Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir ^ Lögregluafskipti eftir að hrossum var beitt í friðað hólf í Mosfellsdal: Eg klippi á allt - segir Þórarinn Jónsson. Hann á ekkert í landinu, segir nágranni DV-MYND BRINK Girtur af Sonur Þórarins Jónssonar í Laxnesi virdir fyrir sér girðinguna sem sett var upp til þess að hefta för hrossanna, m.a. í friðaö hólf sunnan Þingvallavegar. „Ég klippi á allt,“ segir Þórarinn Jónsson í Laxnesi sem á í útistöðum við nágranna og yfírvöld vegna beitar hrossa sinna. Um 80 hross frá Hestamiðstöðinni í Laxnesi í Mosfellsdal voru í síðustu viku rekin úr friðuðu hólfl austan Mel- kots og Gljúfrasteins og sunnan Þing- vallavegar og 1 girðingu i landi eigand- ans, Þórarins Jónssonar í Laxnesi. Klippt hafði verið á lás á hliði að hólf- inu og hrossin rekin í hólfið. Nágrann- amir svöruðu með því að reka hrossin til baka og yfirvöld girtu af landareign Þórarins. Halldór Þorgeirsson í Melkoti, ná- granni Þórarins, segir að landið austan Gljúfrasteins sé meira og minna ónýtt og bannað sé að hafa hesta þar, auk þess sem Þórarinn í Laxnesi eigi ekk- ert í landinu þó hann hafi notað það í 30 ár. Eigendur séu Mosfellsbær, Wathne-systur sem eru frænkur hans og systir hans, Ragnhildur. Bæjaryfirvöld voru búin að fá sig fullsödd af málinu, girtu versta partinn af og læstu honum með keðju og lás. Síðan hafi starfsmenn hestaleigu Þór- arins komið og klippt á keðjuna og tek- ið hana með sér. Síðan voru hrossin rekin inn á land sem að mati Halldórs er gersamlega ónýtt. Beita má hrossum á miðstykkið en Halldór segir að þar hafi verið a.m.k. fjórfalt fleiri hestar en stykkið þoli. Þetta mál sé fáránlegt þar sem Mosfellsbær sé á sama tíma að taka þátt í Staðardagskrá-21, sem er umhverfisvænt langtímaátak sveitarfé- laganna, sem Sameinuðu þjóðimar standa fyrir. „Ég og systir mín eigum tvo þriðju hluta þessa lands. Mosfellsbær hefur ekki getað skipt landinu og er jafn- framt að girða í óskiptu landi en réttur þeirra er enginn,“ segir Þórarinn í Lax- nesi. Hann segir að samkvæmt landslög- um megi enginn fara og girða inni í óskiptu landi. „Ég bað um ítölur í landinu þar sem þar hefur verið svo mikið af sauðfé. Forsendur ítölu er að allt sauðfé sé í burtu og landinu skipt en það hefur ekki veriö gert þó liðin séu nær fjögur ár síðan. Ég var þvi í fullum rétti að klippa keðjur og lása í eigin landi,“ seg- ir hann. „Ég er þegar búinn að reka hrossin aftur í þetta hólf, rek hrossin fram og til baka og klippi á allt. Ég er búinn að vera héma í Laxnesi síðan 1968 og hér fara um líklega 9.000 útlendingar á ári sem gefa fleirum tekjur en mér. En þrátt fyrir það er bæjarfélagið í stöð- ugu stríði við mig og nýtur stuðnings nágranna minna viö þann verknað. En ég má gera hvað sem er við mitt land, t.d. rækta það upp og gera þar tún,“ segir Þórarinn Jónsson í Laxnesi. Ágreiningur um meöferð hrossa og umgengni um land hefur staðið um árabil milli ábúenda Laxness og ná- granna þeirra í Mosfellsdal og oftar en ekki hefur þurft afskipti lögreglu til þess að skakka leikinn. