Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Side 24
44 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 Tilvera dv IUifi Framtíðin á Seyðisfirdi Þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, nemar í Listaháskóla íslands, hafa opnað sýningu í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Sýninguna nefna þau Framtíðin og verkin sem til sýnis eru hafa þau unnið á staðnum á síðustu vikum. Klassík ■ TONLISTARANDAKT I HALL- GRIMSKIRKJU A tónlistarandakt í Hallgrímskirkju klukkan 12 í dag verður flutt tónlist úr kvikmyndinni Allir heimsins morgnar. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir leikur á viola da gamba og Snorri Örn Snorrason á lútu. Leikhús ■ PIKUSOGUR eftir Eve Ensler verða sýndar í kvöld klukkan 20 á þriðju hæð Borgarleikhússins. Leik- stjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir en leikkonur eru þær Halldóra Geir- harðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. Örfá sæti eru laus. ■ RÚM FYRIR EINN Hádegisleikhús lönó sýnir klukkan 12 í dag leikritiö Rúm fyrir einn. Fundir ■ PRAUMAR OG LISTMEÐFERÐ Sænski sálfræöingurinn Janet Svensson, sem þróað hefur svokall- aöa Aima-aðferð í listmeðferð, leiöir vinnusmiðju og heldur fyrirlestur hjá Endurmenntunarstofnun HÍ 30. og 31. maí og 1. júní kl. 9-16. ■ KYNNING Á NÁMI í FELAGSVISINDADEILD Nám í félagsvísindadeild HÍ fer fram á 2. hæö í Odda milli ki. 15 og 18 í dag. ■ KYNNING Á NÁMI í VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD Fyririestrar og umræöur um nám í viðskiþta- og hagfræðideild HÍ verða í stofu 101 í Odda milli kl. 17 og 18 i dag. Tónleikar ■ DJASSDÁGAR I GARÐABÆ Nú er síðasti djassdagurinn í Garöahæ í bili. Tríó Árna Scheving ásamt Jóni Páli Bjarnasyni leikur á Garðatorgi í dag kl. 16.30 fyrir framan húsnæði Sparisjóðsins. I kvöld eru svo tónleikar í Kirkjuhvoli þar sem saman koma stórstjörnur úr Garðabæ og nágrenni og leika af fingrum fram. Þetta eru Bjorn Thoroddsen á gítar, Haukur Gröndal á saxófón, Hilmar Jensson á gítar, Karl Möllerá píanó, Matthías MD Hemstock á trommur/slagverk, Pétur Grétarsson á trommur, Ólafur Stephensen á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar og Jón Rafnsson á kontrabassa sem kemur fram sem sérstakur aðstoöarmaður. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sýningar I SYNING ASGRIM FRAMLENGD Sýning Asgríms Guöbjartssonar í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði hefur verið framiengd til 22. júní vegna fjölda áskorana. Hingað til hefur einungis verið hægt að skoða hana um helgar en frá 1. júní verður Sjóminjasafniö opið alla daga frá 13-17. ■ SÝNINGUM HENRI CARTIER- BRESSON Við Signubakka, og áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar, Akureyri - bærinn okkar, lýkur um næstu helgi, sunnudaginn 3. júní, í Listasafni ALurcyrar. Bresk-íslenski slagverkskvartettinn 4-MALITY nýtur vaxandi vinsælda: Jafnskemmtilegt að keyra trukka og spila - segir Geir Rafnsson, trommari og „truckdriver“ Biogagnryní mm HHH Laugarásbíó/Stjörnubíó - Tomcats: + Karlrembur í piparsveinaleik „Þetta er allt Adrian Spillet að þakka,“ segir Geir Rafnsson, slag- verksleikari frá Akureyri, sem und- anfarin tvö ár hefur starfað með bresk-íslenska slagverkskvartettin- um 4-MALITY sem nýtur sívaxandi vinsælda og hefur á tveimur árum náð að skapa sér nafn á tónlistarhá- tíðum og í klúbbum í Bretlandi. „Adrian vann keppni sem heitir BBC Young Musician of the Year og eftir það kallaði hann okkur sem út- skrifuðumst með honum úr Royal Northern College of Music í Manchester saman og við stofnuð- um kvartettinn. Kvartettinn naut góðs af sigri Adrians því umboðs- skrifstofan sem sér um þessa keppni fyrir BBC sér jafnframt um að koma sigurvegurunum á framfæri og Adrian kaus frekar að spila með kvartettinum en að spila „solo“. Smátt og smátt vildi fólk lika frekar fá kvartettinn til að koma og spila, jafnvel þó það væri töluvert dýrara. Þetta hefur svo gengið mjög vel hjá okkur og við erum með slatta af bókunum alveg fram á næsta ár, bæði í Bretlandi og Belgíu. Nýlega fengum við svo beiðni í gegnum heimasíðuna okkar 4-mality.co.uk um að koma og spila í Beirút á næsta ári.“ - Hvemig tónlist spilið þið? „Það er rosalega blandað, eigin- lega bara allt. Við erum t.d. að spila tónlist frá Afríku, Japan, Suður-Am- eríku og svo auðvitað okkar eigin tónlist en við erum allir að semja og hver okkar hefur sinn stíl.