Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 I>V Fall er fararheill: Fann ekki golfvöll- inn - Birgir Leifur Hafþórsson er eini ís- lenski atvinnugolfarinn. Hann var tveim- ur höggum frá því aö komast inn í evr- ópsku mótaröðina. Hann segir slysasög- ur af sjálfum sér og talar um framtíð- ina viö DV. Nokkrir íslendingar hafa á und- anfornum árum reynt fyrir sér sem atvinnumenn í golfi með misjöfnum árangri. Hinn 25 ára gamli Birgir Leifur Hafþórsson virðist þó ekkert vera á því að gefast upp á hinum harða heimi atvinnugolfsins og hef- ur nú verið í bransanum i fjögur ár. Eins og staðan er í dag er hann eini starfandi íslenski atvinnugolfarinn en tveir aðrir íslendingar hafa þó atvinnuréttindi í iþróttinni. Birgir Leifur, sem er fæddur og uppalinn á Akranesi, sá sig þó aldrei fyrir sem atvinnugolfara heldur innanhúss- arkitekt þegar hann var yngri. Hann byriaði að spila golf tólf ára gamall og sýndi strax góða takta. Árið 1997 var stofnað hlutafélag um hann og fjögurra ára samningur undirritaður. Sá samningur var svo endurnýjaður til tveggja ára um síð- ust áramót. Fann ekki golfvöllinn Þaö sem af er þessu ári hefur Birgi gengið ágætlega en alls mun hann taka þátt í 22 mótum á þessu ári og er árið í ár það stærsta tii þessa á hans ferli. Fram undan eru mjög stór mót þannig að það verður nóg að gera hjá golfaranum næstu tvo mánuðina. „Ég er á leið til Frakklands og þaðan mun ég fara til Finnlands og svo til Hamborgar," upplýsir Birgir þar sem hann er staddur á golfvelli DV MYNDIR SNÆ Birglr Leifur Hafþórsson Honum hefur ekki gengiö eins vel og margir héldu í fyrstu en hann er samt eini Islendingurinn sem er atvinnumaöur í golfi. Birgir Leifur Hafþórsson er eini íslenski atvinnugolfarinn Ef toppatvinnumenn í golfi eru bornir saman viö toppana i fótboltanum kemur í Ijós aö þeir fyrrnefndu þéna mun meira. Sem dæmi má nefna aö Tiger Woods var meö 20 milljaröa íslenskra króna í árslaun á síöasta ári. Þaö er einnig mun minna um meiösli í golfinu en boltanum og menn endast mun lengur í íþróttinni. í Lúxemborg. Þar var hann nýdott- inn úr leik á árlegu móti í Chal- lenge-túmum. „Ég missti köttið með tveimur en spilaði á parinu. Það vantaði þessi stuttu pútt,“ segir Birgir Leifur um frammistöðu sínu á mótinu. Hann er þó ekkert að gráta árang- urinn og ber sig mannalega enda önnur tækifæri fram undan. Á þess- um fjórum árum sem Birgir hefur verið atvinnumaöur hefur að sjálf- sögðu ýmislegt á daga hans drifið. Hann segir þessi ár hafa veriö lær- dómsrík, sérstaklega fyrsta árið hans. „Einu sinni leitaði ég að golfvelli í fimm klukkustundir. Þetta var í Sviþjóð árið 1997 og þegar ég loksins fann golfvöllinn var orðið of seint að skrá sig og þar með var ég dott- inn úr mótinu. Þá var ekkert annað fyrir mig að gera en keyra til baka heim,“ segir Birgir sem segist síður en svo hafa verið ánægöur með þau málalok en getur þó brosað að þessu atviki í dag. Aðra hrakfallasögu á Birgir í pokahorninu frá sínu fyrsta ári í at- vinnumennskunni en þá var hann einnig að spila á golfmóti í Svíþjóð. Honum hafði gengið mjög vel á mót- inu en hélt samt ekki að hann hefði sjéns í efstu sætin svo hann fór heim áður en mótinu var lokiö. Andstæðingar hans klúðruðu hins vegar algjörlega síðustu holunum þannig að Birgir Leifur var kallaður í bráðabana. Hann fannst hins veg- ar hvergi á svæðinu enda löngu far- inn heim þannig að honum var út- deilt öðru sætinu. „Eftir þetta vissu allir í bransan- um hver ég var, íslenski golfarinn sem mætti ekki í bráðabanann," segir Birgir og hlær. Refurinn er lukkudýriö Atvinnumennskan krefst mikilla ferðalaga og það var m.a. ein af ástæðunum fyrir því að Birgir Leif- ur flutti nýlega tfl Svíþjóðar ásamt unnustu sinni. Elísabetu Halldórs- dóttur. Það eru tæplega þrjú ár síð- an pariö kynntist og saman eiga þau eins árs gamlan son. Flest mótin sem Birgir Leifur tek- ur þátt í eru á Norðurlöndunum og í Evrópu. Birgir hefur fest kaup á Chrysler bifreið sem hann notar til að aka á milli mótanna. Elísabet hefur þá oft flotið með enda er Birg- ir Leifur oft langdvölum að heiman þegar aðalvertíðin stendur yfir. Birgir segir líka að atvinnumennsk- an geti verið einmanaleg á köflum. Að loknum mótum halda golfarar frá hverri þjóö sig mikið saman, fara saman út að borða á kvöldin og þess háttar en þar sem Birgir er eini íslenski atvinnugolfspilarinn þá er hann oft einn. „Ég verð bara að bíta í það súra epli en vonandi verða þeir orðnir fleiri eftir eitt eða tvö ár,“ segir Birgir Leifur sem fer þó ekki einn á völlinn því honum fylgir alltaf rauð- brúnn rebbi sem hann segir að sé sitt lukkudýr. „Hann týndist í nokkra mánuði í fyrra en ég lét það samt ekkert trufla einbeitinguna á vellinum, „ ítrekar Birgir en viður- kennir að hann hafl samt verið feg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.