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af hrossi í Mosfellsdal sem var fast í girðingar- ræfli. Hrossið komst óskaddað frá þeim hildarleik og var teymt i beitarhólf. -GG Salmonella greinist á Ásmundastaöabúinu: Líklegt að sýktar afurðir hafi komist á markað - segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir „Þó salmonella hafi greinst í hluta af framleiðslunni verður búiö að halda áfram að slátra þeim kjúklingum sem það er með. Fyrst um sinn verður að frysta afurðirnar meðan við erum að skoða hvort þær eru lausar við salmonellu, ef rann- sóknir leiða í ljós að þær séu hrein- ar á að vera óhætt að selja þær frystar," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Landbúnaðarráöuneytið stöðvaði á laugardag dreifingu kjúklinga frá alifuglabúi Reykjagarðs á Ásmund- arstöðum í Rangárvallasýslu. Salmonella mun hafa fundist i nokkrum sýnum frá búinu við slátr- un í alifuglasláturhúsi fyrirtækisins á Hellu 25. og 27. júní. Ekki er talið útilokað að sýkt kjöt hafi komist á markað. „Við tökum sýni í hverri einustu slátrun, venjulega er hægt að setja þetta strax í fersksölu áður en niðurstöður koma. Þetta hefur í fór með sér að ekki er hægt að setja afurðir frá Ásmundarstöðum í fersksölu í bili. Aðrar ræktunar- stöðvar Reykjagarðs geta áfram framleitt á ferskvörumarkaðinn,“ segir Halldór. Hann segir að fólk þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af salmonellu- sýktum kjúklingum á matvöru- markaðnum. „Sennilega er þegar búið að neyta þessara afurða. Sótt- varnalæknir hefur ekki orðið var við aukningu á salmonellusýking- um í fólki. Þetta getur komið fyrir í allri matvælaframleiðslu hjá hvaða framleiðanda sem er. Fólk verður eftir sem áður að gæta þess að gegn- umsteikja allt hrátt kjöt, sama hvað þaö heitir," segir Halldór. Hann segir að salmonellan sem komin er upp á Ásmundarstöðum sé algeng í umhverfinu hér á landi og komi alltaf upp öðru hvoru. „Þetta getur borist með fóðri, lofti, vatni og Salmonella greinist á Ásmundarstöðum „Sennilega er þegar þúið aö neyta þessara afurða. Sóttvarnalæknir hefur ekki orðið var við aukningu á salmonellusýkingum í fólki,“ segir yfirdýralæknir. umgengni. Vatnið sem fer inn á Ás- campylobacter," segir Halldór mundarstaðabúið er allt saman Runólfsson yfirdýralæknir. geislað í kjölfar vandamálanna með -NH Slökkvibílar: Kaupverö 39 milljónir króna Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar hefur fest kaup á tveimur slökkvibifreiðum hjá MT-bílum á Ólafsfirði og er kaupverðið um 39 milljónir króna. Bílarnir verða af- hentir í mars og október á árinu 2002. MT-bílar hafa selt 3 sams kon- ar bíla og hafa þeir farið til Vest- manna í Færeyjum, Hellu og Grund- arfjarðar. Samningurinn er algjör vítamín- spauta fyrir fyrirtækið sem og at- vinnulífið á Ólafsfirði sem hefur ekki verið of burðugt undanfarin misseri. Bílarnir er byggðir á grind sem keypt er erlendis frá og er lögð áhersla á kraftmikla vél í bílunum sem og einfalda gerð sem skilar þeim fljótt og örugglega þangað sem þeirra er þörf. -GG Drengur nærri drukknaður Drengur á fjórða aldursári féll í sundlaugina á Illugastöðum i Fnjóskadal og var nærri drukknað- ur. Slysið varð á laugardaginn og var aödragandi þess sá, að faðir drengsins leit af honum eitt andar- tak á meðan hann reyndi að fá lán- aðan fyrir hann sundkút. Drengur- inn féll af bakkanum og missti með- vitund í vatninu. Snarráðir sund- laugargestir, sem tök höfðu á að- ferðum fyrstu hjálpar, gátu komið honum til bjargar með blástursað- ferð. Drengurinn var fluttur til að- hlynningar á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að hann væri við góða heilsu.