Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 I>V Grænfriðungar Samtökin hvetja áströlsk stjórnvöld til að staðfesta Kyoto-sáttmálann. Kyoto-sáttmálinn enn lamaður Sendinefnd á vegum Evrópusam- bandsins tókst ekki að sannfæra áströlsk yfirvöld um að staðfesta Kyoto-umhverfissáttmálann. Yfir- völd í Ástraliu telja að sáttmálinn sé ómerkt plagg ef Bandaríkin taka ekki þátt í aðgerðunum og vilja því halda að sér höndum. Evrópusambandið hefur reynt að fá sem flest lönd til að staðfesta sátt- málann en telja að sú tilraun sé smám saman að renna út í sandinn, sérstaklega eftir neitun Ástrala. Japanar hafa einnig gefið í skyn að þeir vUji ekkert aðhafast án þess að reyna að semja Bandaríkin aftur inn í sáttmálann. Sendinefnd Evr- ópusambandsins mun halda til við- ræðna við japönsk stjórnvöld á mánudaginn. Andlát tengd orkudrykk í frétt í sænska blaðinu Afton- bladet segir að þrjú dauðsföll í Sví- þjóð séu nú tengd orkudrykknum Red Bull. I öllum tilvikum er um að ræða unga menn. Að mati lækna létustu tveir eftir að hafa blandað saman áfengi og orkudrykknum. Þriðji maðurinn, sem sagður er hafa verið vel þjálfað- ur líkamlega, drakk margar dósir af drykknum eftir æfingar. Læknar segja ekki fullsannað samband milli drykksins, meiri rannsóknir eigi eftir að fara fram. Þeir vara hins vegar sérstaklega við því að blanda saman orkudrykkjum og áfengi. Umboðsmaður Red Bull í Svíþjóð vísar ásökunum á bug sem hreinum uppspuna. Red Bull er ólöglegur bæði í Nor- egi og Danmörku. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- ______um sem hér seglr:_____ Kjarrhólmi 38,4. hæð B, þingl. eig. Jónas Þröstur Guðmundsson, gerðarbeiðendur ibúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 10. júlí 2001 kl. 15.00. Vatnsendablettur 139, þingl. eig. Gunnar Richter, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, þriðjudaginn 10. júlí 2001 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fjarðarbraut 41, Stöðvarfirði, þingl. eig. Kaupfélag Stöðfirðinga, gerðarbeiðendur Eimskip innanlands hf. og Samskip hf., mánudaginn 9. júlí 2001 kl. 14.30. Mýrargata 25, Neskaupstað, þingl. eig. Herbert Jónsson, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 9. júlí 2001 kl. 11.00._______ SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Japan: Bandarískur her- maður framseldur Stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu í morgun að framselja Timothy Woodland, liðþjálfa í bandaríska flughernum, til jap- anskra yfirvalda. Woodland, sem er í herstöðinni í Okinawa, er grunað- ur um að hafa nauðgað rúmlega tví- tugri japanskri konu sem býr á eyj- unni. Nauðgunin átti sér stað síðasta föstudag. Konan kærði strax atburð- inn. Samkvæmt hennar lýsingum og annarra vitna var það svartur út- lendingur sem var þar að verki. Eft- ir yfirheyrslur hjá japönsku lögregl- unni síðustu viku neitar Woodland öllum ásökunum um nauðgun. Hann viðurkennir að hafa haft sam- farir við konuna með hennar sam- þykki. íbúar eyjarinnar Okinawa eru ævareiðir yfir glæpnum sem er ekki sá fyrsti sem bandarískir hermenn fremja á eynni. Árið 1995 voru þrír bandarískir hermenn sem staðsettir Herstöövarandstæðingur Vera bandarískrar herstöðvar á Ok- inawa mætir aukinni andstöðu. voru á Okinawa ákærðir fyrir að nauðga 12 ára telpu. Andstæðingar fara fram á það herstöðin verði minnkuö. Hún tekur upp um 20% af landi á Okinawa. Önnur krafa er að bandarískir hermenn séu ávallt framseldir ef þeir fremja glæpi á japanskri grund. Sérstakt sam- komulag er milli Japana og Banda- ríkjamanna um að þeir síðarnefndu þurfi ekki að framselja hermenn sem gerast sekir um glæpi áður en ákæra er gefin út. Woodland er annar hermaðurinn sem er framseldur án þess að ákæra hafi komið til. Hinn tvítugi Terrence Swanson var framseldur árið 1996 fyrir morðtilraun á jap- anskri konu. Bandarísk yfirvöld hafa verið treg til þessa hingað til. Talið er að þar spili inn í 95% sakfelling í japönskum dómstólum og sögusagn- ir um miskunnarlausar