Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 10
Platan Kid A með Radiohead var ein af mest umtöluðu plötum síðasta árs. Þó að platan hafi hlotið mikið lof gagnrýnenda og aukið hróður hljómsveitarinnar þá lagðist hún misvel í aðdáendur hennar. Á mánudaginn kemur út ný Radiohead-plata, Amnesiac, og nú bíða menn spenntir eftir því hvaða stefnu Thom Yorke og félagar hafa tekið í þetta skiptið. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn: Eins og afkvæmi Ok Computer og Kid A Þegar Ok Computer kom út árið 1997 breyttist hljómsveitin Radi- ohead úr því að vera ein af athygl- isverðustu rokkhljómsveitum heims í að vera sú mikilvægasta. Vegur hennar hafði vaxið jafnt og þétt frá fyrstu plötunni, Pablo Hon- ey, sem kom út árið 1992. Eftir- væntingin eftir nýrri plötu var orð- in mjög mikil og þegar Kid A kom út í fyrra fór hún rakleiðis í fyrsta sæti vinsældalista úti um allan heim. Platan kom mikið á óvart. í staðinn fyrir eðal-gítarpoppverkin, sem höfðu skapað velgengni henn- ar, var komin tilraunakennd tón- list sem átti að sumu leyti meira sameiginlegt með því sem er að gerjast í raftónlistarheiminum en því sem hefðbundnar rokksveitir eru að fást við. Kid A fékk mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og jók hróður hljómsveitarinnar jafnt í rokk-, djass- og raftónlistargeirun- um. Margir tónlistarmenn dáðust að hugrekki þeirra félaga og því hvað þeir voru óhræddir við að fara sínar eigin leiðir og taka fjár- hagslega og „vinsældalega" áhættu. Á tímum þegar allt snýst um árangur og leitina að formúlu sem virkar þá þarf tónlistarheim- urinn á plötu eins og Kid A að halda. Sumir af gömlu aðdáendun- um urðu samt fyrir vonbrigðum. En riijum aðeins upp sögu sveitar- innar. Oxford on a Friday Það er kannski óþarfl að eyða mörgum orðum í sögu Radioheads því hana þekkja flestir. Hljómsveit- ina skipa þeir Thom Yorke, Ed O’Brien, John Greenwood, Phil Selway og Colin Greenwood. Hún var stofnuð í Oxford árið 1987 og starfaði fyrst undir nafninu On a Friday. Þeir Thom, Colin og Ed fóru allir í háskólanám hér og þar í Englandi en fimmmenningamir héldu samt áfram að hittast reglu- lega í Oxford til þess að spila með bandinu. Eftir að þeir höfðu út- skrifast úr háskólanámi árið 1991 tóku þeir upp þráðinn af fullum krafti, gerðu samning við EMI og tóku sér nafnið Radiohead - en það var tekið úr texta með hljómsveit- inni Talking Heads. Fyrsta platan þeirra, Pablo Honey, kom út ári síðar. Hún innihélt m.a. lagið Creep sem sló í gegn bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Textinn fjallar um náunga sem hvergi passar inn og varð einhvers konar einkennis- söngur ungmenna í leit að sjálfum sér. Varðandi tónlistina var Pablo Honey efnileg en með næstu plötu, The Bends, sem kom út árið 1995, var Radiohead-stíllinn orðinn til og með meistaraverkinu OK Comput- er höfðu þeir náð að fullkomna hann. Og þá fóru þeir út i allt aðra sálma... Ekki að reyna að vera erfiðir Þegar maður hugsar út í það þá hefði það kannski ekki átt að koma neinum á óvart að Radiohead tæki svona stökk eins og Kid A óneitan- lega er. Þeir félagar höfðu jú alltaf verið svolítið sér á báti. Kid A hef- ur verið líkt við það þegar David Bowie gaf út Low árið 