Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 DV Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Kristnihaldsins, skiptir um mold í listrænum kartöflugarði: Ég vil bjóða upp á betri kartöflur Fyrsta frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á næsta leikári er Kristnihald undir Jökli. Leikstjóri verksins er Bergur Þór Ingólfsson. Þetta er síðasta verkefni hans áður en hann heldur utan en hann flyst til Spánar í lok vikunnar. Hann er þó væntanlegur aftur til landsins í nokkrar vikur í lok sumars til að ljúka við sýninguna. Kristnihaldið var síðast sett upp fyrir um þrjátíu árum í leikstjórn Sveins Einarssonar og fór Gísli Hall- dórsson með hlutverk Jóns Prímus- ar. Sýning fyrir morgundaginn Bergur Þór býst við því að áhersl- ur hans séu aðrar en í sýningu Sveins. „Það eru einfaldlega aðrir tímar. Ég held að Laxness hafi skrifað bók- ina fyrir morgundaginn. Mig langar að gera það sama; gera sýningu fyr- ir morgundaginn." Það hefur vakið nokkra athygli að hljómsveitin Quarashi hefur verið fengin til að sjá um tónlist í sýning- unni. Bergur segir að þeir séu búnir ’aö semja marga skemmtilega grunna fyrir sýninguna sem séu mjög i takt við bókina og anda hennar. Gott ef fólk er ósammála „Þegar bókin kom út skildu hana mjög fáir. Það botnaði enginn í hvað maðurinn væri að gera. Núna finnst mér komnar nýjar forsendur þvi að um það leyti sem Halldór skrifaði bókina var að verða til ákveðin stefna í bókmenntum. Síðan var leikritið sýnt og það skildu allir. Kristnihaldið er uppáhaldsverk margra en öðrum finnst þetta svolít- ið mikið. Maður sér í erlendum rit- dómum að þeir sem hafa lesið bók- ina á þýsku og ensku finnst hún tryllingslega fyndin. Það er einmitt mín upplifun á bókinni en það eru ekki allir sammálá mér. Sumum finnst bókin allt of alvarleg til að hlæja að. Ég veit ekki hvort það hef- ur eitthvað með nóbelsgeislabaug- inn og heilagleika Halldórs Laxness að gera; hvort fólk taki hann það há- tíðlega að það sjái ekki að hann er húmoristi." En talandi um þennan heilagleika þá er bókaó að einhverjar óánœgjuraddir rísa í sambandi viö sýninguna. „Jú, jú. Það voru líka óánægjuraddir þegar Laxness var að skrifa. Sumum fannst hann fara illa með þjóðina sína. Mér skilst að það hafi orö- ið vinslit hjá honum og Peter Hallberg þegar Brottförin undirbúin Bergur Þór er að fara af landi brott til að fá nýja mold í listræna kartöflugaröinn en kemur aftur til landsins í ágúst til að fytgja verkinu Kristnihald undir Jökli til frumsýn- ingar. „Égget lagt allt undir í sýningunni. Ég fer af landi brott og ætla ekki að lesa nein blöö á Netinu. “ Islenskur safi „Tragíkómík er ekki rétta orðið yfir verk Halldórs. Þetta eru alheims bók- menntir sem hafa allt: fantasíuna, kaldan raun- veruleikann, sársaukann og brjálæðislegan húmor. Og verkin verða sönn fyrir vik- ið.“ Er persónusköpun hjá Halldóri Laxness eitthvaó frábrugóin persónusköpun hjá öórum höfundum? „Já, hann hefur sín sér- einkenni - annars væri hann ekki svona mikill höf- undur. Það eru ekki bara nöfnin. I persónusköpun hans er einhver íslenskur safi.