Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Síða 13
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
33
Sport
DV
Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Celtic, var yfir sig ánægöur á laugardaginn enda meistaratitillinn í höfn eftir draumatímabil.
Reuter
Knattspyrnan á Bretlandseyjum
- Martin O’Neill sneri við blaðinu hjá Celtic í Skotlandi
„Ég er að elta uppi draum,“ sagði
Martin O’Neill þegar hann gerðist
knattspyrnustjóri Celtic í júní á síð-
asta ári og það er óhætt að segja að sá
draumur hafi ræst um helgina þegar
Celtic varð skoskur meistari í 37.
skipti eftir 1-0 sigur á St. Mirren.
Þetta er aðeins annar titill félagsins á
13 árum en nú virðist sem veldi
Rangers sé loks lokið eftir nær
óslitna sigurgöngu undanfarin 12 ár,
utan 1998 þegar Celtic varð meistari.
Á síðastliðnu ári hefur Celtic tekist
að snúa 21 stigs mun Rangers i lokin
í fyrra (stærsti munur milli félaganna
í sögunni) í 21 stiga mun milli lið-
anna núna og nú lítur út fyrir að Celt-
ic slái stigamet Rangers í deildinni,
90 stig, þegar fimm leikir eru eftir.
Þeir geta einnig tryggt sér fyrstu
þrennuna i 32 ár en tveir bikarar eru
þegar komnir i hús.
Erfið fæðing hjá Liverpool
Arsenal og Tottenham áttust við í
undaúrslitum ensku bikarkeppninn-
ar á Old Trafford i Manchester og það
voru Arsenal-menn sem höfðu betur,
2-1, og máttu lærisveinar Glenns
Hoddles þakka fyrir að tapið var ekki
stærra í fyrsta leik hans í starfl. Þeir
byrjuðu þó vel og komust yfir en eft-
ir það tók Arsenal öll völd á vellinum
og aðeins Neil Sullivan í marki
Tottenham kom í veg fyrir stórsigur.
Sol Campbell þurfti að fara út af eftir
hálftímaleik vegna meiðsla á ökkla
og var það mikO blóðtaka fyrir
Tottenham og sáust þess klárlega
merki á varnarleik þeirra.
„Við spiluðum frábæran leO? en
gerðum okkur sjálflr erfitt fyrir. Jafn-
vel þegar við vorum undir var ég viss
um að við ynnum. Við jukum hrað-
ann, réðum leiknum og sköpuðum
okkur færi hvað eftir annað,“ sagði
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir
leikinn. Patrick Vieira sýndi frábær-
an leik og Wenger gat ekki annað en
verið stoltur af sínum manni. „Jafn-
vel þegar hann er þreyttur hefur
hann innri styrk sem gerir honum
kleO't að skara fram úr. Hann er besti
leikmaðurinn á Englandi i sinni
stöðu.“
í hinum undanúrslitaleiknum
mættust Liverpool og 2. deildar lið
Wycombe Wanderers á rennblautum
VOla Park. Leikurinn var ekki mikið
fyrir augað og fátt sem gaf í skyn að
Liverpool hefði nýlokið við að halda
Barcelona í núlli á Camp Nou. Liver-
pool hafði þó sigur að lokum þrátt
fyrir harðvítuga baráttu „litla liðs-
ins“ sem setti rækOega pressu á þá
rauðu og mátti sjá það á Gerard
HouOier og Phil Thompson á hliðar-
línunni. „Wycombe lét okkur berjast
allt til síðustu mínútu. Hver einn og
einasti leikmaður liðsins lék frábær-
lega,“ sagði Robbie Fowler, fyrirliði
Liverpool, eftir leikinn.
Það verða því Arsenal og Liverpool
sem mætast í úrslitaleiknum á þús-
aldarveUinum í Cardiff.
Sáu til himins
Fimm leikir fóru fram í úrvals-
deildinni ensku um helgina og voru
úrslitin að mestu eftir bókinni, utan
einn, í leik Leicester og Coventry, þar
sem þeir heiðbláu kræktu í þrjú mik-
Ovæg stig í botnbaráttunni.
