Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 I>V Helgarblað ■■ - Ólfna Þorvaröardóttir er nýráöinn skólameistari Menntaskóians á ísafiröi „Þegar við fundum þessa löngun heimamanna þá könnuöum viö starfsskilyröin og stööu menntaskótans og ákváöum síöan aö stökkva en hrökkva ekki. Ég fann glöggt langt út fyrir raðir skólanefndar aö nýtt blóö inn í skólastarfiö og endurheimta eitthvaö af sínu fólki Sýslumannsdóttirin snýr heim aftur - Ólína Þorvarðardóttir, doktor og skólameistari, snýr aftur heim til Isafjarðar og tekst á við ögrandi verkefni í skólamálum. Hún ræðir við DV um þessa ákvörðun, erfiða dokt- orsvörn og stjórnunarstíl. Ólfna Þorvarðardóttir, fyrrverandi fréttamaður, stjómmálamaður, doktor í bókmenntum og þjóðfræði og nýskipað- ur skólameistari Menntaskólans á ísa- firði, er nýbúin að taka malaríutöflur þegar hún tekur á móti blaðamanni DV. Ekki svo að skilja að blaðamenn beri með sér smitandi hitabeltissjúkdóma heldur er Ólína i þann veginn að leggja upp í langt ferðalag. Hún ætlar með dætrum sínum og tengdadóttur í nokk- urs konar safarí-leiðangur til Afríku til þess að skoða villt dýr i sínu náttúrlega umhverfi og heimsækja fáséða ætt- bálka. Hún hlakkar mikið til. Tíu dögum eftir heimkomuna leggur Ólína upp með lungann úr fjölskyld- unni í annað og mun lengra ferðalag, þegar hún flytur vestur á ísafjörð til þess að taka þar við starfi skólameist- ara Menntaskólans á ísafirði. Bjöm Teitsson sagnfræðingur lætur af starfi þar vestra eftir ríflega 20 ára þjónustu við skólann. Veiting embættisins hefur vakið nokkra athygli, eins og reyndai' flest sem Ólína hefur tekið sér fyrir hendur um ævina. Hún hefur sjaldan farið troðnar slóðir og þaö hefur alltaf gustað um hana. Það er líkt með þessum ferðum tveimur að þær em báðar famar á vit þess ókunna. Þótt hvorttveggja séu framandi staðir er Ólína kunnugri innviðum ísfirsks samfélags en gresjum Afríku, þvi hún ólst að miklu leyti upp á ísafirði og útskrifaðist sjálf árið 1979 úr þeim menntaskóla sem hún tekur nú við stjómtaumunum á. Fjórði ferillinn haflnn Ólína varð þjóðþekkt í starfi sínu sem fréttamaður á Sjónvarpinu á áram áður, síðan sem ötull borgarfulltrúi Nýs vettvangs og liðsmaður Alþýðuflokks- ins. Hún er höfundur umtalaðrar við- talsbókar við Bryndísi Schram, eigin- konu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og for- manns Alþýðuflokksins. Síðast en ekki síst hefur Ólína komist í fréttir fyrir fræðastörf sín, einkum umtalaða dokt- orsvörn á síðasta ári sem fór alls ekki hávaðalaust fram. - Er sanngjamt að segja að með bú- ferlaflutningum vestur til ísafjarðar og starfi skólameistara þar sé hún að takast á við fjórða starfsferilinn? „Já, það má segja það. Ég fór úr fréttamennsku i pólitík og byrjaði með fram því að vinna að fræðastörfum og háskólakennslu. Ég hef litið á mig sem fræðimann síðari ár, en það segir sig sjálft að í þessu nýja starfi muni fræða- störfin fara nokkuð halloka. Undanfar- in ár hef ég ekki verið í fastlaunuðum störfúm, svo það má eiginlega segja að nú sé ég loksins að koma út á vinnu- markaðinn," segir Óiína sem hefur ver- ið sjálfstætt starfandi fræðimaður með fram háskólakennslunni. Heimamenn grétu af gleði Umsókn Ólínu um starfið var að þvi leyti sérstök að einungis sóttu tveir um. Hinn umsækjandinn dró umsókn sína til baka á lokastigi en mun kenna við skólann í vetur. í fréttum DV kom fram að skólanefnd menntaskólans hefði komist við af gleöi þegar ljóst var að umsókn Ólínu lá fyrir. - Hverjar vora helstu ástæður þess að hún ákvað að stíga þetta skref og söðla um á sínum starfsferli? „Athygli mín var vakin á þessari auglýsingu um leið og hún birtist. Jafn- framt fóram við hjónin að fá símhring- ingar frá ísfirðingum sem vora að hlera eftir því hvort mögulegt væri að fá okk- ur aftur heim í hérað og taka við skól- anum. Við höfum nokkuð lengi verið að gæla við þá hugmynd að flytja vestur, þó aö það hafi fram að þessu verið frem- ur kæruleysislegt tal. Ég hef alltaf fund- ið að „hin ramma taug“ hefur togað í Sigga og sjálf hef ég haft taugar til skól- ans og bæjarins." Stökkva en ekki hrökkva Þama talar Ólína um eiginmann sinn, Sigurð Pétursson sem er innfædd- ur og uppalinn ísfirðingur, sonur Pét- urs Sigurðssonar, forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða. Sigurður er sagnfræð- ingur sem hefur starfað sem kennari og stefnuvottur hin síðari ár. Hann mun gerast undirmaður eiginkonu sinnar og verður kennari í fullu starfi við menntaskólann þar sem hann ætlar að kenna sögu og dönsku. „Þegar við fundum þessa löngun heimamanna þá könnuðum við starfs- skilyrðin og stöðu menntaskólans og ákváðum síðan að stökkva en hrökkva ekki. Ég fann glöggt langt út fyrir raðir skólanefndar að það var mikill hugur í heimamönnum að fá nýtt blóð inn í skólastarfið og endurheimta eitthvað af sínu fólki." Ólina segir að þau hjón ætli ekki að selja húsið á Framnesveginum heldur muni íjölskyldan nýta það meö öðram hætti. Samt era húsnæðismál nýs skólameistara enn óleyst heima á ísa- firði þegar þetta viðtal fer fram en það virðist ekki valda Ólinu neinum áhyggjum. Atgervisflóttinn er mikill ísafjöröur hefur sannarlega ekki far- ið varhluta af þeirri miklu byggðarösk- un sem átt hefur sér stað undanfarin ár og Vestfirðir hafa orðið hvað harðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.