Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Side 7
Fyrir fjórum árum innriíuðu átta ungmenni sig í Leiklist- arskóla ríkisins. Nú, fjórum árum síðar, eftir að hafa verið geymd í skugga leiksviðsins niðri á Sölvhólsgötu, verður sömu ung- mennum hleypt út í vorbliðuna sem fullmenntuðum leikurum. Þau koma ekki út úr sama skóla og þau innrituðu sig í heldur útskrifast þau af leiklistardeiid Listaháskóla íslands með BFA-próf; þau koma heldur ekki út í Reykjavikurvorið heldur er það allt annað vor, Hafn- arfjarðarvorið, því lokaverkefni þeirra er Platonov eftir meistara Tsjekhov sem verður frumsýnt annað kvöld í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Elma Lísa Gunnarsdóttir er ein þeirra sem útskrifast nú í vor. Hún fer með hlutverk Soffiu sem er ný- gift og hamingjusöm en lífið tekur óvæntan kipp þegar hún hittir fyrr- verandi kærasta sinn, Platonov, í veislu. Það gerist ýmislegt þegar hún hittir gamla kærastann enda ekki beinlínis draumaaðstaðan. Varð að fara í prófin Eflaust rekur marga minni til þess að hafa séð Elmu Lísu á skján- um þegar hún stjórnaði íslenska listanum á Stöð 2 en það var einmitt fyrir fjórum árum. Sam- kvæmt reglum skólans hætti Elma Lísa i sjónvarpinu en leiklistar- nemar eru í framkomubanni á meðan á skólatíma stendur. Er leiklistargen í œttinni? „Ég myndi ekki segja að það væri neitt leiklistargen í ættinni. Þessi leiklistaráhugi hefur eflaust alltaf blundað í mér. Ég þorði þó aldrei í leiklist þegar ég var í skóla en langaði rosalega til þess. Ég var 23 ára þegar ég sótti um skólann. Það var eitthvað sem ég þurfti að gera; ég hefði verið ósátt við sjálfa mig hefði ég ekki farið í inntöku- prófin." Má skilja þetta sem svo aö þú sért feimin aö eðlisfari? „Nei, ég myndi ekki segja að ég væri feimin. Þetta var einhver hræðsla. Kannski var ég búin að ákveða að þetta væri ekki neitt fyr- ir mig. En svo kom annað i ljós.“ Þaö heföi samt veriö afskaplega auövelt að sleppa prófunum? „Ég fékk einhvern kraft í mig. Ég var samt vön því að koma fram, var mikið í dansi, sjónvarpi og í myndatökum. Það hefur aldrei ver- ið neitt feimnismál. Leiklistin er allt annað og var algjörlega ný fyr- ir mér. Ég vissi ekki einu sinni hvað væri kennt í þessum skóla. Það kom mér margt á óvart.“ Og þú sérð ekki eftir neinu? „Nei. Þetta nám nýtist í allt þó svo að ég vilji auðvitað fá tækifæri eins og allir sem útskrifast úr þess- um skóla.“ Aðeins hærri laun Elma Lísa hefur ekki eingöngu fengist við að leika því að síðasta árið sjá útskriftarnemar algjörlega um Nemendaleikhúsið. Til dæmis vekur þaö athygli þegar komið er inn í Hafnarfjarðarleikhúsið að á Elma Lísa Ounnarsdóttir hefur síðustu fjögur árin veríð í hálf- gerðri kommúnu leiklistarnema. Á morgun leikur hún sitt síð- asta hlutverk hjá Nemendaleikhúsinu áður en hún stekkur inn í leikhúsfrumskóginn. Sigtryggur Magnason ræddi við Elmu Lísu um árin í myrkrinu og bjarta framtíð. Sjö makar í fjögur ár hurðina inn í salinn er festur miði þar sem segir að allir verði að mæta í vinnufötum til að rifa leikmyndina úr Vitleysingunum niður svo hægt verði að setja upp nýja leikmynd Finns Arnars Arn- arssonar. Það er engin stéttbund- inn verkalýðsbragur yfir leiklist- arnemum. „Mér þykir mun vænna um sýninguna eftir að hafa unnið að öllum stigum hennar." Og talandi um verkalýðinn. Árlega fáum við fréttir af því hve margir komast eða komast ekki inn í skóla vegna fjöldatakmark- ana. Læknisfræði og lögfræði eru flestum ofarlega í huga hvað þetta varðar og svo auðvitað leik- listin. Launin eru hins vegar ekki sambærileg í þessum fjór- um fögum. „Nei, en þau hækkuðu samt aðeins um daginn," segir Elma Lísa. „Það er alveg ljóst að mað- ur er ekki að þessu fyrir pening- ana. Þá væri maður einhvers staðar allt annars staðar. Þetta snýst um að svala einhverri þörf og gera það sem mann langar til að gera.“ Og dugir þaö þér? „Það verður að koma í ljós.“ Stundum leið Síðustu fjögur ár hafa bæði verið erfið og skemmtileg. „Aðal- lega skemmtileg," segir Elma Lísa. „Það er oft mikið álag. Mað- ur þarf að vera sterkur og í góðu jafnvægi. Það er mikil vinna og alltaf með sama fólkinu, þótt bekkurinn sé alveg frábær. Þetta er bara eins og hjónaband. Mað- ur verður stundum leiður.“ Hefur þetta veriö eins og fjög- urra ára tónleikaferöalag? „Ég hef aldrei farið í tónleika- ferðalag þannig að ég veit ekki hvernig það er. Við fórum saman í þriggja vikna útskriftarferð og það var mjög gaman. Við höfum upplifað margt saman. Það er mjög sérstakt að hafa verið með sjö manns í fjögur ár og upplifa allt náið með þeim.“ Hefuröu semsagt verið gift sjö manns? „Já.“ Leikhússtjórarnir mæta Síðustu fjögur ár hafa útskrift- arnemarnir búið við það ástand að fá alltaf hlutverk. Að skóla loknum tekur frumskógurinn við; engin hlutverk verða örugg. Hvernig leggst þetta í þig? „Það er margt spennandi að gerast og mun meiri gróska í leikhúsinu en hefur verið. Mað- ur verður að vera jákvæður og bjartsýnn. Þetta er auðvitað spennandi; ég er alveg tilbúin til að útskrifast eftir þetta fjögurra ára nám.“ Ertu búin aö ráða þig? „Nei, ég bara að skoða málin.“ Leikhússtjórarnir verða vœnt- anlega í salnum annaö kvöld? „Já, þeir koma örugglega í leikhúsið." 27. aprfl 2001 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.