Craig Bellamy kom Coventry á
bragðið gegn Arnari Gunnlaugssyni
og félögum og loks virðist liðið geta
komið tuðrunni í netið en það hefur
reynst nokkuð örðugt á stundum í
vetur. Ekki sist er það fyrir tOstiUi
Johns Hartsons sem hefur skorað
fimm mörk í síðustu fjórum leikjum.
Leeds heldur uppteknum hætti og
vann auðveldan sigur á andlausu liði
Southampton sem virðist ansi átta-
villt eftir brotthvarf Glenns Hoddles.
Annað lið er hins vegar búið að ná
áttum á útiveUi en Chelsea vann að-
eins annan sigur sinn á útiveUi í vet-
ur, gegn Derby sem hefur verið á
nokkru skriði undanfarið. Það sama
er ekki að segja um West Ham sem
hafði tapað fimm leikjum í röð þegar
kom að viðureigninni gegn Áston
ViUa en liðið mátti þakka fyrir stigið
á ViUa Park þar sem heimamenn
fengu úrvalsfæri undir lokin tO að
komast yfir en klúðruðu í tvígang.
-ÓK
l
ENGIAND
Úrvalsdeild
Aston Villa-West Ham.........2-2
0-1 Kanoute (46.), 1-1 Ginola (71.), 1-2
Hendrie (78.), 2-2 Lampard (87.).
Derby-Chelsea................0-4
0-1 Zola (64.), 0-2 Hasselbaink (85.),
0-3 Poyet (89.), 0-4 Poyet (90.).
Leeds-Southampton............2-0
1-0 Kewell (10.), 2-0 Keane (72.).
Leicester-Coventry ..........1-3
0-1 Bellamy (2.), 1-1 Akinbiyi (10.),
1- 2 Carsley (19.), 1-3 Hartson (51.).
Everton-Manchester City . . . 3-1
0-1 Whitley (9.), 1-1 Ferguson (16.),
2- 1 Ball (40.), 3-1 Wier (84.).
Staðan í úrvalsdeild
Man. Utd 31 21 7 3 68-21 70
Arsenal 31 16 9 6 49-29 57
Leeds 32 15 8 9 48-38 53
Ipswich 31 16 4 11 47-36 52
Liverpool 29 14 7 8 50-31 49
Chelsea 31 13 9 9 58-38 48
Sunderland 31 13 9 9 37-32 48
Aston Villa 32 11 12 9 38-34 45
Charlton 31 12 9 10 41-42 45
Leicester 32 13 6 13 33-38 45
Southampt. 31 12 8 11 34-39 44
Tottenham 31 10 9 12 36-40 39
Newcastle 30 11 6 13 3043 39
West Ham 32 8 12 12 37-42 36
Everton 32 10 8 14 3045 38
Derby 32 8 11 13 31-51 35
Middlesboro31 6 13 12 34-38 31
Coventry 32 7 9 16 31-52 30
Man. City 32 6 9 17 35-55 27
Bradford 30 1 9 18 22-57 18
1. deild:
Fulham-W.B.A . . 0-0
GilUngham-Norwich 4-3
1- 0 Hope (32.), 2-0 Onuora (38.), 3-0
Onuora (47.), 4-0 Onuora (52.), 4-1
Llewellyn (58.), 4-2 Russell (63.), 4-3
Roberts (81.).
Grimsby-Tranmere ...........3-1
0-1 Koumas (26.), 1-1 Cornwall (65.),
2- 1 CornwaU (69.), 3-1 Livingstone
(72.).
Portsmouth-Nott. Forest .... 0-2
0-1 Bart-Williams (11., víti), 0-2
Bart-WiUiams (37.).
Q.P.R-Blackburn.............1-3
1-0 Plummer (13.), 1-1 Dunn (23.), 1-2
Jansen (44.), 1-3 Berkovic (85.).
Sheffield United-Barnsley ..1-2
0-1 M. BuUock (31.), 1-1 Asaba (45.),
1-2 Shipperley (63.).
Stockport-Sheffield Wed.....2-1
1- 0 Harkness (42., sjálfsm.), 1-1 de
Bilde (52.), 2-1 Carrigan (76.).
Watford-Crystal Palace......2-2
O-l Austin (13., víti), 1-1 Nielsen (76.),
2- 1 Mooney (78.), 2-2 Black (88.).
