinu hefur ýmsum smærri spámönnum brugðið fyrir sem reyna eins og þeir geta að fara í gúmmískó Guðmund- ar i þessum efnum. Helstu arftakar sem álitsgjafar um verkalýðsmál eru menn eins og Halldór Björns- son, Björn Grétar Sveinsson, Ari Skúlason og Guð- mundur Gunn- arsson. Þeir hafa flestir virst eins og ísmolar við hlið jakans og enginn þeirra hefur fengið viður- nefni ennþá. Boðberar illra tíðinda Það er enginn hörgull á álits- gjöfum sem vilja tjá sig um fjöl- miðla, áhrif þeirra, hlutverk, samsetningu og síðast en ekki síst hvernig fjölmiðl- ar ættu að vera ef þeir væru ekki eins og þeir eru. Þegar rætt er um fjölmiðla og net- væðingu í ýmsum myndum er alltaf kallað í Ásgeir Friðgeirsson sem hefur jafnan álit á reiðum hönd- um. Ásgeir er afar vel máli farinn og sannfærandi og hefur tekið þátt í ýmsum tilraunum á þessu sviði hér- lendis. Næstbestir í þessum efnum væru sennilega Andrés Magnússon, net- fræðingur og starfsmaður ÍE, eða Stefán Hrafn Hagalín netritstjóri sem báðir hafa talsverða þekkingu og lipran talanda. Hvar eru konurnar? Fjölmiðlar og konur eru af ýms- um ástæðum gilt umræðuefni en útilokaö að ræða það án þess að náð sé í doktor Sigrúnu Stefáns- dóttur sem ar- mæðist yfir Qar- veru kvenna í fjölmiðlum og ástæð- um þess. Næst á listanum væri Guð- björg Kolbeins sem er líka doktor og kennir hagnýta fjölmiðlun eins og Sigrún. Stefán Jón Hafstein skrifaði eitt sinn lærða bók um fjölmiðla en hefur i seinni tið lítt tjáð sig um þau mál. Ef ræða á áhrif fjölmiðla er Þor- björn Broddason yfirleitt sóttur upp i Háskóla. í svipinn er enginn lík- legur álitsgjafi sem vill feta í fótspor hans. Gunnar Smári og Egill Á síðustu miss- erum hefur orðið til ný tegund álitsgjafa sem Qölmiðlar hóa oft í til þess að segja álit sitt almennt á þjóðfélagsmálum. Þessir álitsgjafar mæta vikulega og segja okkur hvað fréttir vikunnar þýða og hvemig á að skilja þær. Þetta gerir Gunn- ar Smári Egilsson með glæsibrag á Bylgjunni hvern föstudagsmorgun og Egill Helgason mætir í sama tilgangi á Rás 2 viku- lega. í þessum efnum er gnótt spor- göngumanna og smærri spá- manna sem láta ljós sitt skína með pistlaskrif- um og viðtölum en einnig i spjafl- þáttum eins og þeim sem Egill Helgason stýrir á Skjá einum. Þarna mætti tína til menn eins og hvassyrta Illuga Jökulsson, Mörð Árnason, Hannes Hólmstein Gissur- arson, svo nokkrir séu nefndir. Pólitíkin blífur Þegar ræða skal stjórnmálaá- standið er erfitt að finna álitsgjafa sem er nógu hlut- laus og ótengdur flokkum til að hafa yfirsýn. Slik- ar umræður fara því yfirleitt fram milli eyrnamerktra flokksgæðinga í bland við einn og einn blaðamann sem fjallar um stjórnmál. Hér mætti nefna menn eins og Óskar Guðmundsson sem þekkir innviði vinstri hreyfingarinnar frá fornu fari, Hann- es Hólmsteinn gæti fjallað um hægri vænginn og kannski gæti Steingrímur Her- mannsson komið úr helgum steini til að tala um Framsókn. Ef umræðan snýst um kvennapólitík sérstaklega yrði sennilega reynt að ná í Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sem veit meira um þann málaflokk en margur ann- ar. Líklegir kandídatar væru einnig aðrar fyrrum þingkonur hins horfna Kvennalista. Ólafur Þ. Harðarson prófessor er sérfræðingur í kosningaúrslitum og kosningaþátttöku og fastur liður í viðræðuþáttum sem tengjast slíku og álit hans stendur eins og stafur á bók. Svanur Kristjánsson prófessor hefur einnig tjáð sig talsvert um pólitík og spáir oft mjög ólíklegum hlutum en er lítið nýttur sem álits- gjafi. Meö lögum skal land... Lengi vel hefur álit lögfræðinga verið haft í miklum metum enda flest sem lýtur að lögfræði nokkurt álitamál eins og nýlegir atburðir sanna og óþarft er að rekja hér. Til margra áratuga hefur Sigurður Lín- dal lagaprófessor verið óskoraður álitsgjafi á þessu sviði og álits hans leitað á smáum málum og stórum sem varða lög- fræði. Sigurður er tekinn að reskjast og rúm fyrir arftaka í sporum hans. Það er einna helst Jón Steinar Gunn- laugsson lögfræðingur sem hefur sýnt vilja til þess að túlka flóknar lagagreinar og dóma fyrir almenn- ing og feta þannig í fótspor Sigurð- ar. Skugga-Sveinn okkar tíma í leikhússumfjöllun er Jón Viðar ótvíræður leiðtogi allra gagn- rýnenda. Leikararnir þolá hann ekki, leikstjórar sjá rautt og leik- hússtjórar vilja hann ekki í sinum húsum. En það er eitthvað sjarmer- andi við þennan sprenglærða leik- húsfræðing og hvernig hann kemur Hvaöa hús er þetta? Skipulagsmál hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði. Það er ekki sérlega mikið framboð af álitsgjöfum þegar ræða skal skipulagsmál í víðu samhengi þó Trausti Valsson láti yflrleitt eitt- hvað í sér heyra. Það eru til álits- gjafar eða sérfræðingar sem búa yfir mikifli þekk- ingu á afmörkuð- um sviðum. Þannig er Pétur Ármannsson arkitekt oft spurður út í hús- byggingar frá fyrri tíð og þróun húsagerðarlistar. Guðjón Friöriksson sagnfræðingur veit allt um einstök hús í Reykjavík og hefur reyndar skrifað bækur um það efni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.