Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Hvaö þarf mörg slys? Nauösynlegt aö efla kennslu rútubílstjóra. Sigríður Brynja Jónsdóttir, 9 ára: Ég veit þaö ekki. Lilja Rúriksdóttir, 9 ára: Lögfræöingur, ég held aö þaö sé skemmtilegt starf. Bryndís Eva Erlingsdóttir, 9 ára: Ég veit þaö ekki. Ari Brynjarsson, 8 ára: Fimleikamaöur. Fagleg ábyrgð rútubílstjóra Guðmundur Guðmundsson skrífar: Ég vil þakka Sigurði Gíslasyni góða grein í DV þar sem hann bend- ir á nokkrar staðreyndir varðandi þetta óhapp sem varð í fyrra fyrir norðan þegar rútan valt út af brúnni. Þessi grein Sigurðar var virkilega góð, enda skrifuð af fag- manni sem hefur meiri þekkingu á þessum málum heldur en flestir úr „fræðingastóðinu“ sem alltaf hefur bókina til að styðjast við og „lög“ sem eru óréttlát. Skal alltaf þurfa að draga bílstjórana fyrir dóm og dæma af þeim æruna með öðru vegna handvammar hins opinbera? Eru engin „alvörulög" sem ná yfir þau gullhænsni sem ég vil kalla svo? Þetta sýnir enn og aftur þörf- ina á mannsæmandi launum bil- stjóra • svo að þau standi undir ábyrgðinni sem á þá er lögð. Það er mikið að þegar reyndir bíl- stjórar hrökklast úr starfi og treysta „Skal alltaf þurfa að draga bílstjórana fyrir dóm og dœma af þeim œruna með öðru vegna handvammar hins opinbera? Eru engin „alvörulög“ sem ná yfir þau gullhœnsni sem ég vil kalla svo?“ sér ekki til þess að standa undir ábyrgð vegna launanna. Hvers vegna má ekki efla kennslu verð- andi rútubílstjóra eins og Sigurður bendir á? Hvers vegna má ekki við- urkenna þetta starf sem fag? Hvað þarf mörg slys til þess að þetta breytist? Kannski er þetta ekki nógu „arðbært". Flugmenn fá laun miðað við ábyrgð en ekki rútubílstjórar. Ég er ekki að líkja þessu saman, þjálfun flugmanna er meiri en báðar þessar stéttir bera ábyrgð á mannslífum. Öðrum má greiða góð laun fyrir það en hinum ekki! Mér fmnst að rútu- bílstjórar ættu nú að standa fast við bakið á sínu félagi og lýsa ákveðn- ari kröfum um betri laun og hrein- lega stöðva allan akstur þar tU þessi mál eru til lykta leidd. Flestir geta ekið bU en að vera góöur atvinnu- bílstjóri - það er ekki öUum geflð. Bílstjórinn sem var gerður að blóraböggli fyrir handvömm opin- berra aðUa á alla mína samúö og mér flnnst að hans lögfræðingur ætti að beina spjótum sínum að þeim sem raunverulega eru ábyrgir fremur enn að búa hann undir gjaldþrot. Þeir sem um umferðar- mál fjaUa ættu að hlusta á menn eins og Sigurð. Slíkir eru hinir einu fagmenn á þessu sviði. Ekki „fræð- ingarnir" með flnu gráðurnar sem ekkert hafa handbært annað en bók- stafmn. Sértrúarflokkarnir og stóru kirkjurnar Einar Ingvi Magnússon skrífar: Seinnipartinn þann 25. júní sl. hlustaði ég á umfjöUun um sértrú- arflokka. Þetta var á Rás 2. - Mér fannst vanta skilning á einu mikil- vægu atriði, sem fólk hugsar ekki alltaf um, og ég vU því bæta inn í þessa umræðu. Fólk sem er að berjast við þessar minnihópakirkjur er venjulega hluti af stærri trúarsöfnuði eins og lúterskum og kaþólskum sem eru löngu viðurkenndir. En hafa ber í huga að lúterska og kaþólska eru líka eins konar sértrú þótt þar séu „Það er hálfkjánalegt að vera að „frelsa“ fólk