Wimbledon-Birmingham .... 3-1
1-0 Nielsen (15.), 2-0 Hughes (70.), 3-0
Williams (78.), 3-1 Marcelo (87.).
Wolves-Huddersfield.........0-1
0-1 Facey (9).
Staða efstu liða
Fulham 39 27 8 4 81-26 89
Blackburn 38 22 10 6 64-34 76
Bolton 39 20 13 6 66-40 73
Birmingham40 21 6 13 54-44 69
W.B.A 41 20 9 12 55-46 69
Preston 39 19 7 13 5146 64
Enska bikarkeppnin
Undanúrslit
Arsenal-Tottenham...........2-1
0-1 Doherty (14.), 1-1 Vieira 833.), 2-1
Pires (73.).
Liverpool-Wycombe ..........2-1
1-0 Heskey (79.), 2-0 Fowler (83.), 2-1
Ryan (88.).
ENGLAND
um ^-------------------------------
Þórður Gudjónsson kom inn á á 83. mínútu í tapleik
Derby gegn Chelsea og átti eina umtalsverða færi liðs-
ins þegar hann skaut í þverslá stuttu eftir að hann
kom inn á. Eidur Smári Guðjohnsen var í byrjunar-
liði Chelsea en fór út af í hálfleik.
Arnar Gunnlaugsson spilaði allan leikinn fyrir
Leicester sem tapaði 1-3 fyrir Coventry. Mark Leicest-
er kom úr frákasti eftir skot Arnars.
Heiðar Helguson var á varamannabekk Watford sem
gerði jafntefli við botnlið Crystal Palace.
Bjamólfur Lárusson sat á varamannabekk Scun-
thorpe sem sigraði HuU, 1-2, i 3. deild á laugardag.
Stoke City sigraði
Luton, 1-2, í ensku 2.
deildinni á laugardag.
Brynjar Björn Gunnars-
son og Bjarni Guðjóns-
son voru í byrjunarliði
Stoke en Birkir Kristins-
son og Stefán Þórðarson
sátu á varamannabekkn-
um. Bjarni fór út af fyrir
Kyle Lightboume á 87.
mínútu.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, var
ánægður með sigurinn. „Ég er mjög ánægður með
stigin þrjú. Það voru þau sem við vorum að leita efi-
ir. Það var vöntun á aga í öftustu Ilnu sem gaf þeim
ódýrt mark en ég verð að hrósa leikmönnum mínum
fyrir það hvemig þeir komu til baka þvi Luton gerði
okkur erfitt fyrir. Á meöan við vinnum liggur mögu-
leikinn um sæti í úrslitakeppninni i okkar höndum.
Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og mér
létti mjög að ná í þessi þrjú stig,“ var haft eftir Guð-
jóni á netmiðlinum sports.com.
Sol Campbell, leikmaður Tottenham, lét hafa það
eftir sér um helgina að það gæti haft jákvæð áhrif á
ákvörðun hans um að vera áfram hjá félaginu ef það
ynni bikarmeistaratitilinn. „Tottenham þarf að
komast í Evrópukeppni en það verður erfitt að
komast þangað. Ég mun ákveða mig eins seint og
mögulegt er en ég er ánægður í augnablikinu og það
er það sem skiptir máli," sagði Campbell sem eflaust
hefur orðið fyrir vonbrigðum um helgina. Það var
ekki bara það að Tottenham er úr leik heldur
meiddist hann á ökkla og er ekki á það bætandi eftir
nokkra fjarveru vegna meiðsla. -ÓK
SKOTLAWD
Aberdeen-Dundee ............0-2
Dundee United-Hearts.......1-1
Kilmarnock-Dunfermline . . . 2-1
Motherwell-St. Johnstone . . . 1-0
Celtic-St. Mirren...........1-0
Hibernian-Rangers ......... 0-0
Staða efstu liða
Celtic 33 28 4 1 81-24 88
Rangers 32 21 4 7 58-30 67
Hibernian 33 17 10 6 52-25 61
Kilmarnock 32 14 7 11 38^42 49
Hearts 33 13 8 12 52-44 47
Dundee 33 11 8 14 47-41 41