1977. í stað- inn fyrir gæðapoppsmellina sem hann hafði dælt út fram að því kom hann með framúrstefnulega raftón- list og gaf með því algerlega skít í söluáætlanir og vinsældavonir. Eft- ir stendur að Low og Heroes, sem fylgdu i kjölfarið, eru á meðal þeirra platna sem hafa haft mest áhrif á þær kynslóðir tónlistar- manna sem komu fram næstu árin á eftir útkomu þeirra. Thom Yorke er reyndar alveg steinhissa á öllum látunum út af Kid A. Hann skilur ekki af hverju fólki finnst þetta svona erflð tónlist. „Ég sé okkur ekki sem framúr- stefnuhljómsveit," segir hann. „Við erum ekkert að reyna að vera klár- ir eða erfiðir. Við eru bara að reyna að tjá okkur.“ Fleiri popplög á Am- nesiac En víkjum að nýju plötunni. Am- nesiac er tekin upp og kláruð á sama tíma og Kid A. Hún gekk á sínum tima undir nafninu „Kid B“ og sagan segir að hún sé einhvers konar poppað systkini Kid A. Þetta er rétt en samt ekki nema að hluta til. Það eru fleiri lög á Amnesiac sem eru byggð upp eins og venjuleg popplög heldur en á Kid A og gítar- inn er meira notaður, en það eru lika mjög skrýtnir hlutir á henni inn á milli. Það hefur verið sagt að Amnesiac sé svona eins og mitt á milli OK Computer og Kid A og sú lýsing á alveg rétt á sér. Thom Yorke hefur lýst því yfir að ástæð- an fyrir því að gítarinn er svona litið notaður á bæði Kid A og Am- nesiac sé sú að á þeim tíma sem plöturnar voru teknar upp voru þeir mest að hlusta á djassista eins og Charles Mingus og tilrauna- kennda raftónlist. „Gitartónlistin gerði ekkert fyrir okkur á þessum tíma,“ segir Thom, „þó að maður sé eiginlega farinn að sakna hennar núna“. Maður gæti haldið að þar sem efnið er allt tekið upp á sama tíma þá séu bestu lögin öll á fyrri plötunni, Kid A sem sagt, en því fer fjarri. Plöturnar eru vissulega skyldar en samt furðu ólíkar og Amnesiac er alls ékki siðri en Kid A. Virkur í pólitíkinni Eftir að vinnunni við Kid A og Amnesiac lauk fór Thom í stúdíó með Björk til þess að taka upp dúettinn „Seen It All“ fyrir „Selma- songs“-plötuna. Hann söng líka á nýjustu plötu PJ Harvey. Þeir Radiohead-félagar fóru í tónleika- ferð, Thom eignaðist soninn Noah og svo hefur hann líka heilmikið verið að tjá sig um þjóðmál og al- þjóðapólitík. Hann tók þátt í barátt- unni fyrir því að skuldir þriðja heimsins væru afskrifaðar með Bono, Bowie, Bob Geldof og fleiri. Hann er mikill Tony Blair-and- stæðingur en segist fagna því að George W. Bush hafi unnið kosn- ingamar í Bandaríkjunum. Ekki af þvi að hann styðji hans pólitík heldur þvert á móti vegna þess að hans völd geti ekki annað en gert fólk róttækara. „Fólk sem hefur aldrei haft áhuga á pólitík á eftir að vakna og gera sér grein fyrir því að það þarf að gera eitthvað í mál- inu,“ segir hann. Hann hefur líka tekið þátt i starfsemi samtaka eins og Amnesty International og Free Tibet. Vefsíða þeirra, radi- ohead.com, er lika full af tenglum í vefsíður pólitískra samtaka. Verður næsta plata gítar- plata? Fram undan hjá Radiohead er tónleikaferðalag um Bandaríkin með hljómsveitinni Beta Band. Þegar er byrjað að æfa og gengur vel. Nýja efnið sem verið er að æfa er, að sögn þeirra félaga, „allt há- vært og allt gítartónlist". Þeir eru líka að æfa Cinnamon Girl eftir Neil Young