Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti ______________________________________________________________ Umsjón: Vidskiptablaðió Hlutabréfarabb íslandsbanka og DV var vel sótt í gærkvöld: Spákaupmennska krefst yfirlegu og þekkingar DV-MYND HARI Margrét Sveinsdóttir héit erindi á kvöldfundi ísiandsbanka og DV „ Viö uppbyggingu langtímasafns hlutabréfa er einmitt góöur tími aö kaupa hlutabréf þegar verö þeirra er lágt. Þaö getur veriö erfítt aö finna hvenær veröiö er í botni og því er skynsamlegt aö fjárfesta í áföngum, “ sagöi Margrét meöal annars í fyrirlestri sínum. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumað- ur sölu og þjónustu, sté á stokk á öðru Hlutabréfarabbi íslandsbanka - Eigna- stýringar og DV, sem haldinn var i Garðheimum í Mjódd í gærkvöld. Um- ræöuefni rabbsins, sem er annað i röð vikulegra kvöldfunda sem íslands- banki og DV halda í sumar, var um hvernig fólk getur byggt upp og stýrt eigin hlutabréfasafni. Margrét kom víða við í fyrirlestri sínum og hún sagði meðal annars að hjá flestum fjárfestum séu hlutabréf hluti af eignasafni til langtíma en það sé þó mismunandi eftir markmiðum og fjárfestingartíma hve sá hlutur sé stór. „Við uppbyggingu langtímasafns hlutabréfa er einmitt góður tími að kaupa hlutabréf þegar verð þeirra er lágt. Það getur verið erfitt að finna hvenær verðið er í botni og því er skynsamlegt aö fjárfesta i áfóngum, jafnvel þó verð fari áfram lækkandi. Hér á landi er ekki útlit fyrir hækkun á hlutabréfaverði næstu vikur eða mánuði. Þeir sem fylgjast með mark- aðnum gætu hagnast á því að öárfesta til skamms tíma í verðtryggðum skuldabréfum og huga siðan að hluta- bréfakaupum siðar á árinu,“ segir Margrét. Hvort ú aó fjúrfesta í innlendum eóa erlendum hlutabréfum? „Eins og staðan er nú á hlutabréfa- mörkuðum er sennilega vænlegra að fjárfesta i bandarískum hlutabréfum en íslenskum. Mörg bandarísk fyrir- tæki eru að hækka núna þó reyndar hafi flestar hlutabréfavísitölur lækkað í júni í kjölfar metfjölda afkomuvið- varana frá fyrirtækjum. Miðað við sveiflur sem enn eru þónokkrar á bandaríska markaðnum er þó skyn- samlegt að setja markmið fyrir næstu mánuði og fjárfesta i skrefum." Hvort er skynsamlegra aó kaupa er- lend hlutabréf meó milligöngu innlends veröbréfafyrirtœkis eóa beint á Netinu? „1 flestum tilvikum er ódýrara að kaupa beint á Netinu en til þess þarf að vera búið að stofna til viðskipta- reiknings, hvort sem verslað er á inn- lendum eða erlendum viðskiptavefj- um. Þegar gengið hefur verið frá samningum og formsatriðum er yfir- leitt mjög einfalt og öruggt að nota Netið til hlutabréfakaupa. Þeir sem hyggjast flárfesta fyrir háar fjárhæðir í erlendum hlutabréfum leita oft eftir eignastýringu hjá fagaðilum frekar en að fjárfesta sjálfir, því stöðuga vakt þarf yfir safninu ef vel á að takast.“ Ef ég á safn íslenskra hlutabréfa sem hefur lœkkað um 30% á síóustu 12 mánuóum, hvað á ég aö gera? „Ef fyrirtækin eru hluti af virku langtímasafni og eru valin eftir ákveðnum forsendum um arðsemi og vöxt fyritækjanna og forsendur hafa ekki breyst mikið er að öllum líkind- um best að halda þessum félögum. Hægt væri að bæta við eign í þeim fé- lögum sem lækkað hafa mest eða kaupa i öörum sem eru á mjög lágu verði. Hins vegar er nauðsynlegt í virku safni að selja út fyrirtæki sem ekki standast væntingar um arðsemi og þrátt fyrir mikla lækkun getur ver- ið rétti tíminn til þess nú og skipta þeim út fyrir önnur arðsamari félög á góðu verði.“ Afhverju eiga einstaklingar ekki aó stunda spákaupmennsku? „Spákaupmennsku fylgir mikil áhætta því verið er að kaupa hlutabréf til að selja fljótt aftur, jafnvel innan dagsins. Almennt hafa einstaklingar ekki nægilegt Qármagn til að stunda slík viðskipti þó auðvitað séu undan- tekninígar á því. Þegar spákaup- mennska er stunduð er einnig mikil- vægt að hafa í huga að það krefst mik- illar yfirlegu og þekkingar á hluta- bréfamörkuðum. Það sem skilur á milli þeirra sem ná góðum árangri og hinna er gott skipulag við að kaupa og selja, agi í vinnubrögðum, natni og sterkar taugar til að vikja ekki af markaðri braut við óvæntar uppákom- ur,“ segir Margrét Sveinsdóttir, for- stöðumaður sölu og þjónustu. Næsta Hlutabréfarabb verður hald- ið fimmtudagskvöldið 12. júlí. Þá mun Friðrik Magnússon, deildarstjóri Eignastýringar, fjalla um heimslist- ann og nokkur frábær fyrirtæki á finu verði. -aþ JLX 4x4 • ALVORU JEPPI Meðaleyðsla 7,8 I 1.595.000,- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. ■ ■ ■ ■ I TtHHHMfia-HtBBflTBÉ Hönnuðir Ármúli 17, IBB Reykjavíh Slml: 533 1234 fax: 5EB 0499 „það sem fagmaðurinn notar! Bók vikunnar: A5 byggja upp ríki- dæmi og njóta lífsins „Getting Rich in America - 8 Simple Rules for Building a Fortune and a Satisfying Life“ kom út árið 1999 og er eftir þá Dwight R. Lee og Richard B. Mc- Kenzie. Þeir skrifuðu einnig met- sölubókina „The Millioner Next Door.