Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Síða 6
haf ? Ali G hefur þvælst milli landa og kom- ið viðmælendum sínum á óvart með fáránlegum spurn- ingum. Ali G verður á RÚV næstu vik- urnar og byrjar annan maí. Osvífinn og ágengur Margir hafa á ferðum sínum erlendis séð í sjónvarpinu breskan gamanþátt sem nefnist The Ali G Show og byggir á manni sem tekur viötöl við frægt fólk og kemur því skemmtilega á óvart með spurningum, látæði og móðgun- um. Ali G hefur göngu sína í íslensku sjónvarpi næsta miðvikudag klukkan 22.15 í ríkissjón- varpinu sem hefur verið á fljúgandi siglingu í aggresívu bresku grini síðustu vikurnar. Til að sýna hverju áhorfendur geta átt von á birtum við hér á engilsaxneskri tungu lítinn viðtalsbút viö Elton John: Ali G: Alo! I is ere wiv none uver dan da batty boy of pop, John Elton. Respect. Elton John: It’s Elton John actually Ali. All G: Aiih, whatever. So John, is you always been abattyboy cause lerd datyou woz once married - although I also erd dat da missus was mingin? Elton John: Well Ali ifyou mean have I always been gay then probably deep down I was but maybe fought it because in my younger days especially it was not socially acceptabie to be gay'• Ali G: Fer real, but when you was gettin’jiggy did you fmk about people like James Dean and that Jonny Rottweiler who was tarzan so you wouldn ’t end up wiv a floppy or woz you trisexual and didn ’t care where you was stick- in' Mr biggy? Elton John: Again I probably fought hard to convince myself I wasn ‘t gay so I never had a problem maintaining an erection with women. I now know I am homosexual so I would probably struggle to get aroused with a wom- an now. Ali G: Wow, I fmk I might be homosexual then cause Mr Biggy wasn ‘t coming out to play last Saturday night aithough ma Julie says it woz coz I drank a bottle of Dan Jackiels and had about 6 spliffs. I fink it woz coz me Julie isn’t very subtractive now - in fact she's a dog. Nú eru allir á fullu að skipuleggja sumarfríið sitt og langflesta dreymir um að koma sér sem fyrst til fjarlægra landa. Það hafa þó ekki allir efni á því að sóla sig í út- löndum og hér er hugmynd um hvernig megi skipuleggja sólarlandaferð án þess að fara út úr húsinu. Sumarfrí á innan við þúsund kall Suðræn veðrátta Útvegaðu nokkrar 150 vatta ljósa- perur og skiptu um allar perur í íbúðinni nema í svefnherberginu. Þetta framkallar skært ljós sem líkist sterkri sólinni í útlöndum. Hækkaðu vel í öllum ofnum svo íbúðin verði hlý en hafðu þó svalahurðina opna upp á gátt sem oftast svo loftið verði ekki of þungt og þú getir andað. Hám- aðu í þig gulrætur, en það hefur ver- ið sagt að þær geri mann brúnan. Gakktu um léttklæddur og með sól- gleraugu. Umhverfi Um þetta leyti fyllist póstkassinn daglega af ýmsum auglýsingabæk- lingum frá ferðaskrifstofum og versl- unum. Klipptu út myndir af fallegu, léttklæddu fólki, sólarströndum og framandi landslagi og veggfóðraðu öU herbergin með þeim. Finndu ein- hverja góða mynd af sólarströnd, límdu hana á pappa, klipptu þetta til svo þetta verði á stærð við póstkort og skrifaðu á það: Ligg hér í makind- um í sólinni, er alls ekki með heimþrá. Sendu kortið á vinnustaðinn þinn. 150 vatta Ijósaperur: 8 x 217 = 1736 kr. Gullfiskar: 3 x 350 = 1050 kr. Neonfiskar: 7 x 150 = 1050 kr. Froskur: 500 kr. Léttvín: 3 x 1000 = 3000 kr. Bjórkippa: 1000 kr. Samtals: 8336 kr. Ekki eru allir jafn heppnir og Ómar Konráðsson, eini nútímaferðalangurinn sem jafnast á við íslendingasagnahetjurnar. Ómar kemst til útlanda. Fyrir þá sem þurfa að sitja heima er þessi grein nauðsynleg fyrir geðheilsuna. Farðu í næsta sandkassa og mokaðu sandi ofan í fótu. Farðu á laun að kvöldi tU en ef einhver stendur