úr sér- trúarsöfnuðum eingöngu til að leiða það inn í stœrri sértrúarsöfnuð. “ fleiri áhangendur en í yngri kirkj- unum. Þaö er hálfkjánalegt að vera að „frelsa" fólk úr sértrúarsöfnuðum eingöngu til að leiða það inn í stærri sértrúarsöfnuð. Þetta er trúflokkastríð á milli gamalla og nýrra hópa, íhaldssamra trúmanna og svo hinna sem fara vilja nýjar ótroönar slóðir. Að sjálfsögðu er Guö tU. En því miður eru til allt of margir menn sem vilja ganga í fótspor Hirðisins eina og leiða fólkið eftir sínu höföi og kenna því sínar sérstæðu manna- setningar. Og nóg er af fólki sem vill fylgja þeim og lætur leiða sig án þess að hreyfa mótmælum. Fólk ætti að treysta á samvisku sína og innsæi, Guð, hið innra með manninum, í stað þess að hlaupa eftir misjöfnum kenningum sérvit- urra og misviturra manna. Garri Réttdræpir tóbakssölumenn Garri hefur ávaUt verið hrifinn af þeim sem vita meira en aðrir. Þess vegna hefur Garri lagt sig í lima við að komast í samkvæmi, þar sem gáfumenn hafa orðið. Sjálfur er Garri bara miðl- ungs vel gefinn og honum er því mikill fengur í að hlusta á klára fólkið og læra af því. Fyrir vik- ið er Garra það sérstakt ánægjuefni að fylgjast með umræðuþáttum í sjónvarpinu, s.s. Kastljós- inu. En það runnu á Garra tvær grímur ef ekki þrjár núna í vikunni. Hrannar heilsunefndarfor- maöur var mættur í settið til þess að ræða um óprúttna tóbakssala í höfuðborginni og Garri fylgdist spenntur með, enda lengi verið sérstakur andstæðingur reykinga. En því meira sem Hrannar talaði, því meiri samúð fengu tóbakssal- amir og að lokum fór svo aö Garri snerist alfar- ið á sveif með lögfræðingi sem þarna var stadd- ur. Og lögfræðingurinn var mættur til þess eins að verja hagsmuni vondu kallanna. A6 berja tóbakssala Garri var handviss um að það þyrfti slatta af gáfum til að stýra borginni en nú er hann farinn að efast. Tilraunir Hrannars og félaga til að minnka tóbaksreykingar ungmenna eru eflaust góðra gjalda verðar en aðferðunum er klár- lega ábótavant. Þannig sýnist Garra sem það sé ekki hægt að ganga að fólki og skjóta það þótt það sé með sígarettu á reyklausum stað eða berja tóbakssala sem gleymir að spyrja ungmenni um skírteini. Garra sýnist líka sem gömlum blaðahundi að ólögin um tóbaksvamir verði aldrei fullnustuð, því engum dettur í hug að fréttamenn muni láta stjórnina segja sér hvað megi fjalla um og hvað ekki. Hvað þá hvemig um hitt og þetta skuli fjallað. Ætlar aö kaupa sér pípu og tóbak Garri sá stundum Prövdu þegar hann var ungur maður og hann man að aldrei var nein gagnrýni á stjórn Sovétríkjanna á þeim tíma. Þetta var gósenskeið fyrir rússneska vald- hafa. Og kannski er að renna upp nýtt svona skeið hér á íslandi. Þaö kann að veröa timaspursmál hvenær bannað verður að fjalla um þingmennina á nei- kvæðan hátt og það kann einnig að verða tíma- spursmál hvenær menn verða fangelsaðir fyrir brot á umgengni við tóbak. I mótmælaskyni ætl- ar Garri að gera allt það sem honum er sagt að gera ekki á þessum síðustu tímum. Hann ætlar að kaupa sér pípu og tóbak og tala illa um alla litlu lénsherrana milli þess sem hann blæs Sweet Dublin framan í næsta mann. En það sem kannski er