“ í bókinni er fjallað um átta einfaldar og aðgengilegar reglur til að byggja upp miklar eignir og njóta lífsins um leið. Út- gefandi er Harper Business. HNRHHRH Hlutabréfaleikur íslandsbanka og DV Hlutabréfaleikur íslandsbanka og DV fer fram á hverjum föstudegi fram til 3. ágúst nk. Svara þarf einni spurningu í hvert sinn og tengist hún því umræðuefni sem var á Hlutabréfarabbinu kvöldið áður. Safna þarf saman a.m.k þremur af svörunum og senda til DV í umslagi merktu „DV - Hlutabréfaleikur - Þverholti 11 - 105 Reykjavík“. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út þann 9. ágúst og fær hver um sig 20 þúsund króna inneign í Astra-heimssafninu sem fjárfestir í alþjóðlegum hlutabréfum og hefur skilað 16,8% ávöxtun sl. 12 mánuði. Hvaða fjárfesting hefur í gegnum tíðina gefið hæstu ávöxtun á langtímasparnað? a. □ Víxlar b. □ Skuldabréf c. □ Hlutabréf FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 1.742 m.kr. Hlutabréf 139 m.kr. Húsbréf 413 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Kaupþing 47 m.kr. O MESTA HÆKKUN O Eimskipafélag Islands 0,8 % o o MESTA LÆKKUN Q Landsbanki Islands 3,1 % Q SÍF 2,9 % Q Kaupþing 2,3 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.060 stig - Breyting o 0,15 % Mikilvægt að vanda valið Hlutabréf hafa í gegn um tíðina verið sú fjárfesting sem gefið hefur hæstu ávöxtun á langtímasparnað einstaklinga. Sveiflur geta hins veg- ar verið miklar eins og þróun á hlutabréfamarkaði síðastliðin tvö ár sýnir. Mikilvægt er að fjárfestar vandi til aðferða við val á hlutabréf- um, hvort heldur er í sjóðum eða einstökum hlutafélögum. Mismunandi eignasamsetning Þegar fjárfest er í hlutabréfum þurfa markmiðin að vera skýr og meta þarf áhættuna sem hægt er að taka því ávöxtun og áhætta haldast að jafnaði í hendur. Hvert prósent í ávöxtun skiptir miklu máli fyrir langtímauppbyggingu eigna og get- ur munað mörgum milljónum á eigninni í lok fjárfestingartímans eftir þvi hvernig safnið var upphaf- lega byggt upp. „Rétt“ hlutabréfasafn Hægt er að líta á uppbyggingu hlutabréfasafns sem pýramída. Neðsti og stærsti hlutinn er dreift hlutabréfasafn til að skapa traustan grunn og tryggja stöðuga ávöxtun til langs tíma. 1 miðhlutanum er ijárfest i færri fyrirtækjum og virk stýring notuð. Huga þaif vel að því að áhættan verði ekki meiri en fjár- festirinn þolir að taka. í efsta þrepi pýramídans er mesta áhættan, svokölluð spákaupmennska. Ljóst er að slík fjárfesting er ekki æskileg fyrir hinn almenna fjárfesti því áhætta getur verið gríðarleg. Algeng mistök fjárfesta Þeir sem hafa hagnast hvað mest á hlutabréfaviðskiptum hafa beitt ákveðnum aðferðum og haldið sig við þær. Ef flakkað er á milli að- ferða eru miklar líkur á því að illa takist til. Önnur algeng mistök eru að kaupa mikið magn hlutabéfa þeg- ar verð hefur hækkað mikið en gef- ast svo upp og selja þegar lækkun hefur verið hvað mest. Best er að gera breytingar í áfóngum og fjár- festa reglulega, t.d. með fastri fjár- hæð mánaðarlega. 06.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA B: '1 Dollar 102,890 103,420 ÉOPund 143,820 144,560 j. 'iÍKan. dollar 67,930 68,350 ‘ Dönsk kr. 11,5850 11,6480 H—ÍNorsk kr 10,9180 10,9780 SS Sænsk kr. 9,3590 9,4110 HRfI. mark 14,4948 14,5819 |Fra. franki 13,1383 13,2173 1 Bclg. franki 2,1364 2,1492 Sviss. franki 56,6700 56,9800 CShoII. gyllini 39,1077 39,3426 Þýskt mark 44,0641 44,3289 R gít. lira 0,04451 0,04478 sch. 6,2631 6,3007 C” | Port. escudo 0,4299 0,4325 tCjSpá. pesoti 0,5180 0,5211 | • ÍJap. yen 0,81760 0,82250 |írskt pund 109,428 110,086 SDR 127,5300 128,3000 | gECU 86,1819 86,6998 ! www.isol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.