þig að verki skaltu bera það fyrir þig að þú borgir þína skatta og eigir því jafn- mikið ef ekki meira í sandinum en börnin. Sólarströnd á baðinu Kauptu þér þrjá gullfiska, sjö neonfiska og einn frosk i gælu- dýraverslun. Fáðu upplýsingar um hvert hitastig vatnsins á að vera til að dýrin lifi af, hvað þau éta og svo framvegis. Farðu heim, stráðu sandi í botnin á baðkarinu og fylltu það af vatni. Klipptu af nokkrum plöntum í stofunni og láttu þær fljóta í baðinu. Slepptu svo fiskunum og froskinum ofan i. Loks skaltu þekja baðherberg- isgólfið með 20-25 sentímetra lagi af mjúkum sandi. Baðherbergið þitt er nú orðið að strönd þar sem þú getur buslað meö framandi fiskum og legið í sandinum undir 150 vatta ljósaper- unni. Djammið Breyttu stofunni í diskótek a la út- lönd. Stráðu sandi á gólfið, slökktu öll ljós og spilaðu tónlist frá árinu 1994. Bjóddu ókunnugu fólki (til dæmis sem þú kynnist á Netinu) í heimsókn til að dansa með þér og biddu það um að skiptast á að slökkva og kveikja í loft- inu til að búa til diskóljós. Kauptu 3 flöskur af ódýru léttvíni og eina kippu af bjór sem þú hefur aldrei bragðað áður. Farðu svo í miðnæturbusl með froskinum og co í „sjónum“. Svefnherbergið Breyttu herberginu þínu i týpiskt hótelherbergi í útlöndum. Límdu miða utan á dyrnar með númerinu 237 og fáðu þér lykla að herberginu sem þú festir sama númer á. Losaðu þig við sængina og notaðu aðeins lak til að breiða yfir þig. Settu alla per- sónulega muni i geymslu og láttu að- eins simaskrá og biblíu liggja frammi. Fáðu vin þinn til að segja alltaf rúm sörviss þegar þú hringir í gemsann hans. Kapítalisminn hefur sigrað og nú og að eilifu verður allt og all- ir til sölu. Til hamingju með það, segir dr. Gunni. erum öll hórur Góður vinur minn, sem er jafnvel enn yngri en ég, fór alveg yfirum um daginn þegar hann sá auglýsinguna frá Íslandssíma um eitthvert nýtt símakort. í stað þess að froðufella af gleði yfir snilldinni og fá sér kort þegar í staö hafði aug- lýsingin þveröfug áhrif. Nokkru áður hafði Is- landssími lætt inn á hann þjónustu sinni með gylliþoðum, en nú var vinurinn sjóðandi fúll og hringdi til að slíta öllum viðskiptum við fyrir- tækið. Honum fannst auglýsingin svona lika viöbjóðsleg og gat ekki hugsað sér aö styðja málstaðinn. Brosa og glenna Svona, svona, sagöi ég og stríddi honum meö því að herma eftir gamalli nöldurskjóðu að hringja í Þjóðarsálina. En honum varð ekki haggað og sagði mér svo sigursæll seinna aö hann hefði frétt að margir aðrir hefðu gert það sama og hann. Nú er vini mínum vorkunn, hann á börn og svona og er orðinn ægilega settlegur. Sjálfur hefði ég aldrei brugðist svona viö, því þessi blessuð auglýsing er ekki sjokkerandi I mínum huga. Hún er aðallega hallærisleg. Þarna er gaurinn með kambinn enn og aftur að sýna sér á skaufann (það hef- ur örugglega ekki þurft aö borga honum), ein- hverjar Manson-gærur að ærslast, Jón Mýrdal á delanum og svo er það sjálfur hardkor-Tarfur- inn sem slummar framan í áhorfendur og veif- ar vörunni. Vá, voða er þetta á brúninni, mað- ur. Hvar fær maöur svona kort? Reyndar ætti ég ekki að vera að auglýsa þessa auglýsingu, nóga athygli hefur hún fengiö í þáttum á SkjáEinum, en samt; þó hún sé hall- ærisleg og ekki frumleg eða ögrandi (nema fyr- ir barnafólk eins og vin minn), er hún gott dæmi um þá staðreynd sem við sitjum uppi með: Kapítalisminn hefur sigrað og það er ekk- ert hægt að gera annaö en að brosa og glenna upp klofið, annaðhvort í líkamlegum eða and- legum skilningi. Við erum óll oröin hórur og ættum að fara okkur varlega í aö dissa stelp- urnar á pjásukössunum. Nákvæmlega allt ertil sölu, jafnvel það sem á að vera ögrandi, nýtt og ferskt. Og þá blasir það augljósa við: Ekkert er lengur ögrandi, nýtt eöa ferskt, nema kannski í mesta lagi rámirgamlingjarfrá Kúbu, sem þó eru gefnir út af stórfyrirtæki og seldir eins og hvert annað kjarnfóður. Varla er neitt gert lengur nema hægt sé að græða á því - „Hvað fæ ég út úr því?