yfirheyrslu- aðferðir japönsku lögreglunnar. Gamaldags aöferöir aö gefa eftir Þessar indónesísku konur vefja hér sígarettur í verksmiöju sígarettuframleiðandans Gudang Garam, þess stærsta í Indónesíu. Fyrirtækið, sem er stærsti framleiðandi sígarettna með sterkri negullykt, kallaðar kreteks, er sagt eiga í sömu vandræöum og þessar konur, að laga sig að nútímanum og tækninni sem hann býður upp á. Annan fordæmir skipuleg launmorð Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, fordæmir ákvörðun ríkisstjórnar Israels að leggja aukna áherslu á skipuleg launmorð á leið- togum hreyfinga Palestínumanna. Annan sagði stefnu ísraela setja friðarferlið i Mið-Austurlöndum í hættu, auk þess sem hún bryti í bága við alþjóðalög. „Það er ekki um neitt annað að velja en pólitíska lausn í deilunni á milli ísraela og Palestinumanna," sagði í skriflegri yfirlýsingu frá Annan. Colin Powell utanríkisráðherra ítrekaði í gær andstöðu Bandaríkja- manna við skipuleg launmorð ísra- ela. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, lauk Evrópuferð sinni í gær. Hann hitti að máli Jacques Chirac Sharon og Schröder Hittust í gær. Gagnrýni Schröders var tempruð vegna fortíðar Þjóöverja og gyðinga. Frakklandsforseta og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands. Sharon varði stefnu sína meö kjafti og klóm og sagði ísraela hafa fullan rétt til þess að verja sig. Laun- morðastefnuna hefur hann einmitt kallað „virka sjálfsvörn". Schröder hvatti Sharon til að sýna sveigjan- leika í landnemamálum. Hann bætti þvi við að þetta væri aðeins vin- gjarnlegt ráð til ísraelsmanna, á engan hátt beiðni eða krafa. ísraelskur hermaður skaut Palestínumann í brjóstið í gær, þar sem hann spilaði knattpymu nærri ísraelskri landnemabyggð. Talsmað- ur landsnemabyggðarinnar sagði hermenn hafa skotið á Palestínu- mennina eftir að skotið hafði verið á landnemabyggðina. Skipar nýjan FBI-sjóra Bush Banda- ríkjaforseti sagðist í gær ætla að til- nefna lögfræðing- inn Robert Mueller yfirmann Banda- rísku alríkislög- reglunnar, FBI. Ef Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfestir tilnefninguna mun Muell- er stjórna FBI næstu tíu ár. Byssuríkir Norðmenn Fyrsta úttektin á byssueign Norð- manna var birt í gær. 1,5 milljónir skotvopna eru í landinu, um 0,8 á hvert heimili. Til samanburðar eru þau 1,9 í Bandaríkjunum. Sjálfboðaliöar í löggæslu Yfirvöld í Lagos, stærstu borg Ní- geríu, ætla að skipa vopnaða sjálf- boðaliðasveit til að berjast gegn vax- andi glæpum í borginni. 12 hafa ver- ið drepnir í vopnuðum ránum í þessari viku. Fossett reynir aftur Bandaríski milljónamæringurinn Steve Fossett ætlar að gera sína sjöttu tilraun til að verða fyrstur í einstaklingsflugi í loftbelg kringum jörðina. Næsta flugtak verður 25. júlí í Ástralíu. 35 þúsund föngum sleppt Úkraínska þingið samþykkti í gær að sleppa 35 þúsund manns úr fangelsum landsins. Þeir fangar sem fá náðun voru ekki kærðir fyrir of- beldisglæpi, auk þess sem konum verður sleppt. Nýr forsætisráðherra Saddam Hussein, forseti íraks, til- nefndi í gær Ah- med Hussein Khudayyir sem nýjan aöstoöarfor- sætisráðherra íraks. Saddam sjálfur er bæði for- seti og forsætisráð- herra íraks. Þrír aðstoðar-forsætis- ráðherrar eru nú starfandi í írak. Bakaði flugelda Karlmaður í Kansansborg í Bandaríkjunum sprengdi eigið eld- hús þegar hann hitaði mat sinn í fyrradag. Félagi hans hafði falið flugelda í ofninum. Biður um viröingu Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvatti aðrar þjóð- ir til að reyna að skilja og virða stjórnarhætti hans. Chavez þykir stefna hrað- byri í einræöi en hann segir aö- gerðir sinar nauðsynlegar til að rétta við kjör al- mennings. Kvittun fyrir gísla Tveir gíslar sem múslímskir upp- reisnarmenn á Filippseyjum slepptu gegn lausnargjaldi á dögunum fengu kvittun fyrir frelsi sínu. Skæruliðarnir létu þeim í té afrit af ljósmynd af þeim sem stimplað var „greitt" aftan á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.