Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 56
Happdrætti Háskólans: Falsaðar happa- þrennur í umferð - sölutumar varaöir við Að undanfómu hafa komið upp fjög- ur tilvik þar sem fólk hefur fengið greidda vinninga á falsaðar Happa- þrennur. í hverju tilviki var um 5000 króna vinninga að ræða. Jón Óskar Hallgrímsson, markaðsstjóri Happ- drættis HÍ, segir málið í rannsókn. „Mál sem þessi hafa komið nokkrum sinnum upp og við lítum þetta mjög alvarlegum augum. í öllum tilfellum er um lægstu vinningana að ræða en stærri vinningar em greiddir út hjá okkur og skoðaðir vandlega í hvert sinn. Happaþrennumar era prentaðar í sérstakri öryggisprent- smiðju en það er svipað með þetta og peninga; það era alltaf einhverjir sem reyna fólsun til að ná sér í fé,“ segir Jón Óskar. Hann segir fólsuðu Happaþrennurn- ar hafa verið illa gerðar og fólk hafi nýtt sér mikinn eril í sölutumum til að svíkja út fé með þessum hætti. -aþ I HUSI MINU ERU MARGAR VISTARVERUR! Ónýt hlaða og fjárhús með hátt brunabótamat: Rústir metnar á eina og hálfa milljón ! Verð frá 1 35.500 Allar stærðir EVRÓ Grensásvegi3 s: 533 1414 Tarja og Davíö Davíö Oddsson er staddur í opinberri heimsókn í Finnlandi og sést hér ræöa viö Tarja Haionen, forseta Finnlands, í gær. Eins og sjá má er forseti Fmniands í gifsi en Tarja handleggsbrotnaöi á fimmtudaginn þegar hún féll í sumarbú- staö sinum i Naanatali. „Ég hvet alla til. að skoða vel fast- eignamatið sem þeir fengu fyrir skömmu og gera við það athugasemd- ir ef þörf krefur," segir Gísli Baldur Jónsson sem er einn af fjölmörgum sem ekki er sáttur við nýtt mat á eignum sínum. Það sem helst vekur athygli á fast- eignamati Gísla er aö þar eru taldar upp eignir sem ekki eru í hans eigu, svo sem sumarhús, fjárhús, hlaða, verkfærageymsla og sögunarhús. „Þessar byggingar tilheyra erfingjum Kristins Jónssonar sem átti hálfa jörðina og höfðu þar sumarsetu," seg- ir hann og bætir við að: „fróðlegt er að sjá á hvað þessar byggingar eru metnar. Sem dæmi má nefna að brunabótamat fjárhúss og hlöðu er samtals tæp ein og hálf milljón króna. Eins og sjá má á myndinni er ástand og gæði húsanna, sem metin eru til verðs og skattlögð, afskaplega bágbor- ið,“ segir Gísli. Einnig er hann ósáttur við mat á hluta af jörðinni Seljanesi í Árnes- hreppi og er fasteignamat landsins 81.000 kr. en aðeins hluti þess tilheyr- ir Gísla. Hann segir landið einskis virði en engu að síður sé hann skatt- lagður fyrir það. „Landið er úr sér gengið í órækt; þetta er aðeins mold, Brunabótamat Fasteignamats ríkisins á hlöö- unni, sem stendur enn uppi, og fjárhúsinu, sem er failiö, er tæpiega ein og hálf milljón króna. grýttur jarðvegur og berar klappir. Ekki nokkur vill kaupa eða eiga svona land, það finnst ekki einu sinni hrísla á því. Þetta er því ekkert annað en baggi á mér,“ segir hann. „Svo er ekki einu sinni reki þarna lengur, þó hann sé met- inn til verös í matinu. Rekinn hvarf allur eftir að Rússar fóru að gæta betur að timbrinu hjá sér auk þess sem hafstraumar þeir sem færöu það hingað hafa breyst," segir Gísli sem er stað- ráðinn í að kæra matið. -ÓSB Sjá nánar á bls. 2 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 30. JUNI 2001 UV-MYINU ItllUK Fókusfjör Þaö var glatt á hjalla í Hljómskálagaröinum í gær þegar Fókus hélt upp á þriggja ára afmæli sitt meö lesendum. Afmælisknattspyrnuleikur fjölmiölamanna