sem þeir taka í há- værri rokkkeyrslu. Þó er of snemmt að spá því að næsta plata verði rokkplata. En það kemur samt örugglega að því aftur. Thom vill ekkert gefa út á það sérstaklega en segir glottandi að „þegar allir verða farnir að spila þýskt teknó þá tökum við aftur fram gítarana". Þess má að lokum geta að Am- nesiac kemur út í tveimur mis- munandi útgáfum. Annars vegar er það platan i hefðbundnu plast- umslagi. Hins vegar er það sérstök viðhafnarútgáfa sem eingöngu verður á boðstólum fyrstu vikum- ar. Það er útgáfa sem Thom Yorke er mjög stoltur af. Tónlistin er sú sama en í stað plastumslagsins kemur platan í rauðri, innbund- inni bók - nokkurs konar gáfu- manna-umbúðum. Ætti að gera lukku hjá bókmenntaþjóðinni í norðri... Hip-hop-tónlistin er vinsæl út um allan heim þessa dagana og fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri. Hljóm- sveitin Ugly Duckling frá Long Beach er meðal þeirra sem leika partí-hip-hop undir sterkum áhrifum frá tónlist níunda áratugarins. Traustí Júlíusson kynnti sér sveitina í tilefni af nýju plötunni hennar, Journey to Anywhere. Ijóti andarunginn fær Ugly Duckling. Hip-hop í garðveisluna Platan Joumey to Anywhere, með bandaríska hip-hop-trlóinu Ugly Duckling, er nýkomin út. Platan, sem er gefin út af breska fyrirtækinu XL Rexcordings (heimili Prodigy og Ba- sement Jaxx), er ein af skemmtilegri hip-hop-plötum ársins. Utanveltu á árum gangst- er-rappsins Þegar Ugly Duckling var stofnuð á Long Beach árið 1993 þá var g-fónkið og gangster-rappið allsráðandi. Hljóm- sveitin er skipuð þeim Andy Cat og Dizzy Dustin sem rappa og plötu- snúðnum Young Einstein. Þeir höfðu verið miklir hip-hop-aðdáendur en þegar gangster-rappið kom fram og Snoop Doggy Dogg var orðinn aðal- fyrirmyndin hjá kalifornískum hip- hoppurum þá urðu þeir utanveltu. „Við pössuðum alls ekki inn í þetta og tókum okkur þess vegna nafnið Ugly Duckling," segir Dizzy. Þegar maður hlustar á Joumey to Anywhere þá getur maður vel skilið af hverju. Tónlistin á henni er ekta partí-tónlist, fjörug og léttleikandi. Þeir félagar eiga mun meira sameigin- legt með old-school-sveitum, eins og Sugarhill Gang, heldur en þeim Dre og Snoop. Andlega skyldir Jurassic 5 Ugly Duckling gaf sjálf út sína fyrstu plötu, ep-plötuna Fresh Mode, árið 1997. Platan vakti nokkra athygli og kom sveitinni á kortið. Þegar breska plötuútgáfan Wall of Sound stofnaði hip-hop-undirmerkið Bad Magic þá var Fresh Mode ein af fyrstu plötunum sem hún gaf út. Sú útgáfa leiddi svo til þess að XL gerði samn- ing við þá félagana og nú er sem sagt fyrsta platan þeirra í fullri lengd kom- in út. Tónlist Ugly Duckling minnir svo- lítið á aðra Kaliforniusveit sem hefur verið að gera það gott að undanfómu, nefnilega Jurassic 5. Báðar þessar sveitir eiga það sameiginlegt að spila tónlist sem leggur megináherslu á það að skemmta sjálfum sér og hlustand- anum. „Við erum að reyna að gera hip-hop-listformið skemmtilegt aftur,“ segir Andy. „í dag er hip-hoppið ekki lengur spurning um tónlistina heldur eru allir að reyna að sjokkera. Það er reynt að sjokkera fólk til þess að kaupa plötur. Við viljum breyta því.“ uppreisn æru 10 f Ó k U S 1. júní 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.