“ Hentar skáldsagan vel fyr- ir leikhús? „Kristnihaldið er uppá- haldsbók Péturs Gunnars- sonar rithöfundar. Hann hefur spekúlerað mikið í bókinni og sagði okkur að til væri hellingur af upp- köstum fyrir bókina og Lax- ness hefði fyrst ætlað að skrifa leikrit. Hann hefði síðan gert skáldsögu úr verkinu. Bókin er í díalóg- um og inn á milli segir höf- undurinn frá. Sagan hentar því mjög vel fyrir leikhús. Hægt er að líta á náttúrulýs- ingar og það sem rödd skáldsins leggur til sem instrúksjónir og atmósu. Ég reyni því aö þakka fyrir það sem bókin gefur og senda það áfram. Halldór Laxness deildi þessu með mér og ég ætla að deila því með fleir- um.“ Helduróu að þetta verði sýning sem höfói mjög til ungs fólks? „Já, alveg örugglega. Ég ætla að vona að þetta sé sýning fyrir alla. Deigið sem ég er með í kökuna er örugglega mjög gott fyrir ungt fólk. Það er bara spurning hvernig það hef- ast.“ hann skrifaði þessa bók vegna þess að í henni hafi hann í fyrsta skipti skrifað illa um íslenska alþýðu. Þetta er saga sem ég veit ekki hvernig endaði og hvort hún er sönn. Ég vona samt að fólk verði ekki sárt. Ég vil ekki meiða neinn. En það er gott ef fólk er ósam- mála.“ ■ •F Hentar vel fyrlr leikhús „Sagan hentar því mjög vel fyrir leikhús. Hægt er aö líta á náttúrulýsingar og þaö sem rödd skáldsins leggur til sem instrúksjónir og atmósu. Ég reyni því aö þakka fyrir þaö sem bókin gefur og senda þaö áfram. Halldór Laxness deildi þessu meö mér og ég ætla aö deila því meö fleirum. “ Púlsinn í sólinni Bergur Þór er að fara af landi brott með fjöl- skyldu sinni á föstudaginn en nær fyrir brottfór íjórðu frumsýningu leikritsins Ungir menn á uppleið í Kaífileikhúsinu sem hann leikstýrði hjá Stúdentaleikhúsinu og farið hefur sigurfór um Reykjavík og Vilnius. Bergur segir að brottfór eftir frumsýningu Kristnihaldsins hafi ýmsa kosti. „Ég get lagt allt undir í sýningunni. Ég fer af landi brott og ætla ekki að lesa nein blöð á Net- inu,“ segir Bergur hlæjandi. „Ég er að fara með fjölskylduna mína til Barcelona. Við erum að stækka við okkur á andlega sviðinu. Lífið er stutt og heimurinn stór. Konan mín ætlar í skóla að læra listir en til að byrja með ætla ég að vakna seint með börnunum, lesa svolítið og svo ætla ég að fá að vera fluga á vegg í leikhús- um borgarinnar. Annars er þetta allt opið; við byrjum á því að finna hvernig púlsinn breytist í sólinni." Hvenœr komið þió aftur? „Ég veit það ekki. Við ætlum að sjá til eftir árið.“ Er ekki erfitt að yfirgefa leikstjórnarferilinn hér? „Nei, ég held að þetta sé akkúrat timinn til að skipta um umhverfi og anda að sér öðrum guf- um. Ég útskrifaðist 1995 og þetta hefur verið mikið moldvörpulif; maður fer inn í leikhúsið í myrkri og kemur út í myrkri; gruílar í sama umhverfinu. Ég hef notað þá líkingu að maður þurfi að skipta um mold í kartöflugarðinum hjá sér; maður sáir ekki endalaust í sömu moldina. Eins þarf líka að skipta um útsæði, annars upp- sker maður vondar kartöflur. Og ég vil bjóða upp á betri kartöflur." _________________Menning Umsjön: Sigtryggur Magnason Gullpenslar í Berlín Gullpensillinn, sýning Listasafns Reykjavíkur, verður endurvak- inn í Berlín dag- ana fimmta júlí til 26, ágúst. Safn- inu var boðið að setja upp sýningu í sameiginlegri