“ spyrja allir og kjammsa á aðalorðinu í dag: Ég, ég, ég. Síðasta vígið Megas Það gerist þó alltaf að tímarnir breytast, sem betur fer, og einhvern tímann fær fólk leiða á pirrandi verömiðunum sem lafa á öllu og öllum í dag. Allt breytist. Eöa getur einhver ímyndað sér auglýsingu svipaðri þessari frá síma- kompaníinu fara I loftið árið 1982? Bubbi Morthens að veifa göndlinum fyrir Alþýðubank- ann? Steinþór f Fræbbblunum að slumma framan í okkur í boði Spur? Bjarni móhíkani að sparka Ellý í Q4U út í tjörn til að kynna nýjan matseðil á Kokkhúsinu? Nei, auðvitað ekki. Sigur kapítalismans var enn tvísýnn þá og ungt fólk hafði smá-attitjúd, smá-sjálfsvirðingu og geröi ekki hvað sem var fyrir peninga. Kannski sé ég þó þetta tímabil bara í skókku Ijósi. Kannski buðust bara ekki tækifæri til að selja sig. Engum datt í hug að selja út á þetta „jaö- ar"-fólk, enginn kom auga á markhópinn. Nú gera flestir flest fyrir rétta prísinn: Johnny National sér um skemmtiatriðin hjá deCode, Quarashi rappa og rokka í kokkteilpartíum Wathne-systra, Hallgrimur Helgason sér um sprellið í Versló. Það eru helst alvöru lista- menn/steintröll eins og Megas sem taka ekki þátt í hóririinu. Þó veit ég að Megas hefur feng- ið fjölmörg tækifæri til að selja á sér rassgat- ið, t.d. verið boðiö mörg hundruð þúsund fyrir að nota Reykjavíkumætur í auglýsingum Flug- leiða, en nei; alltaf þvert nei. Þegar þú sérö eða heyrir Megas í auglýsingu geturðu því ver- ið alveg viss um að síöasta vígið er fallið og kapitalisminn er endanlega búinn að æla sér yfir aulaeyjuna okkar. Tíðarandinn Eyþór Sjálfur aöaldúddinn hjá símakompaníinu, hann Eyþór Arnalds, hefði ekki heldur auglýst á sér rassgatið 1982. Þá var normið aö vera reiður og ungur, og því var Eyþór reiður og rót- tækur, fjölritaði kjaftfort anarkistablað og boð- aði byltingu. Um daginn var hann i Skotsilfri á Skjánum. Sama dag var Egill Helgason að reyna aö kryfja tíðarandann í sínum þætti. Ekki hefði þurft að leita svona langt yfir skammt því svarið var að finna I Skotsilfri. Spyrillinn staðhæfði að margt ungt fólk liti upp til Eyþórs og vildi vera í hans sporum í lífinu; hvort hann ætti einhver ráð í pokahorninu fyrir þetta unga fólk á uppleið? Gamli anarkistinn og sellóleikarinn strauk á sér ístruna og bindið og kom svo með nokkur hollráð fyrir unga fólkið. Hvaða grin er nú þetta? Áriö 2001 og ungt fólk vill verða eins og Eyþór Arnalds? Þessi fullyrö- ing hefði kannski meikaö einhvern sens á síö- ustu öld en nú er þetta svona álika og Albert Guðmundsson hefði verið spuröur árið 1982 hvort hann ætti einhver ráö fyrir allt unga fólk- ið sem dreymdi um aö verða eins og hann. Maður gæti því spurt: Er ungt fólk upp til hópa slefandi hálfvitar í dag? Eru þetta allt heimskir rasistar á E blaðrandi í gemsa? Er tómhyggjan og græðgin alveg búin að taka völdin? Er allt að fara til fjandans eða er ég bara að verða gamall? P.S. Titill þessa skika er sóttur til ensku hljóm- sveitarinnarThe Pop Group sem söng: „We are all prostitutes, everyone has their price" í kringum 1980. Mér fannst þetta sniðug lína þá (og hún hefur öðlast dýpri merkingu í dag) og lét bróöir minn kaupa bol með spekinni þegar hann fór til London. Á bolnum var líka mynd af Magreti Thatcher. Ég ætlaði aö vera svaka ögrandi og fara í þessum bol í vinnuna, en þá var ég gjaldkerl í Landsbankanum. Auðvitað þorði ég það aldrei. 6 f Ó k U S 27. april 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.