“ Með aragrúa af hljóðfærum - Eruð þið ekkert á leiðinni til ís- lands? „Vandamálið með þennan slag- verkskvartett er að það er meiri háttar mál að ferðast með allar græjurnar á milii staða en þær fylla hvorki meira né minna en átta tonna trukk. Við erum með alveg aragrúa af hljóðfærum og uppsetn- ingum sem við notum, sérstaklega til að flytja verkin sem eru eftir okkur sjálfa og það er alveg ægilegt tilstand að lesta hljóðfærunum í trukkinn - tekur okkur alla jafna tvo klukkutíma. Þetta eru ekki bara trommur sem við erum með, við erum lika með alls konar hljómborðsslag- verk og svo risa- stórar marömbur. Ef við ætluðum að fara heim til Is- lands yrðum við að fara með trukk- inn í ferju en það er bara svo rosa- lega dýrt. Við erum reyndar al- veg hissa hvað fólk er tilbúið að borga fyrir að fá kvartettinn, því það er svo dýrt fyrirtæki að koma þessu „on the road“ og við héld- um að það væru ekki svona margir staðir sem hefðu efni á þessu. En strákamir vilja náttúrlega endi- lega fara til ís- lands - þangað langar alla og við eigum eftir að koma, það er eng- inn vafi á því - það er bara spurn- ing hvenær." Eru að „meika’öa" 4-MALITY slagverkskvartettinn skipa; Adrian Spillett, Jan Bradley, Stephen Whibley og Geir Rafnsson sem trónir efst í miöjunni á myndinni. Milli tromma og trukka - Hver ykkar keyrir trukkinn? „Ég er með meirapróf sem ég tók heima á Islandi og það kemur sér vel. Eftir að ég útskrifaðist hérna úr skól- anum þá vann ég næstum eingöngu við að keyra svona „trailer-trukka" og finnst það alveg rosalega gaman, eig- inlega alveg jafnskemmtilegt og að spila. Eftir aö svona mikið varð að gera hjá okkur í tónlistinni hef ég er varla nokkurn tíma til að keyra en ég nota oft tækifærið þegar koma eyður á milli „gigga“ og fer í einn og einn túr til að fá útrás," segir Geir trommari og „truckdriver". Fram undan hjá félögunum í 4-MA- LITY em tónleikar víðs vegar um Bretland. Má þar nefna: Inverness á Skotlandi, Chelmsford Festival, London Planetarium, Cheltenham Festival, Stratford English Music Festival, Birmingham Symphony Hall, sem verður sent út á BBC Radio 3, og Bridgewater Hall í Manchester, auk þess spila þeir á Edinborgarhátíð- inni og verða á tvennum Proms-tón- leikum í Royal Albert Hall í London i haust. -W Karlremburnar Michael og Kyle Jerry 0 ’Connell og Jake Busey í hlutverkum sínum. Það er með ólíkindum hvað sum- ir í Hollywood geta hjakkað í sama farinu. Eftir að There is Something About Mary og American Pie slógu í gegn hafa komið á markaðinn óteljandi myndir sem reyna að gera út á sama grófa húmorinn, sem heppnaðist vel í þessum tveimur myndum. Húmor sem er mjög vand- meðfarinn og þar sem nánast er stiginn línudans á milli þess að vera sniðugt og ósmekklegt. Megnið af eftirhermunum eru röngu megin við línuna, óskemmtilegar og ósmekklegar kvikmyndir sem lítið vit er í. Tomcats er slík kvikmynd. Það örlar stundum á húmor sem hefði getað heppnast hefði hæfileik- aríkur leikstjóri verið við stjórnvöl- inn en slíkt er ekki til staðar og þeg- ar á heildina er litið er kvikmyndin ófyndin og ósmekkleg. I upphafi erum við stödd í gifting- arveislu. Sá fyrsti úr vinahópnum er að gifta sig. Hrollur fer um vini hans og þeir ákveða að stofna sjóð sem á að ávaxta sig þar til aðeins einn þeirra á eftir að gifta sig. Sjö árum síðar eru aðeins tveir eftir. Teiknimyndahöfundurinn Michael (Jerry O’Connell) og kvennabósinn Kyle (Jake Busey) sem hefur það að markmiði að komast yfir sem flest- ar stelpur. Kyle er öruggur um að hann vinni pottinn og sjálfsagt hefði hann gert það ef Michael dytti ekki í hug að setjast við spilaborðiö í Las Vegas. Þegar upp er staðið skuldar hann rúma fimmtíu þúsund dollara og honum er gerð grein fyrir því að borgi hann ekki innan ákveðins tíma þá styttist lífdagar hans veru- lega. Það eru því góð ráð dýr. Michael fer til vinar síns, Kyle, til að athuga gang mála hjá honum þar sem eina úrræðið sem hann hefur er að vinna pottinn sem er að verða að hálfri milljón dollara. Kyle er enn eins og rófulaus hundur á eftir hverju pilsi en lætur út úr sér að hann hafi kynnst stúlku í brúðkaup- inu fyrir sjö árum sem hann gæti hugsað sér að giftast. Michael sér glætu í myrkrinu og fer á stúfana til að hafa uppi á stúlkunni. Þetta er ekki svo galinn söguþráð- ur ef rétt væri farið með, en svo er nú ekki. Það er eins og leikstjórinn og handritshöfundurinn Gregory Poirier hafi haldið að eina sem gæti bjargað myndinni væri að hafa húmorinn á svörtum nótum, eitt- hvað sem hann ræður greinilega ekki við. Þegar svo leikarar eru hver öðrum verri er ekki von á góðu, enda má með sanni segja að myndin sé jafnmikið klúður og hjónabandið sem Michael reynir að stofna til. Leikstjóri og handritshófundur: Gregory Poirier. Kvikmyndataka: Charles Minsky. Tónlist: David Kitay. Aöalleikarar: Jerry O'Connell, Elizabeth Shannon, Jake Bus- ey og Horatio Sanz.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.