funda- og upplýsingamiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín og var Gullpens- illinn fyrir valinu. Ástæðan fyrir val- inu er að safnið vildi sýna þá miklu grósku sem á sér stað í málaralistinni meðal núlifandi og -starfandi íslenskra listamanna. Gullpenslana skipa Birgir Snæbjörn Birgisson, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauksson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Þorri Hringsson, Daði Guðbjörnsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann L. Torfa- son, Jón Bergmann Kjartansson, Krist- ín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafsdótt- ir og Sigtryggur Bjarni Baldvinssoh. Hin sjö siðastnefndu verða viöstödd opnun sýningarinnar í Berlín ásamt Ei- ríki Þorlákssyni, forstöðumanni Lista- safns Reykjavíkur. Gunnar - the hero Á fostudagskvöld verður frumfluttur nýr söngleikur i Sögusetr- inu á Hvolsvelli. Verk- ið ber heitið Gunnar á Hlíðarenda (Gunnar - the héro) og er býggðúr á lagaflokki tónskálds- ins Jóns Laxdals við samnefndan ljóðabálk Guðmundar Guö- mundssonar skólaskálds. Ævi Gunnars er rakin í tali og tónum allt frá því hinn íslenski garpur ber „gull og orðstír úr Austurvegi" þar til fullhug- inn sem „ungar íslands dætur ennþá geyma í hjarta sér“ er fallinn í valinn. Af þessu tilefni verður miðaldaskála Sögusetursins breytt í sérstæðan leik- vang þar sem nútímalegri leikhús- tækni er beitt til að vekja fornar hetjur Brennu-Njálssögu til nýs lífs. Svala Arnardóttir hefur borið hitann og þungan af sviðsetningu söngleiksins en búninga hannaði Inga Kristín Guð- laugsdóttir og tónlistarstjórn er í hönd- um Halldórs Óskarssonar. Níu söngv- arar koma fram í sýningunni og eru þeir allir félagar í Karlakór Rangæ- inga. Borðhald hefst klukkan sjö á fostu- daginn en hetjurnar munu stíga fram úr rökkri fornaldar um klukkan 20.15. Sverrisdagur í Hafnarborg Á laugardaginn verður haldinn Sverrisdagur í Hafnarfirði þegar Minn- ingarsjóður um Sverri Magnússon og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur veitir tákn- ræna viðurkenningu í formi listaverks fyrir framlag til menningar óg lista í Hafnarfirði. I þetta sinn er það Tónlist- arskóli Hafnarfjarðar sem hlýtur viður- kenningu sjóðsins, myndverk Messíönu Tómasdóttur, Launhelgir tónar sellósins. Verkið verður afhjúpað á laugardaginn klukkan 11. Við þetta tækifæri gefur menningar- málanefnd Hafnarfjaröar Tónlistarskól- anum útilistaverkið Hörpu vindanna eftir Árdísi Sigmundsdóttur. Mýrin í kiljuklúbbinn Þrjár nýjar bækur hafa bæst í Kilju- klúbbinn. Má þar fyrsta telja bók Rögnu Sigurðardótt- ur, Strengir, sem fjall- ar um Maríu Myrká og Boga, æskuástina hennar. Eitt af meist- araverkum ítalskra nútimabókmennta, Gullspangagleraug- un eftir Giorgio Bassani fjallar um ung- an menntamann af gyðingaættum á tímum fasismans á fjórða áratug síð- ustu aldar í smáborg á Ítalíu. Mýrin eft- ir Arnald Indriðason kemur nú einnig út i kiljuformi. Hún fjallar um rann- sóknarlögreglumennina Erlend og Sig- urð Óla sem fást við flókið og erfitt verkefni sem leiðir þá inn í liðna tíð sem geymir skelfilegan glæp og fjöl- skylduharmleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.