________-sör Bílvelta við Laugarvatn: Klipptur úr bílbraki Bíll valt á Laugardalsvegi, í grennd við Laugarvatn, um sexleyt- iö í gærmorgun. Þrennt var í bíln- um þegar hann lenti utan vegar og hvolfdist. Bíllinn, jepplingur af Suzuki-gerð, klesstist saman að framan svo að slökkvilið bruna- varna Árnessýslu varð að beita öfl- ugum klippum til að ná ökumannin- um út. Greiðar gekk að ná farþegum hans, pilti og stúlku, úr brakinu. Öll voru þau flutt til rannsóknar á heilsugæslu Selfoss og þaðan var ökumaðurinn fluttur á Landspítal- ann í Reykjavík. Hann er talinn hafa orðiö fyrir hnjaski á höfuð- kúpu og hrygg, ásamt smærri áverkum. Ekki leikur grunur á ölv- unarakstri. -sör Veðrið í kvöld | Sóiargangur og sjávarföil Veðrið á morgun -,íf 8*(® V.\' W 0 W U’ í^s «-T‘ 12<s \\4 REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.51 23.55 Sólarupprás á morgun 03.03 02.40 Siödegisflóö 20.07 01.33 Árdegisflóö á morgun 08.25 13.51 Skýrtnáar á voöurtóknum 10 4— HITI Skýjaö á köflum Skúrir sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum og þurrt noröaustan til. Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum í dag. Rigning eða skúrir um norðanvert landið en dregur úr skúrum sunnanlands. Kólnar, einkum noröanlands. '->'VINDSTYRKUR 1 niotruin i tkikiintlir "S frost HEIÐSKÍRT o o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKÝJAÐ ÍKrS C RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA •‘i.v-Vx ‘W -k ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR POKA Sólarakstur Það getur verið ljúft að láta sólina baka sig í gegnum framrúöu bílsins en áríðandi er að ökumenn noti skyggni eða sólgleraugu til að blindast ekki í akstrinum. Einnig verður að huga að smáfólkinu í aftursætunum og skýla þeim fyrir ofbirtu. Með sólarakstri er átt við að aka með sól í smetti og sinni en ekki rakstur skósóla, sérstaklega ekki í bíl á ferö. Milt suðvestan til Norðaustan 8-13 m/s og víða rigning eða skúrir, síst þó á Vesturlandi. Hiti 5 til 13 stig, mildast suðvestanlands. u Vindur: 5-10 Hiti lur: C vÁ—\ io fS \ 7° tii 14 ' Fímrntu Vindur: 6-11 % Hiti0”til-0* W<W "irLpÍþlhjglK Vindur: ó 5-10 Hiti 0”til-0“ Norölæg eöa breytlleg átt og skýjaö, úrkomulitiö. hlýjast suövestan til. Norölæg átt og vætusamt noröanlands. Fremur svalt í veöri. Áfram hæg norölæg átt. Þurrt aö kalla fyrlr sunnan og ef tll vill sólarglæta. EEEElm&i AKUREYRi Skýjaö 12 BERGSSTAÐIR Úrkoma 14 BOLUNGARVÍK Hálfskýjaö 14 EGILSSTAÐIR Hálfskýjaö 16 KIRKJUBÆJARKL. Rigning 16 KEFLAVÍK Skúrir 11 RAUFARHÖFN Skýjað 12 REYKJAVÍK Skýjaö 12 STÓRHÖFÐI Skýjað 11 BERGEN Skýjað 21 HELSINKI Léttskýjaö 26 KAUPMANNAHÖFN Hálfskýjað 27 ÓSLÓ Skýjaö 26 STOKKHÓLMUR 27 ÞÓRSHÖFN Alskýjað 10 ÞRÁNDHEIMUR Léttskýjaö 19 ALGARVE Léttskýjað 21 AMSTERDAM Þokumóöa 19 BARCELONA Léttskýjaö 24 BERLÍN Skúrir 20 CHICAGO Hálfskýjaö 24 DUBLIN Skýjaö 15 HALIFAX Skýjaö 15 FRANKFURT Skýjað 20 HAMBORG Skýjað 20 JAN MAYEN Alskýjaö 5 LONDON Skýjað 20 LÚXEMBORG Skýjað 17 MALLORCA Skýjaö 30 MONTREAL Alskýjaö 18 NARSSARSSUAQ Heiöskírt 11 NEW YORK Rigning 21 ORLANDO Hálfskýjaö 24 PARÍS Skýjað 19 VÍN Skýjað 24 WASHINGTON Rigning 19 WINNIPEG Heiöskírt 17 C v-j j. ‘.Y;s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.