á risafótboltaspili úrgúmmii vakti bæði lukku og kátinu enda hart barist. Svo var sungiö og dansaö fram eftir kvöldi og gleöin ein i fókus. Sóknarpresturinn á Selfossi flækist á milli leiguíbúða: Prestssetrasjóð- ur er uppurinn - erum í vandræðum, segir formaður sjóðsins „Prestssetrasjóður virðist vera blankur," segir séra Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknarprestur á Sel- fossi, sem flækst hefur á milli leiguibúöa að undanfornu vegna þes að enginn er prestsbústaður- inn á staðnum. „Ég seldi ibúð sem ég átti hér vegna fyrirheita um prestsbústað samkvæmt samþykkt Kirkjuþings frá 1999. En ekkert gerist." Bjarni K. Grímsson, formaður prestssetrasjóðs, skilur vandræði sóknarprestsins á Selfossi vel: „Peningarnir eru bara ekki til. Við — Séra Þórir Jökull Þorsteinsson. Bjarnf K. Grímsson. Saksóknari áminntur: Beindi riffli að fólki Sérstæð uppákoma varð í dómssal Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær þegar Bláhvammsmálið svokall- aða var endurflutt á Akureyri. Sigríð- ur Friðjónsdóttir saksóknari var að sýna fram á hve lítið átak þyrfti á gikk manndrápsvopnsins í málinu til að hleypa af. Hún mundaði riffilinn og tók í gikkinn og mátti vart annað sjá en að einn viðstaddra væri nálægt skotlínunni. Einn héraðsdómaranna í fjölskip- uðum dómi sá samstundis ástæðu til að setja ofan í við saksóknara. Dóm- arinn sagði að aldrei mætti beina skotvopni nálægt fólki og skipti þá engu hvort byssa væri hlaðin eður ei. Sigríður svaraði því til að þetta hefði áður verið gert en baðst ekki afsökun- ar á athæfinu. Sjá ítarlega umfjöllun um dómsmálið bls. 4. -BÞ Stöö 2: Páll Baldvin hættir Páll Baldvin Baldvinsson. Hættur og farinn. erum í vandræðum. Prestssetra- sjóður hefur ákveðnar tekjur frá kirkjumálasjóði en það fé dugir ekki einu sinni til viöhalds prests- bústaða og hvað þá til nýbygg- inga,“ sagði Bjami og bætti því við að Kirkjuþing yrði að fylgja eftir samþykktum sínum og tryggja fé til framkvæmda þeirra. Sóknarpresturinn á Selfossi býr nú í ágætri leiguíbúð en óvíst hversu lengi. Leigumarkaðurinn er ótryggur. -EIR Páll Baldvin Baldvinsson, dag- skrárstjóri Stöðv- ar 2, er hættur störfum. Páll Baldvin hefur verið aðalhönn- uður þeirrar dag- skrár sem áskrif- endum Stöðvar 2 hefur verið boðið upp á til margra ára. Má búast við að breyting verði þar á við brotthvarf hans. -EIR Kjötmjöl hf. rekið áfram: Vinnslugjöld hækkuð - um meir en helming Á aðalfundi Kjötmjöls hf. i gær var ákveðið að halda rekstri verksmiðjunn- ar áfram. Þá var samþykkt að hækka vinnslugjöld úr kr. 2,20 í 4,90 á kílóið, eða um ríflega 120 prósent. Þorvarður Hjaltason, fráfarandi for- maður stjóraar Kjöhnjöls, sagði að með þessum breytingum væri verið að hækka vinnslugjöldin til jafns við það sem gerðist hjá uröunarstöðvum á land- inu, eins og t.d. Sorpu. Ekki hefði verið tekin ákvörðun um aukningu hlutafjár né aðrar ráðstafanir til að koma rekstri verksmiðjunnar á traustan grundvöll. Það yrði verkefni nýrrar stjómar. Rekstur verksmiðjunnar hefur verið afar erfiður eftir að innflutningsbann á kjötmjöl var sett á í Evrópulöndum vegna kúariðu. Um 300 tonna birgðir hafa hlaðist upp. Þorvarður sagði að það kæmi í ljós á næstu mánuðum hvort rekstraráætlanir verksmiðjunn- ar stæðust en menn væru bjartsýnir á að svo yrði. -JSS/NH & T^xI Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.