sérstæðast við þetta allt saman er að Garri er orðinn handviss um að hann sé alveg jafn vel gefinn og þingmaðurinn í næsta kjör- dæmi. Og e.t.v. heldur skárri jafnvel en pótentát- amir í borgarstjóminni. Garri Blikkar ljósum Lárus Þórðarson hringdi: Ég var á ferð í Ártúnsbrekkunni sl. mánudag. Örtröð var mikil og bíll við bíl og óku menn greiðlega, og það svo að manni var ekki rótt. Skyndilega sá ég blá ljós blikkandi og auðséð að þar var lögregla að verki. Ekki vissi ég hvað olli þessu en mér er nær að halda að lögreglan hafi einfaldlega verið að láta vita að hún væri á svæð- inu. En svo bar við að ökumenn hægðu verulega ferðina og óku eins og menn, og lægðu á óðagotinu. Þetta eitt virtist duga; að sjá blikkandi ljós lögreglu. - Sem sýnir að menn aka skaplega er þeir vita af eða sjá lög- reglu fram undan eða í námunda við ökuleið þeirra. Alfreö Þorsteinsson borgarfulltrúi Vissi ekkert um orkuhækkun? Alfreö slapp vel Gísli Einarsson skrifar: Ég las viðtal við Alfreð Þorsteins- son borgarfulltrúa í DV sl. föstudag (eins og flest svona viðtöl við stjórn- málamenn). í þessu viðtali var hvergi komið inn á þá forsmán sem ég tel vera af Orkuveitu Reykjavíkur að slá í púkk með orkuveitunni á Akranesi og sem verður til að lækka hjá þeim orkukostnað. - Eða þá að kryfja Al- freð skýringa á hækkun hita og raf- magns hér í Reykjavík, nú hinn 1. júlí. Mér fannst Alfreð sleppa ódýrt frá þessu viðtali (sem á nú að flokkast undir yfirheyrslu). Hækkanir orku- verðs hér í borginni er mál sem er einna efst á baugi nú auk annarra hækkunarliða í þjónustu borgarinnar. Ég er hræddur um að þetta kosti R- listann lífið á pólitíska sviðinu, að ári. Hávaði í Hátúninu Pétur Bjarnason hringdi: Þar sem ég bý í Hátúni 10B snýr íbúð mín að horni Kringlumýrar- brautar og Suðurlandsbrautar. Há- vaðinn frá umferðinni er ógurlegur og nær hann jafnvel alla leið upp á 7. hæð hússins. Þetta hefur nú farið ört vaxandi á tíu ára tímabili. Maður heyrir innan um hávaðann frá hljóð- kútslausum bílum sem aka eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og svo eru það mótorhjól sem þarna eru hávaðavald- andi, einkum þau sem búið er að fjar- læga hljóðkútana á en það virðist í tísku ef marka má hávaðann. Ég vona að löggæsla varðandi þessi atriði verði aukin á þessu svæði því þetta er orðið illþolandi fyrir íbúa hússins. Kringlan - frábær Ásgeir skrifar: Ég er alltaf að sjá betur og betur hve Kringlan (verslunarstaður- inn) er frábær bygging og vel heppnuð. Þarna er alltaf sama góða og skemmti- lega andrúmsloft- ið, góð veitinga- hús á hverju strái (eða hæð) og þjón- usta með ein- dæmum góð. Síð- ast var ég þarna með kunningja frá Þýskalandi. Hann var frá sér numinn yfir hönnun og staðsetningu verslana (tók sérstaklega eftir flísunum sem gefa gólfi og veggjum flottan blæ. - Það eina sem ég fann ekki, aðspurður, voru upplýsingar um húsið sjálft, byggingarár, byggingatíma og nöfn hönnuða og verktaka, líkt og sést i svipuðum byggingum erlendis. py Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. I erli og ferll í Kringiunni Vekur jafnvel athygli útlend- inga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.